Morgunblaðið - 08.01.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.01.2007, Blaðsíða 33
Morgunblaðið/Þorkell Strákarnir sex „Uppátækin eru allt frá því að vera meinfyndin upp í að teljast ótrúlegar uppákomur, sem er aðalsmerki Strákanna.“ STRÁKARNIR eiga sér nokkra sögu sem hófst með 70 mínútum á öldinni sem leið. Burðarásarnir, Auddi, Sveppi og Pétur, eins og áhorfendur Stöðvar 2 þekkja þá, eru þessar léttgeggjuðu mannteg- undir sem eru öfundaðir í aðra röndina því sérkenni tegundarinnar er að komast upp með ýmislegt það sem aðrir ættu ekki að reyna. Geta leyft sér að standa uppi í hárinu á flestum þekktum æðri tegundum, svo sem kennurum, verkstjórum, stýrimönnum, jafnvel eiginkonum, án þess að þola bágt fyrir. Þegar líða tók á síðustu öld voru hinir óforskömmuðu komnir í feitt, ekki síst fyrir tilurð sjónvarps, og urðu vinsælir skemmtikraftar, líkt og forverar þeirra, hirðfíflin, hjá kóngafólki í den. Þeir tækju sig ábyggilega vel út, Sveppi og félagar, með þríhyrning á kollinum, kúabjöllurnar hringl- andi; á skónum með tána sem hringaðist upp eins og hundsrófa. Annars þurfa þessir Strákar ekki á neinum hjálpartækjum að halda öðrum en klippibúnaðinum sem hér hefur verið nýttur með góðum ár- angri. Þeir eru sannarlega sjón að sjá á skjánum, ég horfði gjarnan á þá en ekki alveg af brennandi áhuga heit- ustu aðdáendanna sem misstu ekki af þætti. Það stafaði einkum af því að innihaldið var misjafnt að gæð- um, líkt og flest annað slíkt skemmtiefni, og þættirnir áttu það til að ná sér ekki fyllilega á flug (a.m.k. með augum þeirra sem eru af táningsaldri). Slíkt þarf enginn að óttast á tveggja tíma löngum diskinum Strákarnir 2, sem inniheldur rjómann af því besta sem þeir af- rekuðu á síðasta tímabili (og er hugsanlega það síðasta í sögu Strákanna). Uppátækin eru allt frá því að vera meinfyndin upp í að teljast ótrúlegar uppákomur, sem er að- alsmerki Strákanna. Að einhverju leyti undir áhrifum frá Jackass- genginu, og öðrum slíkum, láta þeir sér ekki bregða við að framkvæma snargeggjaða hluti (svokallaðar áskoranir eða tilraun dagsins). Þær fela t.d. í sér að vera kaghýddur með strekktri gúmmíteygju sem sleppt er af ógnarkrafti í óæðri endann; láta múrhúða sig upp við vegg; keppa í sogkossaflangsi; ríða allsber um Elliðaárdalinn; stöðva reiðhjól á fullu svingi með hand- arkrikanum. Nefndu það og aldrei að vita nema þú finnir það hjá Strákunum. Þeir óskuðu meira að segja eftir sem groddalegustum hugmyndum frá áhorfendum. Flestir eru með þeim ósköpum fæddir að hafa undarlegt yndi af því að sjá aðra láta eins og fífl, um það snúast Strákarnir og þeim tekst það oftast með tilþrifum. Jaðrar við geggjun SJÓNVARP/DVD STÖÐ 2 Bestu atriði úr þáttaröðinni á Stöð 2 tímabilið 2005/2006. Stjórn upptöku: Kristófer Dignus. Dagskrárgerð: Auðunn Blöndal, Kristófer Dignus, Pétur Jóhann Sigfússon, Sverrir Þór Sverrisson, Atli Þór Albertsson, Gunnar Sigurðsson, Hugi Halldórsson. Handrit og aðalleikendur: Auddi, Sveppi, Pétur, Gunni, Atli og Hugi. Sýningartími 120 mín. Stöð 2 2006. Strákarnir 2  Sæbjörn Valdimarsson MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2007 33 dægradvöl 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Be2 Dc7 7. O-O Rf6 8. Be3 d6 9. f4 Bd7 10. g4 h5 11. g5 Rg4 12. Bxg4 hxg4 13. g6 O-O-O 14. gxf7 Hh3 15. f5 d5 16. Bf4 Db6 17. fxe6 Bxe6 18. Ra4 Da7 19. c3 dxe4 20. Kg2 Hxd4 21. cxd4 Hd3 22. d5 Hxd1 23. Haxd1 e3 24. Hfe1 b5 25. dxe6 bxa4 26. Hd7 Db6 27. Hxe3 Dxb2+ 28. Kg3 g5 29. Bxg5 Rd4 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Pamplona á Spáni. Alexei Shirov (2720) sem teflir fyrir Spán hafði hvítt gegn landa sínum Miguel Illescsas (2620). 