Morgunblaðið - 22.01.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 22.01.2007, Síða 18
daglegtlíf Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is K onurnar fara nú að minnka það að nota þessa köldu steina- og sandliti í hárið, sem hafa verið svo áberandi að undanförnu og þess í stað fara hlýlegir dökkir og ljósir karamellubrúnir tónar að koma inn í hártísku kvenna á árinu,“ segir Arnar Tómasson, hár- greiðslumeistari á Salon Reykja- vík og listráðunautur Intercoiff- ure, alþjóðasamtaka hárgreiðslufólks, sem lagt hefur línurnar fyrir hártískuna á árinu 2007. Permanentið inni við rótina Svokallað partapermanent fer líka að verða vinsælt hjá kon- unum, að sögn Arnars, en þá er permanentið sett í hárið á stöku stað, ýmist undir í rótina eða í stytturnar, sem verða áfram við líði. Permanentinu er þá sleppt í hliðunum og ofan á kollinum. „Sléttir endar eru skildir eftir. Það er því ekki mikið af krullum við andlitið heldur virkar perm- anentið meira sem lyfting og hreyfing í hárið. Þetta er mjög flott og er mjög vinsælt hjá ungu konunum í dag. Eldri konurnar eru minna fyrir permanentið enda eru þær líklega búnar að fara í gegnum permanent-tímabilið sitt. Þetta nýja útlit á alls ekkert skylt við gamla Duran Duran-rót- arpermanentið, heldur virkar þetta eins og endinn komi sléttur út og standi svolítið stakur út úr hárinu. Þungir og síðir toppar verða áfram við líði sem rennt er til hliðanna. Kventískan er með öðrum orðum að verða mjög kven- leg með hlýlegum litum og perm- anenti,“ segir Arnar. Vilja alls ekki virka litaðir Karlmenn eru á hinn bóginn ekkert fyrir permanentið, en verða áfram bæði síðhærðir og stutthærðir þó þeir séu að verða ögn herralegri en verið hefur. „Karlpeningurinn er hinsvegar að verða svolítið rokkaðri og það er bara flott. Og á meðan konur vilja lita á sér hárið þannig að það sjá- ist að þær séu litaðar, vilja karl- menn skerpa á hárlitnum sínum með náttúrulegum litum sem sér- staklega eru ætlaðir karlmönnum. Þeirra hárlitur á að vera sem eðli- legastur og á að klæða bæði skinn og tón.“ Fólk finni sér sinn eigin stíl Allavega hársíddir verða áfram í gangi, bæði sítt og stutt hár, allt eftir týpu hvers og eins. Hár- ið lýsist og styttist þó gjarnan á sumrin. Það skemmtilega við hár- tískuna er að víddin er orðin svo breið og menn eru algjörlega hættir að steypa sér í sama mótið þegar tískan er annars vegar að sögn Arnars „Þetta er jákvæður þroski. Það er ekki lengur bara ein sídd af pilsum í gangi og ein ríkisklipp- ing. Menn og konur eru farin að finna sinn „karakter“ í tískunni og það hefur losað um stífelsið hjá þjóðinni sem er ekkert nema jákvætt. Tískan gengur nefnilega alls ekki út á það að allir séu eins heldur gengur hún miklu fremur út á það að fólk finni sér sinn eigin tískustíl,“ segir Arnar Tóm- asson að lokum. Kventískan Karamellubrúnir tónar, permanent, síðir og þungir toppar. Karamellutónaðar konur og rokkaðir karlmenn Morgunblaðið/G.Rúnar Hárgreiðslumeistarinn Arnar Tómasson, listráðunautur Intercoiffure. Karlatískan Síðir, stuttir, svolítið rokkaðir og með náttúrulegan lit. Þetta nýja útlit á alls ekkert skylt við gamla Duran Duran-rótarperm- anentið, heldur virkar þetta eins og endinn komi sléttur út og standi svolít- ið stakur út úr hárinu. Þungir og síðir toppar sem rennt er til hliðanna verða áfram við líði . Þegar fólk missir gæludýr getur kveðjuathöfn og greftrun í reit sem hægt er að vitja, verið huggun í sorginni. » 21 gæludýr Þegar dimmt er úti og ískalt get- ur verið gott að hafa vissa hluti nálægt þegar þarf að halda sér vakandi við lærdóminn. » 20 lifun „Það þýðir ekki að byrja að spara í dag og hætta á morg- un“, segir Vilhjálmur Bjarna- son, aðjúnkt við HÍ. » 19 fjármál |mánudagur|22. 1. 2007| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.