Morgunblaðið - 10.01.2007, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Spádómar
Heilsa
REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI
Notuð er m.a. dáleiðsla og
EFT (Emotional Freedom
Techniques).
Viðar Aðalsteinsson,
dáleiðslufræðingur,
sími 694 5494,
www.EFTiceland.com .
Húsnæði í boði
3ja herbergja íbúð í Mosfellsbæ.
Laus. Til leigu rúmgóð 3ja herbergja
íbúð á jarðhæð miðsvæðis í Moso.
Laus strax. Leiga 100 þús. á mán. 3
mán fyrirfram. Sími 615 1226.
Glæsileg 3ja herbergja íbúð í
Mos. Fráb. útsýni, lyfta, bílageym.
122 m² með nýjum ísskáp,
uppþvottavél og þvottavél. 120 þ. +
13,5 þ., hús-sj./mán. E. kl. 19 s. 565
6985 eða abjornsson@ossur.com.
Glæsileg 3ja herbergja íbúð. Til
leigu 80 fm íbúð í Breiðholti. 90.000
kr. á mánuði + rafmagn og hiti. Laus
strax. Uppl. í síma 899 1782 eftir kl.
16:00 á daginn.
Húsnæði óskast
Lítil íbúð óskast í Vesturbæ/ mið-
bæ. Reyklaus, 27 ára kona sem vinn-
ur sem deildarstjóri á leikskóla leitar
lítillar íbúðar til leigu í vesturbæ eða
miðbæ. Hafið samband í síma
896 5580.
Atvinnuhúsnæði
Til leigu nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Rvík. Securitas-
öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð
samnýting. Uppl. í síma 896 9629.
Námskeið
Grunnnám í silfursmíði 13. og 14.
jan. í Reykjavík. Innritun hafin fyrir
Akureyri, Egilsstaði, Ísafjörð og
Vestmannaeyjar.
www.listnám.is,
Súðavogur 26, Kænuvogsmegin
104 Reykjavík, sími 695 0495
Meditation for this Age.
Pierre Stimpling verður með kynningu
á einstakri hugleiðsluaðferð.
Opið hús miðvikud. 10. jan. kl. 19.30,
Reykjavíkurvegi 64, 2. hæð, Hf.
Nánari upplýsingar 845 8858.
Upledger höfuðb. og spjald-
hryggjarmeðf. Kynningarnámskeið
á Upledger höfuðbeina og og spjald-
hryggjarm. verður haldið 13. jan.
næstk. á Hótel Sögu í Rvík.
Upplýsingar í síma 466 3090 eða á
www.upledger.is
Tómstundir
HPI Savage X RTR fjarstýrður
bensín torfærutrukkur, nú með tilboðs
aukahluta-pakka.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600
www.tomstundahusid.is
Þrívíddar klippimyndir á tilboði.
Allt að 20% afsláttur.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600
www.tomstundahusid.is
Útivist
Fjölskyldutjald óskast. Vantar
stórt, vandað og vel með farið
fjölskyldutjald. Guðlaug, s. 861 6855.
Til sölu
Útsala - Útsala - Útsala
Mikið úrval af gjafavöru.
Slóvak Kristall,
Dalvegur 16 b,
Kópavogur s. 5444331
Ýmislegt
Herrakuldaskór í úrvali úr mjúku
leðri og gæruskinnfóðraðir.
Verð: 6.500.- 8.950.- 10.500-
12.500.-
Herraskór úr leðri með kröftugum
sóla, innleggi og höggdeyfi.
Verð: 7.885.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Bátar
30 rúmlesta skipstjórnarnám.
Fjarnám við Framhaldsskólann í Aust-
ur-Skaftafellssýslu. Skráning á vefn-
um www.fas.is og í síma 470 8070.
Umsóknarfrestur til 18. janúar.
Bílar
Ford árg. '02, ek. 56 þús. km. Ford
F-350 Lariat útgáfa, leður, rafmagn í
öllu, skuggðar rúður, dráttarkúla, 4
hjól að aftan, fótstig. Sem nýr. 7,3L
Powerstroke diesel vél með kubb =
315hö. S. 861 9064.
Samgöngumál fyrir vestan. Hefur
þú áhuga á samgöngumálum á Vest-
fjörðum? Þú ættir að skoða Þingeyr-
arvefinn, thingeyri.is. Þar er líka
margt annað forvitnilegt. Vestfirska
forlagið.
