Morgunblaðið - 10.01.2007, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Magnús ÞórMagnússon
fæddist í Reykjavík
27. júní 1942. Hann
lést á heimili sínu á
Seltjarnarnesi 29.
desember síðaastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Magnús Hann-
esson rafvirkja-
meistari frá Stóru-
Sandvík í Flóa, f.
2.12. 1905, d. 30.5.
1981, og Guðrún M.
Þorsteinsdóttir frá
Eyjólfsstöðum í
Vatnsdal, f. 12.2. 1907, d. 20.11.
1995. Systkini Magnúsar eru
Hannes N., f. 8.4. 1939, d. 20.4.
1992, maki Ásta Valdimarsdóttir,
þau eiga tvö börn og Margrét O., f.
17.5. 1949, maki Stefán Hreið-
arsson, þau eiga þrjú börn.
Hinn 6. apríl 1968 gekk Magnús
að eiga Hrefnu M. Proppé Gunn-
arsdóttur, f. 24.12. 1944. For-
eldrar hennar voru Gunnar K.
Proppé, f. 23.9. 1915, d. 9.6. 2006,
og Áslaug E. Árnadóttir Proppé, f.
8.1. 1919, d. 30.6. 1991. Börn
Magnúsar og Hrefnu eru: 1) Ás-
laug María, f. 18.4. 1967, maki
Haukur Birgisson, börn þeirra eru
Magnús Már, Inga María og Daníel
Þorri. 2) Þorsteinn Ingi, f. 28.10.
1970, maki Jóhanna Guðrún
Pálmadóttir, sonur þeirra Hugo
Þorri. 3) Katrín
Lillý, f. 4.7. 1973,
maki Gylfi Þór Þór-
isson, sonur þeirra
Ingi Hrafn.
Magnús ólst upp í
vesturbæ Reykjavík-
ur. Hann gekk í
Melaskóla og síðan
Gagnfræðaskóla
Hringbrautar. Hann
lauk stúdentsprófi
frá Mennta-
skólanum í Reykja-
vík 1962. Hann út-
skrifaðist sem
rafmagnsverkfræðingur frá Tec-
hnische Universität (TU) í
Braunschweig í Þýskalandi 1969.
Hann vann að rannsóknarverk-
efnum á sviði háspennurofa í Mil-
waukee í Bandaríkjunum 1969–
1972. Hann sneri síðan aftur til
Braunschweig og lauk þaðan
doktorsprófi (Dr.Ing.) í rafmagns-
verkfræði frá TU 1977. Auk dokt-
orsnámsins stundaði hann kennslu
við TU.
Magnús flutti heim með fjöl-
skyldu sína 1977 og hóf þá störf í
Volta ehf. við hlið föður síns. Eftir
andlát föður síns 1981 sá hann al-
farið um rekstur fyrirtækisins þar
til það var selt á vordögum 2006.
Magnús verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Það er aldrei auðvelt að kveðja en
fátt er eins erfitt og að kveðja föður
sinn.
Það er margt sem kemur upp í
huga okkar systkina þegar við hugs-
um til baka, ljúfar minningar sem við
munum geyma í hjörtum okkar.
Pabbi var mjög vel gefinn og mikill
fræðimaður í eðli sínu. Honum lét vel
að leggja á ráðin, stjórna og finna
bestu leiðirnar til að ná settum
markmiðum. Hann var vanur að
segja að lausnin kæmi ekki af sjálfu
sér. Sýn hans á lífið var skýr og lagði
hann mikla áherslu á nákvæmni,
sjálfsögun og samviskusemi í uppeldi
okkar. Það hefur reynst okkur gott
veganesti.
Pabba fannst gott að sækja messu
á sunnudagsmorgnum og var Hall-
grímskirkja í miklum metum. Þar
fann hann oft lausnir við ýmsum
vandamálum undir predikun og fögr-
um tónum sálma og tónverka.
Hann var reglumaður mikill og allt
það sem hann tók sér fyrir hendur
gerði hann af mikilli nákvæmni og
fullkomnun. Það sýndi sig best í dag-
legum störfum hans og tómstunda-
iðkun. Heiðarleiki var ein af hans
dyggðum sem hann lagði mikla
áherslu á í eigin fari og annarra.
Pabba leið alltaf best heima í stof-
unni þar sem hann gat hlustað á fal-
lega tónlist og notið einstaks útsýnis
sem honum þótti fallegra en nokkurt
málverk.
Fjölskyldufyrirtækið Volti átti
stóran þátt í lífi hans. Hann vann alla
tíð mikið. Við systkinin höfum öll
starfað í Volta og fengum við því að
kynnast honum í starfi, hvert á sinn
hátt. Vinnusemi hans var óþrjótandi.
