Morgunblaðið - 22.01.2007, Side 6
6 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„ÞETTA verður samþykkt,“ segir Sigurður B.
Þorsteinsson, formaður lyfjanefndar Landspíta
– háskólasjúkrahúss (LSH) um lyfið Lucentis,
sem getur hamlað gegn blindu af völdum hrörn-
unar í augnbotnum. Lyfið er nú til meðferðar hjá
lyfjanefndinni. „Þetta mál er í umfjöllun innan
spítalans og það hefur engin höfnun verið á því
og verður ekki.“
Sigurður segist á þessu stigi ekki geta sagt
hvenær afgreiðslu lyfsins ljúki. „Það er tekið
mjög faglega á þessu og auðvitað koma fjármál
þar að,“ segir Sigurður, en lyfjanefndin tekur til-
lit til ýmissa þátta í sínu mati, m.a. virkni lyfja og
kostnaðar þeirra. Að sögn Einars Stefánssonar,
prófessors í augnlækningum við Háskóla Íslands
og yfirlæknis augndeildar LSH, getur meðferð
hvers sjúklings með Lucentis kostað 2–3 millj-
ónir króna. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að
ekki hefur fengist leyfi fyrir notkun lyfsins hér á
landi en það sé þegar notað í Bandaríkjunum.
Lyfjanefnd starfar samkvæmt lyfjalögum og
veitir framkvæmdastjórn LSH ráð um stefnu
sjúkrahússins í lyfjamálum. Hún fer yfir og gerir
tillögu til lækningaforstjóra um lyfjalista og um
notkun og meðferð þeirra lyfja. Nefndin vinnur
með starfsfólki lyfjamáladeildar LSH að eftirliti
með notkun mjög dýrra og/eða vandmeðfarinna
lyfja.
Áður en notkun s-merktra lyfja, þ.e. lyfja sem
eingöngu eru notuð á sjúkrahúsum og í tengslum
við þau, er samþykkt, þurfa að liggja fyrir klín-
ískar leiðbeiningar sem byggjast á sannreynd-
um niðurstöðum. Í þeim kemur m.a. fram hvaða
sjúklingum lyfið gagnast. Einar Stefánsson seg-
ir að fyrst hafi verið sótt um leyfi fyrir Lucentis
til lyfjanefndar sl. haust. Hafi lyfinu verið hafnað
á þeim forsendum að ekki fylgdu klínískar leið-
beiningar umsókninni. Nú hafa slíkar leiðbein-
ingar verið unnar og lyfið því aftur til meðferðar
hjá nefndinni. Einar segir þetta ferli óþarflega
tafsamt og flókið. Sérfræðingar í viðkomandi
greinum þurfi að útbúa leiðbeiningarnar, þrátt
fyrir að alþjóðlegar leiðbeiningar liggi þegar fyr-
ir.
Lyfjastofnun Evrópu hefur lyfið Lucentis
einnig til umfjöllunar og samþykki hún lyfið,
fær það um leið markaðsleyfi hér á landi í
gegnum Lyfjastofnun Íslands. Rannveig
Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir
því ekki rétt að ekki hafi fengist markaðsleyfi
fyrir lyfið hér. Lyf sem lyfjanefnd LSH fjallar
um þurfa ekki að hafa fengið markaðsleyfi
heldur geta fengið undanþágu. Lyfjum, sem
hafa fengið slíkt leyfi og verð þeirra hefur verið
samþykkt og greiðsluþátttaka Trygginga-
stofnunar ákveðin, mega hins vegar læknar ut-
an sjúkrahúsa ávísa til sjúklinga. Séu lyfin þess
eðlis að þau þurfi að gefa á sjúkrahúsum, líkt og
Lucentis, verði lyfjanefnd viðkomandi stofnun-
ar að ákveða hvort lyfið verði tekið í notkun og
ákveða notkunarreglur.
Gríðarlegur kostnaður að baki
Í Morgunblaðinu í gær kom fram að kostn-
aður við hvern skammt af Lucentis, sem gefa
þarf einu sinni í mánuði, sé yfir 100 þúsund
krónur. Björg Árnadóttir, sölu- og markaðs-
stjóri hjá Vistor, sem selur lyf lyfjafyrirtækisins
Novartis sem framleiðir m.a. Lucentis, segir
nokkrar skýringar á því að frumlyf séu svo dýr
sem raun ber vitni. Gríðarlegur kostnaður felist
í þróunar- og rannsóknarvinnu vegna lyfjanna
sem geti tekið áratugi. Oft sé markhópur
lyfjanna mjög lítill, þar sem um sérhæfð lyf sé
að ræða, og því sé lyfið ekki framleitt í miklu
magni. Fyrirtæki hafi einkaleyfi á frumheita-
lyfjum í um áratug. Eftir það geta önnur fyr-
irtæki framleitt samheitalyf og verð lyfjanna
lækkar oft töluvert samhliða því.
Lyfjanefnd mun samþykkja Lucentis
Í HNOTSKURN
»Meðferð með lyfinu Lucentis geturtekið 1–2 ár og kostað um 2–3 millj-
ónir króna.
