Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 11 FRÉTTIR É g hef verið laus við spilafíknina sl. þrjú ár eftir að hafa spilað mig næstum til bana. Því eftir að spilafíknin fór algjörlega úr böndum reyndi ég að taka mitt eigið líf,“ segir óvirkur fimmtugur spilafíkill sem féllst á að segja Morgunblaðinu sögu sína í von um að hún gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Hann kýs að koma ekki fram undir eigin nafni og skulum við því nefna hann Karl í þessu viðtali. „Ég byrjaði að spila í kringum 1988. Þetta byrjaði allt saman ósköp sakleysilega en vatt síðan upp á sig. Maður byrjaði í þessum gömlu tíkallakössum en eftir að Pók- erkassarnir komu til sögunnar árið 1989 gat ég léttilega spilað frá mér tugi þúsunda í hvert sinn sem ég fór í þá kassa. Með tilkomu Háspennu- nnar jókst freistingin síðan til muna,“ segir Karl þegar hann er beðinn að rifja upp hvernig spila- fíknin hófst. Segist hann hafa verið 32 ára þegar hann fór að spila í spilakössum, en það var hans að- alfíkn á þeim fimmtán árum sem hann var virkur spilafíkill. Fram að þeim tíma þegar hann fór að spila í spilakössum segist hann einnig hafa spilað mikið í getraunum. „Ég keyrði kannski konuna í vinnuna kl. sjö að morgni og fór síðan beint nið- ur á BSÍ og spilaði frá mér 50–60 þús. kr. fyrir hádegi.“ Fékk að lokum taugaáfall Aðspurður segist Karl reikna með að hann hafi á árabilinu 1988 til 2003 spilað frá sér yfir 30 milljónir króna, en þegar hann fór í meðferð síðla árs 2003 skuldaði hann því til við- bótar hátt í níu milljónir. Eftir að Karl kom úr meðferð segist hann hafa sest niður með fjölskyldunni og farið yfir skuldastöðuna með þeim einstaklingum sem skrifað höfðu upp á ábyrgð fyrir hann. Í fram- haldinu var gerð greiðsluáætlun og áætlar Karl að honum hafi nú þegar tekist að greiða 80% af skuldunum til baka. Spurður hvernig hann hafi farið að því að spila frá sér jafnstórar upphæðir bendir Karl á að hann hafi um árabil starfað sem sjómaður og því haft mjög góðar tekjur í gegnum tíðina. „Ég var í vel launuðu starfi en átti samt aldrei pening. Framan af tókst mér að fara leynt með þetta en síðustu tvö árin vissu allir hvern- ig fyrir mér var komið,“ segir Karl og tekur fram að hann hafi verið sokkinn í vef lyga til þess að hylma yfir fíknina. „Ég kom mér t.d. upp pósthólfi úti í bæ þangað sem allir reikningar voru sendir til að koma í veg fyrir að konan sæi reikningana og áttaði sig á stöðunni meðan ég var úti á sjó.“ Inntur eftir því hvað hafi að lok- um fengið hann til þess að leita sér aðstoðar og hætta að spila rifjar Karl upp eitt tiltekið atvik sem gerði útslagið. „Ég var nýkominn í land eftir mánaðartúr og fór daginn eftir niður í banka til að borga reikninga og tók út hýruna, sem var 800 þúsund. Ég hafði lofað sjálfum mér að spila ekki þegar ég kæmi í land, en þegar ég sá að gullpott- urinn var kominn upp í 13 milljónir króna gat ég ekki staðist freist- inguna. Ég fór því að spila, stóð við kassann í samtals 12 tíma og labbaði að því loknu út með aðeins 100 þús- und,“ segir Karl og tekur fram að hann hafi þarna fengið ákveðið sjokk ef ekki taugaáfall. Ætlaði að svipta sig lífi „Ég er líka óvirkur alki og hafði í gegnum tíðina ávallt einblínt bara á það sem vandamál, en sá spilafíkn- ina aldrei með þeim augum. Ég tek það fram að ég spilaði aldrei fullur, en þegar ég var búinn að spila mig út