Morgunblaðið - 22.01.2007, Page 14

Morgunblaðið - 22.01.2007, Page 14
14 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING UM fimmtíu og fimm manns urðu vitni að því þegar ónafngreindur maður heimsótti gröf bandaríska ljóðskáldsins Edgars Allans Poes sl. föstudag, en hann hvílir í Westminister- kirkjugarðinum í Baltimore í Bandaríkjunum. Allt frá árinu 1949 hefur dularfullur maður, sem fengið hefur viðurnefnið skála- meistari Poes, heimsótt gröf ljóð- skáldsins á afmælisdegi þess, 19. janúar, og skilið þar eftir þrjár rauð- ar rósir og hálftóma koníaksflösku. Kann enginn frekari deili á hver stendur á bak við þennan leynd- ardómsfulla gjörning. Fleiri en einn skálameistari Árið í ár var engin undantekning og hafa aldrei jafn margir fylgst með hinum nafnlausa gesti framfylgja venju sinni, að sögn Jeffs Jeromes, forstöðumanns Poe House-safnsins. Sem fyrr hvarf skálameistarinn af vettvangi að gjörningnum loknum. Talið er að sá skálameistari sem hóf að venja komur sínar í kirkju- garðinn sé ekki sá hinn sami og í dag. Hinn upprunalegi skálameistari skildi eftir dularfull skilaboð árið 1993 sem á stóð: „Kyndillinn verður réttur áfram.“ Samkvæmt skila- boðum sem síðar voru skilin eftir tóku synir þess skálameistara, sem mun hafa látist 1998, að sér að fram- fylgja hefðinni. Poe lést af óþekktum orsökum í Baltimore 7. október 1849. Dularfullur gestur Poes Hefur heimsótt skáldið frá 1949 Edgar Allan Poe HOLLENSK lögregluyfirvöld handtóku á föstudaginn tvo menn grunaða um að tengjast ráni á sjö höggmyndum úr bronsi sem hurfu úr garði Singer Laren-safnsins í Norður-Hollandi sl. miðvikudag. Af- steypa af hinum fræga Hugsuði Auguste Rodins var meðal högg- myndanna en sú hefur nú verið end- urheimt, illa skemmd. Hinar sex höggmyndirnar eru enn ófundnar. Á þessu stigi málsins er talið að þjófarnir, sem brutu sér leið að garðinum með því að keyra á grind- verk hans, hafi haft áhuga á brons- inu frekar en listaverkunum sjálfum þar sem járnhöggmyndir í garðinum voru látnar óhreyfðar. Talsmaður safnsins sagði stytt- urnar „hundraða þúsunda“ evra virði. Hugsuður í leitirnar KVIKMYNDIN Níundi dag- urinn (Der Neunte Tag), í leik- stjórn Volkers Schlöndorffs, verður sýnd á vegum Goethe- Institut á morgun klukkan 20. Í myndinni segir frá prestinum Abbé Henri Kremer sem er fangi í útrýmingabúðum nas- ista í Dachau. Dag einn fær hann óumbeðið leyfi til að heimsækja föðurland sitt, Lúx- emborg, í níu daga. Tilefnið er andlát móður hans en hin raunverulega ástæða er önnur. Sýningin fer fram í fyrirlestrasal Lands- bókasafnsins. Aðgangur er ókeypis. Kvikmyndir Níundi dagurinn eftir Schlöndorff Volker Schlöndorff NORRÆNA hljómsveitin LAVA verður með tónleika í Norræna húsinu í kvöld klukk- an 20. LAVA mun flytja end- urtúlkanir á íslenskum þjóð- lögum, flutt í þjóðlagapoppstíl, auk frumsaminna laga. Hljómsveitin var stofnuð í september á síðastliðnu ári af íslenskum, dönskum og norsk- um leiklistarnemum og hefur m.a. spilað í Danmörku. Það eru söngkonan Hanna Margrét Snorradóttir, gít- arleikarinn Martin Spens og fiðlu- og trommuleik- arinn Julie Adele Stang sem skipa LAVA. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur. Tónleikar Þjóðlagapopp í Norræna húsinu FRANK Aarnink og Steef Van Oosterhout flytja íslenska slag- verkstónlist klukkan 20 í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af Myrk- um músíkdögum og fara fram í Von, sal SÁÁ að Efstaleiti 7. Á efnisskránni eru ný og nýleg verk eftir núlifandi íslensk tón- skáld, þar á meðal tvö ný verk sem samin voru sérstaklega fyrir tilefnið. Það eru verkin „35II“ eftir Garðar Erlendsson og „Dögun“ eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson. Almennur aðgangseyrir er 1.500 krónur, ör- yrkjar og ellilífeyrisþegar greiða 500 krónur en ókeypis er fyrir nemendur. Slagverkstónleikar Íslensk slagverks- tónlist í Von Steef Van Oosterhout Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT tónlist- arskólanna er nú starfrækt þriðja ár- ið í röð, en sveitin er skipuð nem- endum úr tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu, auk nemenda frá Akranesi, Keflavík og víðar. Starfsári sveitarinnar lýkur á laug- ardaginn með stórtónleikum í Lang- holtskirkju, en þar mun liðlega 100 manna hljómsveit koma fram. „Við erum með stóra strengjasveit, blás- ara, slagverk, hörpu, orgel og ryk- sugur og erum að spila mannmörg verk,“ segir Guðni Franzson sem stjórnar sveitinni að þessu sinni. „Við erum ekki að spila neitt þunga dag- skrá heldur frekar aðgengilega, bæði fyrir flytjendur og hlustendur. Þetta eru þekkt og mjög flott númer sem krakkarnir ráða vel við,“ segir Guðni, en alls eru fimm verk