» Í ár mun dýrum og sérhæfðum lyfj-um fjölga hratt á markaði, m.a.
krabbameinslyfjum og fleiri lyfjum við
augnsjúkdómum.
»Á Landspítalanum var lyfjakostn-aður um 2 milljarðar á síðasta ári og
verður hann töluvert meiri í ár.
DOKTOR Svafa Grönfeldt tók í
bókstaflegri merkingu við keflinu
af Guðfinnu Bjarnadóttur á laug-
ardag, þegar rektorsskipti urðu
við Háskólann í Reykjavík.
Það var formaður Háskólaráðs
skólans, Bjarni Ármannsson, sem
leiddi konurnar tvær saman þar
sem Guðfinna afhenti Svöfu boð-
kefli til marks um hver tekur nú
við stjórn skólans.
Fullur salur Háskólabíós þakk-
aði Guðfinnu vel unnin störf í
þágu skólans undanfarin 8 ár
með dúndrandi lófataki og bauð
hinn nýja rektor velkominn til
starfa. 257 nemendur voru braut-
skráðir.
Úr lagadeild útskrifuðust 17
nemendur, úr viðskiptadeild 129
nemendur, 79 nemendur útskrif-
uðust úr tækni- og verkfræðideild
og 32 voru brautskráðir af frum-
greinasviði.
Rúm 60% útskrifaðra nema eru
karlar og tæp 40% konur, sem er
athyglisvert í ljósi þess að konur
eru í miklum meirihluta í há-
skólanámi hérlendis.
Svafa tekur við keflinu af Guðfinnu
Morgunblaðið/Kristinn
Í leyfi Guðfinna Bjarnadóttir fer nú í tímabundið leyfi frá stjórn HR en hún er í líklegu þingsæti á lista Sjálfstæð-
isflokksins. Við tekur Svafa Grönfeldt, fyrrum aðstoðarforstjóri lyfjafyrirtækisins Actavis.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ÞJÓÐSKJALASAFNIÐ mun taka
við þeim skjölum um innra og ytra
öryggi Íslands á árunum 1945-1991
sem utanríkisráðuneytið vill veita al-
menningi og fræðimönnum aðgang
að. Þrátt fyrir mikinn húsnæðis-
vanda verður málið leyst í samvinnu
við ráðuneytið.
Þetta sagði Ólafur Ásgeirsson,
þjóðskjalavörður, í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Vegna plássleysis hefur Þjóð-
skjalasafnið ekki tekið við skjölum
nema í undantekningartilfellum,
undanfarin þrjú ár. Úr því rætist að
hluta þegar lokið verður við endur-
bætur á 2. hæð aðalskjalageymslu
við Laugaveg 162 í vor. Þar komast
fyrir um 6-8 hillukílómetrar sem
duga skammt því skv. mati sem safn-
ið gerði fyrir nokkru bíða stofnanir
eftir að skila til þess um 35 hillukíló-
metrum. Augljóslega er því ekki
mikið pláss hjá safninu en Ólafur
sagði að þegar skjölin kæmu frá ut-
ranríkisráðuneytinu kæmu yrði
fundin einhver lausn á því máli.
Aðspurður sagði hann að safnið
þyrfti um 4.000 fermetra geymslu-
húsnæði, til viðbótar við núverandi
húsakost, til þess að leysa vandann.
Alþingi fól í október sl. nefnd að
fjalla um aðgang almennings að op-
inberum gögnum um öryggismál og
fór nefndin fram á upplýsingar frá
öllum ráðuneytum. Það gerðist síðan
í liðinni viku að utanríkisráðherra
sagði það sína afstöðu að veita bæri
almenningi og fræðimönnum fullan
aðgang að slíkum skjölum, að því
gefnu að aðgangurinn samræmdist
lögum og þjóðréttarsamningum.
Það er þó hægara sagt en gert að
finna umrædd skjöl því í svari sem
ráðuneytið sendi til Páls Hreinsson-
ar, formanns nefndarinnar, á föstu-
dag kemur fram að ráðuneytið hafi
ekki lista yfir öll þau mál sem hafa að
geyma upplýsingar sem snerta ör-
yggismál Íslands á umræddu tíma-
bili, enda séu skjöl ráðuneytisins frá
þessu tímabili mikil að vöxtum og
ætla megi að talsverður hluti þeirra
snerti öryggismál Íslands. Í almenna
skjalasafninu séu um 800 hillumetr-
ar og í skjalsafni varnarmálaskrif-
stofu um 50 hillumetrar. Ráðuneytið
áætlar að könnun á þessum skjölum
muni kosta um þrjú ársverk og eru
þá ótalin skjöl í skjalasöfnum sendi-
ráða, fastanefnda og aðalræðisskrif-
stofa en þau nema um 500 hillumetr-
um. Hluti þessara skjala er nú þegar
á Þjóðskjalasafni og ráðuneytið hef-
ur lokið við að pakka og skrá stóran
hluta þessara skjala til viðbótar og
bíða þau þess að Þjóðskjalasafn geti
tekið við þeim. Enn er þó eftir að
skrá hluta þessa safns.
