Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 9 n í Kóreustríðinu þrátt fyrir ru.16 Einnig er gefið í skyn að f lokað á öll viðskipti við staðreyndin er hins vegar sú r viðskiptaþvingunum á alda stríðsins.17 Hvers konar illmælgi um Maó er fyrirvaralaust færð til bókar, hver svo sem heimildin er. Meðal þess sem Maó er gefið að sök er að hafa kennt ber að ofan (bls. 18) og þótt vænt um dóttur sína þótt hún væri „klædd í fram- andi rússnesk ullarpils og leðurskó“ (bls. 671). Oft er augljóst að dæmin sem höfundar nota til að sanna ill- mennsku Maós gefa ekki neitt tilefni til þess. Slúðursög- ur eru t.d. notaðar sem heimildir fyrir því að Maó hafi ekki syrgt son sinn sem féll í Kóreustríðinu (bls. 415), þegar ekki skortir heimildir sem hefðu sýnt fram á ann- að. Höfundar virðast hafa sniðgengið flestallar rannsóknir á hugmyndafræði Maós. Eins og Geir Sigurðsson nefnir í ritdómi um verkið í sagnfræðitímaritinu Sögu þá er um- fjöllun þeirra um heimspekiskrif Maós ekki einungis langsótt heldur til marks „um vanþekkingu bæði á rótum kínverskrar menningar og aðstæðum kínversks sam- félags á fyrstu árum lýðveldisins“.18 Þar af leiðandi eru hugmyndir Maós um „stöðuga byltingu“ ekki teknar til gagnrýninnar umræðu, ekki heldur ólíkar áherslur hans í landbúnaði miðað við samyrkjubúskapinn í Sovétríkjun- um eða sess Maós sem hugmyndasmiðs að umdeildum stórvirkjunum í Kína sem hafa komið til framkvæmda undanfarinn áratug.19 Höfundarnir rita á hinn bóginn jafnan eins og þeir hafi einkaaðgang að hugsunum Maós og þekki forsendur hans fyrir öllum ákvörðunum og athöfnum. Er það sjaldnast rökstutt með tilvísunum í heimildir og nær farsakenndum hæðum í lokaorðum bókarinnar þar sem höfundar vita að síðasta hugsun Maós var „aðeins um eitt: sjálfan sig og völdin“ (bls. 695). Persónulýsingin sem dregin er upp í bókinni hefur ekkert að gera með þann Mao Zedong sem lesa má um í vönduðum ævisögum eða kynnast með því að lesa hans eigin skrif. Maó þessara höfunda er fígúra úr afþreying- arbókmenntum sem er dregin upp sem holdgervingur illskunnar á fullkomlega óraunsæjan hátt. Líkt og Ernst Blofeld í bókunum og myndunum um James Bond þá reynist Maó vera höfundur „leynilegu heimsveldisáætl- unarinnar“ og á bak við allt sem aflaga fer í heiminum. Það heiti er auðvitað tilbúningur höfunda og sjálf leyni- lega áætlunin reynist vera samsuða úr óskyldum áætl- unum kínverskra stjórnvalda sem hafa hingað til ekki farið sérlega leynt.20 Ekki er sagan þó þar með öll sögð því að höfundar ganga skrefi lengra en framleiðendur Bondmyndanna þora til þess að láta gang heimsmála stjórnast af vilja Maós. Líkt og Þengill hinn illi í bókunum um Ísfólkið þá getur Maó fjarstýrt atburðum úti í heimi, fengið Stalín til að detta dauðan niður og Johnson til að hefja Víetnam- stríðið. Svona greiningu er ekki hægt að taka alvarlega; hún er komin beint upp úr afþreyingarbókum fyrir óreynda lesendur. Skapandi tölfræði Eins og áður er rakið sver Maó: Sagan sem aldrei var sögð sig í ætt við frásagnarsagnfræði, en minni áhersla er lögð á greiningu. Áhugi höfunda beinist ekki að hag- stærðum eða langtímaþróun í þjóðarbúskap Kína. Þegar höfundar vitna í tölfræðilegar heimildir er meðferð þeirra á þeim með ólíkindum. Þegar höfundar lýsa því sem þau kalla „leynilegu heimsveldisáætlunina“ (bls. 416-428) er fullyrt með til- vísun í „opinber gögn“ að hernaðaðarútgjöld Kína hafi