Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is F yrir tveimur vikum birti Hannes Hólmsteinn Giss- urarson greinina „Er heim- urinn enn að farast?“ í Les- bók Morgunblaðsins.1 Henni er ætlað að svara því sem Hannes skilgreinir sem harkalegar árásir í sinn garð, en í pistli sem ég skrifaði um um- hverfismál í vikunni á undan vísa ég einu sinni til Hannesar og segi hann „málpípu ráðandi afla“. Það er allt og sumt. Grein Hannesar er þó forvitnileg staðfesting á þeirri nánast trúarlegu afstöðu sem sumir harðlínumenn á hægri væng stjórnmálanna hafa til umhverfismála. Grein Hannesar Hólmsteins hverfist um þrjár forvitnilegar fullyrðingar sem rétt er að skoða nánar: 1) Þeir sem vara við hætt- unni á loftslagsbreytingum beita fyrir sig hrakspárorðræðu, en samkvæmt Hannesi gengur hún út á að koma í veg fyrir eðlilega umræðu um málefnið: „Þegar skip sekkur, hljóta menn að hraða sér út í björgunarbát- ana. Við lífsháska er enginn tími til að spyrja spurninga og því síður að velja og hafna“. 2) Umræðan um gróðurhúsaáhrifin stjórnast af pólitískum rétttrúnaði og á ræt- ur að rekja til andstöðunnar við vestrænan kapítalisma. 3) Umhverfisverndarstefnan mun leiða til kreppu, en markmið hennar er að koma á miðstýrðum áætlunarbúskap í sovéskum stíl í stað viðskiptafrelsis þess er nú ríkir á Vesturlöndum. Skoðum þessar fullyrðingar nánar. Hefur málið ekki verið rætt? Af orðum Hannesar mætti ætla að engra gagnrýnna spurninga hafi verið spurt og ekki gefist tóm til að ræða líkurnar á lofts- lagsbreytingum skynsamlega. Þó hefur um- ræða um loftslagsbreytingarnar verið mikil og áberandi síðustu tvo áratugina. Hugtakið birtist t.a.m. í ályktun frá Sameinuðu þjóð- unum frá því í desember 1988 þar sem varað er við hættunni á „hnattrænni hlýnun“ (glo- bal warming) og „loftslagsbreytingum“ (cli- mate change), en kenningin hafði þá þegar verið rædd mikið í vísindasamfélaginu þótt hún næði líklega ekki eyrum upplýsts al- mennings fyrr en um 1990. Í bókinni Un- speak sýnir Steven Poole fram á hvernig ol- íuríki eins og Sádi-Arabía og Bandaríkin, sem hafa mikilla hagsmuna að gæta, börðust um langt skeið gegn því að orðalagið „hnatt- ræn hlýnun“ væri notað í samningum og sáttmálum. Poole segir hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær endurskoðunin á sér stað í alþjóðasamþykktum. Í ályktun frá Sameinuðu þjóðunum frá 1989 birtist sams konar ályktun og sú sem vísað var í hér að ofan en þá var búið að fella orðalagið niður. Samkvæmt Poole var það horfið með öllu út úr samþykktum svo snemma sem árið 1992.2 Er hér á ferðinni umræða sem beinist að því að draga fram vísindaleg sannindi eða snýst hún um pólitískt hagsmunapot og þöggun? Meira að segja sjálft hugtakið „loftslags- breytingar“ er því gildishlaðið og afleiðing endalausra málamiðlana. Í Unspeak greinir Poole frá því hvernig ráðgjafar innan banda- ríska Repúblíkanaflokksins lögðu í minn- isblöðum til flokksmanna áherslu á að stýra umræðunni með breyttri orðanotkun. Í einu slíku minnisblaði („Winning the Global Warming Debate“) sem lekið var til fjölmiðla 2003, segir Frank Luntz mikilvægt að flokksmenn taki sér fremur í munn hugtakið loftslagsbreytingar en orðin hnattræn hlýn- un, því að síðara orðalagið búi yfir ógnvekj- andi merkingaraukum en það fyrra gefi til kynna vanda sem auðveldlega megi sigrast á eða