Nefndin fær fullan aðgang
Í svari ráðuneytisins er tekið fram
að það sé fyllilega reiðubúið til að
veita formanninum, eða þeim sem
nefndin tilnefnir, fullan aðgang að
skjalasafni ráðuneytisins. Ennfrem-
ur að ráðuneytið sé tilbúið til að ann-
ast milligöngu um að afla nauðsyn-
legrar öryggisvottunar frá
Atlantshafsbandalaginu (NATO).
Nefndin sendi fyrirspurn til ráðu-
neytisins 17. október og biðst ráðu-
neytið afsökunar á því að ekki tókst
að svara nefndinni innan tímamarka
en tafirnar eru sagðar skýrast af um-
fangi málsins auk þess sem afla hefði
þurft upplýsinga frá NATO.
Þrjú ársverk að fara
gegnum skjalasafnið
Um 130 stofnanir á biðlista hjá Þjóðskjalasafninu sem hefur
ekki tekið við skjölum í þrjú ár, nema með undantekningum
MYNDBANDALEIGUR hafa víða
hækkað verð á leigu á mynddiskum
og myndbandsspólum. Kostar leiga
á einni nýrri mynd, þar sem önnur
gömul fylgir með, víða 650 krónur.
Kvikmyndahús hafa einnig nýverið
hækkað aðgangseyri sinn og er að-
gangur að myndum nú að jafnaði
900 krónur.
Nýverið hækkaði Bónusvídeó,
sem er keðja með á annan tug sölu-
staða, verð á leigu á nýjum mynd-
um frá 550 krónum upp í 650 krón-
ur. Á síðasta ári hækkaði Snæland
vídeó einnig verð. Að sögn Péturs
Smárasonar, framkvæmdastjóra
Snælands, kostar nú 600 krónur að
leigja nýja mynd, hvort sem það er
DVD eða VHS-myndbandsspóla og
fylgir þá fimm mánaða gömul mynd
eða eldri frítt með í leigunni. „Við
hækkuðum verðið í nóvember á síð-
asta ári og höfðum þá beðið með
hækkun eins lengi og við gátum,“
segir Pétur.
Leiga á myndböndum og diskum
er að jafnaði til 24 tíma í senn og
gildir þá einu hversu margar mynd-
ir eru leigðar. Þykir sumum því þau
afsláttarkjör að fá gamla mynd með
í kaupbæti ekkert sérlega eft-
irsóknarverð. Í Vídeóheimum, sem
hefur tvö útibú í Reykjavík, kostar
550 krónur að leigja nýja mynd en
engin gömul fylgir með. Að sögn
starfsmanna býður fyrirtækið við-
skiptavinum sínum hinsvegar upp á
sérstakt stimpilkortakerfi og er
fimmta hver spóla frí ef aðeins er
leigt hjá þeim.
Í Aðalvídeóleigunni, sem að sögn
starfsmanna sérhæfir sig í gömlum
myndum, kostar 500 krónur að
leigja DVD-mynddiska, hvort sem
þeir eru nýir eða gamlir, en verð á
spólum er 300 til 450 krónur.
Kostar 650
krónur
að leigja
Hækkanir Margar vídeóleigur hafa
nú hækkað verð á þjónustu sinni.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
GUÐNI Th. Jó-
hannesson sagn-
fræðingur segir
að ákvörðun ut-
anríkisráðuneyt-
isins að opna
skjalasafn sitt
fyrir almenningi
og fræðimönnum
sé af hinu góða.
Hann kallar jafn-
framt eftir átaki í
húsnæðismálum Þjóðskjalasafnsins.
„Nú þurfum við að gera skurk í
því að búa vel um þessi gögn á Þjóð-
skjalasafni en það hefur vantað.
Mikið af þessum gögnum eiga fyrir
löngu að vera komin á Þjóð-
skjalasafn en safnið hefur ekki
möguleika á að taka við öllu sem það
á að taka við, lögum samkvæmt, því
það er fyrir löngu búið að sprengja
húsnæðið utan af sér,“ sagði Guðni.
Ekki væri nóg að tilkynna að gögnin
verði gerð aðgengileg heldur verði
að búa svo um hnútana að hægt sé að
ganga að þeim. Hluti skjalanna ætti
raunar þegar að vera aðgengilegur
vegna svonefndrar 30 ára reglu.
Í skjalasafni utanríkisráðuneytis
er m.a. að finna gögn frá Atlants-
hafsbandalaginu en Guðni sagði að
skýrslur þessar væru sjaldan mjög
áhugaverðar heimildir, rannsóknir
Þórs Whitehead og Vals Ingimund-
arsonar hefðu t.d. sýnt að eftir meiru
væri að slægjast í ríkisskjalasöfnum
s.s. Bretlands og Bandaríkjanna.
Húsnæðið
of lítið
Guðni Th.
Jóhannesson