í horn datt ég hins vegar alltaf í það. Þegar ég kom heim eftir að hafa spilað frá mér þessar 700 þús. kr. var ég alveg stjarfur og konan hélt að ég væri bara orðinn geðveik- ur. Hún vissi ekki hvort hún ætti að keyra mig upp á geðdeild eða Vog. Ég ætlaði að ryðja í mig svefntöflum og klára dæmið en dóttir mín var heima þannig að ég frestaði því. Snemma morguninn eftir byrjaði ég síðan að drekka því ég ætlaði að drekka í mig kjark til að kála mér en þá var farið með mig inn á Vog,“ segir Karl og tekur fram að hann hafi glímt við sjálfsvígshugsanir ár- um saman vegna fíknarinnar. „Upp frá þessu náði ég hins vegar að vera bæði edrú og spilalaus,“ segir Karl og tekur fram að starfsemi bæði AA- og GA-samtakanna sem og Samtaka áhugafólks um spilafíkn hjálpi sér mikið við að halda sér frá fíkninni. Í samtali við Karl verður ljóst að hann er mjög gagnrýninn á fjölda spilakassa hérlendis og það hversu auðvelt aðgengið að þeim er. „Það eru spilakassar í öllum sjoppum, á bensínstöðvum, börum og versl- unarmiðstöðvum. Það er slæmt fyrir fólk að geta ekki farið inn í sjoppu eða verslunarmiðstöð án þess að freistast,“ segir Karl og tekur fram að í heilt ár eftir að hann kom úr meðferð hafi hann ekki treyst sér til að fara á staði þar sem fyrir voru spilakassar. „Ef ég þurfti að fara í sjoppu fór ég mjög meðvitað bara í bílalúgur, þannig að ég þyrfti ekki að fara inn á þessa staði,“ segir Karl og tekur fram að hann sé fylgjandi hugmyndum borgarstjóra um að flytja spilakassana út í Örfirisey og herða eftirlitið. Í umræðunni hefur nokkuð verið fjallað um það hvort sum pen- ingaspil séu skaðlegri en önnur og bent hefur verið á að netspil og spilakassar séu harðari tegund pen- ingaspila en t.d. lottó og skafmiðar. Þegar Karl er inntur eftir við- brögðum við þessu hlær hann og tekur fram að í augum spilafíkilsins sé enginn munur á hinum ólíku gerðum peningaspila. „Á alveg sama hátt og fyrir vímuefnasjúklinginn er bjórinn alveg jafnhættulegur og sprautan.“ silja@mbl.is „Þetta byrjaði allt saman ósköp sakleysislega“ Morgunblaðið/Kristinn Sjálfsvígshugsanir „Eftir að spilafíknin fór algjörlega úr böndum reyndi ég að taka mitt eigið líf,“ segir Karl. „Ég spilaði mig næst- um til bana,“ segir óvirkur spilafíkill í samtali við Silju Björk Huldudóttur. Segist hann á 15 ára tímabili hafa spilað frá sér um 40 milljónir króna. „ÉG er mjög ánægður með framgöngu Vil- hjálms Þ. Vil- hjálmssonar borgarstjóra í þessu máli, enda byggir hann á þverpólitískri samstöðu,“ segir Ögmundur Jón- asson, þingmaður VG, sem oft hefur beitt sér í þessum málum. Segist hann fagna því ef nú sé að verða vitundarvakning í sam- félaginu um skaðsemi spilakassa og nauðsyn þess að stemma stigu við fjölgun þeirra og aðgengi. Helst vildi hann sjá að rekstur þeirra yrði með öllu bannaður hérlendis. Hann segir rétt hjá Vilhjálmi að tala um spilakassa sem ógæfukassa. Kassarnir valda ógæfu „Þeir eru ógæfukassar í tvennum skilningi. Þeir valda ógæfu hjá þeim sem eru háðir þeim og á valdi spila- fíknar, því kassarnir hafa sann- anlega lagt í rúst líf stórs hóps í þjóðfélaginu. Samtímis er það líka ógæfa fyrir þá sem fjármagna starf- semi sína með spilakössum. Þá horfi ég til virtra þjóðþrifastofnana í sam- félaginu s.s. HÍ, RKÍ, Landsbjargar og fleiri. Mér finnst það verðugt við- fangsefni að huga að því með hvaða hætti hægt er að styðja fjárhagslega stofnanir og samtök sem telja sig vera háða þessari fjármögnun.