Morgunblaðið - 22.01.2007, Side 21

Morgunblaðið - 22.01.2007, Side 21
gæludýr MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 21 U m daginn gerðist sá sorglegi atburður í Reykjavík að frosk- urinn Neró dó, skyndi- lega og mjög óvænt. Hann var fallega kremhvítur, liðlega þrír sentímetrar að lengd en stökk hvorki hátt né langt. Hann virtist sér- lundaður og synti svo sannarlega í sínar eigin áttir í fallegu froskabúrinu í blokkaríbúðinni í austurbænum en þar bjó hann alla sína froskaævi, inn- an um fagra kastala og glitrandi steina á froskabúrsbotninum. Eigandanum, 7 ára strákpatta, var umhugað um að umgjörðin í kringum Neró væri sem glæsilegust enda var þetta fyrsta gæludýrið hans og því höfðu foreldrarnir ekki aðeins keypt fínasta fiskabúrið heldur einnig glæsilegar gervineðansjávarplöntur svo það færi nú örugglega vel um hann. Neró varð ásamt Káti, grænum froski, fljótlega að heimilisvinum. Fyrir þá þurfti litli gæludýraeigand- inn að lesa á kvöldin, segja sögur úr skólanum og af lífinu og tilverunni, hlúa að þeim og svo auðvitað gefa þeim reglulega að borða og skipta um vatn í fiskabúrinu. Þeir voru líka næt- urverðir í herberginu hans. Sorg gæludýraeigandans En Neró virtist ekki una sér í út- hverfinu og dag nokkurn fyrir skömmu, án alls fyrirvara, lá hvíti froskakroppurinn líflaus og stífur á botninum. Það var pabbinn sem upp- götvaði lát Nerós og varð öllum heim- ilismeðlimum hverft við, mest þó auð- vitað litla gæludýraeigandanum. Neró var hans herbergisfélagi og mikilvægur hluti af tilverunni. Það runnu tár niður andlitið og söknuður- inn og sorgin var raunveruleg. Hvað yrði um Neró núna? Hvert myndi hann fara? Hvernig myndi Káti líða? Kæmi Neró aldrei aftur? Gæludýra- eigandinn saknaði Nerós en hann vildi gera eitthvað fyrir hann þrátt fyrir að ekki myndi hann sprikla meira á meðal froska og manna, þannig að vel færi um hann í nýjum heimkynnum. Foreldrarnir skynjuðu að dauði gæludýrs, jafnvel lítils frosks, er mikið alvörumál fyrir barn og það skiptir því miklu máli hvernig gæludýr er kvatt og staðið er að greftrun þess. Í tilfelli Nerós var ákveðið eftir umræður að gróðursetja froskinn í fallegum blómapotti, setja niður gerviblóm og skreyta með gler- steinum og krossi. Þetta gerði gælu- dýraeigandinn allt sjálfur og var sátt- ur við kveðjuathöfnina, fullviss að nú liði Neró vel, eftir að hafa rifjað upp góðu stundirnar sem þeir hefðu átt saman og margsagt honum að hann væri besti froskavinur sinn. Kveðjuathöfn mikilvæg Margir, bæði börn og ekkert síður fullorðnir, hafa reynslu af því að missa gæludýrið sitt og vita hvað það getur verið sárt. Kveðjuathöfn af ein- hverju tagi og greftrun í grafreit sem hægt er að vitja er fólki oft haldreipi í sorginni. Þegar um minni gæludýr er að ræða eins og fiska, froska eða fugla getur fólk oft útbúið kistur sjálft og fundið útfararstaði en þegar um stærri gæludýr eins og hunda og ketti er að ræða getur málið verið vandasamara því ekki hafa allir að- gang að landi, auk þess sem urðun dýra utan þar til viðurkenndra svæða er strangt til tekið ekki leyfileg sam- kvæmt lögum. Það eru þó ekki nema fáein ár síðan valmöguleikar komu fram á sjónarsviðið en fram að því var urðun dýra eina úrræðið. Margir vilja setja gæludýrið sitt í kistu áður en þeir setja það í jörðu og um árabil smíðaði Ágúst V. Guðmundsson hús- gagnasmiður slíkar kistur í hjáverk- um en nú hefur sonur hans Þorsteinn tekið við starfi hans. ,,Við smíðum einkum kistur fyrir hunda og ketti en einstaka sinnum smíðum við undir kanínur og páfagauka. Kisturnar eru mjög látlausar. Þær eru úr hvítmál- uðum spónaplötum en klæddar að innan og með höldum að utan. Verðið er frá 6.500 kr.