Morgunblaðið - 08.01.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.2007, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SMÁBARNAFORELDRAR eru vonlaus þrýstihópur. Það tímabil sem börnin eru lítil og á ,,dagforeldraaldri“ er stutt og mikið gengur á í tilveru þeirra sem eru með smábörn í heimili. Því fer það oft svo að foreldrar ungra barna geta ekki staðið í stappi við ósanngjarnt kerfi og hafa hvorki orku né þrek til að arka af stað með mótmælaspjöldin á lofti. Ég fór út í pólitík til að standa vaktina fyrir okkur og það eru dagforeldrar sann- arlega að gera líka. Þeir eru ákaflega mik- ilvægur hlekkur í lífi margra barnafjöl- skyldna, þar með talið minnar. En það má gera betur, það er alltaf hægt að gera betur og fulltrúar Samfylking- arinnar í leikskólaráði eru sannarlega tilbúnir til þess. Ánægja með dag- foreldra – óánægja með kerfið 90% foreldra í Reykjavík, sem hafa börn sín í vistun hjá dagforeldrum, eru ánægðir með þjón- ustu dagforeldra. Það kemur fram í nýlegri könnun sem Félagsvís- indastofnun gerði fyrir menntasvið Reykjavíkurborgar. Í sömu könnun kom einnig fram að 50% foreldra kjósi heldur leikskólavist fyrir ung börn sín, væri þess kostur. Þessar niðurstöður mætti túlka svo að for- eldrar væru ánægðir með dagforeldr- ana sem slíka, þeirra persónulega við- mót, atlæti og reynslu. En helmingur foreldranna, sem spurðir voru, er óánægður með fyrirkomulag þjónust- unnar, ófyrirséð forföll, ógagnsætt skráningarkerfi og mjög mikinn mun á hæsta og lægsta verði. Síðan ný- stofnað leikskólaráð tók til starfa hafa fulltrúar Samfylkingarinnar ítrekað lagt fram tillögur um málefni dagforeldra. Það var jú ein helsta röksemdafærsla Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir nýju leikskólaráði; að loksins fengju málefni dagforeldra verðugan sess og athygli. Í nýju leikskólaráði átti yngstu Reykvíkingunum að vera vel sinnt. Nýtt leikskólaráð til einskis? Það olli mér því miklum von- brigðum að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks virtist ekki tilbú- inn í þann slag að stokka upp dagfor- eldrakerfið og bæta þjónustuna. Til- lögum Samfylkingarinnar um bætt skráningarkerfi, sem yrði keyrt mið- lægt á þjónustumiðstöðvum, var ekki vel tekið. Tillögum Samfylking- arinnar um forgang fyrir börn ein- stæðra foreldra, oftast mæðra, var hafnað. Allt á þeim forsendum að dagforeldrar væru sjálfstætt starf- andi verktakar og því gætu borgaryf- irvöld ekki sett fram þessar kröfur. En var ekki hlutverk nýstofnaðs leik- skólaráðs að sinna vel og vandlega dagforeldrakerfinu? Sem hafði verið hornreka í menntaráði? Hvaða hlut- verk spilar nýstofnað leikskólaráð í málefnum dagforeldra? Ekki sást eitt orð í starfsáætlun leikskóla- og menntasviðs fyrir árið 2007 um dagforeldra. Samfylking vill sam- ráð Á síðasta fundi leik- skólaráðs fyrir jól báðu fulltrúar Samfylking- arinnar um að mál- efnum dagforeldra yrði helgaður sérstakur fundur á nýju ári, með öllum hlutaðeigandi. Við höfum í því augna- miði bent á að nýjum dagforeldrum, og þeim sem áhuga hafa, yrði boðið upp á að vera starfsmenn Reykjavík- urborgar og vinna sam- an í teymum, sem myndi bæta þjónustuna mjög, sérstaklega upp á forföll dagforeldra að gera. Þessi leið er kölluð ,,danska leiðin“ en í Danmörku eru dagfor- eldrar starfsmenn sveit- arfélaganna. Samfylk- ingin hefur einnig beðið um að Neytenda- samtökin sendi fulltrúa sína á fund Leik- skólaráðs, en gagnrýni hefur heyrst