Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MATARVERÐIÐ VERÐUR
KOSNINGAMÁL
Eiga Íslendingar að sætta sigvið að verð á matvælum,helztu lífsnauðsynjum
heimilanna, sé 62% hærra en að
meðaltali í ríkjunum 15, sem
mynduðu Evrópusambandið fram
til 2004 – hins velmegandi hluta
Evrópu? Að sjálfsögðu ekki. Neyt-
endur eiga ekki og munu ekki
sætta sig við það. Nú, þegar kosn-
ingar fara brátt í hönd, munu þeir
gera kröfu til stjórnmálaflokk-
anna um að þeir útskýri hvernig
þeir ætla að fara að því að lækka
matvælaverðið.
Þegar matvælanefnd forsætis-
ráðherra var að störfum fyrr á
árinu var gengið út frá tölum, sem
sýndu að matarverð var 48%
hærra en að meðaltali í aðildar-
ríkjum ESB. Þetta voru tölur frá
árinu 2003. Í fyrradag voru birtar
tölur frá hagstofum ESB-
ríkjanna, auk Sviss, Noregs og Ís-
lands, sem sýna eins og áður segir
að verðið hér sé 62% hærra en að
meðaltali í gömlu ESB-ríkjunum.
Hér í blaðinu í dag kemur fram
hjá Rósmundi Guðnasyni hjá Hag-
stofunni að breytingar á gengi
krónunnar ráði mestu um þessa
breytingu. Það útskýrir þessa
miklu breytingu á stuttum tíma,
en gerir verðmuninn ekki að neinu
leyti þolanlegri.
Samanburðurinn, sem birtur er
í Morgunblaðinu í dag og gær,
sýnir vel að þær aðgerðir, sem
taka eiga gildi í marz til að lækka
matvælaverð, munu ekki duga til
að koma því í það horf, sem al-
menningur getur sætt sig við. Þær
duga kannski til að koma mat-
arverði hér í svipað horf og í Nor-
egi. Neytendur þar í landi hafa
jafnríka ástæðu til að vera ósáttir
og íslenzkir neytendur.
Samstaða náðist ekki í matvæla-
nefndinni um það hvaða leið bæri
að fara til að lækka matvælaverð.
Þrjár aðgerðir voru helzt til um-
ræðu; að fella niður vörugjöld,
lækka virðisaukaskatt og fella nið-
ur tolla á innfluttum landbúnaðar-
afurðum. Fulltrúar landbúnaðar-
ins í nefndinni lögðust gegn því að
síðastnefnda leiðin yrði farin. Þær
aðgerðir, sem ríkisstjórnin náði
síðan samstöðu um, samanstóðu
fyrst og fremst af lækkunum á
vörugjöldum og virðisaukaskatti.
Hinni nauðsynlegu uppstokkun í
úreltu landbúnaðarkerfi var enn
og aftur frestað og þar með ár-
angursríkustu leiðinni til að lækka
matarverð á Íslandi. Þær tolla-
lækkanir, sem Morgunblaðið
greinir frá í dag að sé verið að
semja um við Evrópusambandið,
eru væntanlega ekki það miklar að
þær muni breyta því.
Það er engin tilviljun að hæsta
matvælaverðið í Evrópu er á Ís-
landi, í Noregi og Sviss, sem eru
þau ríki sem leggja mestar hömlur
á viðskipti með landbúnaðarvörur.
Það mun lækka verð að draga úr
þeim hömlum.
Hins vegar má ekki beina sjón-
um að landbúnaðinum eingöngu.
Hver er til dæmis ástæðan fyrir
því að hér eru ávextir dýrastir í
Evrópu, þótt litlir sem engir tollar
séu á þeim? Og af hverju er fiskur
óvíða dýrari en hér? Hið háa verð-
lag á landbúnaðarvörum getur
spilað inn í. Fiskur er t.d. í sam-
keppni við kjöt og þegar kjötið er
dýrt gefur það fisksalanum litla
hvatningu til að lækka hjá sér
verðið. En það er líka full ástæða
til að skoða verðlagningu og við-
skiptahætti bæði heildsala og
smásala á matvörumarkaðnum.
Það þarf engar gáfulegar úttektir
til að almenningur átti sig á að
samkeppni er alltof lítil á mat-
vörumarkaðnum. Samkeppnisyfir-
völd þurfa að beita sér frekar en
þau hafa gert til að ýta undir sam-
keppni og gegnsæi í verðlagningu
á þessum markaði.
Fróðlegt er að skoða viðbrögð
forystumanna stjórnmálaflokk-
anna við fréttum um hinn gríð-
arlega mun á matarverði í Morg-
unblaðinu í dag. Jón Sigurðsson,
formaður Framsóknarflokksins,
og Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, virðast kjósa að
stinga höfðinu í sandinn og neita
að horfast í augu við að uppskurð-
ur á landbúnaðarkerfinu er for-
senda fyrir því að hér megi lækka
matarverð verulega og varanlega.
