Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 11 Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Kristján Kristjánsson, heim-spekingur við Háskólann á Akureyri, hefur sent frá sér ritið Aristotle, Emo- tions, and Education en út- gefandi er As- hgate í Eng- landi. Í bókinni ræð- ir Kristján fjölda mistúlkanir á kenningum Ar- istótelesar um siðferði, tilfinn- ingar og mennt- un. Þeir sem halda því fram að kenningar fræðimanna um tilfinn- ingagreind hafi gætt hugmyndir Aristótelesar nýju lífi í samtím- anum fá yfirhalningu og Kristján færir meðal annars rök fyrir því að kenna ætti börnum að réttlát reiði sé réttlætanleg.    JPV útgáfa sendir nú frá sér frá-sögn fyrrverandi herdrengs, Um langan veg. Í bókinni segir Ishmael Beah, sem nú er orðinn tuttugu og sex ára gamall, átak- anlega sögu sína: Tólf ára gamall flúði hann undan morðóðum upp- reisnarhermönn- um í heimalandi sínu Síerra Leóne. Þrettán ára var hann tekinn í her stjórn- valda og komst fljótt að því að hann, ósköp venjulegur strákur, var fær um að vinna grimmilegustu voðaverk. Sextán ára var honum bjargað af UNICEF og hjálpað að hefja nýtt líf, segir í tilkynningu. Það er staðreynd að börn eru mjög eftirsóttir hermenn. Þau heyja stríðin, örvingluð og upp- dópuð með AK-47-riffil í hendi. Talið er að um 300.000 börn séu látin berjast í þeim rúmlega fimm- tíu styrjöldum sem geisa í heim- inum. Ishmael Beah var eitt þeirra. Hvaða augum lítur herdrengur stríð? Hvernig verður barn morð- ingi? Á það sér viðreisnar von? Ishmael Beah er fæddur í Síerra Leóne árið 1980. Hann fluttist til Bandaríkjanna árið 1998 og lauk gagnfræðaskólanámi við Al- þjóðaháskóla Sameinuðu þjóðanna í New York. Árið 2004 brautskráð- ist hann frá Oberlin-háskóla með BA-gráðu í stjórnmálafræði. Hann er félagi í ráðgjafarhópi Human Rights Watch-samtakanna sem berst gegn misnotkun barna og hefur meðal annars flutt erindi á vegum Sameinuðu þjóðanna.    Íslenska stjórnkerfið eftir Gunn-ar Helga Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, er komin út í annarri út- gáfu, uppfærðri og endurskoð- aðri. Þetta er inngangsrit um íslensk stjórn- mál og stjórn- málafræði. Há- skólaútgáfan gefur út en þar hafa einnig kom- ið út í ritsafni Sagnfræðistofnunar ritin: Encoun- tering Foreign Worlds: Experi- ence at Home and Abroad, sem fjallar um það hvernig Íslendingar og aðrar norrænar þjóðir hafa tek- ist á við útlendinga og erlenda strauma síðan á 18. öld. Kvinnor och Politik i det Tidigmoderna Norden sem fjallar um konur og pólitík í samtímanum. Og Vänner, Patroner och Klienter i Norden 900-1800 en þar er fjallað um hvaða þátt óformleg vináttu- sambönd manna í milli og tengsl velgjörðarmanna og skjólstæðinga þeirra hafa haft við mótun nor- rænna samfélaga. BÆKUR Kristján Kristjánsson Gunnar Helgi Kristinsson Ishmael Beah Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Það eru spennandi tímar framundan í íslenskri bókaútgáfu. Hin árlega bókavertíð er svona um það bil að hefjast og forvitnilegt verður að sjá hvort og hvernig hin mikla sameining Máls og menningar og JPV muni hafa áhrif á útgáfuna. Ef marka má það sem forsvarsmenn hins nýja Forlags segja