frá sam- tökunum vegna þess að dagforeldrar gefa ekki upp verð í gegnum síma sem torveldar mjög leit foreldra. Niðurgreiðslur eru stjórntæki Nú hefur meirihlutinn samþykkt að verja 85,5 milljónum króna í aukna niðurgreiðslu til dagforeldra. Gott og vel. Ég vil sannarlega að dagfor- eldrar hafi mannsæmandi laun en meirihluti leikskólaráðs hefur gert því skóna að hinni stórauknu nið- urgreiðslu sé ætlað að skila sér í lægri greiðslum foreldra. Hins vegar er engin trygging fyrir því að slíkt gerist því niðurgreiðslan var ekki skilyrt við nokkurn hlut. Verðmunur á þjónustu dagforeldra er gríð- arlegur, allt að 100%, það finnst mér ekki forsvaranlegt. Nýverið gengu dagforeldrar á Akureyri og bæjaryf- irvöld til samninga um auknar nið- urgreiðslur en um leið var samið um verðþak á gjaldskrá sem og að dag- foreldrar fá tryggingu frá sveitarfé- laginu ef barn kemst óvænt að á leik- skólum bæjarins og greiðslur falla niður. Niðurgreiðslur eru stjórntæki sveitarfélaga sem hægt er að beita af skynsemi en af hverju var það ekki gert í Reykjavík áður en rúmum 85 milljónum króna var varið til mála- flokksins? Ljóst er að sumir dagforeldrar munu ekki lækka verðið hjá sér og sumir þeirra standa í þeirri trú að niðurgreiðslunni sé ætlað að renna í þeirra vasa. Ef það er rétt hefur meirihlutinn farið með rangt mál í fjölmiðlum og það hlýt ég að gagn- rýna harkalega. Ef ætlunin var að hækka laun dagforeldra hefði það átt að vera uppi á borðinu fyrir alla að sjá, foreldra sem og dagforeldra. Þjónusta dagfor- eldra í Reykjavík Oddný Sturludóttir fjallar um dagvistarmál » Það olli mérþví miklum vonbrigðum að meirihluti Sjálf- stæðis- og Framsókn- arflokks virtist ekki tilbúinn í þann slag að stokka upp dag- foreldrakerfið og bæta þjón- ustuna. Oddný Sturludóttir Höfundur situr í leikskólaráði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Í DAGLEGRI umræðu er gjarnan rætt um sjúkdómana lystarstol og lotugræðgi sem átröskunarsjúk- dóma, en offitu frekar sem „vanda- mál“. Offita er líka át- röskun og ætti að vera rædd og meðhöndluð sem slík. Um er að ræða stjórnleysi á fæðuinntöku í mörgum tilvikum langt umfram það sem líkaminn þarfnast til daglegrar brennslu. Ólíkar teg- undir af átröskun hafa mörg sameiginleg ein- kenni enda þótt orsakir þeirra séu sjaldnast ein- hlítar eða augljósar. Þeir sem eru haldnir þessum röskunum gera sér t.d. oft ekki grein fyrir þegar röskunin hefur náð alvarlegu og stundum lífs- hættulegu stigi. Þrátt fyrir mikla umræðu um holla fæðu, heilbrigðar matarvenjur og mikilvægi hreyfingar stríða æ fleiri Íslendingar við offitu. Börn eru þar engin undantekning. Í sumum til- vikum er um fjölskylduvandamál að ræða. Í þessum fjölskyldum er ofát stundum samþykkt sem einhvers konar venja eða hefð. Ekki eru endi- lega gerðar athugasemdir né gripið inn í með einhverjum hætti þótt fjöl- skyldumeðlimur, jafnvel barn, sé kominn í mikla yfirþyngd. Áhugi á hollustu og hreyfingu er oftar en ekki í lágmarki í þessum fjölskyldum. Barn sem elst upp við að horfa á foreldra sína borða á sig fjölda aukakílóa er líklegt til að taka upp sömu matarvenjur. Það er vissulega ekki sjálfgefið að barnið muni endi- lega þjást af offituröskun en líkurnar hljóta hins vegar að aukast. Af fyr- irmyndunum að dæma eru skilaboðin þau að það sé í lagi að borða sig feit- an. Þau skilaboð sem börn fá síðan frá ytra umhverfi sínu eru af allt öðrum toga og ekki endilega neitt jákvæðari. Hér