“ Fagnar vitundar- vakningu Ögmundur Jónasson MAGNÚS Stef- ánsson félags- málaráðherra tel- ur það vafasama leið hjá bæði frjálsum fé- lagasamtökum og stofnunum að fjármagna rekst- ur sinn með spila- kössum. Segist hann taka undir gagnrýni borg- arstjóra og tekur fram að hann myndi vilja sjá frekari takmarkanir á bæði fjölda og staðsetningu spila- kassa, auk þess sem hann vill að ald- urstakmörk séu virt. Aðspurður seg- ist hann þó ekki sjá fyrir sér að hægt verði að banna með öllu rekstur spilakassa hérlendis. Vill frekari takmarkanir Magnús Stefánsson Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur gert samning við Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) um að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni á Austurlandi. „Þetta er tilraunasamningur sem gildir til tveggja ára og felur í sér að við ætlum að bjóða upp á farþjónustu fyrir börn og ungmenni með geðraskanir,“ sagði Siv Friðleifsdóttir heil- brigðisráðherra við undirritun samningsins á mánudag. Samningurinn er í samræmi við stefnu heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra að efla geð- heilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni sem eiga við geðröskun að stríða bæði á höfuðborg- arsvæðinu og úti um land. Með samningnum er Heilbrigðisstofnun Austurlands gert kleift að semja um farþjónustu við sérfræðinga og tryggja reglubundnar heimsóknir sérfræðinga til að sinna börnum á þessu sviði. Gengið er út frá því í samningnum að þjónustan sem Heil- brigðisstofnun Austurlands veitir geti falist í meðferð, fræðslu og ráðgjöf sérfræðinga í barnageðlækningum, sálfræði, uppeldisfræði, geðhjúkrun, þjónustu iðjuþjálfa eða félagsráð- gjafa. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni því við er- um að sjá hækkandi tölur varðandi börn með geðraskanir og sinna þarf þessum hóp betur en gert hefur verið. Brýnt er að þjónustan komi til fólksins og það þurfi ekki alltaf að leita eftir þjónustunni t.d. á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Siv jafnframt. Heilbrigðisstofnun Austurlands fær sex millj- ónir króna á tveggja ára tímabili til að veita þjónustuna. Þegar hefur verið ákveðið að gera sambærilega samninga við heilbrigðisstofnanir á Ísafirði, Sauðárkróki og Höfn á næstunni. Geðheilbrigðisþjónusta barna og ungmenna efld Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Áfangi Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Einar Rafn Haraldsson framkvæmdastjóri Heil- brigðisstofnunar Austurlands staðfesta samninginn. ♦♦♦ „FÓLK getur orðið fíkn að bráð af ýmsum ástæð- um,“ segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, þegar hún er innt eftir því hvort hún telji eðlilegt að félagasamtök á borð við SÁÁ, HÍ, Landsbjörg og RKÍ byggi fjárhag sinn á því að búa til heilbrigð- isvanda. Tekur Siv fram að sjálf sé hún ekki hrifin af spilasölum. „En þeir eru auðvitað löglegir hérlendis. Það er ekki ólöglegt að reka þá á Ís- landi,“ segir Siv og leggur áherslu á mikilvægi þess að almenningur gæti hófs í þessu eins og öðru. „En á með- an þeir eru löglegir og ekki stendur til að breyta því verða þessar stofn- anir að eiga það við sjálfar sig hvort þær reka svona kassa eða ekki,“ seg- ir Siv. Ekki hrifin af spilasölum Siv Friðleifsdóttir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.