Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 3 lesbók Skapandi samspil „Suðurhliðin hefur þó sérstaka þýðingu vegna þess að hún snýr að borginni og snýst um hana með vissum hætti. Þar byggi ég á sömu meginhugmynd og í öðrum verkum mínum. Ég vil að byggingin verði í skapandi samspili við borgarbúa og líka borgina sem slíka,“ segir Ólafur Elíasson myndlistarmaður sem hannar glerhjúpinn utan um Tónlistarhúsið. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Á fimmtudag í síðustu viku stjórnaði Vladimir Ashke- nazy flutningi Berlínarfíl- harmoníunnar á Myndum á sýningu eftir rússneska tónskáldið Modest Mus- sorgsky. Verkið var upp- haflega samið fyrir píanó en er líka þekkt í útsetningu franska tón- skáldsins Maurice Ravels fyrir hljómsveit. Ashkenazy hefur margoft spilað píanóverkið en hann hefur aldrei verið ánægður með hljómsveitarútsetningu Ravels og gerði sína eigin fyrir rúmum tuttugu árum. Það var hún sem Berlínarfílharmonían flutti þetta kvöld. Hún er stærri og með sterkari tilfinningum en sú sem Ravel gerði. „Rússneskari,“ segir Ashkenazy einu orði eftir tónleikana. Hann er hæstánægður með hvernig til tókst. „Húsið er frábært og hljómsveitirnar verða vart miklu betri.“ Þetta er góð einkunn frá manni eins og Ashkenazy. Í málsverði eftir tónleikana er tekin upp hugmynd um að hljómsveitin leiki í nýju tón- listarhúsi í Reykjavík einhvern tíma á fyrstu mánuðunum eftir opnun þess í desember 2009. Ashkenazy er mjög áfram um það og umboðs- maður hans, Jasper Parrott, einnig en Ashke- nazy mun leiða verkefnaval Tónlistarhússins fyrstu árin og Parrot er sérstakur ráðgjafi vegna undirbúnings listræns starfs í húsinu. Framkvæmdastjóri Fílharmoníunnar, Pa- mela Rosenberg, segir að hljómsveitin muni leika í tónlistarhúsinu, líklega á vormánuðum 2011. Þessu er innilega fagnað við matarborðið. Í málsverðinum er einnig georgíski fiðluleik- arinn Lisa Batiashvili sem hafði flutt fiðlu- konsert nr. 1 eftir Dmitri Schostakowitsch á tónleikunum í Berlínarfílharmóníunni fyrr um kvöldið undir stjórn Ashkenazys. Hún er aðeins 24 ára en hefur þegar vakið heimsathygli. Þetta er í fyrsta skipti sem þau Ashkenazy starfa saman en Ashkenazy hefur áhuga á að heimsækja föðurland hennar. Þangað hefur hann ekki komið síðan í byrjun sjöunda ára- tugarins og Þórunn eiginkona hans aldrei; hann langar til að sýna henni þetta fallega land sem hann segir líka óvenjulega gestrisið. Hann spyr Lisu um sinfóníuhljómsveitina í Georgíu. „Hún er ágæt,“ svarar Lisa, „en hana skortir peninga, meðal annars til kaupa á hljóðfærum.“ Lisa segir einnig frá föður sínum sem glímir við að reka tónlistarskóla í höfuðborginni, Tí- bílísí. Hún gekk í þennan skóla og foreldrar hennar báðir en nú er hann kominn að hruni. Það eru engir peningar til þess að halda úti slíkri starfsemi í landinu. Parrott, sem er einnig umboðsmaður Lisu, stingur upp á því að hún og Ashkenazy haldi tónleika með sinfóníuhljómsveitinni í Tíbílísí og ágóðinn renni til reksturs skólans. Það er fastmælum bundið að af þessu verði. Svona gerast hlutirnir í þessum heimi! Daginn eftir hitti ég þá Ashkenazy og Par- rott aftur í Berlín til þess að taka viðtal við þá um Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem nú er að rísa við Austurhöfnina í Reykjavík. Fyrst á ég þó stefnumót við Ólaf Elíasson myndlist- armann en hann hannar glerhjúpinn sem um- lykja mun húsið. Skapandi samspil Ég hitti Ólaf á vinnustofu hans rétt hjá að- albrautarstöðinni í Berlín klukkan átta á föstu- dagsmorguninn. Við höfum hálftíma til að spjalla. Þegar 25 mínútur eru liðnar bankar dönsk aðstoðarkona Ólafs á hurðina og segir honum að fundur hefjist eftir fimm mínútur. Ríflega fimm mínútum seinna kemur hún og segir að fundurinn þurfi að hefjast núna. Við slítum talinu. Það verður að halda áætlun svo að dagskráin riðlist ekki en hún er þétt. Fundur með Portus, eignarhaldsfélagi Tónlistar- og ráðstefnuhúss- ins