er verið að vísa í fyrirmyndir þar sem horuðu kvenfólki er gert hátt undir höfði. Barn sem er óánægt með útlit sitt og líkama er í ákveðinni hættu á að samsama sig þessum fyrirmyndum og taka til við að líkjast þeim með því að draga óhóf- lega úr fæðuinntöku. Besta forvörnin gegn þessari vá er að barnið sé aldrei það óánægt með sjálft sig að það telji sig knúið til að misbjóða líkama sínum með því að svelta sig. Barn sem elst upp í fjölskyldu sem hugar að hollustu, hóflegum mat- arvenjum og þar sem stunduð er hreyfing af einhverju tagi er líklegt til að taka upp ámóta venjur. Öfgalaus lífsstíll þar sem hvorki er samþykkt að vera í yfir- né undirþyngd leiðir mjög líklega til þess að fjölskyldu- meðlimunum, eldri sem yngri, líði vel með sjálfa sig, finni til sjálfstrausts og sjálfsöryggis. Í dag er fjöldi barna og unglinga í yfirþyngd. Offita á barnsaldri hefur neikvæð áhrif á sjálfsmyndina enda er barn, sem á við offituröskun að stríða, útsettara fyrir neikvæðum at- hugasemdum frá umhverfinu. Hvern- ig eiga foreldrar að bregðast við þeg- ar þeir skynja að börnum þeirra líður illa með sjálf sig vegna yfirþyngdar sinnar? Nefndar hafa verið lausnir svo sem að segja þessum börnum bara nógu oft að þau séu frábær hvernig svo sem þau eru. Dugir það til að bæta líðan þeirra? Þrátt fyrir góðan vilja og góð ráð munu á öllum tímum finnast ung- menni sem eru í yfirþyngd og sum hver í alvarlegri yfirþyngd. Markmið okkar hlýtur að vera að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann. Hér er ábyrgð foreldranna mikil. Það kemur í hlut þeirra að fylgjast náið með vexti og þroska barnsins. Ef þeir taka eftir því að barnið þeirra er að þyngjast umfram það sem almennur þroski þess gerir ráð fyrir er mikilvægt að nefna það fljótt. Saman geta foreldrar og barn leitað orsaka hvort sem þær er að finna í neyslumynstrinu, fæðuteg- undum eða skorti á hreyfingu. Ef gripið er fljótt inn í er mun auðveld- ara að hjálpa barninu að ná aftur kjörþyngd. Ástæðan fyrir því að margir foreldrar veigra sér við að ræða þessi mál við barnið sitt er ótti við að það bregðist harkalega við og grípi þá jafnvel til þess ráðs að hætta að borða. Hins vegar liggur það í aug- um uppi að ef ekki er horfst í augu við þessa eða aðra röskun af svipuðum toga er allt eins sennilegt að sjálfs- myndinni sé ógnað og hún jafnvel skaðist til lengri tíma. Offita er líka átröskun Kolbrún Baldursdóttir fjallar um offitu og átröskun Kolbrún Baldursdóttir » Þrátt fyrir góðanvilja og góð ráð munu á öllum tímum finnast ungmenni sem eru í yfirþyngd og sum hver í alvarlegri yf- irþyngd. Höfundur er sálfræðingur. UMRÆÐA um útlendinga á Ís- landi undanfarin misseri hefur tekið á sig nokkur birtingarform, frá þeim skynsömu til þeirra ógeðfelldustu. Reynslan og tíminn mun skera úr um það hvort eitthvað muni áorkast. En á meðan halda erlendir verka- menn áfram að streyma til landsins, sem er á mörgum svið- um ekki reiðubúið til að taka á móti þeim, þó að nánast allir séu í grunnstörfum bæði í þjónustugeiranum sem í heilbrigðiskerfinu. En ekki má á sama tíma gleyma þeim fjölmörgu Íslendingum sem enn í dag stunda þessi störf með prýði og hafa gert alla sína ævi. Það sem mér finnst brýnt á þessari stundu er að sátt náist milli inn- fæddra, sem hafa fórnað sér í þágu samfélagsins fram til þessa, og þeirra aðfluttu, sem eru hér til að rétta hinum hjálparhönd. Til að sam- skipti milli þessara starfsstétta verði sem