Morgunblaðið - 10.01.2007, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
AFAR kalt var í veðri á öllu landinu
í gær og samkvæmt upplýsingum
frá Veðurstofu Íslands verður ekk-
ert lát á frosti út þessa viku, þó að
heldur dragi úr því. Heldur bætir í
vind með deginum í dag og búast
má við snjókomu eða éljagangi
sunnan til. Skíðafólk á Suðurlandi
ætti að kætast því útlit er fyrir að
hægt verði að opna í Bláfjöllum á
næstunni.
Áfram frost
MAÐUR var
fluttur á slysa-
deild til eftirlits
skömmu eftir
klukkan eitt í
gær eftir að hann
hafði ekið á ljósa-
staur á Kringlu-
mýrarbraut í
Fossvogi. Mað-
urinn var talinn lítið meiddur, en
bíllinn var óökufær og var dreginn
burt með kranabíl. Þá vill lögregla
koma á framfæri lýsingu á manni
sem tók fartölvu ófrjálsri hendi í
íbúð á Leifsgötu í hádeginu í gær.
Maðurinn mun vera dökkhærður
með stutt hár, hann var klæddur
svartri úlpu og er líklega á milli tví-
tugs og þrítugs. Tölvan er af gerð-
inni PowerMac og í rauðu fartölvu-
hulstri.
Þegar komið var að manninum
við innbrotið var hann að tala í far-
síma og sagði við viðmælanda sinna
að „nú gæti hann borgað“.
Ók á ljósastaur
í Reykjavík
ÁÆTLAÐ er að viðgerðarskipið
Pacific Guardian verði komið á bil-
unarstað CANTAT-3 sæstrengsins
13. janúar nk., og að viðgerð ljúki
22. janúar.
Stöðva þarf alla fjarskiptaum-
ferð um strenginn 12. janúar og þar
til viðgerð lýkur. Vegna erfiðra að-
stæðna og veðurskilyrða kunna
dagsetningar þessar að breytast.
Gert við
CANTAT-3
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum
var innvigtun mjólkur árið 2006
117.066.169 lítrar. Á vef Bænda-
samtakanna kemur fram að þetta
sé þriðja mesta innvigtun sem
skráð hefur verið á almanaksári frá
árinu 1959. Metár var árið 1978
þegar innvigtun náði 120,2 millj-
ónum lítra og 117,2 milljónum lítra
árið 1979.
Mjög góð sala hefur verið í mjólk-
urvörum undanfarin misseri og
hafa bændur verið hvattir til að
auka framleiðslu eins og þeir geta.
Þriðja mesta
mjólkurfram-
leiðsluárið
hinn mikli aðskilnaður kynjanna.
„Á safninu voru konurnar sem
tóku á móti okkur alveg huldar
með blæju þegar við mættum í
fylgd karlmanna og tóku þær
ekki niður fyrr en við vorum
komnar inn fyrir og úr augsýn
karlanna. Konur og ókvæntir
karlmenn mega heldur ekki vera
á safninu á sama tíma,“ segir Sól-
veig sem lýsir staðháttum sem af-
ar framandi.
Sendinefndin er nú stödd í Jed-
dah og mun m.a. heimsækja
kvennaskóla og funda með stjórn
verslunarráðs borgarinnar. „Þar
eiga nokkrar konur sæti og for-
vitnilegt verður að ræða við þær
og heyra sjónarmið þeirra.“
SENDINEFND Íslands sem um
þessar mundir er stödd í op-
inberri heimsókn í Sádi-Arabíu,
átti í gærdag fund með utanrík-
isráðherra landsins. Þar afhenti
Sólveig Pétursdóttir, forseti Al-
þingis, honum bréf frá utanrík-
isráðherra Íslands þar sem óskað
er eftir stuðningi við framboð Ís-
lendinga til öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna. „Ég kynnti fram-
boðið og ráðherrann tók vel í
málið og var jákvæður gagnvart
stuðningi,“ segir Sólveig.