bara hunsa. Loftslagsbreytingar hljóma svona eins og maður sé að fara frá „Pitt- sburgh til Fort Lauderdale“ segir Luntz í minnisblaði sínu. Minnisblaðið er gott dæmi um það hvernig harðlínumenn til hægri í stjórnmálunum og málpípur þeirra hafa reynt að stýra umræðunni með orðheng- ilshátt að vopni og í tuttugu ár hafa menn lítið gert annað en að tala. Vandi loftslagsumræðunnar liggur ekki síst í því að hreinræktaðar vísindaspurn- ingar hafa nú um langt skeið blandast inn í pólitíska umræðuhefð með öllum hennar þrætubókarstíl og hártogunum, þar sem þrýstihópar sem stundum eru kostaðir af hagsmunaaðilum í olíubransanum sjá fjöl- miðlum fyrir villandi upplýsingum. Vísindi og stjórnmál eru því miður illsamræm- anlegar orðræðuhefðir. Annarri er ætlað að lúta sannleikanum á meðan hin snýst því miður alltof oft um þá hentistefnu sem gert hefur valdið að sínum guði. Hvar liggur pólitíski rétttrúnaðurinn? Hannes Hólmsteinn Gissurarson telur að pólitískur rétttrúnaður hljóti að stýra þeim sem telja að bregðast eigi af ábyrgð við varnaðarorðum vísindasamfélagsins. Hann virðist ekki telja mögulegt að skynsemi, frekar en hugmyndafræðileg andstaða við frjálsan markað, ráði þeirri niðurstöðu flestra hugsandi manna að taka beri mark á vísindalegum niðurstöðum. Hann vitnar í orð Vaclav Klaus, forseta Tékklands, sem heldur því fram að loftslagið sé ekki að veði, heldur frelsið: „Þar eð ég bjó við kommúnisma mestalla ævina, verð ég að benda á, að nú er frelsi, lýðræði, markaðsviðskiptum og hag- sæld okkar hætta búin af umhverfisvernd- aröfgum frekar en kommúnisma. Þessi nýja hugmyndafræði ætlar sér að setja í stað frjálsrar og sjálfsprottinnar þróunar mann- kyns eins konar miðstýrðan áætlunarbú- skap“.3 Umhverfisverndarorðræðan er rétt- trúnaður sem settur er til höfuðs kapítalismanum. Sérkennilegt verður að teljast að leggja umhverfisverndarbaráttuna sem byggir rækilega á vísindalegum rannsóknum að jöfnu við „rétttrúnað“ og þau rök að hér sé á ferðinni hugmyndafræði sem hvetji til mið- stýrðs áætlunarbúskapar eru nánast óskilj- anleg. Síðasta sunnudag birti Morgunblaðið fyrsta greinaflokkinn af mörgum um um- hverfismál undir forsíðufyrirsögninni „Fljót- um sofandi að feigðarósi“, en inni í blaðinu er m.a. að finna greinina „Tími efans er lið- inn“.“4 Ætti að taka mark á Hannesi og Vac- lav Klaus mætti ætla að markmið ritstjórnar Morgunblaðsins væri að hvetja til miðstýrðs áætlunarbúskapar með brölti sínu. Það búa því óneitanlega nokkuð gamaldags hug- myndir að baki þeirri kenningu félaganna að umhverfisverndarsjónarmiðin séu einvörð- ungu bundin við vinstri öfl stjórnmálanna. Ég hef ítrekað skrifað um þessa staðreynd, nú síðast í pistli mínum í Lesbók Morg- unblaðsins fyrir þremur vikum, „Pólitískur rangtrúnaður og Björn Lomborg“, þar sem ég nefni sem dæmi um ábyrga leiðtoga á hægri væng stjórnmálanna, þau Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, Fredrik Rein- feldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, og David Cameron, leiðtoga íhaldsmanna í Bretlandi. Hannes Hólmsteinn þykist aðeins lúta sannleikanum ólíkt rétttrúnaðarsinnunum sem annaðhvort eru helteknir af hættunni sem fylgir hnattrænni hlýnun eða þrá það eitt að greiða kapítalismanum náðarhöggið. En þolir slík yfirlýsing greiningu? Hópur harðlínumanna á hægri væng íslenskra stjórnmála hefur á undanförnum árum horft vestur um haf til Washington og tekið mið af afstöðu Bush-stjórnarinnar til loftslags- umræðunnar. Davíð Oddsson var lengi mik- ilvægasti liðsmaður George Bush í þeirri umræðu, en eins og ég hef áður minnst á varpar hagfræðingurinn og frjálshyggjumað- urinn Roger Bate fram þeirri spurningu hvort Ísland geti mögulega brúað bilið milli Bandaríkjanna og Evrópu í umræðunni um gróðurhúsaáhrifin.