Morgunblaðið - 10.01.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 33
menning
Eitt af því sem getur veriðblekkjandi við að búa í fá-mennu þjóðfélagi, eins og ís-
lensku, er að ímynda sér að allir viti
allt um alla og séu með á nótunum
um hvernig hátti til í hverju koti. En
þessi blekking stenst ekki dags-
ljósið, og gerði það ekki einu sinni
áratugina áður en bilið milli ríkra og
fátækra jókst svo mjög að úr varð
Ísland eitt og tvö.
Ég velti því fyrir mér sem ég
skrifa þessar línur hversu margir af
þeim sem lesi þær þekki til dæmis
eitthvað af því fátæka fólki sem
sannanlega er til í landinu, sam-
kvæmt tölfræðinni. Okkur hinum lítt
sýnilegt – og ósýnilegt ráðamönnum
sem bera ábyrgð á því hvar það er –
úti á guði og gaddinum.
Ekki þyrfti miklar flækjur til að
bæta kjör mjög margra, nánar til-
tekið eitt pennastrik, þar sem hin
hneykslanlega lágu skattleysismörk
væru hækkuð. Þetta er auðvitað að-
eins eitt úrræði af mörgum hugs-
anlegum, en svo djúpt er á úrræðum
hjá þeim sem taka það að sér hvert
kjörtímabilið á fætur öðru að stjórna
einni ríkustu þjóð heims að þeir láta
það niðurlægjandi form mannlífsins
sem fátækt er viðgangast í furðulega
stórum stíl miðað við efni og ástæð-
ur.
Meðan svo langt gengur aðsjálfsritskoðandi (ef ekki hálf-
ritskoðaðir) fjölmiðlar sem ekkert
misjafnt mega vita um langbesta
land í heimi eru farnir að fjalla um
þessa fátækt halda íslenskir við-
skiptajöfrar áfram að verða moldrík-
ari með degi hverjum. Og kalla með
því yfir sig svo tilfinningaþrungin
viðbrögð að úr verða langvarandi,
óskiljanleg og dýr Baugsréttarhöld
(í anda Réttarhaldanna hjá Kafka,
en ekki eins vel skrifað, og gott ef
ekki líka í anda séríslenskra landa-
merkjadeilna). Svo vel gengur ís-
lenskum bissnissmönnum að meir-
aðsegja vinirnir á Norðurlöndum sjá
sig knúna til að sýna á sér miður
snotrar hliðar og leggjast í subbu-
lega blaðamennsku um orsakir og
afleiðingar íslenska viðskiptaund-
ursins.
Englendingar virðast hins vegar
ekki líta á það sem sára raun að Ís-
lendingum gangi vel í verslun og við-
skiptum. A.m.k. var viðtalið við Jón
Ásgeir Jóhannesson í BBC World
fyrir nokkrum dögum laust við
komplexa og heift. Þetta var alvöru-
viðtal við alvörubissnissmann. Spurt
hver væri lykill að velgengninni,
hvernig hann færi að þessu.
Þarna var gaman að sjá til Jóns
Ásgeirs, sem svaraði spurningum
tilgerðarlaust og blátt áfram. Ekki
vottur af því að slá um sig eða að
falla í minnimáttar-mikilmennsku-
gjána sem á það til að opnast þegar
Íslendingur er spurður um sig.
Mér finnst það vera aðdáun-arefni hvað margir Íslend-
ingar hafa á síðustu árum náð frá-
bærum árangri í viðskiptum. Varla
hefur þar minna dugað til en frum-
kvæði, sköpunarkraftur og dugn-
aður. Sem ætti að vera alveg sérstök
áminning um að Íslendingar eru sín
helsta auðlind. Og betri fjárfesting
væri þá ekki til en að stuðla að vexti
og viðgangi fólksins með öllum til-
tækum ráðum, og þá sérstaklega
með öflugra og markvissara
mennta- og velferðarkerfi.
Þau kerfi þyrftu líka að halda vel
utan um nýbúana sem hafa tekið að
sér að auðga Ísland með því að setj-
ast þar að. Tölur um það hver fáir
þeirra sækja framhaldsmenntun í
háskóla benda hins vegar ekki til
þess að rétt sé að þeim búið. Þar
með bætist við enn einn þáttur sem
stuðlar að því að skipta Íslandi í
númer eitt og tvö.
