Morgunblaðið - 10.01.2007, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 9
FRÉTTIR
!" "#!! $" %! & $ &% &$'
# & ()! '*! + ,-- . #!&/"' %! &
0'#*& ,, + ,-1 % (20 + 0# 343 13-- + 555
67 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Ullarkápur og hlýjar úlpur á
stórútsölunni
25-50%
afsláttur
ÚTSALAN
ER
HAFIN
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík,
sími 562 2862
Laugavegi 63 • S. 551 4422
Stórútsala
30-70%
afsláttur
Mikið úrval af
vetrarkápum og dúnúlpum
KOSTNAÐUR við byggingu Akra-
neshallarinnar, sem er fjölnota
íþróttahús við Jaðarsbakka á Akra-
nesi, er rétt tæplega hálfur milljarður
króna. en fyrirhugaðar eru enn frek-
ari framkvæmdir við húsið þar sem
ekki er salernis- eða geymsluaðstaða í
því. Þegar samningar við SS-verk-
taka voru undirritaðir um byggingu
hússins í maí árið 2005 var gert ráð
fyrir kostnaði upp á 375 millj. kr., en
um alútboð var að ræða.
Frá þeim tíma er útboðið var sam-
þykkt var ákveðið að kaupa aðra teg-
und af gervigrasi í húsið sem var dýr-
ara og á framkvæmdatímanum voru
gerðar ýmsar breytingar sem hafa
aukið kostnað við framkvæmdina.
Þak hallarinnar hefur vakið athygli
hjá bæjarbúum og gestum á Akranesi
en það er mislitt og gæti svo farið að
mála þyrfti allt þakið á næstu miss-
erum. Að auki hefur verið rætt um að
útbúa snjóflóðavörn fyrir ofan aðal-
inngang hallarinnar en á dögunum
féll mikið magn af snjó af þaki hall-
arinnar og var aðgengi að húsinu erf-
itt í kjölfar „snjóflóðsins“.
Bæjarstjórn hefur veitt heimild til
þess að gera athugun á kostnaði við
að koma setja salernisaðstöðu og
geymsluaðstöðu í Akraneshöllina en
gert er ráð fyrir slíkri aðstöðu í tengi-
byggingu við íþróttamiðstöðina á
Jaðarsbökkum. Sú bygging á þó enn
eftir að rísa. Rætt hefur verið um að
ryðja út úr tveimur bilum á hlið Akra-
neshallarinnar til þess að koma þar
fyrir salernis- og geymsluaðstöðu.
Hálfur milljarður í kostn-
að við Akraneshöllina
Morgunblaðið/ÞÖK
Akraneshöll Nýtt íþróttahús og gervigrasvöllur við Jaðarsbakka á Akranesi