“, segir Þorsteinn. ,,Þetta eru alltaf sérstök verkefni enda er fólk oftast tilfinningalega mjög tengt gæludýrunum sínum og þau eru búin að vera heimilisvinir í mörg ár. Mér finnst gott að geta að- stoðað fólk í þessum efnum og eft- irspurnin er alltaf að aukast.“ Greftrun eða brennsla Tveir gæludýragrafreitir eru starf- ræktir á landinu, annar á fræðslusetri Landverndar í Alviðru í Ölfusi og hinn er í Flekkudal í Kjós. ,, Fólk hefur komið hingað áður en það ákveður að grafa dýrin sín hér til þess að skoða aðstæður. Því er ekki sama hvernig umhverfið lítur út. Við höfum byggt myndarlega brú yfir skurð sem aðgengi að reitnum og plantað við garðinn nokkru af birki og reynivið“, segir Hjördís B. Ásgeirs- dóttir, staðarhaldari og leið- sögumaður Alviðru. ,,Margir koma öðru hverju og vitja gæludýrsins og sumir hafa sett upp minningarmerki eins og steina. Dýraspítalinn í Víðidal býður gæludýraeigendum upp á al- menna brennslu og sérbrennslu dýr- anna.“ ,,Við erum með brennsluofn og fólk hefur tekið þeirri þjónustu fagn- andi enda var full þörf fyrir hana“, segir Ólöf Loftsdóttir dýralæknir. ,,Í sérbrennslu getur fólk fengið gælu- dýrið sitt brennt sérstaklega og er það þá ekki brennt með öðrum dýrum eins og í almennri brennslu sem er ódýrari. Fólk getur að sérbrennslu lokinni fengið ösku gæludýrsins í öskju og átt hana. Það þykir mörgum mjög gott. Slík þjónusta kostar fyrir hunda um 21.000 kr. og fyrir ketti um 9.000 kr.“ Það eru því nú ýmsir möguleikar í boði þegar fólk vill kveðja sína góðu, traustu og skemmtilegu vini sem gæludýr oft verða. Athafnirnar sjálf- ar eru hins vegar með ýmsu sniði og engar sérstakar hefðir eða siðir myndast þar þótt vitaskuld taki sum- ar mið af útfararsiðum mannskepn- unnar sjálfrar. Morgunblaðið/ÞÖKK Gæludýragrafreitur Margir kjósa að grafa gæludýrin sín í gæludýragrafreit eins og þessum í Alviðru í Ölfusi. Froskagröf Hér hvílir froskurinn Neró í ferkönt- uðum, hvítum blómapotti og mold. Þegar gæludýr deyr Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Það brá mörgum í brún þegar fella varð nautið Guttorm í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í september 2005. Jafnvel þótt hann hefði ekki verið dæmigert gæludýr hafði hann mikla dýratöfra og aðdráttarafl. ,,Börnin töluðu stundum um að þetta eða hitt væri ,,guttormsstórt“, segir Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, og var það vel samið lýsingarorð því nautið var um tonn á þyngd. ,,Þegar ljóst var í hvað stefndi ræddum við starfsmennirnir hér hvort möguleiki væri á að heygja hann í garðinum sökum þess hve eftirminnilegur hann væri og tengdur bæði starfsfólki og öllum þeim börnum og fullorðnum sem kynnst höfðu honum í garðinum. Það var raunar ekkert því til fyrirstöðu af hálfu yfirvalda. Við tókum hins vegar þá ákvörðun að grafa hann í gælu- dýragrafreitnum í Kjós en setja upp minningarstein í garðinum. Þeir sem vilja minnast Guttorms heitins geta komið og klappað þessum steini og það gera margir.“ Minningarsteinn um Guttorm í Húsdýragarðinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.