skilningsríkust er og verður að ætlast til að fólk geti talað saman án erfiðleika. Mikilvægt er að íslenskir starfsmenn og þeir sem njóta þjón- ustu nýrra Íslendinga geti haldið uppi samræðum sín á milli án þess að eitthvert þriðja eða jafnvel fjórða mál verði notað til að tjá sig – með öllum þeim ókostum sem því fylgir (t.d. pólskur starfsmaður að reyna að gera sig skiljanlegan á ensku við eldri Íslending sem talar kannski litla sem enga ensku). Íslenska ætti að mínu mati að vera hið við- urkennda opinbera mál á vinnustöð- um landsins, þó svo að um það sé ekki kveðið á í stjórnarskrá landsins. Íslenska er óneitanlega örðugt mál að læra, en með þolinmæði allra hlutaðeigenda er hægt að brúa menningarbilið milli ólíkra þjóðarbrota og málsvæða. Ég er sannfærður um að þeir sem njóta góðrar og umhyggjusamrar kennslu geta lært ís- lensku á þann hátt, að þeir geri sig skiljanlega í flestum hversdags- legum aðstæðum. Það þarf að sýna öðrum að íslenska er verðugt og nytsamlegt tæki, sem eykur færni og „afköst“ þeirra sem hana nota. Ég kom til landsins frá Ítalíu fyrir tæpum tuttugu árum og á þessu landi að þakka alla mína vel- gengni og hamingju í lífinu. Íslend- ingar hafa tekið mér opnum örmum og aldrei sýnt mér minnstu óvirð- ingu eða haturstilfinningu, síður en svo. Það er ólýsanleg reynsla fyrir innflytjanda af eldri kynslóðinni að muna alla þá velvild sem allar stéttir samfélagsins hafa sýnt honum frá fyrsta degi komu sinnar til landsins. Aðlögunarferlið hefur stundum ver- ið vissulega strembið, en það er hluti lífs – ekkert er ókeypis í þessari ver- öld. En mörgum eldri innflytjendum hefur að vissu leyti sárnað hvernig umræðan um nýja Íslendinga hefur stundum farið út fyrir velsæm- ismörk síðustu mánuði. En hvað um það, nú finnst þessum innflytjanda af gamla skólanum vera kominn tími til að endurgjalda greiðann. Í þakk- lætisskyni fyrir hversu vel mér hef- ur verið tekið ætla ég að tileinka næstu mánuði aðstoð og hjálp til handa þeim útlendingum, sem hafa nýlega fest rætur hér en hafa ekki haft tök á að læra íslensku. Skólinn sem ég rek ætlar nú á vormisseri að bjóða útlendingum upp á ókeypis nám í íslensku. Mér finnst þetta það minnsta sem ég get gert til að end- urgreiða alla þá ást og umhyggju sem ég hef fengið hér á landi öll þau ár sem ég hef dvalið hér. Góðir Ís- lendingar, ég bið ykkur um að láta alla útlendinga, sem þið þekkið, vita af þessu framtaki. Tekið er á móti skráningum á vefsíðu www.lingva.is. Við verðum öll að taka höndum sam- an til að veita þessum nýju borg- urum öll þau tækifæri sem þau eiga skilið til að verða góðir þegnar þessa lands. Mitt litla framtak er jafn- framt hvatning til allra til að leggja sitt af mörkum svo að við getum haldið áfram að mæla á góðri ís- lensku okkar á milli. Gleðilegt ár í nafni kærleikans og friðar. Ókeypis íslenskukennsla fyrir nýja Íslendinga Paolo Turchi fjallar um inn- flytjendur og íslenskunám »Mitt litla framtak erjafnframt hvatning til allra til að leggja sitt af mörkum svo að við getum haldið áfram að mæla á góðri íslensku okkar á milli. Paolo Turchi Höfundur er skólastjóri Málaskólans LINGVA ehf. TENGLAR .............................................. www.lingva.is SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000 Í orðinu austur er au stutt, og framburður þessvegna aust-ur (en ekki au-stur). Eins er vestur borið fram vest-ur (en ekki ve-stur). Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.