Morgunblaðið - 08.01.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.01.2007, Blaðsíða 31
arakeppninni í krullu í Winnipeg 1990. Hún hefur starfað mikið í sjálfboðaliðsvinnu fyrir Lögberg- Heimskringlu og Þjóðræknisfélagið og segir að rekja megi þá áráttu til fyrstu ferðarinnar til Íslands 1972. „Við Gordon fórum með börnin og á Húsafelli fann ég svo sterkt fyrir nærveru ömmu að ég vildi halda í þá taug. Það hef ég gert síðan, bæði í gegnum sjálfboðaliðsstarfið og ferðirnar til Íslands, en samtals hef ég farið sex sinnum til Íslands og styrkst í trúnni í hverri ferð. Matthew, dóttursonur minn, fór einu sinni með mér og ég held að honum hafi liðið eins og mér hefur alltaf liðið í ferðum mínum til Ís- lands. Hann á eftir að halda merk- inu á lofti.“ Verða að vinna saman Líkja má íslenska samfélaginu vestra við stóra fjölskyldu og eins og gengur í stórfjölskyldunni eru ekki allir alltaf sammála um leiðir. Evelyn óttast að sundurlyndið sé jafnvel of mikið og það geti haft al- varlegar afleiðingar. „Frá byrjun hefur allt þetta starf verið unnið af vanefnum og reynsl- an sýnir að þegar ekki eru til pen- ingar er hætta á að hlutir lognist út af. Það verður líka stöðugt erfiðara að fá sjálfboðaliða til starfa því flestir virðast vera svo uppteknir við að skara eld að eigin köku. Hins vegar er alveg ljóst að það þarf að treysta stoðir félagsstarfsins og það er eðlilegt að uppbyggingin sé svip- uð og í íþróttahreyfingunni. Þjóð- ræknisfélagið gegnir því hlutverki að vera sameiningartákn félaganna og þau þurfa því að vinna saman að sameiginlegum verkefnum í stað þess að eyða kröftunum í deilur um léttvæg málefni. „Íslensku“ mál- efnin eru eitthvað sem við eigum öll að geta sameinast um og nóg er samt um deilurnar á öðrum sviðum samfélagsins.“ steinthor@mbl.is Íslenska samfélagið í Vest-urheimi er eins öflugt ograun ber vitni vegna rækt-arsemi íslensku vesturfar- anna og afkomenda þeirra við upp- runann. Þótt Íslendingar hafi aðlagast nýjum heimkynnum vestra hafa þeir almennt ekki gleymt rót- unum. Íslandstaug ansi margra hefur verið ótrúlega sterk og end- urspeglar Evelyn Kristín Thorvald- son í Winnipeg það vel. Hún hefur lengi verið áberandi í störfum vestra tengdum Íslandi og lagt sitt af mörkum til að styrkja stöðuna og efla tengslin. Þjóðræknisfélag Ís- lendinga í Norður-Ameríku hefur lengi verið henni hugleikið, en það var stofnað 1918 og fór fyrsta þing- ið fram í Winnipeg 25. mars 1919. 88. þing INL/NA verður á sama stað í lok apríl og eins og oft áður gegnir Evelyn þar veigamiklu hlut- verki. Ræturnar toga „Ég hef látið mig þessi íslensku mál varða fyrst og fremst til að halda í rætur ömmu,“ segir Evelyn, en amma hennar var Kristín Þor- steinsdóttir frá Húsafelli. Kristín féll frá 1970 og sama ár fluttu Eve- lyn og Gordon, maður hennar, sem lést 19. febrúar 2005, til Montreal. Þar stofnuðu þau Íslendingafélag, sem samanstóð af um 30 fjöl- skyldum þegar þau fluttu aftur þaðan sjö árum síðar. „Þetta var góður hópur en fólkið vildi ekki vera innan INL. Áhuginn beindist fyrst og fremst að sameiginlegum skemmtunum, þorrablótum heima hjá okkur og lautarferðum með fé- laginu í Ottawa. Helsta verkefnið á þessum árum var að taka á móti ís- lenska ólympíuliðinu 1976.