Toyota árg. '98 ek. 150 þús. km
Toyota Avenis árg. ‘98 er til sölu.1600
vél, 5 dyra, beinskiptur og ekinn
aðeins 150 þús. km. Ef frekari
upplýsinga er óskað þá vinsamlegast
hafið samband í s. 846 2537 (Daniel).
Hjólbarðar
Insa Turbo negld vetradekk.
4 stk. 205/70 R 15 + vinna 39.000 kr.
Kaldasel ehf. ,
Dalvegur 16b, Kópavogur,
s. 544 4333.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla - akstursmat.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '06,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Suzuki Grand Vitara,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
BMW 116i,
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '06
892 4449/557 2940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Smáauglýsingar
sími 569 1100
FRÉTTIR
Í GREIN um Myndlistaskólann í
Reykjavík, sem birtist í aukablaði
Morgunblaðsins, Menntun, síðastlið-
inn laugardag, var farið rangt með
staðreyndir, sem full ástæða er til að
leiðrétta.
Í greininni stendur að Svavar
Guðnason hafi kennt í Myndlista-
skólanum. Svo var ekki. Hins vegar
kom fjöldi þekktra myndlist-
armanna að kennslu við skólann
þessi fyrstu ár, meðal annarra voru
þeir Ásmundur Sveinsson, Ragnar
Kjartansson og Þorvaldur Skúlason.
Þá er sagt í greininni að haldin séu
„námskeið fyrir unglinga en að sjálf-
sögðu megi áhugasamir kennarar
líka koma“. Þetta er ekki rétt með
farið.
Hið rétta er að síðastliðið ár voru
haldin námskeið fyrir myndlist-
arkennara, sem að sögn Ingibjargar
Jóhannsdóttur, skólastjóra Mynd-
listaskólans, voru mjög vel heppnuð,
og að í ár verði annað námskeið
haldið, sérstaklega ætlað þessum
hópi sem kallað sé „Myndlist“ rokk-
ar – endurmenntun. Ragnar Kjart-
ansson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir
hafi síðan haustið 2005 kennt þetta
námskeið, sem hefur sérstaklega
verið ætlað ungu fólki – kennarar
sýndu því áhuga og skólinn brást við
með því að bjóða sérstakt námskeið
ætlað myndlistarkennurum. Ingi-
björg bætir því við að þetta nám-
skeið sé einnig kjörinn vettvangur
fyrir t.d. sögukennara og heimspeki-
kennara til að kanna nýjar lendur.
Í greininni kom fram að við skólann
væri einungis ein föst staða, staða
skólastjóra. Það er rangt. Við skól-
ann starfa 13 fastráðnir starfsmenn í
hlutastarfi, auk skólastjórans sem er
eini starfskrafturinn í fullu starfi.
Allir starfsmenn og kennarar skól-
ans eru starfandi myndlistarmenn
og hönnuðir.
Frumkvöðull Þorvaldur Skúlason við kennslu á fyrstu árum Myndlista-
skólans í Reykjavík, en hann var einn þeirra listamanna sem kom til liðs við
hann á fyrstu árum skólans.
LEIÐRÉTT
Grein um Myndlista-
skólann í Reykjavík
leiðrétt
STJÓRN Félags íslenskra fótaað-
gerðarfræðinga mótmælir harð-
lega skrifum um fótaaðgerðarskóla
í Menntablaði Morgunblaðsins 6.
janúar sl.
Í yfirlýsingunni frá stjórninni
segir, að Snyrtiakademían reki
ekki skóla í fótaaðgerðum og hafi
ekki leyfi til þess. Vilyrði það, sem
menntamálaráðherra hafi veitt
skólanum, hafi verið afturkallað í
nóvember sl. Ekki verði hægt að
hefja nám í fótaaðgerðum á Íslandi
fyrr en Starfsgreinaráð heilbrigð-
isgreina hafi sett saman námskrá
og ekki sé ljóst hvenær það verði.
„Það er mjög slæmt þegar svona
rangar upplýsingar eru birtar.
Áhugi á námi í fótaaðgerðum er
mikill og því mjög nauðsynlegt að
upplýsingar séu réttar.
F.h. Félags íslenskra fótaað-
gerðafræðinga,
Sólrún Ó. Siguroddsdóttir for-
maður.“
Athugasemd
vegna Snyrti-
akademíu
FYRSTA Hrafnaþing ársins verður
haldið í dag, miðvikudag, kl. 12.15 í
sal Möguleikhússins við Hlemmtorg.