í viðtölum í Lesbók í dag mun sameiningin ekki hafa nein sérstök áhrif á út- gáfuna en í ljósi þess hvernig gekk að ná end- um saman hjá stærsta útgáfufyrirtæki lands- ins, Eddu, þá má hugsanlega vænta einhvers samdráttar. Forlögin eru enn ekki komin með endanlega útgáfulista fyrir haustið en sumt er þó farið að kvisast út. Sérstaka athygli vekur að ljóðabókaútgáfa virðist ætla að verða mikil en það var hún einnig í fyrra. Sjón er að senda frá sér nýja ljóðabók, Sögur steinasafnarans, og hjá Bjarti kemur einnig út ljóðabók eftir unga skáldkonu að nafni Kristín Svava Tómasdóttir en hún hef- ur vakið athygli á upplestrum á vegum Nýhil og Nykurs. Hjá Máli og menningu eru að koma ljóðabækurnar Höggstaður eftir Gerði Kristn- ýju, Ástarljóð af landi eftir Steinunni Sigurð- ardóttur og Fjöllin verða að duga eftir Þórarin Eldjárn. Allt saman bækur sem beðið verður eftir með eftirvæntingu. Kristian Guttesen sendir frá sér Glæpaljóð og hjá Nýhil eru væntanlegar tvær ljóðabækur, Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum eftir Eirík Örn Norðdahl og bók eftir Ingólf Gíslason sem enn hefur ekki fengið nafn. Meðal skáldsagna er væntanleg Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson sem kemur út hjá Bjarti en þar er sögð saga af Vestfjörðum. Hjá Máli og menningu kemur Karitas II eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Rimlar hugans eftir Einar Má Guðmundsson og smásagnasafnið Endurfundir eftir Einar Kárason. Valur Gunnarsson sendir svo frá sér fyrstu skáldsögu sína en hann er þekktari sem blaðamaður. Bjartur gefur einnig út skáldsögu eftir Þórdísi Björnsdóttur sem sendi frá sér ágæta bók í fyrra ásamt Jesse Ball, Veru og Linus, en hún fór ekki hátt. Gyrðir Elíasson mun vera með nóvellu eða stutta skáldsögu og hjá JPV er væntanleg skáldsaga eftir Þórunni Valdimarsdóttur, Kalt er annars blóð. Krimmabylgjan er ekkert að minnka. Arn- aldur Indriðason sendir frá sér nýja bók, Harðskafi. Árni Þórarinsson heldur áfram að segja frá Einari blaðamanni í Dauða trúðsins og frá Þráni Bertelssyni kemur Engill dauð- ans. Jón Hallur Stefánsson vinnur síðan að nýrri glæpasögu en sem stendur er ekki ljóst hvort hún kemur út á þessu ári eða því næsta. Hjá bókaútgáfunni Sögum er síðan vænt- anlegur reyfari í anda DaVinci-lykilsins eftir Óttar Martin Norðfjörð, Hnífur Abrahams, en Óttar vakti athygli í fyrra fyrir ævisögu Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar, Nóttin er blá, mamma, en annað bindi hennar kemur út í haust. Bókmenntafrétt ársins gæti þó orðið sjálfs- ævisöguleg bók Sigurðar Pálssonar sem heitir Minnisbók og kemur út hjá JPV. Þar rifjar Sigurður upp námsárin í Frakklandi. Fleira mætti telja en verður látið bíða betri tíma. Það sem hér hefur verið talið boðar hins vegar gott haust. Flóðið brestur á » Bókmenntafrétt ársins gæti þó orðið sjálfsævisöguleg bók Sigurðar Pálssonar sem heitir Minnisbók og kemur út hjá JPV. Þar rifjar Sigurður upp námsárin í Frakklandi. ERINDI Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@googlemail.com W olfgang Müller ætti að vera mörgum Íslend- ingum kunnur. Hann hefir verið áberandi í ís- lensku listalífi allar göt- ur síðan