Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mjög háþróuð og ósvífinfjársvikaaðferð hefurstungið niður fæti hér-lendis með því að
svindlarar senda í tölvupósti sakleys-
islega hlekki sem eru í raun stór-
varasamar gildrur sem skanna af
ótrúlegri nákvæmni tölvuna ef smellt
er á hlekkina. Þetta nægði til þess að
íslenskur tölvunotandi fékk tvær
rukkanir sendar inn í heimabanka án
þess að hafa gefið einum né neinum
upp kortanúmer sín, heldur ein-
göngu forvitnast um sendingu sem
virtist vera leiðarvísir inn á tölvuleik
á tiltekinni heimasíðu. Hafði hann
ekki ímyndunarafl til að átta sig á því
að um leið og hann smellti á hlekkinn
tókst fjársvikamönnum að skanna
tölvuna hans og senda honum rukk-
un upp á tæpa 20 bandaríkjadali á
kreditkortið í heimabankann. Þessar
upphæðir eru hafðar frekar lágar til
að fela þær innan um aðrar færslur á
kreditortum í þeim tilgangi að kort-
hafar finni ekki tilfinnanlega fyrir
stungunni. Svindlaðferðin virtist allt
að því fullkomin. Með háþróuðum
tölvubúnaði tókst svikurunum að út-
búa tölvupóst með tilvísun á netsíð-
una Steamgames.com og þegar ís-
lenski tölvunotandinn ákvað að
smella á síðuna gerðist ekkert. Hann
reyndi aftur og sagan endurtók sig.
Hann nennti þessu ekki lengur og
eyddi póstinum. En ekki löngu síðar
fór hann sem oftar inn í heimabank-
ann sinn og sá þá tvær rukkanir þar
komnar inn á kreditkortið, hvora upp
á 9,99 dali og varð honum ljóst að
svindlað hafði verið á honum í tölvu-
póstinum. Hann tilkynnti málið strax
til kreditkortafyrirtækis síns og er
það nú í athugun þar.
Fjallað er um háþróuð tölvusvindl-
kerfi í bandaríska blaðinu The New
York Times á mánudag þar sem þau
eru nefnd botnets. Segir þar að nú
bregði svo við að þetta vandamál sé
að breiðast út af meiri hraða en áður
hafi þekkst. Auk þess sé nýlunda hin
mikla nákvæmni sumra kerfanna í að
skanna tölvur hvort heldur er um að
ræða vegna persónulegra upplýsinga
í tölvum eða fyrirtækjaupplýsinga,
að ekki sé talað um bankamilli-
færslur. Sérfræðingar lýsa þessu
sem hinum fullkomna glæp með lítilli
áhættu en mikilli gróðavon.
Talað er um að útbreiðsla botnet-
kerfanna hafi náð til 11% af þeim 650
milljónum tölva sem tengdar eru
Netinu í dag. Haft er eftir sérfræð-
ingi að almenningur geri sér enn
ekki grein fyrir umfangi þessa vanda
og það sé skelfilegt hvað sé auðvelt
að brjótast inn í vinsælar almenn-
ingstölvur, með Windows-forriti.
Önnur forrit, Linux og Macintosh,
hafa eitthvað orðið fyrir barðinu á
botnetárásum en þó eru það einkum
Windows-kerfin sem herjað hefur
verið á.
Svindlkerfin eru yfirleitt búin til
að fámennum hópum forritara í
Austur-Evrópu og víðar, og síðan
dreift með mismunandi hætti, s.s. í
tölvupóstsviðhengi, og ef grunlausir
viðtakendur hlaða þeim niður er voð-
inn vís.
Vitað er um kerfi sem náði að
skanna gögn af mörg hundruð tölv-
um á skipulagðan hátt í 30 daga og
safna þeim á leynilegan stað þar sem
svindlarinn gat gengið að þeim vís-
um. Þar voru fleiri hundruð stolin
kreditkoranúmer og truflaði þessi
svikastarfsemi m.a. yfir 1.200 fyr-
irtæki.
Hafa sérfræðingar nú áhyggjur af
því að svindlkerfin þróist hraðar en
kerfi sem ætlað er að verja tölvur
gegn þessum árásum sem eru svo
gegndarlausar að sumir hafa lýst því
sem svo að baráttan fyrir því að
tryggja öryggi á Netinu sé töpuð.
Íslenskur tölvunotandi varð illilega fyrir barðinu á netsvindlurum með háþróað svikaforrit
Morgunblaðið/Ómar
Gildra Hlekkur á leikjasíðu í ruslpósti getur verið gildra sem skannar tölvu viðtakanda með mikilli nákvæmni.
