Morgunblaðið - 10.01.2007, Side 19
|miðvikudagur|10. 1. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Fáir þekkja til Tomatis-
tækninnar á Íslandi, en hún
hafði mikil áhrif á heyrn Sól-
veigar M. Diðriksdóttur. »20
heilsa
Við eigum að gera meira
af því að halda græna penn-
anum á lofti segir Jørn
Eskildsen. »21
menntun
Það er um að gera að missa
ekki trúna á sjálfan sig þegar
reynt er að sigrast á reyking-
arfíkninni. »21
hollráð
Ég er ákaflega fastur fyrirog er ekkert mikið fyrirbreytingar. Þetta erörugg og góð vinna og ég
er búinn að starfa í Sorphirðunni í
Reykjavík í fimmtíu ár og einum
degi betur. En þegar ég kom hingað
upphaflega þá var það ekki ætlun
mín að starfa við þetta, af því að þá
var litið niður á ruslakarla. Ég forð-
aðist lengi að segja nokkrum frá því
að ég væri í þessari vinnu, ég sagðist
bara vera í bæjarvinnunni. En mér
hlýtur að hafa liðið vel fyrst ég er
búinn að vera hér öll þessi ár,“ segir
Þórólfur V. Þorleifsson bílstjóri og
flokksstjóri hjá Sporhirðu Reykja-
víkur þar sem hann tyllir sér í tíu
kaffinu með nestið sitt sem hann
smyr alltaf sjálfur og hefur gert í
þessa hálfu öld sem hann hefur sinnt
starfi sínu af trúmennsku. Borg-
arstjóri ætlar að heiðra Þórólf í dag
fyrir tryggðina og dugnaðinn.
Fékk bullandi vöðva
„Þegar ég var sextán ára, í jan-
úarmánuði 1957, þá sótti ég um í
bæjarvinnunni af því ég var frekar
latur við að vera í skóla. Ég hafði
verið að vinna á Eyrinni en for-
eldrum mínum þótti það heldur lé-
legt af mér og hvöttu mig til að fara í
bæjarvinnuna. Ég gerði það en ég
vildi fara í allt annað sem þar var í
boði heldur en sorpið. En það vant-
aði fólk í ruslið svo ég lét til leiðast
og hef verið hér síðan. Fyrsta árið
var ég venjulegur ruslakarl vestur í
bæ og þá voru aðstæður allt aðrar en
þær eru í dag. Þá voru engar léttar
plastruslafötur heldur voru rosalega
þungir og erfiðir járnstampar með
föstu loki og einnig voru olíutunnur.
Við vorum með sorptrillur til að
komast með þetta á milli húss og
bíls. Þetta var hörkuvinna og ég
fékk bullandi vöðva. Áður fyrr var
unnið fram á kvöld og líka laugar-
daga fram að hádegi. En núna mæti
ég um klukkan sex að morgni og ég
er búinn að leggja bílnum rúmlega
þrjú og fer þá heim.“
Frægir menn í öskunni
Þórólfur hefur sinnt ýmsum störf-
um innan sorphirðunnar en hann
hefur verið flokksstjóri og bílstjóri á
sama bílnum undanfarin fimmtán ár.
„Ég er búinn að umgangast fjölda
fólks í þessu starfi og það er mikið af
unglingum sem sækir í starfið í sum-
arvinnu. Einn þeirra sem starfaði
hjá mér sem unglingur fyrir mörg-
um árum, hann kemur alltaf út og
heilsar okkur þegar við sækjum
ruslið hjá honum núna. Mér þykir
vænt um það. Svo hafa líka nokkrir
frægir menn verið í sorpinu með
okkur þegar þeir voru strákar. Til
dæmis Rúnar Gunnarsson skemmti-
kraftur, Eiríkur Hauksson rokkari,
Björgvin Gíslason gítarleikari og
sjálfur ríkislögreglustjórinn.“
Þórólfur segir að karlmenn séu í
meirihluta í starfinu en þó komi allt-
af nokkrar stúlkur öðru hvoru.
„Fyrsta stúlkan sem starfaði hjá
okkur í sorpinu var frænka mín hún
Guðbjörg Gróa sem kom árið 1974.“
Þórólfur á góðan samstarfsfélaga
og vin, Óskar Ágústsson, sem hefur
verið honum samferða í öll þessi ár,
utan eitt. „Hann Óskar á fimmtíu
ára starfsafmæli eftir rúmt ár og það
er skemmtilegt að pabbarnir okkar
báðir voru líka starfsmenn í öskunni
á sínum tíma. Við höfum verið miklir
félagar og stunduðum bíóin saman í
gamla daga.“
Breyttar aðstæður Losað úr ruslabalanum í öskubílinn á fjórða áratugnum. Þorleifur Eyjólfsson faðir Þórólfs er til vinstri, Halldór Oddsson félagi hans til hægri.
Hefur hirt upp rusl eftir okkur í hálfa öld
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinir Þórólfur og Óskar eru samhentir í sorpinu og aðeins vantar rúmt ár
upp á að samanlagt hafi þeir unnið hjá Sorphirðunni í heila öld.
Hann ætlaði sér aldrei að
vinna í sorpinu enda var
litið niður á ruslakarla
þegar hann var ungur.
Kristín Heiða Krist-
insdóttir hitti sorphirðu-
mann sem borgarstjóri
mun heiðra í dag.
Eiríkur Hauksson rokkari,
Björgvin Gíslason gít-
arleikari og lögreglustjór-
inn hafa unnið í sorpinu.
LÍFIÐ getur verið sannkölluð rússíbanareið, jafnt hjá stjórnmálamönnum
sem öðrum, og víst er að portrett frönsku forsetaframbjóðendanna sem hér
sjást (f.h.) Jean-Marie Le Pen, Nicolas Sarkozy, Segolene Royal og Franco-
is Bayrou eiga eftir að rúlla um einhver biljarðborð á næstunni. En fyr-
irtækið Chevillotte hefur nú framleitt 500 eintök af 14 kúlu setti með kúlu-
númeri á annarri hliðinni en mynd af frönskum stjórnmálamanni á hinni.
Skotið á forseta?
khk@mbl.is