Síðustu ár pabba voru honum erfið
vegna heilsubrests og þeirrar
ákvörðunar því fylgjandi að selja
Volta.
Við systkinin erum þakklát fyrir
að hafa átt svona traustan föður. Við
erum líka þakklát fyrir það að hann
gat verið heima þar til yfir lauk, á
þeim stað sem honum leið best í ást-
ríkri umsjá mömmu.
Við viljum minnast hans með broti
úr vísu sem hann söng oft fyrir okkur
sem börn:
Ég er kominn heim í heiðardalinn,
ég er kominn heim með slitna skó,
kominn heim til að heilsa mömmu,
kominn heim í leit að ró …
(Loftur Guðmundsson)
Hvíl í friði.
Áslaug, Þorsteinn og Katrín.
Það eru rúmlega tuttugu ár síðan
ég kynntist Áslaugu eiginkonu minni
og dóttur Magnúsar tengdaföður
míns. Við Magnús vorum þannig
ferðafélagar í gegnum lífið þessi ár.
Magnús og fjölskylda hans tóku vel á
móti mér frá byrjun og fyrir það ber
að þakka. Magnús hafði ákveðnar
skoðanir á lífinu og því hvernig hlut-
irnir áttu að vera og sá ég fljótt að
þarna fór maður sem var mjög
vinnusamur, heiðarlegur, góður yf-
irmaður í fyrirtæki sínu og sem var
annt um starfsfólk sitt. Við Áslaug
vorum við nám í Skotlandi í nokkur
ár og á ég góðar minningar frá heim-
sóknum hans og Hrefnu tengdamóð-
ur minnar til okkar þar. Eftir dvölina
í Skotlandi lá leiðin til Íslands og þá
kynntist ég því hvernig Magnús
stundaði áhugamál sín eins og tennis
og veiði af sömu virðingu og ná-
kvæmni og hann stundaði vinnuna.
Sem gamall badmintonspilari fannst
mér gaman að spila tennis við Magn-
ús og við áttum líka góðar stundir
saman í veiðiferðum. Eftir nokkur ár
á Íslandi fluttum við Áslaug til
Þýskalands, þá komin með tvö börn
og við tóku heimsóknir tengdafor-
eldra minna þangað. Í Þýskalandi
var Magnús tengdafaðir minn á
heimavelli en hann bjó þar í mörg ár
bæði við nám og kennslu. Ég hafði
lúmskt gaman af því hversu mikla
virðingu hann bar fyrir því hvernig
Þjóðverjar vildu hafa allt í röð og
reglu. Eftir sex ára dvöl í Þýskalandi
fluttum við Áslaug og nú með þrjú
börn heim til Íslands á síðasta ári.
Tengdafaðir minn var þá orðinn
mjög veikur og ekki séð fram á að við
myndum fá að njóta hans mikið leng-
ur. Hann kvaddi 29. desember síð-
astliðinn.
Guð blessi minningu tengdaföður
míns og hafi hann þökk fyrir sam-
fylgdina.
Haukur Birgisson.
Í dag kveð ég tengdapabba minn.
Stórmerkilegur maður, er það sem
kemur í hugann þegar hugsað er til
baka. Ég naut þess tíma sem ég hafði
með honum, sérstaklega er mér
minnisstæð veiðiferðin okkar um ár-
ið. Tengdapabbi var vinnusamur og
áræðinn maður sem kenndi börnum
sínum slíkt hið sama og kemur það
greinilega fram í dugnaði og árangri
þeirra allra. Tengdapabbi skilaði
góðu lífsstarfi og við munum öll
sakna hans.
„Hverjar eru þínar framtíðaráætl-
anir?“, spurði hann mig þegar ég bað
um hönd yngstu dóttur hans á haust-
mánuðum árið 2001. Ég svaraði hon-
um af einlægni og var hann sáttur við
áætlanir mínar og gaf sitt leyfi, stolt-
ur.
Það sem okkar fór á milli þetta
haustkvöld mun ég standa við og
hugsa vel um litlu Kötuna þína, allt-
af.
Takk fyrir þann tíma sem ég fékk
með þér tengdapabbi, líf mitt er
betra á eftir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Hrefna, Áslaug, Þorri og
Kata mín, megi guð styrkja ykkur og
okkur öll á þessum erfiða tíma.
Gylfi Þórisson.
Elsku Magnús afi.
Þegar mamma og pabbi sögðu mér
að þú værir dáinn varð ég mjög sorg-
mædd. Ég hafði daginn áður en þú
lést heimsótt þig og ömmu og þá sá
ég að þú varst orðinn mikið lasinn.