30. Hd8+! Kb7 31. Hxd4! Dxd4 32. e7 svartur getur nú ekki bjargað taflinu. 32...Dh8 33. e8=D Dh3+ 34. Kf4 Bd6+ 35. Kf5 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Stíflustef. Norður ♠102 ♥D9 ♦ÁDG86 ♣ÁKD2 Vestur Austur ♠Á864 ♠D93 ♥1082 ♥KG7643 ♦753 ♦K4 ♣975 ♣G3 Suður ♠KG75 ♥Á5 ♦1092 ♣10864 Suður spilar 3G. Norður vakti á einum tígli og aust- ur stakk inn hjartasögn. Suður do- blaði neikvætt til að sýna fjórlit í spaða, norður stökk í þrjú lauf og suð- ur lauk sögnum með þremur gröndum (þrjú hjörtu hefðu verið betri sögn). Hjarta í gegnum drottningu blinds virðist jarða samninginn á auga- bragði, en það má þá ekki vera tvist- urinn – sem er hið „eðlilega“ útspil með lengd í lit makkers. Sagnhafi get- ur þá stíflað litinn með því að láta níuna í borði og drepa gosann með ás. Hann svínar strax í tígli og austur fær á kónginn, en hjartatían (eða átt- an) þvælist illilega fyrir í vörninni. Ef sagnhafi frestar hins vegar tígulsvín- ingunni og tekur fyrst fjóra slagi á lauf fær vestur tækifæri til að losa stífluna með því að henda hjarta í fjórða laufið! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 hörundslit, 8 frá á fæti, 9 pysjan, 10 stormur, 11 sól, 13 korns, 15 él, 18 gufusúlu, 21 auðug, 22 hægja vind, 23 fengur, 24 alþekkt í land- inu. Lóðrétt | 2 starfið, 3 koma í veg fyrir, 4 saxa, 5 refurinn, 6 eldstæðis, 7 röskur, 12 nægilegt, 14 megna, 15 hrósa, 16 reika, 17 háski, 18 há- vaði, 19 vindhviðan, 20 landabréf. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 dunar, 4 þægur, 7 arðan, 8 örðug, 9 dyl, 11 berg, 13 enni, 14 eljan, 15 vörð, 17 náin, 20 urt, 22 getan, 23 rómar, 24 riðla, 25 gerið. Lóðrétt: 1 dramb, 2 níðir, 3 rönd, 4 þjöl, 5 góðan, 6 regni, 10 yljar, 12 geð, 13 enn, 15 vogar, 16 rotið, 18 álmur, 19 nýrað, 20 unna, 21 treg. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Baugsfyrirtæki í Bretlandi hefurlýst yfir áhyggjum af hval- veiðum Íslendinga. Hvaða fyrirtæki er þetta? 2 Yfirmaður bandarísku leyniþjón-ustunnar, CIA, ætlar að hætta og hverfa til annarra starfa. Hvaða? 3 Ólafur Kjartan Sigurðssonsöngvari telur sig vita hverjir voru á bak við baulið á stórsöngv- arann Roberto Alagna á Scala. Hverjir voru það? 4 Eggert Magnússon ætlar aðbæta stuðningsmönnum West Ham upp stórtapið gegn Reading á dögunum. Hvernig? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Ný skrúfuþota hefur verið tekin í notk- un hér á landi. Hjá hvaða flugfélagi? Svar: Flugfélaginu Örnum. 2. Stærsti banki heims mæli með kaupum á bréf- um Kaupþings banka. Hvaða banki er þetta? Svar: Citigroup. 3. CNN gerði hrapalleg mistök þegar stöðin ruglaði öldungadeildarþingmanninum Barack Obama við alræmdan hryðjuverkamann. Hver var sá? Svar: Osama bin Laden. 4. Enn eitt sölumetið féll hjá Toyota á síð- asta ári. Hvað seldi fyrirtækið marga not- aða og nýja bíla? Svar: Yfir 10 þúsund. Spurt er … ritstjorn@mbl.is   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.