Morgunblaðið - 22.01.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.01.2007, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Samningurinn um norsk-íslenzku síldina er einn sámikilvægasti sem gerðurhefur verið á síðustu árum. Hann tryggir sjálfbærar veiðar og kemur í veg fyrir ólöglegar veiðar og veiðar umfram ráðleggingar fiski- fræðinga. Hann tryggir til framtíðar arðbæra nýtingu þessa mikilvæga fiskistofns. Þessi feiknastóri síld- arstofn skilar nú tekjum upp á tugi milljarða króna fyrir þjóðirnar sem nýta hann og svo ætti að geta verið til framtíðar. Markaðir fyrir síldina til manneldis aukast stöðugt og í framtíðinni má gera ráð fyrir því að Kínverjar kaupi síld í vaxandi mæli. Þar að auki er stöðugt aukin eft- irspurn eftir fiskimjöli og lýsi og því góður kostur að bræða síldina líka. Íslenzku samninganefndarmenn- irnir undir forystu Stefáns Ás- mundssonar hafa skilað íslenzku þjóðinni afar góðri niðurstöðu. Norðmenn hafa krafizt verulegrar aukningar á hlutdeild sinni á kostn- að annarra undanfarin ár og hefur óbilgirni þeirra leitt til ofveiði á síld- inni undanfarin fjögur ár. Mest þó í fyrra, er veitt var um nærri þriðjung umfram ráðleggingar fiskifræðinga. Norskir útgerðarmenn hafa stöðugt krafizt aukinnar hlutdeildar, þrátt fyrir þá augljósu staðreynd að síldin er farin að taka upp sitt gamla göngumynstur og heldur sig í aukn- um mæli í Síldarsmugunni og inni í íslenzku lögsögunni. Það er gam- alkunn staðreynd að mikið vill meira. Markmið Norðmanna í þess- um samningum var að ná 65% hlut- deild, en samkvæmt fyrri samningi, sem þeir rufu á sínum tíma, var hlut- deild þeirra 57%. Frá því að farið var að semja um nýtingu síldarinnar hafa Norðmenn aldrei haft meiri hlutdeild. Þegar þeir á síðasta ári juku heimildir sínar einhliða um nærri þriðjung, gerðu hinar þjóð- irnar það líka, þannig að raunveru- leg hlutdeild Norðmanna jókst nán- ast ekkert. Norska samninganefndin undir forystu utanríkisráðuneytisins komst nú að þeirri niðurstöðu að mikilvægast væri að ná samningi og það var ljóst að aldrei næðist sam- komulag um 65% til handa Norð- mönnum. Norsku útgerðarmennirnir gengu þá af samningafundi og sökuðu samninganefndina um linkind og eft- irgjöf. Þeir eru öskureiðir og bölsót- ast svo einkum út í það að Íslend- ingar skuli fá aðgang að norsku lögsögunni til að taka hluta hlut- deildar sinnar, en nefna það ekki einu orði að hinar samningsþjóð- irnar, Færeyingar, Rússar og ESB, geta tekið nánast allar sínar heim- ildir innan lögsögu Noregs. Þeir halda því fram að með samningum hafi Norðmenn gefið viðsemjendum sínum síld að verðmæti þriggja milljarða króna. Verðmæti hluta Norðmanna upp úr sjó er að þeirra mati 25 milljarðar króna. Það er um sex sinnum meira en aflaverðmæti hlutdeildar Íslands. Þeir halda því líka fram að með aðgangi Íslands að norsku lögsögunni, muni Íslend- ingar eyðileggja fyrir þeim mark- aðinn fyrir frysta síld í Póllandi. Það er svo sem allt í lagi að Norðmenn haldi að þeir geti slegið eign sinni á ákveðna markaði, en þeir virðast ekki skilja það að hvort sem Íslend- ingar veiða sína síld innan norskrar lögsögu eða ekki, mun hún keppa við þá á mörkuðum fyrir frysta síld. Staðreyndin er sú að þeir eru hræddir við