verið 61% á fjárlögum ríkisins á 6. áratugnum. Þetta er hrein blekking sem höfundar ná fram með því að leggja saman alla fjárfestingu í stoðkerfi hins opinbera (37,6%) og útgjöld til varnarmála (23,4).21 Áhugavert væri að ræða hvort kommúnistastjórnin í Kína hafi ekki eytt allt of miklu í hernað (um fjórðungi ríkisútgjalda) en það er ekki hægt að gera á grundvelli þessarar bókar því að höf- undar kjósa að setja fram fáránlegar ýkjur í stað þess að leggja réttu tölurnar á borðið. Meðal þess sem áhersla hefur verið lögð á í kynningu bókarinnar er sú „afhjúpun“ að Maó hafi verið persónu- lega ábyrgur fyrir láti 70 milljón manns. Þeim mun merkilegra er að sjá að höfundar eyða afar litlu rými í að færa rök fyrir þessari staðhæfingu. Enda reynist þarna á ferð skapandi tölfræði af sama tagi og einkennir umfjöll- un höfunda um kínversk ríkisfjármál. Annars vegar full- yrða þeir, án rökstuðnings, að 27 milljónir hafi látist í fangelsum á valdatíma Maós (bls. 357), en sú tala reynist vera ágiskun út í loftið og byggist ekki á neinum frum- gögnum.22 Þá reikna höfundarnir mannfall í hungur- sneyðinni miklu upp á nýtt eftir 20 ára gömlum niður- stöðum bandarísks tölfræðings (bls. 478), en grípa til þess ráðs að bera saman leiðrétt manntal og óleiðrétt til þess að hækka tölu látinna úr 30 milljónum í 37.23 Má velta því fyrir sér hvaða tilgangi það þjónar að hagræða þessum tölum. Enda þótt þess sé hvergi getið í bókinni eru tölur um mannfall í hungursneyðinni ennþá mjög á reiki, en víst er að þetta rit leggur ekkert nýtt fram til endurmats á því.24 Það er svo sem ekki einsdæmi að saga hungursneyðarinnar í Kína sé sögð úr samhengi við al- menna þróun hungurs í heiminum undanfarna áratugi og baráttu stjórnvalda í þriðja heiminum fyrir því að brauð- fæða þjóðir sínar. En án þessa samhengis verður hún ekki skiljanleg.25 Í þessari talnasúpu, sem á að sanna að Maó hafi verið „mesti fjöldamorðingi heims“ og verri en Hitler, gleym- ast hin raunverulegu fórnarlömb Maós eða verða eins konar neðanmálsgrein. Þar má nefna fórnarlömb her- ferðar gegn landeigendum á tímum Kóreustríðsins, 1951-1952, þar sem hart var gengið fram gegn fyrrver- andi landeigendum og meintum landráðamönnum, en jafnvel þar geta höfundar ekki stillt sig um að færa tölur í stílinn (bls. 356 nmgr.). Þetta voru að vísu engir „friðar- tímar“ (höfundarnir virðast vera haldnir þeirri meinloku að það sé eitthvað skárra að drepa fólk á stríðstímum) og forysta Kommúnistaflokksins stóð einhuga á bak við of- sóknirnar. Fórnarlömb menningarbyltingarinnar, þar sem frumkvæði Maós var ótvírætt, verða líka eins konar hliðarspor í viðleitni höfunda til að búa til tugmilljónir fórnarlamba í stað milljóna. Miðað við fortíð Jung Chang sem rauður varðliði á tímum menningarbyltingarinnar vekur raunar furðu hversu ruglingsleg frásögnin af henni verður oft og tíðum.26 Að þessu frátöldu er langtímaþróun hagstærða í Kína almennt ekki í öndvegi í þessu riti, kannski vegna þess að hún truflar iðulega þann sannleika sem höfundar ætla að boða. Í þessu riti finnast engin blæbrigði, einungis ein- hliða predikun. Á dögum Maós jókst fólksfjöldi í Kína um tæpar 400 milljónir, meðalævilíkur landsmanna tvöföld- uðust og Kína gekk í gegnum stórfellda iðnvæðingu þar sem vöxtur í iðnaði var ríflega 10% að ársmeðaltali.27 Les- endur sem ekki hafa aðgang að öðrum heimildum yrðu eflaust hissa að komast að því