Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 15 lesbók ÞAÐ er morð sem hrindir af stað framvindu Móðurlausrar Brooklyn, morð sem aðeins munar hársbreidd að söguhetjan komi í veg fyrir í upp- hafi bókar. Hið afdrifaríka augna- blik sem sker úr um líf eða dauða kemur í miðjum bílaeltingaleik þeg- ar þrjótarnir aka hratt og örugglega í gegnum vegtollastöð við Queens- göngin í New York vegna þess að þeir hafa áskriftarkort. Þannig geta þeir farið yfir á nær tóma áskrift- arakreinina en söguhetjan þarf að húka ásamt þremur félögum sínum í biðröð bíla sem allir borga gjaldið með klinki. Við þessa töf missa góðu gæjarnir sjónar á bíl þorparanna, en þar innanborðs var foringi þeirra og föðurímynd, Frank Minna, sem fyrr um kvöldið hafði verið rænt. Nokkru síðar finna þeir Minna í andarslitr- unum ofaní ruslagámi. Það að hið ör- lagaþrungna andartak sem í raun kostar Frank lífið skuli eiga sér stað undir jafn hversdagslegum kring- umstæðum og þeim sem lýst er hér að ofan, allt veltur á réttri akrein, klinki og vegatolli, getur talist dæmigert fyrir styrkleika bók- arinnar. Borgarlífið í öllum sínum sérkennilegu en líka hversdagslegu myndum er burðarstólpi verksins og áherslurnar á takt, flæði og tungu- mál borgarlífsins blandast spennu- sagnaformgerðinni á oft frumlegan og kraftmikinn hátt. Þegar lesandi hefur kynnst sögu- hetjunum aðeins betur furðar hann sig ekki á því að þeir hafi aldrei látið verða af því að fá sér áskriftarmiða í vegatollinn, til þess eru þeir of óskipulagðir og of mikið á skjön við venjubundið borgaralegt líferni. Fremstur í flokki fer Lionel Essrog, sögumaður og aðalpersóna bók- arinnar, en Frank hafði gengið hon- um og þremur munaðarlausum vin- um hans í föðurstað. Þegar þeir uxu úr grasi hafði Frank ráðið þá alla til starfa við leigubílastöð sína, sem undir yfirborðinu var reyndar einka- spæjarastofa (og ef grafið er enn dýpra mætti jafnvel segja að starf- semin hafi í raun verið minniháttar mafíuútibú). Saman rannsaka þeir morðið á Frank en grunsemdir vakna fljótt hjá Lionel um að fóst- urbræðrum sínum sé kannski ekki öllum treystandi. Hann starfar því mestmegnis einsamall en það sem gerir hann og tilraunir hans til að vera leynilögga æði sérstakar er sú staðreynd að hann þjáist af tourette- sjúkdómi. Þetta þýðir að hann hefur ekki fulla stjórn á sjálfum sér og á í sífelldri baráttu við þráhyggjukennd sjúkdómseinkenni (það sem hann á einum stað kallar „alríki einkenn- anna“) en þar er mest áberandi tak- mörkuð stjórn Lionels á eigin tal- færum og málnotkun. Með reglulegu millibili brjótast út dónalegar og ruglkenndar upphrópanir sem stundum koma Lionel í verulegan bobba. Þeir sem þekkja Lionel hafa að sjálfsögðu vanist háttum hans en sjúkdómurinn torveldar leit hans að morðingjum Franks á ýmsa vegu, stundum með gamansömum hætti, en einnig þvælist almennt hæfi- leikaleysi Lionels sem einkaspæjara fyrir honum. Hér má líka segja að raunverulegan prófstein bókarinnar sé að finna, þ.e.a.s. verkið stendur eða fellur með því hvernig Lethem nýtir og samhnýtir sjúkdóminn við frásögnina og persónusköpunina. Óhætt er að segja að honum takist vel til. Eitt sinn lýsir Lionel sjúk- dómstilfinningunni þannig að um sé að ræða þrýsting sem hann verði að hleypa út úr höfðinu og út í umhverf- ið með gelti og upphrópunum, hann sé eins konar blaðskellandi munnur sem þekur heiminn, en þannig verða landamærin milli ytri veruleika og sjálfs óskýr, hætta jafnvel á köflum að vera til því sjúkdómurinn krefst þess ávallt