“5 Bate bætir við: „Davíð Oddsson hefur gert lítið úr líkunum á hættu- legum loftslagsbreytingum og er kannski eini leiðtoginn í Evrópu sem hefur gert það. Hann studdi Bush bak við tjöldin á nokkrum fundum í Evrópu þar sem spurningar um veðurfar voru teknar fyrir.“6 Þótt kald- astríðinu sé lokið telur Bate Íslendinga enn geta miðlað málum milli Evrópu og Banda- ríkjanna, en þar sé ágreiningurinn um lofts- lagsbreytingarnar alvarlegastur. Helstu rök mælskufræðilegrar efahyggju í ætt við þá sem Hannes Hólmsteinn og félagi hans Roger Bate stunda, felast í því að grafa undan vísindalegri óhlutdrægni með því að tengja niðurstöður loftslagsrannsókna hags- munapoti í vísindasamfélaginu, pólitískum ásetningi og trúarhita. Það er því sér- staklega forvitnilegt að flestir fulltrúar þess- arar efahyggju skuli koma af sama armi ís- lenskra og bandarískra stjórnmála og móta skoðanir sínar á þeim línum sem lagðar hafa verið í Repúblíkanaflokknum. Í skoð- anakönnun sem gerð var á vegum National Journal á fulltrúaþinginu í Washington og birt var í febrúar á þessu ári kom í ljós að 84% repúblíkana trúa ekki að færð hafi verið óyggjandi rök fyrir því að hlýnun jarðar megi rekja til athafna mannsins, en 13% eru sannfærð um að svo sé og 3% telja manninn aðeins hluta vandans. Meðal demókrata er skiptingin með allt öðrum hætti. Þar trúa aðeins 2% að ekki hafi verið færð fyrir því óyggjandi rök að hlýnun jarðar megi rekja til athafna mannsins, en 95% eru sannfærðir um að svo sé. Til viðbótar þessum 95% segja svo 2% demókrata að þetta sé ráðandi skoð- un í vísindasamfélaginu.7 Af þessu má vera ljóst að sterk fylgni er milli stjórnmálaskoðana og afstöðunnar til vísindalegra kenninga um loftslagshlýnun. Þó er varasamt að greina afstöðumuninn til loftslagsrannsókna í hægri og vinstri eins og repúblíkanar og íslenskir harðlínumenn í Sjálfstæðisflokknum hafa löngum viljað gera. Demókratar liggja langt til hægri á stjórn- málaarminum þótt þeir séu vinstra megin við repúblíkana og hægri flokkar í Evrópu eru margir leiðandi í pólitískri umræðu um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Einstaklingar til hægri og vinstri kjósa með öðrum orðum að taka mark á varnaðar- orðum vísindasamfélagsins og telja brýnt að brugðist sé við nýrri skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem því er haldið fram að meira en 90% líkur séu á því að hlýnun andrúmslofts sé af manna völdum.8 Ræður tilviljunin ein því að pólitískir skoðanabræður Hannesar Hólmsteins í Repúblíkanaflokknum fylgja sömu jað- arkenningum þegar kemur að loftslags- málum? Er það kaldhæðni örlaganna að full- komlega hlutlausar skoðanir Hannesar á þessum vísindum skuli fylgja þeim flokks- bundnu loftslagslínum sem Bush-stjórnin hefur barist fyrir? Er Hannesi stætt á því að saka aðra um pólitískan rétttrúnað? Að tala eða gera Sumarið 2005 neyddist Philip A. Cooney, starfsmannastjóri í „umhverfisgæðaráði“ („Council on Environmental Quality“) Hvíta hússins, til að segja af sér þegar hann var staðinn að því að falsa opinberar skýrslur um loftslagsvísindi með því að milda orðalag þeirra og með því að skjóta inn vafa þar sem hann var ekki að finna. Cooney hafði unnið sem hagsmunatengslafulltrúi fyrir banda- ríska olíuiðnaðinn (hjá American Petroleum Institute) áður en hann tók til starfa í Hvíta húsinu og nú var hann á svipstundu ráðinn til ExxonMobil.