Morgunblaðið - 08.01.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.01.2007, Blaðsíða 40
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 8. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðlæg átt, víða 5–15 m/s en hvassari sums staðar vestan til. Él norðan og austan til. Mildast syðst. » 8 Heitast Kaldast 0°C -12°C JÓLIN voru kvödd á brennum víða um land á laugardaginn en þá var þrettándinn, síðasti dagur jóla, haldinn hátíðlegur. Landsmenn létu sér ekki nægja að brenna upp kertastubba sem gengu af á jólunum líkt og áður tíðkaðist heldur skutu upp ógrynni af flugeldum. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu var hávaðasamt mjög sökum þessa og brugðust sumir ókvæða við. Mikil þrettándabrenna var við Ægisíðu í Vesturbæ hvar álfakóngur og álfadrottning brugðu blysum á loft í félagi við Grýlu, Leppalúða og mannverur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jólin kvödd á þrettándabrennu Eftir Andra Karl andri@mbl.is „TRYGGINGASTOFNUN tók þessa ákvörðun út frá gefnum forsendum. Þarna voru nokkrir augnlæknar á ákveðinni skoð- un og kynntu málið lítið sem ekki neitt fyrir sínum félögum. Því sem þeir kynntu var hins vegar afar illa tekið,“ segir Jóhannes Kári Kristinsson, ritari Félags augnlækna, um breytingar sem urðu um áramót en þá var ákveðið að undirbúningur og eftirskoð- anir vegna augasteins- og glákuaðgerða skyldi fara fram á sjúkrahúsum en ekki á stofum sjálfstætt starfandi augnlækna. Jóhannes segir að klaufalega hafi verið leyst úr þessu máli og telur að hægt hefði verið að komast að annarri og betri nið- urstöðu með samráði við alla augnlækna sem málið snertir. „Mesta skerðingin verð- ur gagnvart sjúklingum því þetta á fyrirsjá- anlega eftir að auka á biðlistana. Þetta eru lengstu biðlistar í heilbrigðiskerfinu og við megum svo sannarlega ekki við því að lengja þá frekar.“ Verið er að ræða málið innan Félags augnlækna en engin ákvörðun hefur verið tekin um aðgerðir. „Þetta verður rætt á næstu dögum enda mikil óánægja í félaginu. Þarna er um mjög erfitt mál að ræða en við munum væntanlega grípa til einhverra að- gerða á næstu vikum.“ Þröngt um starfsemina Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, segir ekki fyrirséð að biðlistar muni lengjast. „Ég get nú satt að segja ekki fullyrt um það og mér finnst það fremur ólíklegt. Það er að vísu svolítið þröngt um þessa starfsemi hjá okkur en ég tel að með smávegis lagfær- ingum megi koma þessari starfsemi fyrir.“ Breytingarnar munu þýða aukið álag á augnlæknum sem starfa hjá LSH og óánægja er með það meðal lækna. Ljóst er að breytingarnar þýða aukin út- gjöld en Jóhannes getur ekki sagt til um hversu mikil þau verða, það fari t.a.m. eftir aldurssamsetningu sjúklinga sem sækja þjónustuna. Jóhannes segir að litið sé svo á að þjón- ustan sé hluti af aðgerðinni og því telur hann eðlilegt að sjúklingar þurfi aðeins að fara á einn stað vegna aðgerðarinnar. Óánægja meðal augnlækna Ekki fyrirséð að bið- listar muni lengjast FÉLAGSBÚSTAÐIR HF. stefna að því að selja 20 íbúðir í Efra-Breiðholti á þessu ári en 20 íbúðir voru seldar í Fannarfelli í september og október í fyrra. Markmiðið með sölu íbúð- anna er að draga úr félagslegri einsleitni í hverfinu. Sigurður Friðriksson, framkvæmda- stjóri Félagsbústaða, segir að það sé yfirlýst stefna Félagsbústaða að fækka íbúðum í sinni eigu í Fellahverfi en þær voru 196 talsins fyrir söluna. „Efra-Breiðholtið var í kringum 20% af okkar eign en önnur hverfi eru um átta og upp í 13%,“ segir Sigurður og tekur fram að stefnt sé að því að hlutfall eigna í Efra-Breiðholti verði jafnt við önnur hverfi borgarinnar. Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar lögðu fram tillögu á fundi velferðarráðs hinn 29. nóvember sl. þess efnis að Félagsbústaðir hröð- uðu sölu á hluta íbúða sinna í Efra-Breiðholti og keyptu í öðrum hverfum borgarinnar til að draga úr félagslegri einsleitni. Tillögunni var vísað frá á fundi ráðsins hinn 13. desember sl. og tók meirihlutinn fram að nú þegar væri unn- ið gegn félagslegri einsleitni í hverfum borg- arinnar. Í kjölfarið lögðu borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar fram fyrir- spurn þar sem m.a. var óskað eftir svörum við því með hvaða hætti væri unnið gegn fé- lagslegri einsleitni í hverfum. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að minnihlutinn hafi ekki fengið vitneskju um þessa vinnu og því sé óskað eftir upplýsingum um gang hennar. Segir stefnuna óbreytta Gísli Marteinn Baldursson, formaður borg- arstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að stefnan hafi ekki breyst en Félagsbústaðir sjái um stefnumótun. Ákveðið hafi verið árið 2005 að berjast gegn félagslegri einsleitni og stefna í þá átt að íbúðirnar séu ekki allar á sama stað. Fyrirspurnin sé hins vegar sérstök þar sem málið sé og hafi verið á fleygiferð. Selja 20 íbúðir í Efra-Breiðholti Félagsbústaðir vilja draga úr félagslegri einsleitni í hverfum borgarinnar Í HNOTSKURN »Félagsbústaðir fjölguðu leiguíbúðumsínum um 100 á síðasta ári en þá voru keyptar 125 íbúðir og 25 seldar. »Stefnt er að því að fjölga íbúðumum 100 á ári fram til ársloka 2010 með kaupum á íbúðum víðs vegar um borgina. Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon lést á heimili sínu skammt frá Glasgow í Skotlandi í gær eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Magnús var 77 ára að aldri og læt- ur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Magnús var í ára- tugi einn þekktasti sjónvarpsmaður Bret- lands í gegnum störf sín hjá breska ríkisút- varpinu, BBC. Hann stjórnaði í aldarfjórð- ung spurningaþættinum „Master- mind“, sem var eitt vinsælasta sjón- varpsefnið á Bretlandseyjum. Hann var afkastamikill rithöfundur og eftir hann liggja þýðingar á íslensk- um fornbókmenntum og verkum Halldórs Laxness á ensku. Magnús fæddist í Reykjavík árið 1929, sonur hjónanna Sigur- steins Magnússonar og Ingibjargar Sigurð- ardóttur. Árið eftir var Sigursteinn ráðinn framkvæmdastjóri Samvinnuhreyfingar- innar í Evrópu með aðsetur í Edinborg. Þar bjó Magnús allt frá níu mánaða aldri, nam enska tungu og bókmenntir við Ox- ford-háskóla og lagði síðan stund á framhaldsnám í Oxford og Kaup- mannahöfn. Árið 1954 kvæntist hann blaðakonunni Mamie Baird og varð þeim fimm barna auðið, en sonurinn Siggy lést 13 ára í bílslysi. Andlát Magnús Magnússon FIMMTÁN ára stúlka þurfti að leita aðhlynningar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja eftir árás tveggja stúlkna, þrettán og fjórtán ára, á leikvelli í Keflavík á laug- ardagskvöld. Málið hefur verið sent barnaverndaryfirvöldum. Sauma þurfti fjögur spor í höfuð stúlkunnar en samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Suðurnesj- um lömdu árásaraðilarnir hana með hafnaboltakylfu í hnakkann, ásamt því að láta hnefahögg dynja á henni. Haft var uppi á stúlkunum tveimur og játuðu þær verknaðinn við skýrslutöku og var sleppt að henni lokinni. Að sögn lögreglu töldu þær sig eiga sitthvað sökótt við fórnarlambið en ekki liggur fyr- ir hvert ágreiningsefnið var og er málið til rannsóknar. Stúlkurnar voru ekki undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og hafa ekki komið við sögu lögreglu áður. Alblóðugur á gangi Fleiri líkamsárásir voru í Kefla- vík um helgina því um klukkan hálf- sex í gærmorgun komu lögreglu- þjónar að alblóðugum karlmanni á gangi. Maðurinn var með skurð á höfði eftir að ráðist hafði verið á hann á skemmtistað í bænum um nóttina. Hann var fluttur á slysa- deild HSS þar sem gert var að sár- unum. Að sögn lögreglu er árás- armaðurinn óþekktur en málið er í rannsókn. Beittu hafnaboltakylfu og létu hnefahöggin dynja Tvær táningsstúlkur í Keflavík réðust á 15 ára gamla stúlku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.