að lífslíkur fóru vaxandi og ungbarnadauði minnkandi í Kína á dögum Maós. Þetta var auðvitað ekki allt saman Maó einum að þakka, en auðvitað er ekki heldur hægt að kenna honum einum um allt sem aflaga fór í Kína á meðan hann var við völd. Þetta vita flestir þeirra ævisagnahöfunda sem nefndir voru hér í upphafi, en þar af leiðir að gagnrýni þeirra á Maó fær aukið vægi. Beitt gagnrýni Philips Shorts á Maó nær marki vegna þess að hann dregur ekkert undan þeg- ar kemur að umfjölluninni; hvorki gott né slæmt.28 Þegar allt kemur til alls er vönduð sagnfræði betri til endur- mats og uppgjörs við skugga fortíðarinnar heldur en farsakennd skrípamyndaskrif eins og þetta rit. Hvorki góð sagnfræði né góðar bókmenntir Ef meta ætti með hvaða hætti bókin Maó: Sagan sem aldrei var sögð sker sig úr öðrum vestrænum ævisögum sem komið hafa út undanfarinn áratug hlýtur megin- frávikið að teljast heimildanotkun höfunda. Höfundar reiða sig mikið á nafnlausa heimildarmenn, sniðganga heimildir sem segja aðra sögu, eru illa heima í nýlegum sagnfræðirannsóknum en á hinn bóginn furðu hallir und- ir heimildir sem ábyrgari sagnfræðingar hafa metið ómerkar. Hvað sem segja má um bókina þá er ljóst að hún stenst ekki þær fræðilegu kröfur sem gera mætti til sagnfræðirits. Skemmtigildi ritsins fyrir almenning er einnig tak- markað. Boðskapur bókarinnar er einhliða og á honum er hamrað blaðsíðu eftir blaðsíðu. Aðalpersóna bók- arinnar hefur einungis eina vídd; hann er rakið illmenni sem ekkert gott er sagt um. Sérhver sæmilega þrosk- aður lesandi fer fljótlega að óska eftir blæbrigðum í frá- sögnina. Slík blæbrigði má finna í ýmsum vönduðum ævi- sögum um Maó en ekki í þessari bók. Bókinni er augljóslega ætlað að vera öðrum þræði póli- tískt áróðursrit, enda hafa viðtökur hennar tekið mið af því. Á hinn bóginn er óvíst að hún gagnist sem slík. Góð- ur áróður er iðulega ísmeygilegur, en hneigð þessarar bókar er á hinn bóginn æpandi. Einnig má velta því fyrir sér hvað gagn áróðursmönnum sé að riti sem er fullt af rangfærslum og afar auðvelt að ómerkja. Ennþá eru í fullu gildi orð Árna Magnússonar um sagnfræðileg vinnubrögð: „Svo gengur það til í heimin- um, að sumir hjálpa erroribus á gang, og aðrir leitast síð- an við að útryðja aftur þeim sömu erroribus. Hafa svo hverir tveggju nokkuð að iðja“.29 Að því marki mun Maó: Sagan sem aldrei var sögð líklega verða atvinnuskapandi fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar, en á hinn bóginn er hún hvorki góð sagnfræði né góðar bókmenntir. nin og Maó B-myndaskúrkur AP dum nýja sýn á Maó. Það er að einhverju leyti rétt en að flestu leyti rangt. Það er til Myndin er tekin á veitingastað í Kína sem gerir út á menningarbyltinguna. Jung Chang og Jon Halliday „Bókinni er augljóslega ætlað að vera öðrum þræði pólitískt áróðursrit, enda hafa viðtökur hennar tekið mið af því. Á hinn bóginn er óvíst að hún gagnist sem slík.“ » Skemmtigildi ritsins fyrir almenn- ing er einnig takmarkað. Boð- skapur bókarinnar er einhliða og á honum er hamrað blaðsíðu eftir blað- síðu. Aðalpersóna bókarinnar hefur einungis eina vídd; hann er rakið ill- menni sem ekkert gott er sagt um. Sérhver sæmilega þroskaður lesandi fer fljótlega að óska eftir blæbrigðum í frásögnina. Slík blæbrigði má finna í ýmsum vönduðum ævisögum um Maó en ekki í þessari bók. Höfundur er sagnfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.