“9 Sú staðreynd að ein- staklingur úr olíuiðnaðinum skuli hafa verið ráðinn sem starfsmannastjóri umhverfismála í Hvíta húsinu segir margt um þau flóknu og rótgrónu tengsl sem liggja milli Bush Bandaríkjaforseta og olíuiðnaðarins. Stefna Bush-stjórnarinnar í umhverf- ismálum hefur öðru fremur hverfst um að standa vörð um olíuiðnaðinn og vernda þannig stundarhagsmuni fremur en að bregðast við því sem hún myndi kalla óljósar framtíðarógnir. Með það í huga hafa pólitísk- ir og hagsmunatengdir þrýstihópar fyrst og fremst beitt tvenns konar rökum. Mælsku- fræðilegri efahyggju, þar sem reynt er að grafa undan niðurstöðum loftslagsrannsókna sem vondum vísindum, og velsældarorðræð- unni þar sem horft er björtum augum til framtíðar, um leið og varað er við efnahags- afleiðingum þess að bregðast við gróðurhús- ahlýnuninni með beinum aðgerðum. Um leið er ekkert gert úr aðlögunarhæfni kapítal- ismans sem hefur þó hingað til lagað sig að breyttum aðstæðum í alþjóðasamfélaginu. Hvað er það t.d. annað en umhverfiskapítal- ismi sem stýrir jarðvarmaorkuútrás Íslend- inga þessa dagana? Því hefur stundum verið haldið fram í ill- girni að vinstri menn tali en hægri menn framkvæmi. Nú hafa þeir sem lengst standa til hægri í stjórnmálunum talað um umhverf- ismál í tuttugu ár og á meðan hefur ekkert gerst. Og af þeim sökum vilja þeir halda áfram að tala. Líklega óttast þeir að um- hverfispólitíkin feli alltaf í sér einhvers kon- ar ríkisafskipti, en þarf það að vera svo slæmt ef hinn kosturinn er hugsanlega sá að verstu loftslagsspár verði að veruleika? Hinu síðarnefnda myndi fylgja efnahagshrun á heimsvísu og hræðilegar þrengingar fyrir jarðarbúa. Á meðan menn gera ekkert annað en að tala minnka líkurnar á því að hægt verði að beita markaðnum gegn þeirri lofts- lagsvá sem hugsanlega er fyrir dyrum. Vissulega myndu slíkar aðgerðir líklega kalla á afskipti ríkisvaldsins og breyttar markaðsforsendur myndu valda því að þeir sem ekki löguðu sig að nýjum aðstæðum yrðu undir. En takmarkar það frelsið sem Hannesi er svo hugleikið? Allt eins mætti spyrja sig hvort brunareglugerðir í húsum takmarki frelsi leigusala, byggingarverktaka eða arkitekta? Og eru heilbrigðisreglur sem lúta að blýmagni í barnaleikföngum settar til höfuðs frelsis í viðskiptum? Allir í bátana Ég hef verið spurður af því hvort mér muni ekki líða eins og kjána ef það fer að kólna aftur. Mér finnst þetta einkennileg spurning því að auðvitað kysi ég fremur að þeir vís- indamenn sem halda því fram að jörðin sé orðin hættulega heit reyndust hafa á röngu að standa. En þetta snýst líka um að sýna ábyrgð, að bregðast skynsamlega við þeim vel rökstuddu vísbendingum að lífinu á jörð- inni stafi hætta af framferði mannsins. Ábyrgir foreldrar láta börnin sín ekki valsa laus í aftursætum bifreiða þó að hverfandi líkur séu á því að slys beri að höndum. Ég þekki líka marga