Forystumenn annarra flokka virð-
ast hafa meiri vilja til þess að
grípa til nauðsynlegra aðgerða.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar, vill
að hluta kenna krónunni um hið
háa matarverð. Það er rétt að
krónan getur valdið sveiflum í
verðlagi, en þær geta auðvitað
verið bæði upp og niður á við.
Upptaka evru er ekki töfralausn á
háu matarverði frekar en öðrum
efnahagsvanda; það skiptir til
dæmis miklu máli á hvaða gengi
krónan yrði fest við evruna. Hitt
er svo annað mál að sameiginlegur
gjaldmiðill getur auðveldað verð-
samanburð á milli landa og aukið
aðhald og samkeppni. Það er ekki
óeðlilegt að gjaldmiðilsmálin séu
rædd í þessu samhengi.
Það er vafalaust rétt hjá Árna
M. Mathiesen fjármálaráðherra að
ekki sé rétt að fara neina koll-
hnísa í t.d. skatta- og tollalækk-
unum í því skyni að lækka mat-
arverð. Það mun ekki gerast
strax. En það mun skipta kjós-
endur máli í kosningabaráttunni,
sem í hönd fer, að flokkarnir geti
sýnt fram á að þeir séu með áætl-
un, sem dugir til að lækka mat-
arverð og gera lífskjör hér á landi
að þessu leyti sambærileg við það
sem gerist annars staðar í Vestur-
Evrópu.
Á fjögurra ára fresti gefst tæki-
færi til að minna stjórnmálamenn
á að neytendur, skattgreiðendur
og kjósendur eru sama fólkið.
Skoðanir forystumannastjórnmálaflokkanna eruskiptar á gildi talna Euros-tat sem sýna hátt mat-
arverð á Íslandi samanborið við lönd
innan Evrópusambandsins. Þeir eru
þó á einu máli um að matvælaverð
hér á landi sé of hátt og það þurfi að
lækka.
„Gildi þessa samanburðar sést
best á því, að þegar fátæk lönd bæt-
ast við Evrópusambandið þá eykst
þessi mismunur, án þess að nokkur
verðbreyting hafi endilega orðið á
Íslandi á þeim tíma. Með öðrum orð-
um; þarna er um hlutfallslegan sam-
anburð á algerlega ósambærilegum
löndum að ræða,“ segir Jón Sigurðs-
son viðskipta- og iðnaðarráðherra
og formaður Framsóknarflokksins.
Hann segir nærtækara að bera
verðlag á Íslandi saman við helstu
nágrannalönd, t.d. Noreg, og þá
komi í ljós um 10 prósenta munur.
„Ef við erum að bera okkur saman
við önnur suðlæg og fjarlæg lönd, þá
verðum við að taka marga fleiri
þætti inn í myndina eins og t.d.
kaupmátt og kaupgetu almennings.
Þetta sýnir að þessi samanburður
hefur út af fyrir sig gildi ef þú ert að
bera saman framvindu á milli ára en
hefur ákaflega lítið gildi og eiginlega
ekki neitt ef þú ætlar að bera saman
lífkjör og lífsaðstöðu almennings,“
segir Jón og bætir við að þá þurfi að
taka m.a. mið af markaðsstærð og
fjarlægðum í vöruflutningum o.fl.
„Ég legg áherslu á að menn gæti
sín og að almenningur fylgist vel og
rækilega með þróuninni og viðhafi
hið virka verðlagseftirlit almenn-
ings,“ segir hann.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, segir að
ekki hafi verið gengið nógu langt í
aðgerðum til að lækka það háa mat-
vælaverð sem hér er. „Samfylkingin
setti fram tillögur um það í vetur að
tekið yrði á tollamálunum samhliða
breytingu á virðisaukaskattinum,“
segir hún. „Við töldum að það væri
alger forsenda þess að ná hér niður
matarverði að tekist yrði á við toll-
verndina, sem ég held að eigi mjög
stóran þátt í því að halda hér uppi
hærra matarverði en í öðrum lönd-
um.“
Samfylkingin kynnti tillögur sínar
sl. haust um aðgerðir til að lækka
matvælaverð sem fólust í að vöru-
gjöld af matvælum yrðu felld niður.
Innflutningstollar á matvæli yrðu
felldir niður í áföngum þannig að 1.
júlí nk. yrði helmingur felldur niður
en afgangurinn ári síðar. Virð-
isaukaskattur á matvæli yrði lækk-
aður um 50% og teknar yrðu upp
tímabundnar greiðslur til bænda og
umhverfisstyrkir. Ingibjörg Sólrún
segir á því byggt, að samið verði við
bændur um aðlögunartíma til að
takast á við áhrif þessara breytinga.
„Það er ekki hægt að líta fram hjá
því að innflutningstollar eru mjög
stór þáttur í okkar háa matarverði.