hann kom fyrst til Íslands árið 1990 og varð fyrir miklum áhrifum af landi og þjóð. Í gegnum tíðina hefir hann staðið fyrir fjölmörgum uppá- komum í Þýskalandi sem tengjast landinu, og auk þess haldið þó nokkrar myndlist- arsýningar á Íslandi og skrifað fleiri bækur sem taka á landinu. Wolfgang er svo ásamt myndlistarkonunni Ástu Ólafsdóttur stofn- andi Walter von Goethe Foundation í Reykjavík. Wolfgang fæddist árið 1957 í Wolfsburg í Neðra-Saxlandi, en hefir lengi verið búsettur í Berlín. Hann er titlaður myndlistarmaður, tónlistarmaður og rithöfundur. Á árum áður gerði hann garðinn frægan með hinum þekkta fjöllistahóp Die Tödliche Doris, sem tilheyrði sömu hugmyndafræði og hljóm- sveitin Einstürzende Neubauten. Hug- myndafræði sem reifuð er í bókinni Genialen Dilletanten (snilldarlegir viðvaningshættir). Sver sig í ætt við eldri Íslandslýsingar Kannski kemur þetta þeirri bók sem hér er til umfjöllunar ekki svo mikið við nema fyrir það að á vissan hátt eru líkindi milli þess sem Wolfgang hefir áður gert og þess sem honum er oft hug- leikið nú; álfar og huldufólk, þótt sá áhugi sé á undanhaldi. Þannig skapaði Wolfgang með Die Tödliche Doris ósýnilegu plötuna, sem verður til er platan Unser Debut (1985) og sechs (1986) eru spilaðar samtímis. Álfar eru jú líka ósýni- legir. Fleiri verk Wolfgangs taka á áþekku, án þess að farið sé nánar út í þá sálma hér. Þannig má gera því skóna að Íslandsáhugi Wolfgangs þjóni um margt sköpunarlegum tilgangi og nái út fyrir landið sem slíkt. Titill bókarinnar, sem er bæði írónískur og ögrandi ásamt því að gera grín að sjálfum sér, kallast á við margar þær ferðalýsingar sem áður hafa verið skrifaðar um landið, t.a.m. Nac- hrichten von Island, eftir Johann Anderson frá 1764. En eins og þekkt er var lenska erlendra gesta að skrifa ferðabækur um landið. Verk sem leituðust eftir að lýsa hinu framandi og furðu- lega Íslandi og voru oftlega full af ýkjum og frjálslegum staðreyndum. Má segja, með ein- földun þó, að þessar bækur hafi skipst í útópíu- og dystópíulýsingar, þar sem land og þjóð var annaðhvort hafið til skýjanna eða lastað út í eitt. Neues von der Elfenfront sver sig í ætt við slík- ar bókmenntir. Er Wolfgang augljóslega afar fróður um slíkar bókmenntir, enda er fjöldinn allur af vísunum til fyrri skrifa um landið í bók- inni. Álfafræði og fleira Bók Wolfgangs er þó talsvert öðruvísi og kaos- kenndari en fyrirrennararnir. Hún fylgir hvorki tíma- né röklegri framvinduskipan og raunar er hægt að byrja lesturinn hvar sem er, líkt og í uppflettiriti. Farið er um víðan völl, þótt greina megi að orðið álfar komi oftar fyrir en mörg hver önnur. Því líkt og titillinn gefur til kynna skipa álfarnir nokkuð veglega rullu. Það hefir og verið sagt um Wolfgang að hann sé einn helsti álfasérfræðingur Þýskalands. Þó ber ekki að skilja sem svo að hér sé ÁLFABÓK á ferð sem, líkt og oft er raunin með slíkar bækur, tekur á öllum þeim klisjum sem fylgja því ágæta umfjöllunarefni. Hér er blessunarlega einnig fjallað um sitthvað sem ekki ratar í túr- hestahandbækurnar; að klæðskiptingar séu líka hluti af náttúrunni, erótískar verslanir á Íslandi, hinsegin-kúltúr, draggkeppnir; hvort