Fékk 20 dala
rukkun á
kreditkortið
Ískyggilega háþróuð tölvusvindlkerfi gera svik-
urum kleift að skanna venjulegar tölvur ef grun-
lausir viðtakendur opna ruslpóst sem þeim berst.
Örlygur Steinn Sigurjónsson kynnti sér málið.
orsi@mbl.is
Í HNOTSKURN
»Svindlkerfi eru send út írusltölvubréfum sem inni-
halda vægast sagt varasöm
skönnunarforrit og verður
viðtakandinn að opna forritin
til að bragðið heppnist hjá
svikurunum.
»Almenningur gerir sér ennekki grein fyrir alvöru
málsins og vinsælar almenn-
ingstölvur eru næsta auðveld
bráð að þessu leyti.
»Vitað er um a.m.k. einn ís-lenskan tölvunotanda ný-
lega sem opnaði skjal grun-
laus um að 20 dollara rukkun
yrði sett laumulega inn á
kreditkortið hans.
FOKKER 50-vél Flugfélags Íslands
lenti í Keflavík í gærmorgun vegna
þess að mælar vélarinnar gáfu til
kynna að bremsubúnaðurinn virk-
aði ekki sem skyldi. Vélin lenti á
sama stað sl. sunnudag af sömu sök-
um.
Í gærmorgun var vélin á leið frá
Reykjavík til Ísafjarðar með 30 far-
þega. Árni Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Íslands,
segir að þegar mælarnir hafi gefið
bilunina til kynna hafi verið ákveð-
ið að gæta ýtrasta öryggis og lenda
í Keflavík. Önnur vél hafi verið
send þangað til að fljúga með far-
þegana til Ísafjarðar og hafi það
gengið snurðulaust fyrir sig en
biluðu vélinni hafi verið ferjuflogið
til Reykjavíkur þar sem hún fari í
nákvæma skoðun.
Á sunnudag var vélin á leið til
Reykjavíkur frá Akureyri með 41
farþega, en þegar vart varð við bil-
unina var ákveðið að lenda í Kefla-
vík. Árni segir að skipt hafi verið
um bilaða útbúnaðinn og hann yf-
irfarinn. Í prófunum að því loknu
hafi komið í ljós að allt væri með
eðlilegum hætti og því hafi vélin
verið sett aftur í umferð á mánu-
dag. Hins vegar hafi kerfið brugð-
ist fljótt aftur og það kalli á enn
frekari skoðun, en hugsanlega
lægju orsakirnar í einhverju öðru
en því sem bilaði.
Árni áréttar að engin hætta hafi
verið á ferðum. Í báðum tilvikum
hafi verið um mjög eðlilega lend-
ingu að ræða og í raun hafi ekkert
verið því til fyrirstöðu að lenda í
Reykjavík en ákveðið hafi verið að
fara til Keflavík til að gæta ýtrasta
öryggis.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Vélar Flug Flugfélags Íslands hefst alla jafna og lýkur á Reykjavík-
urflugvelli, en sama vél hefur lent í Keflavík með stuttu millibili.
Bremsubúnaður
vélar bilaði aftur
FÉLAG ábyrgra feðra gengst í
kvöld fyrir fundi um sátt í skilnaði og
forsjárdeilum og er hann liður í
fundaröð félagsins. Sálfræðingarnir
Gunnar Hrafn Birgisson og Jóhann
Loftsson hafa framsögu á fundinum
sem verður haldinn í félagsmiðstöð-
inni í Ársskógum 4 í Breiðholti og
hefst klukkan 20.
Jón Gunnar Hannesson læknir
stofnaði félagið fyrir áratug. Hann
situr í stjórninni og segir að fé-
lagsmenn og aðrir áhugamenn um
málefni félagsins hittist á fundum
mánaðarlega, þar sem félagið fái
framsögumenn til að ræða um helstu
mál. Í desember hafi Aðalsteinn Sig-
fússon fjallað ýtarlega um forsjár-
deilur og ákveðið hafi verið að fylgja
því eftir með því að fá sérfræðinga til
að tala um sátt í skilnaði og forsjár-
deilum.
Mikilvægt málefni
Gunnar Hrafn Birgisson og Jó-
hann Loftsson eru sérmenntaðir í
forsjármálum og hafa starfað hjá
sýslumannsembættunum í landinu
frá árinu 2000. Jón Gunnar segir að
þeir vinni mjög þakklátt starf við það
að koma á umgengni við börn þegar
foreldrar skilja og starf þeirra sé
gríðarlega mikilvægt. Margar rann-
sóknir sýni geysilega aukningu á
óheppilegu líferni barna sem lendi í
því að foreldrarnir skilji. Þar megi
t.d. nefna margfalda sjálfsvígstíðni,
brottfall úr skóla, hegðunarvanda og
fleira.
