Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Önnu Jóhannsdóttur annajoa@simnet.is B lómamálverk Eggerts Péturssonar hófu að vekja athygli á 9. áratugnum en hann hefur síðan unnið sleitulaust og markvisst að því að þróa sérstætt myndmál sem ofið er úr minningum og næmum athugunum á íslenskri flóru – og ekki síst rannsóknum á eiginleikum málverksins. Á yfirlitssýningu á málverkum listamannsins á Kjarvals- stöðum er varpað ljósi á þessa þróun. Hana má lesa í tímaröð frá hægri hluta Vestursalarins (miðað við inngang) þar sem elstu verkin eru auk vinnubóka, skissa, bókverka og myndskreytinga í sýningarborði, til vinstri hlutans þar sem nýjustu verkin mynda sérinnsetningu innst í horninu. Á sýningunni má sjá talsverðan fjölda verka sem hvert um sig hefur verið málað á löngum tíma, jafnvel á nokkrum árum, enda er hér um mikla yfirlegu og nákvæmnisvinnu að ræða. Endurtekningin er ríkur þáttur í vinnunni og raunar sérstöðu verkanna sem Eggert hefur sjálf- ur skírskotað til í viðtali sem „þráhyggjustefnu“. Þráhyggjan er blönd- uð nautn og ástríðu fyrir viðfangsefninu: íslenskri flóru, skynrænum minningum úr náttúrunni, málverkinu/handverkinu, lit, fegurð. Við skoðun verkanna er ljóst að hann skortir hvorki úthald né útsjón- arsemi til að ljúka verkunum – en þeim „lýkur“ þó síður en svo með síð- ustu pensilstrokunni. Líf og merking verksins kviknar ekki síst í „per- sónulegu“ sambandi þess við njótanda/skoðanda þess. Verkin fela í sér leik sem gengur út á að virkja ímyndunarafl hans og fagurfræðilega skynjun. Þannig nýtir Eggert sér möguleika málverksins einkum hvað varðar uppbyggingu áferðar og rýmislegt aðdráttarafl þess: hver og einn þarf að hreyfa sig í rýminu og ganga upp að verkinu til að njóta þess til fullnustu. Sé til dæmis gengið upp að því sem virðast vera tvær dökkar, eintóna myndir á veggnum lengst til hægri þegar komið er inn í salinn, kemur smám saman í ljós að hér er um að ræða ótrúlega nákvæmnislega unnar og nánast dáleiðandi myndir (1995-96) af krækilyngi annars vegar og beitilyngi hins vegar, í raunstærð – líkt og í húmi nætur. Lyngið er hér málað með þunnu málningarlagi á reglubundinn, mynsturkenndan hátt og er yfirborð verkanna flatt, áferðin jöfn. Rýna þarf í yfirborðið til að greina lyngið og átta sig á handverkinu sem minnir á vefnað eða út- saum. Náttúran birtist hér sem „dekoratíft“ myndefni en um leið skír- skotar verkið til mynsturs og skipulags náttúrunnar sjálfrar og óend- anleikans eða víðáttunnar sem býr í hinu smáa. Verkin búa yfir ákveðnu tímaleysi og varanleika þó að í þeim birtist „tími“ eða hrynjandi náttúr- unnar (og ekki má gleyma tímanum í minningum listamannsins og tím- anum sem það tekur að vinna og skoða verkin). Áhugi Eggerts á handverkshefð í víðum skilningi er undirstrikuð í einu horni salarins en þar sjást verk frá upphafi ferilsins, svo sem út- saumsverk á striga, verk úr garni, ljósmynd af efnisbút þar sem birtast m.a. hugleiðingar hans um eiginleika og áferð efna og lita, og bókverk. Skírskotun í verkum Eggerts til málverksins sem hluta af handverks- hefðinni tengist rannsókn hans á málverkinu og málaraathöfninni, rannsókn sem tengja má við arfleifð konseptlistarinnar í samtímanum. Í hugmyndalegum og fagurfræðilegum aðferðum Eggerts renna „kons- ept“ og handverk saman – að þessu leyti á hann sitthvað sameiginlegt með Hildi Bjarnadóttur sem sett hefur handverkshefð kvenna í for- grunn verka sinna. Í verkum sínum benda