Sendinefndin heimsótti í gær
Sögumiðstöðina í Riyadh sem
kennd er við Abdul konung og í
kjölfarið þjóðminjasafn Sádi-
Araba. Þar kom bersýnilega í ljós
Formlega óskað eftir
stuðningi Sádi-Araba
ALMENNT tjáum við okkur ekki um málefni
einstakra sjúklinga í fjölmiðlum þar sem það
myndi brjóta gegn trúnaði lækna við sjúklinga
sína,“ sagði Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á
bráðamóttöku LSH í Fossvogi, er hann var innt-
ur eftir viðbrögðum við frásögn Sigurlínar Mar-
grétar Sigurðardóttur Morgunblaðinu í gær.
Sigurlín mældist með mjög hátt blóðsykurs-
gildi og var farið með hana á bráðamóttöku LSH.
Hún hafði verið í skoðun á sömu bráðamóttöku
tveimur vikum fyrr og var þá tekin úr henni
blóðprufa. Við athugun á þeirri prufu sást að
blóðsykursgildið var þá þegar mjög hátt. Sigurlín
hafði gefið upp gsm-númer sitt og tölvupóstfang
svo hægt væri að koma til hennar skriflegum
boðum en hún er heyrnarlaus. Það hafði ekki
verið gert.
Ófeigur sagði að sjúklingum sem hefðu kvart-
anir fram að færa væri bent á að hafa samband
við yfirlækni þeirrar deildar sem stýrði starfsem-
inni eða beint við lækningaforstjóra. „Eftir að
kvörtunin berst fer yfirlæknir gaumgæfilega yfir
sjúkraskrár og biður um greinargerðir viðkom-
andi heilbrigðisstarfsmanna sem komu að mál-
inu. Finnist eitthvað athugavert eftir þessa at-
hugun eru gjarnan haldnir fundir með læknum
þar sem úrræða er leitað til að fyrirbyggja
óhöpp. Að því loknu er rætt við þann er bar fram
kvörtunina og málin skýrð. Ef sá sem kvartar
sættir sig ekki við framangreint er honum bent á
að hafa samband við embætti landlæknis sem
sinnir kvörtunum vegna heilbrigðisþjónustu.“
Sigurlín kvaðst hafa reynt að fara í
blóðsykurspróf hjá Heilsugæslunni í Garðabæ en
verið sagt að læknir þyrfti að biðja um það. Þeg-
ar hún bað um tíma hjá heimilislækni var biðtím-
inn 12 dagar.
Heimilislækna skortir í Garðabæ
Bjarni Jónasson, yfirlæknir Heilsugæslunnar í
Garðabæ, sagði helstu skýringuna á þessu vera
að of fáir heimilislæknar væru í Garðabæ. Ef er-
indi sjúklings þætti brátt væri eftir fremsta
megni reynt að sinna því samdægurs en biðin
yrði í mesta lagi tveir dagar í slíkum tilvikum. Ef
óskað væri eftir venjulegum viðtalstíma gæti bið-
in orðið jafnlöng og Sigurlín var sagt. Hún gæti
líka verið miklu styttri.
Varðandi pöntun á blóðsykursprófi sagði
Bjarni að læknar þyrftu ætíð að biðja um slíkar
rannsóknir. Í beiðnunum væru meinatæknum
gefin fyrirmæli um hvað ætti að rannsaka.
Tjá sig ekki um málefni
einstakra sjúklinga
Mikill skortur á heimilislæknum í Garðabæ skýrir langa bið eftir viðtalstíma
SIGURLÍN taldi í viðtalinu lítinn skilning hafa ríkt á samskiptalegum að-
stæðum sínum hjá Læknavaktinni. Sér þætti niðurlægjandi að starfsfólk mót-
töku Læknavaktarinnar hefði átt að meta hvort panta ætti táknmálstúlk eða
ekki, hvað sem liði lögum um réttindi sjúklinga.
