Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 37
dægradvöl
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8.
Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10. Bxf6 Bxf6 11. c3
O-O 12. Rc2 Bg5 13. a4 bxa4 14. Hxa4 a5
15. Bb5 Re7 16. Rcb4 Bh3 17. Rxe7+
Dxe7 18. Bc6 Hac8 19. Hxa5 Bxg2 20.
Hg1 Bh3 21. Dh5 Bh4 22. Dh6 g6 23.
De3 Be6 24. Ha7 Df6 25. Bd5 Hb8 26.
Ha6 Hfc8 27. Hc6 Hxc6 28. Bxc6 h5 29.
Bd5 Bg4 30. Kf1 Kg7 31. Ke1 Bg5 32.
Dg3 Bf4 33. Dd3 Bxh2 34. Hh1 Dg5 35.
Kf1 Bf4 36. f3 Bd7 37. Dc2
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Pamplona á
Spáni. Alexei Shirov (2720) hafði svart
og tryggði sér sigur gegn Oleg Korneev
(2657) með snaggaralegum hætti: 37 …
Hxb4! 38. cxb4 Dg3 39. De2 Be3 hvítur
ræður nú ekki við hótanir svarts. 40. b3
Bh3+ og hvítur gafst upp enda verður
hann mát í næstu tveimur leikjum.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Minningarmót.
Norður
♠G965
♥ÁD1042
♦9
♣1086
Vestur Austur
♠ÁK ♠1074
♥K63 ♥G95
♦D1065 ♦432
♣G542 ♣ÁKD7
Suður
♠D832
♥87
♦ÁKG87
♣93
Suður spilar 2ª og fær út tígul.
Í minningarmóti BR um Hörð Þórð-
arson fengu sigurvegararnir toppskor
fyrir að spila tvo spaða og vinna fjóra.
Vestur vakti á tígli, Páll Valdimarsson í
norður kom inn á hjarta, austur passaði
og Sverrir Kristinsson sagði spaða, sem
Páll hækkaði í tvo. Útspilið var heppilegt
– tígull upp gaffalinn. Sverrir tók strax
þrjá slagi á litinn og henti tveimur lauf-
um úr borði. Svínaði svo hjartadrottn-
ingu, tók hjartaás og spilaði síðasta lauf-
inu frá blindum. Austur drap og skipti
yfir í tromp, þar sem vestur tók ÁK og
spilaði síðan tígli. Sverrir stakk frá með
gosa og trompaði hjartað frítt. Trompaði
lauf í borði og spilaði hjarta úr blindum í
tveggja spila endastöðu. Austur gat ekk-
ert nýtt sér tromptíuna, því rauðu spil
sagnhafa voru frí á báðum höndum.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 heimsku, 8
ólyfjan, 9 gefa koss, 10
umfram, 11 sárar, 13 út,
15 matarsamtíningur, 18
vegna, 21 aula, 22 hvinur,
23 áa, 24 föt.
Lóðrétt | 2 viðurkennum,
3 líkamshlutar, 4 poka, 5
sleifin, 6 skynja, 7 hafði
upp á, 12 for, 14 askur,
15 frásögn, 16 stétt, 17
landið, 18 sjá eftir, 19
þekktu, 20 sefar.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fámál, 4 fágæt, 7 látin, 8 ólmar, 9 dýr, 11 iðra,
13 gróa, 14 undin, 15 harm, 17 álar, 20 enn, 22 lyfið, 23
ertan, 24 tunna, 25 tuðra.
Lóðrétt: 1 fálki, 2 mátar, 3 lund, 4 flór, 5 gómar, 6 terta,
10 ýldan, 12 aum, 13 Gná, 15 hollt, 16 rifan, 18 látið, 19
renna, 20 eðla, 21 nekt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
1Danska hagstofan birti sam-anburð á mat- og drykkjar-
vöruverði víða í Evrópu og Ísland trón-
aði á toppnum. Hvað var matarverð á
Íslandi miklu hærra en meðaltalið í
löndunum sem könnunin náði til?
2Magnús Magnússon, útvarps-maður hjá BBC, fræðimaður, þýð-
andi og þáttastjórnandi er látinn. Fyrir
hvað er hann frægastur?
3 Fjórar þingkonur eru nú á faralds-fæti í fjarlægu landi. Hvar?
4 Auglýst hefur verið til sölu einbýlis-hús í stærra lagi við Sunnuflöt í
Garðabæ. Hvað er það stórt í fm?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Íslendingur hefur verið tilnefndur til Bo-
dil-verðlaunanna dönsku fyrir besta leik í
aukahlutverki í danskri kvikmynd. Hver er
hann? Svar: Friðrik Friðriksson. 2. Deilur
hafa staðið um vegarstæði við skóg í
Þorskafirði. Hvað heitir skógurinn? Svar:
Teigsskógur. 3. Erkibiskup í Póllandi hefur
sagt af sér vegna samvinnu sínnar við leyni-
þjónustu landsins í tíð kommúnistastjórn-
arinnar. Við hvaða borg er erkibiskupsemb-
ættið kennt? Svar: Varsjá. 4. Sögusagnir
eru um að fræg bresk hljómsveit muni
koma saman á ný, 30 árum eftir útgáfu
smáskífusmellsins Roxanne. Hvaða hljóm-
sveit er þetta? Svar: Police.
