Morgunblaðið - 10.01.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 29
✝ Súsanna RegínaGunnarsdóttir
fæddist í Reykjavík
30. mars 1954. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 2. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigurlaug Ísabella
Eyberg, f. 16. apríl
1926, d. 16. mars
1995, og Gunnar
Sigurður Ástvalds-
son, f. 11. sept. 1930,
d. 13. júlí 1984.
Fósturfaðir hennar, sem hún ólst
upp með, er Þorgeir Jónsson, f, 6.
feb. 1932. Systkini Súsönnu sam-
mæðra eru Jónas Hannes, f. 24.
okt. 1956, Anna Dóra, f. 23. júní
1958, og Þór, f. 1. júní 1963. Systk-
ini Súsönnu samfeðra eru Stein-
dór, f. 14. apríl 1954, Katrín, f. 25.
maí 1955, Kolbeinn, f. 19. okt.
1956, og Eyvindur, f. 19. des. 1964.
Súsanna giftist Adolfi Erni
Kristjánssyni, f. 6. sept. 1952. Son-
son, f. 16. jan. 1977, börn þeirra
eru Vilhjálmur Árni, f. 2. mars
2004, og Kristrún Lilja, f. 19. júlí
2006. Þau voru skilin. Síðar giftist
Súsanna Einari Jóhanni Herberts-
syni, f. 7. apríl 1954, sonur þeirra
er Jónas Hannes Eyberg, f. 22. júní
1982, maki Ester Guðjónsdóttir, f.
8. nóv. 1984. Barn þeirra er Hel-
ena Eyberg, f. 28. maí 2006. Þau
skildu.
Súsanna var gagnfræðaskóla-
menntuð frá Miðbæjarskólanum
við Tjörnina. Síðar var hún í námi
í Námsflokkunum við Miðbæj-
arskólann og útskrifaðist þaðan
sem sjúkraliði árið 1979. Hún
starfaði sem sjúkraliði, lengst af á
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
og við heimahjúkrun Reykjavík-
urborgar. Hún hafði í langan tíma
mikinn áhuga á andlegum mál-
efnum, svo sem heilun og reiki og
var sjálf reikimeistari. Hún lagði
fyrir sig spámennsku og hjálpaði
mörgum og hughreysti hvort sem
fólk var veikt eða átti í erf-
iðleikum. Síðustu árin bjó hún á
Kleppsveginum í Reykjavík ásamt
yngsta syni sínum Jónasi og fjöl-
skyldu hans.
Útför Súsönnu verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
ur þeirra er Þorgeir
Kristján Eyberg, f.
18. nóv. 1971, maki
Þórdís María Blomst-
erberg, f. 12. nóv.
1969. Fyrir átti Þor-
geir soninn Sigurð, f.
25. sept. 1990. Börn
Þórdísar úr fyrri
sambúð eru Erna Ýr,
f. 12. feb. 1989, Írena
Líf, f. 20. okt. 1991,
og Heiðar Atli, f. 1.
nóv 1995. Þau skildu.
Súsanna giftist síðar
Árna Sævari Gunn-
laugssyni, f. 8. des 1950, d. 13. nóv.
1987. Börn þeirra eru Einar Haf-
steinn, f. 22. ágúst 1975, maki Kar-
en Hilmarsdóttir, f. 1. feb. 1977.
Fyrir á Einar börnin Árna Sævar,
f. 11. sept. 1997, og Maríu Sigríði
Ísabellu, f. 26. jan. 2000. Börn Ein-
ars og Karenar eru Birgitta
Hrönn, f. 21. jan. 2005, d. 21. jan.
2005, og Sólrún Brynja, f. 6. júní
2006. Sigurlaug Ísabella, f. 5. apríl
1979, maki Ragnar Valgeir Jóns-
Mig langar hér í örfáum orðum
að minnast Súsönnu æskuvinkonu
minnar. Súsý eins og hún var jafn-
an kölluð var mikil dugnaðarkona
og gleðigjafi. Fyrst þegar leiðir
okkar lágu saman vorum við báðar
ungbörn í vagni. Mæður okkar voru
vinkonur og bjuggu hlið við hlið og
eignuðust okkur með tveggja vikna
millibili þar sem ég var eldri. Eftir
að við stálpuðumst og okkur óx
fiskur um hrygg var Súsanna for-
inginn í hópnum. Hún var ótrúlega
uppfinningasöm og áræðin í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur. Þeg-
ar líða tók á barnaskóla skildi leiðir
og við fluttum hvor í sinn bæj-
arhlutann. Mæður okkar héldu
áfram sambandi og þannig frétti ég
reglulega af skini og skúrum í lífi
Súsönnu. Hún eignaðist fjögur
mannvænleg börn, lauk sjúkraliða-
skólanum og vann sem sjúkraliði
meðan heilsan leyfði. Hún var ein-
staklega hláturmild, fjörug og
skemmtileg manneskja sem lífgaði
upp á umhverfið hvar sem hún
kom.
Síðustu árin átti Súsanna við
mikið heilsuleysi að stríða, en hún
mætti þeim örlögum sínum með
æðruleysi og bjartsýni eins og
hennar var von og vísa.