einstaklinga í fullu fjöri sem eru líf- og sjúkdómatryggðir vegna þess að það er á þeirra ábyrgð að tryggja afkomu fjölskyldunnar ef eitthvað bjátar á. Ég efast um að þeir telji sig snuðaða fái þeir ekki krabbamein. Sá sem kaupir sér líftryggingu vill venjulega ekki að hún sé greidd út. Stærsta áhættan sem menn geta tekið lýt- ur að lífi mannkynsins á jörðinni. Þrátt fyrir það hafa ýmsir af þeim sem Hannes fylgir að málum sett fram þá kröfu að við gerum ekkert. Hannes segir sjálfur: „Ég ætla ekki í björgunarbátinn, fyrr en ég er viss um, að skipið er að sökkva.“ Líkingin slær Hannes blindu. Hvert flýr sá sem kemst hvergi? Í grein Guðna Elíssonar „Nú er úti veður vont: Gróðurhúsaáhrif og íslensk umræðu- hefð“, sem finna má í nýjasta hefti Ritsins 1:2007, Tímarits Hugvísindastofnunar Há- skóla Íslands, er að finna mun ítarlegri greiningu á ýmsum af þeim athugasemdum sem hér hafa komið fram.  1 Hannes Hólmsteinn Gissurarson: „Er heimurinn enn að farast?“. Lesbók Morgunblaðsins, 6. október 2007, bls. 16. 2 Sjá Steven Poole: Unspeak. New York: Grove Press, 2006, bls. 42-49. 3 Hannes Hólmsteinn Gissurarson: „Er heimurinn enn að farast?“. Lesbók Morgunblaðsins, 6. október 2007, bls. 16. 4 Bergþóra Njála Guðmundsdóttir og Orri Páll Orm- arsson: „Fljótum sofandi að feigðarósi“ og „Tími efans er liðinni“, Morgunblaðið 14. október 2007, bls. 1 og 10. Sjá einnig 14, 16, 18, 20 og 22-23. 5 Sjá: „Umhverfið og áróðurstækin: Stendur Sjálfstæðis- flokknum ógn af umhverfisvernd?“ Lesbók Morgunblaðs- ins, 15. júlí 2006, bls. 8-9; og „Með lögum skal landi sökkva: Hvers vegna er Sjálfstæðisflokkurinn stór- iðjuflokkur?“ Lesbók Morgunblaðsins, 14. okt. 2006, bls. 8- 10. 6 Roger Bate: „Can Iceland Be a Bridge over the Atl- antic?“, American Enterprise Institute, 15. desember, 2005. Sjá: http://www.aei.org/publications/pu- bID.23584,filter.all/pub_detail.asp [sótt 5. júlí 2006]. 7 National Journal 3. febrúar 2007. Tekið saman af Rich- ard E. Cohen og Peter Bell. Sjá: http://nation- aljournal.com/ [sótt 10. júní 2007]. 8 Sjá t.d. frétt Richards Black, umhverfisfréttamanns BBC, „Humans blamed for climate change“, 2. febrúar 2007. http://www.bbc.co.uk/ [sótt 20. júní 2007]. 9 Sjá t.d. „Bush aide ’edited climate papers’“, 9. júní 2005 á vef BBC, http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/- 4075986.stm [sótt 17.10. 2007]; og Andrew C. Revkin: „Bush Aide Softened Greenhouse Gas Links to Global Warming“, 8. júní 2005, http://www.nytimes.com/2005/06/08/- politics/08climate.html?ei=5090&en=22149dc70c0731- d8&ex=1275883200&partner=rssuserland&emc=rss [sótt 17.10. 2007]. Hannes gegn heiminum Reuters Rétttrúnaður Hópur íslenskra hægrimanna tekur mið af afstöðu Bush-stjórnarinnar til loftslagsumræðunnar. „Ræður tilviljunin ein því að pólitískir skoð- anabræður Hannesar Hólmsteins í Repúblík- anaflokknum fylgja sömu jaðarkenningum þegar kemur að loftslagsmálum? Er það kaldhæðni örlaganna að fullkomlega hlut- lausar skoðanir Hannesar á þessum vísindum skuli fylgja þeim flokksbundnu loftslagslín- um sem Bush-stjórnin hefur barist fyrir? Er Hannesi stætt á því að saka aðra um pólitísk- an rétttrúnað?“ Greinarhöfundur svarar skrifum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um loftslagsmál í Lesbók 6. október sl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.