Þegar ég fór þá gaf ég þér einn góð-
an „lúllukoss“ á kinnina en það var
ég alltaf vön að gera þegar þú varst
þreyttur og lagðir þig inn í herbergi
og þá brostir þú blítt til mín. Ég mun
geyma þessa minningu í hjarta mínu,
elsku afi minn.
Ég var eina afastelpan þín og þú
kallaðir mig oft „dúkkuna“ þína. Nú
ertu orðinn fallegur engill á himnum
og nú líður þér vel. Ég mun alltaf
hugsa til þín þegar ég horfi á engla-
safnið mitt uppi í hillu. Takk fyrir
þig, elsku afi minn.
Þín afastelpa,
Inga María.
Það er eilítið sérkennileg tilfinning
að setjast niður í annað sinn og skrifa
minningaorð um mág sinn. Eldri
bróðir eiginkonu minnar, Hannes N.
Magnússon, lést árið 1992, aðeins 53
ára að aldri og í dag kveðjum við hinn
yngri, Magnús Þór, sem var á 65.
aldurári, er hann lést. Við þessar að-
stæður vakna upp ýmsar minningar
úr fortíðinni, sem hér eru rifjaðar
upp.
Þó að Magnús Þór hafi verið kom-
inn vel á þrítugsaldur, þegar ég
kynntist systur hans, finnst mér ég
hafa þekkt hann frá barnæsku. Fjöl-
mörg myndbrot úr lífi hans birtust
mér í tilhugalífinu: Glaður strákur,
sem með bróður sínum dröslaði litlu
systur sinni um vesturbæinn, fyrst í
barnakerru og síðan á reiðhjóli; jafnt
á KR-leiki sem ómerkari atburði.
Bróðir, sem lagði svo mikið til upp-
eldis systurinnar að hvert foreldri
gæti verið stolt af. Ungur drengur
sem var lagður í rúmið vegna sjúk-
dóms í mjöðm og gekk síðan í göngu-
grind á þeim aldri, sem fótbolti og
eltingaleikur er eðlilegra afhæfi; tók
Magnús Þór
Magnússon
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
VILHJÁLMUR ÓLAFSSON
frá Kollsá II,
Safamýri 44,
Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 8. janúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólöf Björnsdóttir.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
HÓLMFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR
fyrrverandi talsímakona
frá Seyðisfirði,
síðast til heimilis á Brekkugötu 14,
Vogum,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð fimmtudag-
inn 4. janúar.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn
12. janúar kl. 13.00.
Guðmundur Sigurðsson, Kolbrún Dagbjört Sigurðardóttir,
Gísli Örn, Guðmundur Rúnar, Sveinn Gumi,
Sigurður Hólmar og Elísabet Rósa.
✝
Móðir okkar,
EYRÚN JÓHANNESDÓTTIR,
Fannborg 8,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn
29. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum sýnda samúð og góðar vinarkveðjur.
Árni Ólafsson, Vilmunda Guðbjartsdóttir,
Egill Ólafsson, Jóhanna Guðríður Sigurðardóttir,
Gunnar Ólafsson, Ástríður Ebba Ragnarsdóttir,
Kjartan Ólafsson, Magnea Guðmundsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og
barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær bróðir okkar og mágur,
SÆVAR NÍELSSON,
Melgerði,
Fáskrúðsfirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað föstu-
daginn 5. janúar.
Jarðsungið verður frá Fáskrúðsfjarðarkirkju föstu-
daginn 12. janúar kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstaðenda,
Aðalbjörg Níelsdóttir, Georg Einarsson,
Guðrún Níelsdóttir, Eiríkur Ólafsson.
✝
Okkar ástkæri,
JÓN ÆGISSON,
Tunguvegi 6,
Njarðvík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 3. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
12. janúar kl. 14.00.
Susanna Valsdóttir,
Ástþór Ingi Jónsson, Berglind Jónsdóttir,
Ægir Guðlaugsson, Stefán Ægisson
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MARÍA GUÐMUNDA ÞORBERGSDÓTTIR
frá Efri-Miðvík í Aðalvík,
lést á öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á
Ísafirði sunnudaginn 7. janúar.
Útför hennar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju laugar-
daginn 13. janúar kl. 14.00.
Snorri Hermannsson, Auður H. Hagalín,
Jóhanna Hermannsdóttir, Jónas Guðmundsson,
Helga Hermannsdóttir,
Trausti Hermannsson, Sólveig Ólafsdóttir,
ömmu- og langömmubörnin.
✝
Elsku sonur okkar, bróðir og barnabarn,
BENJAMÍN ÁRNASON,
lést af slysförum sunnudaginn 7. janúar.
Hansína Kristjánsdóttir, Jón Árni Guðmundsson,
Sara Árnadóttir,
Ásta Benjamínsdóttir, Kristján Jónsson,
Valgerður Jónsdóttir, Guðmundur Sveinsson.