þau á að ýmsar markalínur kunna að vera á reiki og að „bæði og“-nálgun getur verið frjósöm. Minningar um blóm hafa löngum leitað á listamanninn en þess gætir þegar á fyrstu sýningu Eggerts árið 1980 í verkum þar sem sjást för eftir plöntur á vatnslitaörkum (í formi plöntusafa sem smitast hefur út í pappírinn). Málverkin byggjast á minningum um blóm, sem búa í vit- undinni, og málarinn grípur til – stundum velur hann saman gróðurteg- undir sem byggingareiningar í frjálslegan spuna í vatnslitaskissum (sem hann skrifar einnig athugasemdir inn í). Góð dæmi um þetta sjást í veglegri sýningarskrá sem safnið gefur út af þessu tilefni. Í frjálslegri, tiltölulega óhlutbundinni vatnslitatækninni sést vísir að þeirri mal- erísku afstraksjón sem fljótlega fer að bera á í verkum Eggerts. Þar sleppir hann þó ekki taki af hinu þekkjanlega og styðst við ljósmyndir af gróðri, þurrkaðar plöntur og vandlega útfærðar teikningar til að ljá málverkunum skerpu – í bland við meiri upplausn lita. Í verkum Eggerts blandast saman raunsæi, afstraksjón og fantasía. Þetta sést glögglega í litameðferðinni. Litur jurtanna í málverkunum á rætur að rekja til raunveruleikans, eða raunverulegra jurta eins og þær koma fyrir sjónir á mismunandi tímum dags, árstíða eða blómg- unartíma. Þessi breytilega ásýnd plantnanna getur birst samtímis í einu málverki, jafnvel innan um fleti þar sem liturinn leikur lausum hala í ið- andi, óhlutbundnu litahafi þar sem hann öðlast huglæga merkingu. Sums staðar virðast blóm eða grös við að leysast upp í logatungum eða synda eins og í þykku flórsykurskremi í sætum litum – listamaðurinn ögrar áhorfandanum með því að fara alveg að mörkum þar sem við taka væmni og kits en hið sjónræna ríkidæmi gerir verkin bara meira spenn- andi og fegurð þeirra stórfenglegri – án þess þó að hún sé á einhvern hátt leikræn og upphafin. Hin jarðbundna innlifun málarans, sem end- urspeglast í myndefninu (jarðargróðrinum) og því hversu trúr hann er í raun náttúrunni og sambandi sínu við hana, ljær verkunum ástríðu og innileika sem er sjaldséður í myndlist samtímans. Innlifun málarans í náttúrunni skilar sér í málverkin þaðan sem hún varpast yfir á hinn móttækilega áhorfanda. Samband áhorfanda og mál- verks einkennist af löngun til að fara nær verkunum og jafnvel þreifa á þeim („blómunum“). Efnisáferð verkanna er lykilatriði í því samhengi og hún tengir saman yfirborð myndefnisins (áþreifanlegs jarðargróð- urs) og handverks/málverks. Þegar verkin eru skoðuð í tímaröð eftir því hvenær þau voru máluð sést að áferð þeirra verður hrjúfari með ár- Meistaratök Nær „Innlifun málarans í náttúrunni skilar sér í málverkin þaðan sem hún varpast yfir á hinn móttækilega áhorfanda. Samband á anna er lykilatriði í því samhengi og hún tengir saman yfirborð myndefnisins (áþreifanlegs jarðargróðurs) og handverks/málverk urþekjan bólgnar út og þá gerist tvennt: gróðurinn virðist áþreifanlegri – raunverulegri – en um leið beinist athyglin meir að mál EGGERT Pétursson kemur nú fram á sjónarsviðið sem málari sem náð hefur meistaratökum á viðfangsefni sínu – og þar gegna hand- verkið og fagurfræðin lykilhlutverki ekki síður en hugmyndaleg framsækni, segir greinarhöfundur sem fjallar hér um tvær sýn- ingar sem standa nú yfir á verkum Eggerts Péturssonar listmálara en það eru annars vegar yfirlitssýning á Kjarvalsstöðum og hins vegar einkasýning í Galleríi i8.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.