Ísland eitt og tvö
» Og betri fjárfestingværi þá ekki til en
að stuðla að vexti og
viðgangi fólksins með
öllum tiltækum ráðum,
og þá sérstaklega með
öflugra og mark-
vissara mennta-
og velferðarkerfi.
steinunn@mac.com
FRÁ PARÍS
Steinunn Sigurðardóttir
Íslenska þjóðin Ein þjóð eða tvær? Greinarhöfundur veltir að þessu sinni stéttaskiptingunni fyrir sér.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
ÞAÐ GÆTI farið svo að framlag
Bretlands til Söngvakeppni Evr-
ópskra sjónvarpsstöðva í ár verði
samið af sjálfum Morrissey.
Sjónvarpsstöðin BBC hefur stað-
fest að viðræður við þennan fyrrver-
andi söngvari The Smiths séu í
gangi og ekki aðeins um að semja
lagið heldur mögulega flytja það
líka.
Morrissey sýndi því fyrst áhuga
að taka þátt í söngvakeppninni þeg-
ar breska lagið Teenage Life eftir
Daz Sampson lenti í fimmta neðsta
sæti í fyrra.
„Það var hræðilegt að horfa upp á
þennan slaka árangur Bretlands en
hann kom kannski ekki á óvart.
Hvers vegna spurðu þeir ekki mig?“
sagði Morrissey.
Talskona sjónvarpsstöðvarinnar
tók fram á fréttavef BBC í gær að
ekkert væri staðfest á þessu augna-
bliki um þátttöku Morrissey.
BBC hefur einnig rætt við nokkra
aðra hátt skrifaða tónlistarmenn til
að reyna að krækja í söngvara sem
væri sigurstranglegur í keppninni
sem fer fram í maí í Finnlandi. En til
að komast þangað þarf Morrissey að
vinna forkeppni í heimalandi sínu.
Tekur Morrissey þátt í
næstu Evróvisjónkeppni?
Morrissey Færi eflaust létt með að taka titilinn í Finnlandi.
Reuters
Ársalir - fasteignamiðlun Ársalir - fasteignamiðlun
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Símar 533 4200
og 892 0667
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar:
Ársalir ehf. - fasteignamiðlun
Höfum kaupendur að öllum stærðum og gerðum
atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Staðgreiðsla í boði.
ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST!
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI
ÓSKAST MIÐSVÆÐIS
Mér hefur verið falið að leita eftir
skrifstofuhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík.
Æskilegt að húsnæðið hafi a.m.k. 10 skrifstofur,
móttöku og fundarherbergi. Kaup eða leiga
koma til greina. Áhugasamir vinsamlegast hafi
samband og ég mun veita allar nánari uppl.
Hákon Svavarsson,
löggiltur fasteignasali,
898 9396.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Ómur framtíðar
FIMMTUDAGINN 11. JANÚAR KL. 19.30
Hljómsveitarstjóri ::: Esa Häkkilä
Einleikari á fiðlu ::: Eygló Dóra Davíðsdóttir
Einsöngur ::: Egill Árni Pálsson, tenór
Einleikari á klarinett ::: Grímur Helgason
tónleikar í háskólabíói
Gioacchino Rossini ::: Wilhelm Tell, forleikur
Gerald Finzi ::: Klarinettukonsert
Giuseppe Verdi ::: Aríur úr I Lombardi, Rigoletto og La Traviata
Max Bruch ::: Fiðlukonsert
í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar
Á hverju ári gefst þeim tónlistarnemum sem skarað
hafa fram úr í sérstakri forkeppni, einstakt tækifæri
til að spreyta sig með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Þetta eru tónleikar eldmóðs og spilagleði.
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.Sími 588 4477
Garðabæ – frábær lóð
Höfum til sölu stóra lóð á einum besta stað í Akralandi.
Frábær staðsetning.
Upplýsingar veitir Bárður Tryggvason á skrifstofunni.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111