það stemmi að eftir kynskiptaaðgerð frá manni í konu lækki launin; hví Ísland vantaði á fyrstu útgáfu evru-seðilsins; norð- lægasta pítsastað í heimi; hvort finna megi álfaspor í Þýskalandi, sem og hefðbundnari álfapælingar; af hverju ekki megi fjarlægja suma kletta er leggja á vegi. Að auki eru þar áhugaverð viðtöl. T.d. við þá þrjá alls- herjargoða sem verið hafa við stjórnvölinn hjá ásatrúarfélaginu eftir lát Sveinbjörns Beinteinssonar sem og við Guðberg Bergs- son og Þórð Ægi Óskarson, sem fylgdi Bobby Fischer frá fangelsinu í Tókýó út á flugvöll fyrir hönd íslensku þjóðarinnar o.fl. Helsti styrkur bókarinnar er að maður veit ekki hverju von er á (þ.e. ef maður les ekki kaflaheitin í byrjun bókar) og hvernig tengt er á milli atriða á óvæntan hátt, þótt það liggi svo sem alveg við að tengja á milli. T.d. er á einum stað byrjað á að fjalla um lög í Grágás sem varða það er maður klæð- ist kvenmannsfötum og kona karlmanns- fötum, því næst er skipt yfir í Hollendinginn Dithmar Blefken sem skrifaði í bók sinni, Hieronymus Megiser frá 1613, að hann sæi engan mun á því hvernig konur og karlar klæddu sig á Íslandi. Að því búnu er farið yfir í umfjöllun um draggkeppni Íslands. Oft eru svo þessar tengingar sem og kaflarnir sem slíkir einkar skemmtilegir. Líkt og með ferðasögur fyrri tíma er dá- lítið spilað á skringilegheitin. Ísland er enda í augum margra Þjóðverja framandi og áhugavert land, hvort sem sá áhugi litast af náttúrunni, fólkinu, álfunum og tröllunum, ver- gjörnu kvenfólki eða íslenska hestinum. Það er og að miklu leyti unnið með þær staðalmyndir sem fara af landi og þjóð í téðri bók. Oftlega þó settar í annað samhengi en hinn almenni „Ís- landsáhuga“-Þjóðverji á að venjast. Fyrir vikið segir mér svo hugur að texti bókarinnar eigi e.t.v. eftir að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir. En það er ekkert til að kvarta yfir og raunar hugsanlega æskilegt að fleiri myndir en þær of- ur markaðsvænu ímyndir sem eiga að selja land- ið birtist af og til. Og þótt allt sé kannski ekki hundrað prósent kórrétt þá verður að hafa í huga að Wolfgang hefir lengi vel leikið sér með skáldskap og staðreyndir og hér býður formið aldeilis upp á slíkan leik. Og þótt hér sé eitthvað öðruvísi álfur á ferð þá er alltént engin ástæða til að skrifa bók til varnar landinu líkt og Arngrímur lærði gerði forðum. Nei, þessi álfur er vinur okkar. Eitthvað öðruvísi álfur TUTTUGASTA og sjötta ágúst síðastliðinn kom út bók hins góðkunna þýska listamanns Wolfgangs Müllers, Neues von der Elfen- front: Die Wahrheit über Island (Tíðindi frá álfavígstöðvum: sannleikurinn um Ísland), frá hinu þekkta þýska forlagi Suhrkamp, þar sem Wolfgang í sextíu og sex köflum veltir fyrir sér ýmsum atriðum er lúta að Íslandi. Ekki handbók „Hér er blessunarlega einnig fjallað um sitthvað sem ekki ratar í túrhesta- handbækurnar; að klæðskiptingar séu líka hluti af náttúrunni, erótískar verslanir á Íslandi, hin- segin-kúltúr, draggkeppnir.“ TENGLAR ............................................................... http://www.wolfgangmueller.net http://www.suhrkamp.de

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.