Spurt er …
ritstjorn@mbl.is
HALLVARÐUR Ásgeirsson hefur
gefið út frumraun sína, Lífsblómið.
Hér er á ferð diskur með frumsömdu
efni sem auðveldast er að skilgreina
sem framúrstefnulega klassík. Átta
lög skrýða Lífsblómið og eru þau af-
ar ólík. Áhrif má finna úr ýmsum átt-
um en eins og áður sagði er klassíkin
í fyrirrúmi.
Ég hef áður hlustað á plötur sem
þessa. Það er að segja plötur sem
blanda saman sígildri tónlist og raf-
rænum hljóðum. Hallvarði tekst
ágætlega að skapa stemningu og það
á vandaðan hátt. Það er með Lífs-
blómið eins og margar aðrar plötur
af þessu tagi að hún höfðar ekki til
margra. Hún er full af tilvísunum í
tónlist og hlustandinn þarf að vera
afskaplega vel að sér til þess að
skilja hvað hér er á seyði. Lögin eru
ekki sérstaklega lík venjulegum lög-
um heldur er hvert þeirra einstakt
verk og ber hlustandanum að upplifa
þau sem slík.
Það koma margir hljóðfæraleik-
arar fram á Lífsblóminu og er hljóm-
ur plötunnar ágætur, mig grunar
reyndar að hún sé tekin upp á hljóm-
leikum, að minnsta kosti að hluta til.
Hallvarður hefur næmt eyra fyrir
melankólíu og skilar það sér í því að
hún dreifir sér yfir hvert einasta lag
og verður einskonar þema fyrir plöt-
una. Þrátt fyrir að Lífsblómið sé afar
vandað verk er ekki laust við að það
sé erfitt að fylgja því eftir og skilja
hvert Hallvarður ætlar sér með því.
Kannski myndi ég skilja þetta betur
ef ég hefði lært tónfræði nýlega eða
væri á kafi í nútímaklassík en svo er
ekki þannig að tilviljanakennd hljóð-
notkunin þurfti lengri tíma en ella til
þess að síast inn og verða skiljanleg.
Á köflum þótti mér Lífsblómið af-
skaplega fallegt og einlægt verk en á
móti kemur að stundum þótti mér
hún tilgerðarleg og svo yfirgengi-
lega djúp að mér fannst ég vera að
ráðast inn á persónulegt svæði ein-
hvers með hlustuninni einni, ef ég
hefði tekið þessar djúpu tilfinningar
til mín. Þrátt fyrir að ég hlustaði og
hlustaði á Lífsblómið tókst mér aldr-
ei almennilega að verða hluti af
stemningunni. Það er eins og hún
hafi átt sér stað við upptökur eða
þegar tónlistin var samin. Til mín
sem hlustanda skilaði hún sér ekki
nægilega vel. Engu að síður er hún
vönduð og þá var ég sérstaklega
hrifin af píanó- og strengjaútsetn-
ingunum.
Ef þú ert á kafi í nútímaklassík og
tónfræðipælingum þá er þessi plata
fyrir þig, fyrir viðvaninga og venju-
lega poppara er hún líklega helst til
flókin en vel þess virði að spreyta sig
á. Plötur eins og Lífsblómið kenna
hlustendum alltaf að tónlist getur
verið miklu meira en það sem við
heyrum í útvarpinu, en aðgengilegar
eru þær ekki.
Tilviljanakennd melankólí
Helga Þórey Jónsdóttir
TÓNLIST
Geisladiskur
Geisladiskur Hallvarðs Ásgeirssonar,
nefndur Lífsblómið. Hallvarður leikur sjálf-
ur á gítar, píanó, orgel og hljóðgervla.
Auk hans leika á plötunni þau Guð-
mundur St. Gunnarsson, Halldór Úlfar
Arnarsson, Þórunn Valdimarsdóttir, Hall-
grímur Jónas Jensson, Páll Ívan Pálsson,
Sabine Hill, Aðalheiður M. Gunnarsdóttir,
Þóra Gerður Guðrúnardóttir, Gestur
Guðnason, Gróa Valdimarsdóttir, Gunn-
hildur Daðadóttir, Andrea Brahmer, Júlía
Mogensen, Áki Ákason, Al Doughly Dit Al
Doghri, Ingi Garðar Erlendsson, Charles
Ross, Magnús A. Jensson, Helgi Hauks-
son, Úlfar Ingi Haraldsson, Snorri Har-
aldsson, Grímur Helgason, Elena Jega-
lena, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir,
Jóhannes Wollertsen, Kristín Þóra Har-
aldsdóttir, Ernir Óskar Pálsson, Sigurður
Már Valsson, Ólafur Björn Ólafsson, Valdi-
mar Kolbeinn Sigurjónsson og Óttar Sæ-
mundsson. Upplýsingar um upptökur,
upptökustjórn og annað slíkt vantar í
upplýsingarnar sem fylgja disknum. Para-
digms Recordings gefa út.
Hallvarður Ásgeirsson – Lífsblómið
Hallvarður Ásgeirsson Leikur sjálfur á gítar, píanó, orgel og hljóðgervla.