“ Þau fluttu aftur til Winnipeg og gengu í Íslendingafélagið Frón. Eitt leiddi af öðru og fljótlega var Evelyn komin á fullt með „strákun- um“ í hin ýmsu verkefni. „Steini Kristjanson og Neil Bardal fengu mig til dæmis í fjáröflunarverkefni vegna íslenskudeildar Manitobahá- skóla. Þetta var fimm manna nefnd og við hittumst í morgunmat á tveggja vikna fresti í ákveðinn tíma með þeim árangri að við náðum að safna 350.000 dollurum til styrktar deildinni.“ Foreldrar Evelyn voru Joe Gan- ton, sem var af írskum ættum og slasaðist í fyrri heimsstyrjöldinni, og Ingibjörg Pálsson. Hún fæddist í Lundar í Manitoba 1911, en for- eldrar hennar voru Hjörtur Pálsson frá Norðurreykjum í Borgarfirði og Kristín Þorsteinsdóttir frá Húsa- felli. Þau laumuðust frá Íslandi í óþökk foreldra hennar 1901 og eignuðust 11 börn í Manitoba. „Pabbi dó 1945 og mamma hafði ekki nóg á milli handanna til að sjá fyrir tveimur börnum og reka heimilið. Því fluttum við til ömmu og ég var mjög hænd að henni, svo tengd að ég varð að skrifa bókina My Amma and Me sem kom út 1993.“ Hefur alltaf tíma Oft heyrist að vilji menn sjá ár- angur sé best að fela önnum kaf- nasta fólkinu verkin. Í Kanada hafa margir af íslenskum ættum brýnt fyrir börnum sínum að leggja sitt af mörkum til íslenska samfélagsins en ekki fyrir peninga. Þetta á vel við um Evelyn, sem hefur haft yfrið nóg að gera í gegnum tíðina en samt alltaf fundið tíma fyrir „ís- lensku“ málin. „Ég þrífst á streitu og vinn best undir miklu álagi,“ segir hún. „Guð leggur heldur ekki meira á þig en þú stendur undir. Hvað „íslensku“ málin varðar þá er það eitthvað sem mig hefur langað til að gera en ekki eitthvað sem ég hef þurft að gera.“ Gordon og Evelyn eignuðust tvö börn, Signýju Kristínu og Paul August. Signý er einstæð með þrjá syni og hefur Evelyn hjálpað henni með strákana, sem eru 14 ára og 12 ára tvíburar. Eftir að fjölskyldan flutti frá Montreal var Evelyn framkvæmdastjóri hjá Krullu- sambandi Manitoba (e. Manitoba Curling Association) í áratug og var m.a. mótsstjóri í heimsmeist- Finnur alltaf tíma fyrir „íslensku“ málin Úr vesturheimi | Skráning er hafin á næsta þjóðræknisþing Þjóðrækn- isfélags Íslendinga í Norður-Ameríku. Það verður haldið í Winnipeg í Kanada í lok apríl á næsta ári og umsjón með skráningunni hefur Evelyn Kristín Thorvaldson sem hefur komið víða við í íslenska samfélaginu vestra. Steinþór Guðbjartsson ræddi við hana. Morgunblaðið/Steinþór Kynning Evelyn hefur verið iðin við að kynna Lögberg-Heimskringlu og ger- ir það hér með Walter Sopher, fyrrverandi forseta Þjóðræknisfélagsins. Tími Evelyn Kristín Thorvaldson hefur alltaf tíma þegar „íslensku“ málin eru annars vegar og notar símann á heimili sínu í Winnipeg óspart í þeim tilgangi. Í HNOTSKURN » Rekstur INL/NA fór framí heimahúsum til 1986 en þá var opnuð skrifstofa og var Evelyn Kristín Thorvaldson fyrsti framkvæmdastjórinn. Hún sagði starfinu fljótlega lausu því hún vildi ekki þiggja laun hjá peningalausum sam- tökum en hélt áfram að vinna sem sjálfboðaliði. » Evelyn Kristín Thorvald-son var fyrst kvenna for- seti Þjóðræknisfélags Íslend- inga í Norður-Ameríku, INL/NA, en hún gegndi emb- ættinu 1991–1992. » Evelyn flutti minni Íslandsá Íslendingadeginum á Gimli 1992. » Evelyn hefur verið í stjórnblaðsins Lögbergs- Heimskringlu í Winnipeg í mörg ár og leiðir áskrif- endasöfnun blaðsins. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2007 31 menning ÓFAGRA VERÖLD Fös 12/1 kl. 20 3. sýning Rauð kort Sun 21/1 kl. 20 4.sýning Græn kort Fös 26/1 kl. 20 5.sýning Blá kort Sun 28/1 kl. 20 Lau 13/1 kl. 20 Fös 19/1 kl. 20 Fim 25/1 kl. 20 Fös 2/2 kl. 20 SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 Miðaverð 4.800 Sun 14/1 kl.20 AUKAS. Lau 20/1 kl. 20 AUKAS. Lau 27/1 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar DAGUR VONAR Mið 10/1 kl. 20 Forsýning UPPS. Fim 11/1 Afmælissýning UPPS. Fös 12/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Sun 21/1 kl. 20 Fös 26/1 kl. 20 Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin. Sun 14/1 kl. 20 Lau 20/1 kl. 20 Síðustu sýningar Fim 11/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Lau 27/1 kl. 20 Síðustu sýningar RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 14/1 kl. 14 Sun 21/1 kl. 14 Sun 28/1 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Lau13/1 kl. 20 Fös 19/1 kl. 20 Fim 25/1 kl. 20 Síðustu sýningar                                      ! "               !"  # !$ % &' "!( )* %  #   $  # % &   ' $  # %    $  # +   (((     )    , - .// 0&'' 1 2   34 56 3  89  &. 1 +   1 .':  1  3;3  *+ +     $  ,-. /     0 1 $ 2+!  ! 3 !  4  " !  +  Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 13/1 kl. 11:00 örfá sæti laus, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt, sun. 14/1 kl. 11:00 örfá sæti laus, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt, lau. 20/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 nokkur sæti laus og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus, þri. 16/1 kl. 20:00 uppselt, mið. 17/1 kl. 14:30 uppselt, lau. 20/1, mið. 24/1 kl. 14:30 uppselt. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Lau. 13/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 27/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 28/1 kl. 14:00 örfá sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evrípídes 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. Stóra sviðið kl. 20:00 Svartur köttur – forsala hafin! Lau 20. jan kl. 20 Frumsýn UPPSELT Sun 21. jan kl. 20 2. kortasýn örfá sæti laus Fim 25.jan kl. 20 3. kortasýn UPPSELT Fös 26.jan kl. 20 4. kortasýn örfá sæti laus Lau 27.jan kl. 20 5. kortasýn örfá sæti laus Sun 28.jan kl. 20 Aukasýn UPPSELT Næstu sýn: 2., 3., 4., 9., 10., 16., 17. febrúar. Skoppa og Skrítla – forsala hafin! Lau 10. feb kl. 11 og 12.15 Sala hafin! Sun 11. feb kl. 11 Sala hafin! www.leikfelag.is 4 600 200 Miðasala virka daga frá kl.11-16 og 2 klst.fyrir sýn. Sími 5629700 www.idno.is Sýningar kl. 20 Sýnt í Iðnó Lau. 13. 1 Fös. 19. 1 Lau. 20. 1 Fös. 26. 1 Sun. 28. 1 Aukasýningar í janúar! Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.