samkeppni og vilja úti- loka hana. Alls staðar þar sem Norð- menn og Íslendingar keppa á mörk- uðum fyrir sjávarafurðir hafa Íslendingar betur. Það svíður Norð- mönnum en þeir geta engum um kennt nema sjálfum sér. Árinni kennir illur ræðari. Árinni kennir illur ræðari Bryggjuspjall Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is » Alls staðar þar sem Norðmenn og Íslend- ingar keppa á mörk- uðum fyrir sjávaraf- urðir hafa Íslendingar betur HEIMSAFLINN á árinu 2004 nam 95 milljónum tonna og jókst um 4,8 milljónir tonna frá árinu 2003 en þá var aflinn 90,2 milljónir tonna. Perú- ansjósa er sú fisktegund sem lang- mest er veitt af í heiminum eða 10,7 milljónir tonna sem er 72% aukning frá fyrra ári. Hlutfall Perúansjósu af heimsaflanum er 11,2%. Á eftir an- sjósunni var mest veitt af Alaskaufsa 2,7 milljónir tonna eða 2,8% og kol- munni var í þriðja sæti en af honum veiddust 2,4 milljónir tonna eða 2,6% heildaraflans. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands. Ef litið er á fisk- tegundir sem Íslendingar veiða, að kolmunna undanskildum, þá var heimsafli síldar 2 milljónir tonna og var hún í fimmta sæti yfir mest veiddu tegundirnar. Loðnuaflinn nam 660 þúsundum 2004 og hafði dregist verulega saman milli ára, annað árið í röð, var tæpar 2 millj- ónir tonna árið 2002. Af þorski bár- ust á land tæp 900 þúsund tonn. Tuttugu ríki voru með afla yfir einni milljón tonna árið 2004 og nam sam- anlagður afli þessara ríkja tæpum 69 milljónum tonna eða 76,6% af heims- aflanum. Aflahæsta þjóðin er sem fyrr Kín- verjar með 16,9 milljónir tonna eða 17,8% en næstir koma Perúmenn með 9,6 milljónir tonna eða 10,1%. Íslendingar hafna í 13. sæti á þessum lista með 1,8% heildaraflans og falla þar með um eitt sæti frá árinu 2003. Úr Kyrrahafi komu 53,5 milljónir tonna eða um 56,3% heimsaflans en úr Atlantshafi kom 21 milljón tonna eða 22,1%. Afli úr innhöfum og vötn- um var 9,2 milljónir tonna árið 2004 eða 9,7%. Stærsti hluti heimsaflans fæst í Asíu eða 49,1%. Heildarafli úr Norðaustur-Atl- antshafi var 10 milljónir tonna árið 2004 sem er svipaður afli og árið 2003. Best voru aflabrögð hjá Norð- mönnum sem veiddu 2,5 milljónir tonna eða 25,2% en næst komu Ís- lendingar með 1,7 milljónir tonna eða 17,2%. Danir veiddu 1,1 milljón tonna og Rússar 0,9 milljón tonna. Hlutur Dana af heildaraflanum var 10,9% en Rússa 9%. Tvær fisktegundir úr Norðaustur- Atlantshafi veiddust í yfir einni millj- ón tonna. Mest veiddist af kolmunna 2,4 milljónir tonna eða 24,2%. Af síld veiddust tæplega 1,8 milljón tonn eða 17,6%, sem er svipaður afli og á undanförnum árum. Loðnuaflinn dróst verulega saman annað árið í röð, nam 0,6 milljón tonna eða 6,2% árið 2004 en tæpum 2 milljónum tonna árið 2002. Af botnfisktegund- um veiddist mest af þorski, 860 þús- und tonn og ufsaaflinn var 389 þús- und tonn. Heildaraflinn úr Norðvestur-Atl- antshafi árið 2003 nam 2,4 milljónum tonna, sem er svipaður afli og síðustu ár. Bandaríkjamenn og Kanada- menn veiða stærsta hluta þessa afla eða 86,6% samanlagt, þar af var afli Bandaríkjamanna 1,2 milljónir tonna eða 49,5% en afli Kanadamanna nam 872 þúsund tonnum eða 37%. Tuttugu ríki með meira en milljón tonna afla Íslendingar í 13. sæti með 1,8% heildaraflans árið 2004 () *) +) ,   --./#00%                     -&0 -0& -$$-$ -&'-$' .1' * )    !"  #  !  "$"         %& '( ) &    * & + , !-                ! "#   $!!  %  & '( ) ##!* +  ,!  -*  ./  -0 - ! ' !!  1 2 3 3 3 3 * )  22 ) 2 *  --./#00% 2 * ,* )   #00%        3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 33 3 3 3              ÚR VERINU Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is FULLKOMINN skelblásari sem er hannaður og smíðaður í Martaki ehf. í Grindavík er á leið til kaupandans, Royal Greenland, í Quebec í Kanada. Blásarinn er hannaður af Vilhelm Þórarinssyni, tæknimanni Martaks. Tækið er liður í markaðsátaki sem fyrirtækið hefur staðið fyrir eftir að lægð komst í rækjuiðnaðinn á Íslandi fyrir nokkrum árum. Martak ehf. var stofnað í Grinda- vík árið 1995 til að sérhæfa sig í að þjónusta rækjuvélar og smíða nýjar vélar fyrir rækjuverksmiðjur á Ís- landi og erlendis. Í viðtali við Morg- unblaðið sagði Ómar Ásgeirsson framkvæmdastjóri að mikill upp- gangur hefði verið hjá fyrirtækinu á undanförnum árum þrátt fyrir mikla niðursveiflu í rækjuiðnaðinum en það sem gerði gæfumuninn var að með stofnun dótturfélags í St. John’s í Kanada árið 1997 hefur verið mikill stígandi í verkefnum bæði í Kanada og eins í Bandaríkjunum. Framleiða varahluti Undir þetta tekur Svanþór Ey- þórsson, framleiðslu- og innkaupa- stjóri fyrirtækisins, og bætir við að auk þess að þjónusta rækjuiðnaðinn með framleiðslu á nýjum vélum sem þeir hanna sjálfir, þá sé aðalstarfsemi Martaks að framleiða rækjuvalsa og aðra varahluti fyrir allar rækjupill- unarvélar í rækjuverksmiðjum, hvort sem þær eru kanadískar, bandarísk- ar, íslenskar eða norskar. „Við kapp- kostum að eiga alla varahluti, þar með talið rækjuvalsa, en einungis er notað úrvals hráefni í gúmmívalsa sem skilar hámarks afköstum, nýt- ingu og endingu,“ segja þeir félagar og bæta við að til að mæta lægðinni sem gekk yfir var starfsemin útvíkk- uð og nú er ekki lengur byggt ein- göngu á að þjónusta rækjuvélar. Markmiðið að halda velli „Í fyrirtækinu er unnið að marg- víslegum verkefnum þar sem smíðað er úr ryðfríu stáli eingöngu enda er- um við gríðarlega vel tækjum búnir sem er undirstaðan að góðu gengi. Við smíðum fyrir kjúklingavinnslur, hvers konar bolfiskvinnslur í fiskiðn- aði, svo sem sprautusöltunarvélar og færibönd, og er Marel þar stór við- skiptavinur í erlendum verkefnum. Þá eru verkefni sem tengjast bygg- ingariðnaðinum alltaf af og til,“ segja þeir Ómar og Svanþór og bæta við að hjá fyrirtækinu í Grindavík vinni um 17 manns en í Kanada 3–5 manns og er stóra markmiðið að halda velli í greininni þrátt fyrir tímabundna erf- iðleika í rækjuiðnaðinum hér heima. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Forustan Svanþór Eyþórsson, framleiðslu- og innkaupastjóri Martaks ehf., lengst til vinstri, þá eigendurnir Vilhelm Þórarinsson tæknimaður og Óm- ar Ásgeirsson framkvæmdastjóri fyrir framan lager af gúmmivölsum í rækjupillunarvélar. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Útflutningur Starfsmenn Martaks ehf. koma hluta skelblásarans nýja fyrir í gámi og gera allt klárt til útflutnings. Skelblásari frá Mar- taki seldur til Kanada

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.