að umheimurinn sé innli- maður, snertur, og fangaður inn í vitund hins sjúka; ávallt er verið að búa til tengingar og orsaka- samhengi, borgin sjálf verður speg- ilmynd sjúkdómsins („New York er tourettísk borg“) en hér væri líka hægt að segja að í meðförum Let- hems birtist skáldsöguformið sjálft, og kannski sérstaklega formgerð leynilögreglusögunnar, sem tourett- ískt í eðli sínu. Alríki einkennanna er líka að einhverju leyti ríki skáld- skaparins. Móðurlaus Brooklyn er að mörgu leyti erfið skáldsaga í þýðingu. Vandamálin liggja að stórum hluta í áþreifanleika tungumálsins í tou- rettískum orðflaumi Lionels. Á þeim stundum sem sjúkdómurinn brýst fram verður textinn sambland af vit- undarflæði, dadaljóðlist og listræn- um og djúpsálfræðilegum hugrenn- ingatengslum. Þessa sérkennilegu súpu fangar þýðandinn, Eiríkur Örn Norðdahl, með miklum ágætum og leysir ýmis vandamál með heilmiklu hugmyndaflugi. Skáldsaga Lethems vakti athygli þegar hún kom út fyrir tæpum áratug (1999, en ekki 2004 eins og getið er í íslensku þýðing- unni) og hér gefst íslenskum les- endum tilvalið tækifæri til að kynna sér hvers vegna. Blaðskellandi munnur sem þekur heiminn Jonathan Lethem „Borgarlífið í öllum sínum sérkennilegu en líka hversdagslegu myndum er burðarstólpi verks- ins og áherslurnar á takt, flæði og tungumál borgarlífsins blandast spennusagnaformgerðinni á oft frumlegan og kraftmikinn hátt,“ segir í dómnum um Móðurlausa Brooklyn. Björn Þór Vilhjálmsson Bækur Þýdd skáldsaga Eftir Jonathan Lethem. Eiríkur Örn Norðdahl þýddi Bjartur. Reykjavik. 2007. 374 bls. Móðurlaus Brooklyn Gláparinn Taxi driver er hrein klassík. Það er ekki einasta að Robert DeNiro sé flotttur sem Travis Bickle leigubílstjóri, í leit að sjálfum sér og tilgangi lífsins í stórborginni, heldur er handrit Paul Schraders einsog bibl- íusaga. Það er gríðarlega sterk mannleg tilfinning í persónunum, og myndræn úrvinnsla Mart- ins Scorsese afbragð. Travis er einskonar frelsari með pilluglös og skambyssu, ófær um að eiga í nánum samskiptum við konu sem hann elskar, en með því að fórna sjálf- um sér fyrir vændiskonuna ungu bjargast hann sjálfur. „Knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða.“ Þorsteinn J. Vilhjálmsson sjónvarpsmaður. Morgunblaðið/Kristinn Þorsteinn J Kynnir landsmönnum leikhús og kvikmyndir á skjánum í vetur. Lesarinn Það gerist sjaldan að ég lesi skáldverk oftar en einu sinni en í sumar las ég öðru sinni meistaraverk norska listamannsins og sam- félagsgagnrýnandans Jens Bjørneboe, Frihe- tens Øyeblikk, frá árinu 1966. Þetta er heim- spekileg ferðasaga inn í innstu myrkviði manneðlisins, innblásin af grimmdarverkum og fáránleika seinni heimsstyrjaldarinnar en hefur staðist tímans tönn og á fullt erindi við samtímann. Saman tvinnast níhílískar lýs- ingar á flökkulífi rótlausrar fyrstu persónu sem sækist eftir frelsi í rænulausu svaðlífi og ádeila á þá mótsagnakenndu áráttu mannkyns að leita frelsis í þrælmennsku hugmynda- fræðilegra öfga. Í báðum tilvikum er þetta frelsi dýrkeypt og fæst einungis með sjálfs- firringu, skeytingarleysi eða, ef allt annað brestur, líkamlegum dauða. Þetta er miskunn- arlaus frásögn sem vekur til umhugsunar um stefnu mannkynssögunnar og ekki síst þau gildi sem stýra lífi okkar sem einstaklinga. Geir Sigurðsson heimspekingur Geir Hefur nú lesið öðru sinni meistaraverk norska listamannsins og samfélagsgagnrýnand- ans Jens Bjørneboe, Frihetens Øyeblikk, frá árinu 1966.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.