Atli Árnason, læknir og stjórnarformaður Læknavaktarinnar, sagði engan
ágreining vera um túlkun laga um réttindi sjúklinga. Hann kvaðst telja rétt-
indi sjúklinga til túlkaþjónustu mjög mikilvæg en jafnframt væri nauðsynlegt
að sú þjónusta væri rétt notuð. Atli sagði útköll túlka vegna heilsugæslu utan
dagvinnutíma ekki í nógu föstum farvegi og reglur um þau skorti frá heil-
brigðisráðuneytinu.
Atli benti á að Læknavaktin ynni utan dagvinnutíma. Hann sagði það ekki
vera í verkahring starfsfólks móttöku Læknavaktarinnar að ákveða hvort
kalla ætti til túlka utan dagvinnutíma, heldur læknanna sem þar starfa. Í þeim
tilvikum sem kalla þarf út túlk utan dagvinnutíma kosti sú þjónusta 18.200 krónur, þótt túlkunin taki að-
eins stuttan tíma. Hann sagði Læknavaktina ekki vilja sjálfkrafa setja það í vald þeirra sem velja að
koma utan dagvinnutíma hvort viðkomandi þurfi túlk eða ekki. Í sumum tilvikum megi nota aðrar leiðir
til samskipta eða vísa sjúklingi á heilbrigðisþjónustu á dagvinnutíma væri þörfin ekki brýn.
Læknar meta þörf fyrir túlkun
Sigurlín Margrét Sigurð-
ardóttir greindist með
sykursýki nýverið.
SAKBORNINGARNIR þrír í olíu-
málinu svonefnda tjáðu sig ekki um
sakarefnið við þingfestingu málsins í
gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
þegar þeir mættu ákæruvaldinu sem
ber þá sökum um meint brot gegn
samkeppnislögum og fleira. Ákærðu
eru Einar Benediktsson, forstjóri Ol-
íuverzlunar Íslands, Geir Magnússon,
fyrrverandi forstjóri Olíufélagsins,
nú Kers, og Kristinn Björnsson, fyrr-
verandi forstjóri Skeljungs. Eru þeir
ákærðir fyrir meint brot gegn sam-
keppnislögum, fyrir að hafa haft ólög-
mætt samráð, ýmist sjálfir eða fyrir
milligöngu undirmanna, með það að
markmiði að hafa áhrif á og koma í
veg fyrir samkeppni.
Verjendur ákærðu lögðu fram frá-
vísunarkröfu við þingfestinguna og
kröfðust þess jafnframt að allur sak-
arkostnaður yrði lagður á ríkissjóð.
Helstu röksemdir verjendanna eru
þær að ákæra í málinu sé ekki í sam-
ræmi við lög um meðferð opinberra
mála. Verknaðarlýsing sé óskýr hvað
varðar hlut sakborninga í ætlaðri
refsiverðri háttsemi. Ákæran sé hlað-
in skriflegum útlistunum og málflutn-
ingi um ætlaða refsiverða háttsemi
þeirra félaga sem ákærðu stýrðu sem
ekki á heima í ákæruskjali. Í kröfunni
segir jafnframt að einstaklingum
verði ekki gerð refsing við þeirri hátt-
semi sem lýst sé í ákæru. Ákæran sé
ekki reist á viðhlítandi rannsókn sak-
argifta. Við rannsókn málsins og við
útgáfu ákæru hafi verið brotið gegn
reglum um réttarstöðu sakborninga
með þeim hætti að ekki verður bætt
úr undir rekstri málsins. Útgáfa
ákæru í málinu sé andstæð jafnræð-
isreglu stjórnarskrárinnar. Þá sé
refsikrafa í málinu andstæð banni við
því að leggja oftar en einu sinni refs-
ingu á aðila fyrir sömu háttsemi.
Málflutningur um kröfuna fer fram
í Héraðsdómi Reykjavíkur 26. janúar
nk. og verður úrskurður kveðinn upp
í framhaldinu.
Ákærðu krefjast
frávísunar í olíumálinu
Morgunblaðið/G.Rúnar
Tjáðu sig ekki Ákærðu tjáðu sig ekki um sakarefnið í héraðsdómi í gær og
fer málflutningur um frávísunarkröfu þeirra fram síðar í mánuðinum.