á efnisskránni á laugardaginn; þrjú erlend og tvö ís- lensk. Leitin að beljunni „Það er svolítil kúnst að velja stykki sem virka fyrir krakka,“ segir Guðni. „Nótt á Nornastóli eftir Mus- sorgskíj er stóra verkið í þessu og svo erum við með nýtt verk eftir Elí- as Davíðsson sem verður frumflutt á Íslandi. Síðan erum við með eldra verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Það var upphaflega skrifað fyrir Gunnar Egilson árið 1974 og er svo- lítið í anda Þorkels, svona skemmti- músík,“ segir Guðni, en um er að ræða konsert fyrir klarinett og hljómsveit þar sem Ingimar And- ersen leikur einleik. „Þetta er sagan um Búkollu þar sem einleikarinn fer að leita að beljunni þannig að það er smá leikhús í þessu, ekkert of alvar- legt, Þorkell er ekkert að taka sig of hátíðlega,“ segir Guðni, en önnur verk á efnisskrá eru eftir Sir Mal- colm Arnold og Edvard Grieg. Geta allt Aðspurður segir Guðni hljómsveit- armeðlimi vera á öllum aldri. „Ætli yngstu krakkarnir séu ekki svona 11 til 12 ára, flestir táningar en margir vel yfir tvítugt,“ segir hann, og bætir því við að frábært sé að vinna með ungu fólki. „Þetta eru krakkar sem geta gert allt, þurfa bara aðeins meiri tíma en fullorðnir. Það þarf að beina sjónum þeirra að ákveðnum hlutum, sem þarf kannski ekki svo mikið að tala um við atvinnuspilara. En þegar þau átta sig á grunnþáttunum fara þau bara allt í einu að spila eins og fullorðnir,“ segir Guðni, sem er ánægður með útkomuna. „Við gefum þetta kannski ekki út á plötu, en þetta ætti að verða mjög áheyrilegt.“ Ekkert „kid-stöff“ Guðni segir virkilega mikilvægt fyrir tónlistarnemendur að taka þátt í verkefni sem þessu. „Í mínu námi voru það svona æfingar með hljóm- sveit sem sátu hvað sterkast í manni eftir á. Það er einmitt þess vegna sem verið er að gera þetta,“ segir hann. „Það er sérstaklega mikilvægt að vera að takast á við verkefni sem er ekki eitthvað „kid-stöff“ heldur bara alvöru músík. Svo gera menn bara það sem hægt er, það er engin önnur aðferð í þessu. Þessi partur af tónsköpun er svo ofboðslega mik- ilvægur fyrir alla hljóðfæraleikara sem eru að spila á sinfónísk hljóð- færi. Ef þeir fá ekki grunn á þessu sviði þá mun alltaf verða ákveðin vöntun. Það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi en að setja saman hljómsveit,“ segir Guðni að lokum. Tónleikarnir fara fram í Lang- holtskirkju á laugardaginn og hefjast klukkan 16. Miðaverð er 1.000 krón- ur en 500 fyrir börn og aldraða. Spila eins og fullorðnir Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna með árlega tónleika á laugardaginn Morgunblaðið/Golli Á öllum aldri Guðni Franzson stýrir Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna sem heldur tónleika í Langholtskirkju á laugardaginn. Hann segir þátttakendur vera á öllum aldri, frá ellefu og vel yfir tvítugt. farandgrip til varðveislu í eitt ár; silfurbúinn göngustaf úr eigu Jóns úr Vör sem nafn hennar verður ritað á. Tvær viðurkenningar Auk aðalverðlaunanna er hefð fyr- ir því að dómnefnd veiti tvær við- urkenningar fyrir ljóð sem vöktu sérstaka athygli hennar. Í ár hlutu viðurkenningu annars vegar Hjört- ur Marteinsson fyrir ljóð sitt „Gam- alt sendibréf frá afa á deild fimm“ og hins vegar Eiríkur Örn Norðdal fyr- ir ljóðið „Parabólusetning“. Fengu þeir Hjörtur og Eiríkur Örn 100.000 Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is GUÐRÚN Hannesdóttir er hand- hafi Ljóðstafs Jóns úr Vör 2007 fyrir ljóð sitt „Offors“. Þótti „Offors“ standa upp úr þeim tæpu fjög- urhundruð ljóðum sem skáld af öllu landinu sendu inn í ljóðasamkeppn- ina sem haldin er árlega á vegum Lista- og menningarráðs Kópavogs. Sigurvegarinn var kunngerður við athöfn í Salnum í Kópavogi í gær en það var jafnframt afmælisdagur Jóns úr Vör. Hlýtur Guðrún 500.000 krónur, verðlaunagrip til eignar og krónur hvor í sinn hlut að launum. Í dómnefnd sátu Hjörtur Pálsson, ljóðskáld og þýðandi, Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur og rithöfundurinn Sjón, sem jafn- framt var formaður nefndarinnar. Þetta er í sjötta sinn sem ljóða- samkeppnin er haldin en hugmyndin er upprunalega komin frá félögum úr Ritlistarhópi Kópavogs. Þátttak- endur skila inn frumsömdum ljóðum á íslensku og er öllum frjálst að taka þátt. Eru ljóðin send inn undir dul- nefni. Í fyrra var það Óskar Árni Ósk- arsson sem bar sigur úr býtum. Guðrún Hannesdóttir hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör 2007 Morgunblaðið/Golli Verðlaunahafar Eiríkur Örn Norðdal, Hjörtur Marteinsson og Guðrún Hannesdóttir, handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör fyrir ljóðið „Offors“. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.