í Reykjavík, var áætlaður seinna um morg- uninn og svo var förinni heitið til Lundúna þar sem Ólafur tók þátt í ráðstefnu um samband lista og vísinda. Ólafur er myndlistarmaður en af þessari dagskrá að dæma gæti hann verið fram- kvæmdastjóri fyrir stórt alþjóðlegt fyrirtæki. Á sunnudaginn er verk eftir Ólaf, Fivefold eye, selt fyrir áttatíu milljónir króna á uppboði hjá Christie’s í Lundúnum. Þetta er að öllum líkindum hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Íslending og slær þar með út verkið Hvítasunnudag eftir Jóhannes S. Kjar- val sem seldist á tæpar 20 milljónir í Kaup- mannahöfn fyrr á árinu. En við ætlum að tala um Tónlistarhúsið. „Fórstu í Berlínarfílharmóníuna í gær?“ spyr Ólafur. „Já,“ segi ég. „Það er fallegt hús.“ „Já. Mjög.“ Berlínarfílharmónían var byggð árið 1963 og er talið meistaraverk þýska arkitektsins Hans Scharoun og eitt best heppnaða tónlistarhús heims. Tónleikasalurinn sjálfur er hannaður sem eins konar hringur; hljómsveitarpallurinn er í miðjunni og út frá honum rísa áheyr- endabekkir í óreglulegum röðum hringinn í kring. Loftið minnir á tjaldhimin. Í tónleikaskránni sem gestir fá afhenta við innganginn er aðvörun sem segir að hljóm- burðurinn í salnum sé svo góður að allir við- staddir heyri ef sogið sé upp í nefið. Gestir eru því beðnir um að gera það ekki á meðan á tón- listarflutningi stendur. Auðvitað vita allir að þeir eiga ekki að sjúga upp í nefið eða hósta á meðan á tónleikum stendur en tilkynningin er augljóslega orðuð af miklu stolti. „Þetta hringlaga form gerir hljóðhönnunina mjög flókna,“ segir Ólafur. „Salurinn í Reykja- vík verður hefðbundnari. Áhorfendur sitja fyr- ir framan hljómsveitarpallinn þótt einnig sé gert ráð fyrir sætum fyrir aftan sviðið. Berlínarfílharmónían er líka sérhönnuð fyrir flutning tónlistar. Húsið er hannað utan um þennan sal. Það er ekki þannig í Reykjavík. Það er svokallað fjölnotahús. Það hefur þrjá aðal sali. Tónlistarsal með 1.800 sætum, æf- ingasal með 450 sætum og ráðstefnusal með 750 sætum. Einnig verður 200 manna salur fyrir tónleika eða fundi svo og fjöldi fund- arsala. Mitt verkefni er að hanna glerhjúp utan um þessa starfsemi.“ Gríðarleg vinna liggur á bak við hönnun glerhjúpsins. Samspil verður á milli hans og birtunnar í Reykjavík. Til þess að átta sig bet- ur á henni var ljósatæknimaður sendur sér- staklega hingað til þess að taka 24 tíma langa kvikmynd af lengsta degi ársins á sumarsól- stöðum. Maðurinn kom sér fyrir með kvikmyndavél uppi á þaki hótels í miðbæ Reykjavíkur. Eftir þrjá tíma hringdi hann í Ólaf og sagðist þegar hafa upplifað allar tegundir ljóss, mjög bjart og mjög dimmt, rigningu, sólsetur, sólarupp- rás og svo fram eftir götunum. Hvort hann mætti ekki koma sér heim. Ólafur taldi ráðlegt að hann héldi kyrru fyrir á þakinu í heilan sólarhring. Bara til að vera viss. Glerhjúpurinn þiggur lögun sína af sölunum sem teiknaðir hafa verið innan í hann. „Þegar ég kom að verkinu var þegar búið að teikna salina og því lá lögun hjúpsins þegar fyrir í grundvallaratriðum,“ segir Ólafur. „Ég hafði ekki áhuga á að breyta henni en vann ná- ið með arkitektunum að því að hanna end- Í skapandi samspili við borgarbúa TÓNLISTAR- og ráðstefnuhúsið í Reykja- vík verður tekið í notkun í byrjun desem- ber árið 2009. Framkvæmdir eru þegar hafnar við Austurbakkann en sjálfsagt eiga margir erfitt með að gera sér í hug- arlund hvaða áhrif byggingin muni hafa á borgarlandslagið og borgarlífið. Blaða- maður gerði sér ferð til Berlínar til þess að ræða við Ólaf Elíasson myndlistarmann, sem er um þessar mundir að leggja loka- hönd á hönnun glerhjúpsins sem myndar ytra byrði byggingarinnar, Vladimirs As- hkenazys, sem leiðir verkefnaval tónlistar- hússins fyrstu árin, og umboðsmanns hans til fjölda ára, Jasper Parrott, sem er sér- stakur ráðgjafi um undirbúning listræns starfs hússins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.