Jón Gunnar leggur áherslu á að
fundir félagsins séu öllum opnir og
aðgangur ókeypis.
Sátt í skiln-
aði og for-
sjárdeilum
Fundur í fundaröð
Félags ábyrgra feðra
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Þorsteini
Vilhelmssyni og Þóru Hildi Jónsdótt-
ur. Fyrirsögnin er þeirra.
„Eftir að þær aðstæður sköpuðust í
lífi okkar hjóna að geta veitt fólki, fé-
lagasamtökum eða sérstökum verk-
efnum fjárhagslega aðstoð höfum við
víða lagt hönd á plóg en ávallt forðast
að gera það að umfjöllunarefni fjöl-
miðla. Nýlegur stuðningur okkar við
tilraunaverkefni fyrir yngstu nem-
endur í grunnskóla okkar hverfis í
Kópavogi hefur hins vegar ratað inn í
fjölmiðla og verið settur þar ranglega
í samhengi við umsókn okkar um
byggingarlóð. Lengst gengur Frétta-
blaðið í þeim efnum þegar það þakkar
sér sl. sunnudag fyrir að hafa vakið
athygli á málinu, fullyrðir að um sé að
ræða „greiða á móti greiða“ og segir
umfjöllun undanfarinna daga „gott
dæmi um það aðhald sem fjölmiðlar
geta veitt“. Með því að setja styrk-
veitingu okkar til Lindaskóla í þetta
samhengi er veist að okkur með afar
ósanngjörnum hætti og óhjákvæmi-
legt er að biðja þá fjölmiðla sem
fjallað hafa um þetta mál á undan-
förnum dögum að koma eftirgreindu
á framfæri:
Hinn 14. september sl. barst tölvu-
bréf frá aðstoðarskólastjóra Linda-
skóla þar sem óskað var eftir styrk
vegna tilraunaverkefnis í ensku-
kennslu fyrir yngstu nemendur skól-
ans. Fram kom að leitað yrði til fleiri
aðila auk þess sem bæjarfélagið kæmi
með sérstaka fjármuni til verkefnis-
ins. Eins og oft áður þegar um stærri
styrkveitingar er að ræða ákváðum
við að taka beiðnina til umfjöllunar í
fjölskyldufyrirtæki okkar, Ránarborg
hf. Stjórn þess félags kom saman 16.
október sl. og samþykkti að styðja
verkefnið með þrjú hundruð þúsund
króna framlagi á ári í þrjú ár. Um
þessa ánægjulegu ákvörðun var að-
stoðarskólastjóranum tilkynnt sam-
dægurs. Skrifað var undir formlegan
samning um styrkveitinguna hinn 14.
desember sl.
Það er rétt að í október sl. sóttum
við um lóðina Austurkór 159 í Rjúpna-
hæð og var henni úthlutað til annars
umsækjanda hinn 21. nóvember sl.
Mörgum þykir væntanlega sú af-
greiðsla tala skýru máli um að engin
tengsl voru á milli styrkveitingarinn-
ar annars vegar og lóðarumsóknar-
innar hins vegar. Sannleikurinn máls-
ins er augljós – en óbrenglaður er
hann ekki tilefni til fjölmiðlaumfjöll-
unar. Mánuði eftir úthlutun lóðarinn-
ar, eða 19. desember sl., bentum við á
þann möguleika að bæta mætti einni
byggingarlóð við í Austurkór og lýst-
um áhuga okkar á að byggja þá lóð
fengist hún skipulögð. Vafalaust er
þetta hvorki í fyrsta né síðasta skipti
sem sveitarstjórn fær álíka ábend-
ingu um mögulega landnýtingu. Það
erindi, rétt eins og fyrri lóðarumsókn
okkar, hefur aldrei verið sett í sam-
hengi við styrkveitingu til Lindar-
skóla, hvorki af okkar hálfu, ráða-
manna skólans né bæjarfélagsins.
Sem betur fer hefur orðið mikil
vakning á undanförnum árum um
samfélagslega ábyrgð atvinnulífs og
einstaklinga sem með margvíslegum
hætti leggja smærri og stærri verk-
efnum fjárhagslegt lið eða veita þeim
stuðning með öðrum hætti. Á sama
tíma og fjölmiðlar leggja þar sitt af
mörkum með víðtækum áhrifum sín-
um á hverjum degi verða þeir jafn-
framt að gæta þess að það „aðhald“
sem Fréttablaðið stærir sig af sl.
sunnudag verði ekki til þess að fæla
fólk og fyrirtæki frá vel meintum
stuðningi af ótta við útúrsnúning og
afbökun í ábyrgðarlausri fjölmiðla-
umfjöllun.“
Samfélagsleg ábyrgð
og „aðhald fjölmiðla“