Þar mun Snorri Baldursson líffræð-
ingur og forstöðumaður á Nátt-
úrufræðistofnun fjalla um náttúru
og náttúruvernd umhverfis Vatna-
jökul en fyrir Alþingi liggur frum-
varp umhverfisráðherra um stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs. Þjóðgarð-
urinn verður skv. því í fyrstu 13,4
ferkílómetrar að stærð, þar af eru
8,2 ferkílómetrar huldir jökli en 5,2
er jökullaust land tengt jöklinum.
Náttúrufræðistofnun hefur á und-
anförnum árum tekið saman upplýs-
ingar um náttúrufar jökullausra
svæða umhverfis Vatnajökul og lagt
mat á verndargildi helstu nátt-
úruminja, s.s. landslags, jarðminja,
gróður- og dýralífs, á þessum svæð-
um. Snorri mun í erindinu gera
grein fyrir aðdraganda að stofnun
þjóðgarðsins, vinnulagi við hana og
fjalla um fyrirhuguð og æskileg
mörk garðsins með tilliti til lands-
lagsheilda, jarðminja og lífríkis.
Hrafnaþing er öllum opið. Sjá nán-
ar: http://ni.is/midlun-og-thjonusta/
hrafnathing/greinar//nr/485
Náttúra Vatna-
jökuls á
Hrafnaþingi
AFKOMENDUR Jóhannesar úr
Kötlum skálds vilja koma eftirfar-
andi leiðréttingu á framfæri vegna
fréttar Stöðvar 2 um áramótaauglýs-
ingu Alcans þ. 4. janúar sl.:
„1. Í fréttinni var sagt: ,,Í stað
Kaldalóns var í hinni umdeildu ára-
mótaauglýsingu Alcans flutt gamalt
þjóðlag við ljóðið Hátíð fer að hönd-
um ein sem er eftir einn fyrrum for-
mann Félags byltingarsinnaðra rit-
höfunda Jóhannes úr Kötlum.“
2. Þetta er ekki rétt. Hátíð fer að
höndum ein er gömul þjóðvísa, sem
Jón Ólafsson frá Grunnavík skrifaði í
orðabók sína á 18. öld. – Hins vegar
orti Jóhannes, fyrir vin sinn Sigur-
svein D. Kristinsson söngstjóra,
fjögur erindi í viðbót við þjóðvísuna.
– Ef þær vísur hefðu verið sungnar í
auglýsingu Alcans hefði það verið
gert í óþökk afkomenda Jóhannesar
úr Kötlum enda erum við viss um að
Jóhannes hefði aldrei samþykkt slík-
an flutning í þágu álvers á Íslandi,
eins mikill náttúruunnandi og hann
var og ekki síður en Sigvaldi Kalda-
lóns.
3. Hvernig fréttin um að Jóhannes
hafi verið fyrrum formaður Félags
byltingarsinnaðra rithöfunda tengist
frétt um að hann eigi hlut í jólasálm-
inum ,,Hátíð fer að höndum ein“
skiljum við ekki, en við getum samt
vel hugsað okkur hann sem foringja
byltingarmanna gegn álverum á Ís-
landi og þeirri eyðileggingu á nátt-
úru Íslands sem þau hafa í för með
sér,“ segir í yfirlýsingunni.
Yfirlýsing
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar, og
frambjóðendur flokksins í norð-
vestur-, norðaustur- og suður-
kjördæmum, efna til opinna funda í
janúar um sókn fyrir Ísland allt. Yf-
irskrift fundanna er Jöfn tækifæri –
sókn fyrir Ísland allt.
Allir eru velkomnir á fundina en
dagskrá þeirra er sem hér segir:
Akureyri 10. janúar kl. 20, Hótel
KEA, Húsavík 11. janúar kl. 20,
Veitingahúsið Salka, Borgarnes 16.
janúar kl. 20, Hótel Borgarnes, Sel-
foss 17. janúar kl. 20, Hótel Selfoss,
Ísafjörður 18. janúar kl. 20, Ed-
inborgarhúsið, Reykjanesbær 22.
janúar kl. 20, Víkin, Sauðárkrókur
23. janúar kl. 20, Kaffi Krókur,
Vestmannaeyjar 25. janúar kl. 20,
Alþýðuhúsið, Egilsstaðir 29. jan-
úar, kl. 20, Hótel Hérað.
Opnir fundir
Samfylking-
arinnar
Fréttir á SMS