Ég vil þakka Súsönnu samfylgd-
ina, hlýhug í minn garð, öll jóla-
kortin og afmæliskveðjurnar í
gegnum árin. Aðstandendum henn-
ar votta ég mína dýpstu samúð.
Þórunn Ólafsdóttir (Tóta).
Súsanna Regína
Gunnarsdóttir
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Ég minnist þessarar fal-
legu og góðu konu.
Kveðja,
Vilborg.
HINSTA KVEÐJA
✝ Ósk DagbjörtGuðmundsdóttir
fæddist á Akranesi
13. janúar 1951. Hún
lést á heimili sínu í
Reykjavík 2. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Anna Dagbjört Þor-
leifsdóttir, f. 22.9.
1930 og Guðmundur
Sigurður Sigurðs-
son, f. 24.9. 1926, d.
3.5. 2003. Systkini
Óskar eru: Frímann,
f. 13.12. 1951, Fann-
ey, f. 20.3. 1953, Sigurður, f. 8.12.
1954, Sigurjón, f. 11.3. 1957, Ing-
unn, f. 12.9. 1958 og Lárus, f. 28.12.
1960. Hálfbróðir sammæðra er Elí-
as Rúnar Elíasson, f. 9.2. 1949 og
hálfsystir samfeðra er Guðrún, f.
26.8. 1950.
Ósk giftist árið 1970 Reimari
urdóttir hennar Sandra Ósk Karls-
dóttir, f. 13.6. 1990.
C) Magnea Vala, f. 17.12. 1980.
Dóttir hennar og Bjarna Gunn-
arssonar, f. 7.4. 1981, er Thelma
Ósk, f. 17.9. 1997.
Ósk ólst upp á Hellissandi. Eftir
grunnskóla 1967 fór hún í hús-
mæðraskóla að Varmalandi. Vorið
1969 fór Ósk til starfa á Hótel Búð-
um þar sem hún kynntist eig-
inmanni sínum Reimari Magn-
ússyni. Þau giftu sig 1970 í
Búðarkirkju. Hófu þau saman bú-
skap á Búðum ásamt föður hans,
Magnúsi Einarssyni. 1976 urðu þau
fyrir því áfalli að íbúðarhúsið
brann til kaldra kola. Fluttu þau þá
til Hellissands og starfaði Ósk þar
við fiskvinnslu og sá um mötuneyti
í Landsbanka Íslands. Árið 1991
fluttust Ósk og Reimar til Reykja-
víkur. Ósk starfaði í Goða og sá
hún um rekstur og mat í eldhúsi. Í
ársbyrjun 1996 slitu Ósk og Reim-
ar samvistum. Ósk bjó í Reykjavík
til æviloka.
Ósk verður jarðsungin frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Magnússyni, f. 8.6.
1948. Hann er sonur
Magnúsar Valdimars
Einarssonar, f. 28.9.
1899, d. 2.12. 1991 og
Guðnýjar Ólafar
Oddsdóttur, f. 18.6.
1906, d. 16.5. 1969.
Þau skildu 1996. Dæt-
ur Óskar og Reimars
eru: A) Guðný Ólöf, f.
25.6. 1970, gift Guð-
jóni Jónssyni, f. 22.5.
1967, börn þeirra
Maríanna Ósk, f.
31.12. 1992, og Jón
Ingi, f. 10.6. 1994. B) Inga Lára, f.
18.3. 1974, unnusti Hilmar Þór
Elefsen, f. 22.1. 1973, sonur þeirra
Andri Snær, f. 8.6. 2004. Fyrri sam-
býlismaður Ingu Láru, Karl Frí-
mann Ólafsson f. 7.9. 1965, d. 7.8.
2000. Sonur þeirra Anton Freyr
Karlson, f. 11.10. 1998 og fóst-
Fyrir nokkrum árum fór pabbi
okkar að búa með Ósk og með okkur
og henni tókst strax mikill vinskapur.
Við minnumst allra heimsóknanna til
þeirra, ferðanna í Skorradal og fleiri
ferðalaga. Ósk var okkur alltaf góð.
Það er erfitt að kveðja og við trúum
því ekki enn að við eigum ekki aftur
eftir að hitta Ósk þegar við förum í
Sóleyjarrima til pabba, þangað sem
var alltaf svo glatt á hjalla og gaman
að koma. Við þökkum fyrir þau ár
sem við fengum að þekkja hana og
biðjum guð að styrkja pabba, Guð-
nýju, Ingu Láru, Magneu, krakkana
þeirra og alla hina sem syrgja. Guð
veri með ykkur.
Helga Lilja og Jón Bjarni.
Ég man vel þegar ég hitti bróður-
dóttur mína í fyrsta sinn en þá kom
hún sem barn til Hellissands með
Guðmundi föður sínum sem nú er lát-
inn. Komu þau heim til foreldra okkar
Guðmundar þar sem þau dvöldu um
tíma meðan Guðmundur var að jafna
sig eftir alvarlegt slys. Ósk var fal-
legt, gott og ljúft barn og man ég hvað
það var gaman að fá hana til okkar á
heimilið og lékum við okkur mikið
saman og skipti engu þótt ég væri að-
eins eldri.