Það er líka mjög líklegt að miklar
gengissveiflur endurspeglist í vöru-
verðinu. Sá kostnaður sem
samfara að vera með veikan
miðil endurspeglast bæði í v
inu og vöxtunum. Við búum
60% hærra matvælaverð og
100% hærri vexti en gilda a
staðar í Evrópu. Það eru ek
fyrirtækin og efnamennirn
íslenskur almenningur sem
þennan fórnarkostnað vegn
unnar. Samfylkingin hefur
mjög skýrt í þessum málum
hafa aðrir flokkar ekki gert
finnst að þeir verði að stand
skil á afstöðu sinni í þessum
um.“
Tilefni að íhuga frekari
„Þessar tölur, sem eru al
ar, koma frekar á óvart mið
eldri tölur sem við vorum a
með og voru m.a. notaðar ti
unar í matvælaverðsnefndi
ir Árni M. Mathiesen fjár-
málaráðherra.
„Þessi niðurstaða undirs
hversu mikilvægt það er að
anir okkar um lækkun mat
Á einu máli um að ma
„Þessi niðurstaða undir-
strikar hversu mikilvægt
það er að fyrirætlanir okk-
ar um lækkun mat-
vælaverðs [ ...] takist vel
til,“ segir Árni M. Mathie-
sen fjármálaráðherra.
„Það er ekki hægt að líta
fram hjá því, að innflutn-
ingstollar eru mjög stór
þáttur í okkar háa mat-
arverði,“ sagði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, formað-
ur Samfylkingarinnar.
„Þa
leg
leg
um
Sig
her
sók
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þ
essi munur skýrist nær
alfarið af breytingum á
gengi krónunnar,“
sagði Rósmundur
Guðnason, deildarstjóri
vísitöludeildar Hagstofu Íslands,
þegar hann var spurður hvers
vegna munur á matvælaverð á Ís-
landi og öðrum Evrópulöndum var
meiri árið 2005 en árið 2003. Árið
2003 reyndist verð matvæla vera
48% hærra á Íslandi en í 15 eldri
Evrópusambandsríkjum. Mæling
fyrir árið 2005 sýnir að þessi mun-
ur er þá kominn í 62%.
Meðalgengi evru gagnvart krón-
unni var 87 krónur árið 2003. Það
breyttist sáralítið árið 2004, en árið
2005 styrktist krónan mikið. Með-
algengi evru var 78,40 krónur það
ár. Í fyrra var meðalgengi evru 82
krónur.
Verðlagið var 48% hærra árið
2003 en 62% árið 2005
Rósmundur sagði að þessar
gengisbreytingar árið 2005 skýrðu
að langstærstum hluta að matar-
verð á Íslandi mældist hærra þá í
samanburði við ESB en árin þar á
undan. „Það hefur ekkert gerst á
markaði hér heima á þessu árabili
annað en að gengi krónunnar var
óvenjulega sterkt á árinu 2005.
Þetta er sama niðurstaða og áður,
sem sé að við erum áfram með
hæsta verðlagið. Við erum þarna í
hópi með Sviss og Noregi sem eru
þau ríki sem eru með mestar höml-
ur í landbúnaðarmálum.“
Í skýrslu sem Hallgrímur
Snorrason hagstofustjóri skilaði
forsætisráðherra í júlí á síðasta ári
um matvælaverð hér á landi er í
kafla um helstu ástæður hás mat-
vælaverðs hér á landi einmitt vikið
að áhrifum gengis á verðsaman-
burð milli landa. Þar segir að tölur
fyrir árið 2003 sýni að verðlag sé
48–49% hærra á Íslandi en í 15
eldri ríkjum ESB. „Áætlun um
hlutfallslegt verðlag fyrir 2004 sýn-
ir svipaða niðurstöðu og fyrir árið
2003. Hins vegar gefa áætlanir fyr-
ir árið 2005 til kynna að talsvert
meiru muni milli verðlags á Íslandi
og í nágrannaríkjunum en það má
að verulegum hluta rekja til hás
gengis íslensku krónunnar á því
ári.“
Mikil hækkun á kjötverði
Í skýrslu Hallgríms segir að
verð á kjöti árið 2003 hafi verið
talsvert lægra hér á landi en í Nor-
egi og aðeins 8% hærra en í Dan-
mörku. Á þessum tíma var mjög
óvenjulegt ástand á kjötmarkaði
hér á landi. Verð á svínakjöti hafði
lækkað um 50% á einu ári og verð
annarra kjöttegunda hafði lækkað
mikið. Kjötverð hefur síðan hækk-
að verulega hér á landi. Samkvæmt
tölum Eurostat, sem birtar eru á
vef dönsku Hagstofunnar,
á kjöti á Íslandi 86% hæ
2005 en meðalverð á kj
ESB-ríkjum. Árið 2003 v
hlutfall 43%. Verð á kjöti
Gengi krónu skýrir
Sterkt gengi íslensku krónunnar skýrir að mestu að
verðlag á Íslandi mældist hærra árið 2005 en árið
2003 í samanburði við verðlag í 15 ríkjum ESB. Nið-
urstaða Egils Ólafssonar er að við séu áfram með
dýrasta kjöt, brauð, fisk og föt á Norðurlöndunum.
*0
4)0
!"#$
"
"
11
11
%&*&,$
-,&,,03"
-,$0 11 ,,11
!
98
?6
9
?
. $ *)&,