Nokkrum árum síðar fluttist Ósk
ásamt foreldrum sínum frá Akranesi
til Hellissands. Kynntist ég þá Ósk
frænku enn betur og áttum við marg-
ar góðar stundir saman. Eftir að ég
fluttist til Reykjavíkur og hafði eign-
ast börn gætti Ósk þeirra, þá ung-
lingsstúlka. Hún var hörkudugleg
eins og hún á kyn til í báðar ættir og
annaðist hún börnin mín vel.
Nú er skarð fyrir skildi, þegar hún
hefur kvatt frekar óvænt, en örlögin
verða ekki flúin þegar veikindi sækja
að. Það var vitað með stuttum fyr-
irvara hvert stefndi en það kemur
alltaf á óvart þegar nánir ættingjar
kveðja.
Elsku Anna mín, missir þinn er mik-
ill þegar þú sérð á eftir fyrsta barni
þínu sem komst til fullorðinsára. Ég
sendi þér, dætrum Óskar, barnabörn-
um hennar og öllum aðstandendum,
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi Guð styrkja ykkur í sorginni.
Blessuð sé minning hennar.
Sigrún Sigurðardóttir.
Við viljum minnast með nokkrum
orðum Óskar Guðmundsdóttur sem
var sambýliskona sonar okkar Óskars
Jónssonar. Hún kom eins og sólar-
geisli inn í líf hans og féllu þau vel
hvort að öðru og áttu margt sameig-
inlegt. Þau ferðuðust töluvert um
landið og fórum við hjónin eitt sinn
með þeim á hennar æskustöðvar á
Snæfellsnesi og dvöldum með þeim
og foreldrum hennar. Að lokum vilj-
um við þakka samfylgdina þó hún hafi
verið allt of stutt. Við vottum fjöl-
skyldu Óskar, ættingjum hennar og
vinum, okkar dýpstu samúð og biðj-
um guð að færa þeim styrk. Blessuð
sé minning hennar.
Katrín Marteinsdóttir
og Jón Óskarsson.
Ósk Dagbjört
Guðmundsdóttir
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI HERMANN FINNBOGASON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudag-
inn 11. janúar kl. 13.00.
Brynhildur Bjarnadóttir, Guðmundur B. Aðalsteinsson,
Ólafur Kr. Hermannsson, Ragnheiður B. Brynjólfsdóttir,
Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson,
Anna Sigrún Hermannsdóttir,
Kristjana M. Hermannsd. Bjordal, Jan Arild Bjordal,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓLAFUR JÓNSSON,
Grænutungu 7,
Kópavogi,
sem lést sunnudaginn 31. desember verður, jarð-
sunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. janúar
kl. 13:00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
hjúkrunarheimili aldraðra í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Anna Sigríður Gunnlaugsdóttir,
Bjarni Ólafsson, Kristín Indriðadóttir,
Anna Ólafsdóttir, Björn Jónsson,
Hafdís Ólafsdóttir, Guðmundur Einarsson.
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR JÓHANNSSONAR
húsasmíðameistara,
Hraunbæ 103,
Reykjavík.
Einnig viljum við þakka Frímúrarareglunni og Meist-
arafélagi húsasmiða fyrir þann sóma, sem félögin sýndu honum við útför
hans, og starfsfólki elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir góða
umönnun frá haustdögum.
Margrét Guðmundsdóttir, Friðrik Ágúst Helgason,
Jóhann Bogi Guðmundsson,
Gerður Guðmundsdóttir, Þór Whitehead,
Dröfn Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN KRISTINN ÞORSTEINSSON,
Bollatanga 16,
Mosfellsbæ,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
þriðjudaginn 2 janúar, verður jarðsunginn frá
Bústaðarkirkju föstudaginn 12. janúar klukkan
13:00.
Þórey Ásthildur Kolbeins,
Sveinn Friðrik Jónsson, Sigríður Svanhvít Halldórsdóttir,
Hildur Elísabet Jónsdóttir, Lárus Þorsteinn Þórhallsson,
Þorsteinn Þorvaldur Jónsson, Kristjana Sölvadóttir,
Leiknir Jónsson, Guðbjört Kvien,
Hilmir Þór Jónsson, Ragnheiður Vídalín Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona,
JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR
læknir,
Bergþórugötu 9,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 30. desember, verður jarð-
sungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 11. janúar
kl. 15:00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningarsjóð líknardeildar LSH, sími 543 1159.
Ásta Ásbjörnsdóttir,
Hulda Ásbjörnsdóttir,
Jónína Ósk Pétursdóttir,
Pétur Björnsson, Margrét Þorvaldsdóttir,
Hólmsteinn Björnsson, Þorgerður Ása Tryggvadóttir,
Guðrún R. Björnsdóttir,
Lilja V. Björnsdóttir, Jón Ómar Finnsson,
Birna Björnsdóttir, Ríkharður Reynisson
og fjölskyldur.