Morgunblaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 23 UNDANFARNAR vikur hefur verið fjallað nokkuð í fjölmiðlum um þjóðlendukröfur fjármálaráðherra á austanverðu Norðurlandi. Þar eiga eftir að koma fram andmæli eða kröfur annarra, svo sem jarðeigenda og sveitarfélaga, síðan úrskurður óbyggðanefndar og eftir atvikum nið- urstöður dómstóla. Sá þáttur þjóðlendumála sem snýr að kröfum aðila er hins vegar ekki til umfjöllunar hér, heldur nið- urstöður þessara mála hingað til, þ.e.a.s. hvaða landsvæði eru þjóðlendur og hver eignarlönd. Í því sam- bandi verður einnig vikið að landamerkja- bréfum, enda umræð- an gjarnan beinst að þeim. Niðurstöður á sunnanverðu landinu Nú liggur fyrir fjöldi dóma og úr- skurða þar sem tekin er afstaða til eignarréttar á öllu sunnanverðu landinu, frá Hvalfirði austur í Lón og inn á miðju landsins. Nokkur fjöldi dómsmála er óútkljáður en í þeirri umfjöllun sem hér fer á eftir er miðað við annars vegar dóma Hæstaréttar og hins vegar úrskurði óbyggðanefndar, ekki áfrýjaða dóma héraðsdóms. Ágæt yfirsýn yfir eignarlönd og þjóðlendur fæst af því korti sem hér fylgir með. Þjóðlendur, þ.e. land- svæði utan eignarlanda, eru innan rauðu línunnar og eignarlönd eru hvít svæði, utan eða sunnan sömu línu. Eignarland er háð venjulegum einkaeignarrétti einstaklinga eða lögpersóna. Þjóðlendur eiga rætur að rekja til þess að árið 1998 voru sett lög sem fela í sér að þau land- svæði sem voru eigendalaus fyrir gildistöku laganna eru þjóðlendur eftir gildistökuna og eign ríkisins sem slíkar. Tilefni lagasetning- arinnar var fyrst og fremst það að dómar Hæstaréttar þóttu sýna að slík landsvæði væru fyrir hendi. Eignarland og landamerkja- bréf jarða Að því er tekur nánar til eign- arlandshlutans þá hefur land innan merkjalýsinga í þinglýstum landa- merkjabréfum jarða að meginreglu verið talið eignarland. Tvær eyði- jarðir hafa þó verið dæmdar þjóð- lendur, þ.e. Fjall og Breiðármörk í Öræfum. Á Fjalli mun engin byggð hafa verið eftir lok 17. aldar, a.m.k., en fjallað er um land þar í landa- merkjabréfi jarðarinnar Hofs í sömu sveit. Breiðármörk mun hafa verið í eyði frá 17. öld en um hluta merkja hennar var gert sérstakt landa- merkjabréf. Einnig hefur niðurstaða um þjóð- lendu í fjórum tilvikum falið í sér að innan afmörkunar í þinglýstu landa- merkjabréfi jarðar sé að hluta þjóð- lenda og að hluta eignarland. Þetta eru Þingvellir, Mörtunga á Síðu, Stafafell í Lóni og Fell í Suðursveit. Ástæður þessara sex frávika frá fyrstnefndri meginreglu eru til- greindar í viðkomandi dómi eða úr- skurði en þar má nefna eldri heim- ildir og nýtingu. Aðrar jarðir á sunnanverðu landinu falla undir meginregluna, þ.e.a.s. land innan merkjalýsinga í þinglýstum landa- merkjabréfum þeirra hefur verið talið eignarland. Annað mál er að þess eru dæmi að skýring dómstóla eða óbyggðanefndar á viðkomandi landa- merkjabréfi fari ekki að öllu leyti saman við skýringu viðkomandi jarðeiganda. Landa- merkjabréf eru með ýmsu móti og misvel úr garði gerð, t.d. að því er varðar skýrleika lýsinga og áritanir fyr- irsvarsmanna aðliggj- andi landsvæða. Þjóðlendur Sé þjóðlenduhluti kortsins skoðaður nánar má greina hann niður í þrjá meginþætti. Þar skulu fyrst talin stór, samfelld land- svæði á miðhálendi Íslands sem úr- skurðuð hafa verið eða dæmd þjóð- lendur og að auki afréttir sveitarfélaga. Í því síðarnefnda felst í meginatriðum að jarðir á tilteknu landsvæði eiga rétt til að nýta þjóð- lenduna til sumarbeitar fyrir búfé. Þessi svæði, merkt með ljósgrænu, eru eftirtalin frá vestri til austurs: Afréttur Álftaneshrepps hins forna, Afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna, Selvogsafréttur, Ölfus- afréttur, Grafningsafréttur, Grímsnesafréttur (þ.m.t. svokallað Skjaldbreiðarsvæði), Laugardalsaf- réttur, Biskupstungnaafréttur (bæði Framafréttur og Afréttur norðan vatna), Hrunamannaafréttur, Af- réttur Flóa- og Skeiðamanna, Gnúp- verjaafréttur, Holtamannaafréttur, Landmannaafréttur, Rangárvallaaf- réttur, Fljótshlíðarafréttur, Emstr- ur (afréttur Hvolhreppinga), Álfta- versafréttur, Skaftártunguafréttur og Síðumannaafréttur. Í öðru lagi eru landsvæði sem liggja sunnar og nær byggð, merkt á kortið með dökkgrænu. Þessar þjóð- lendur eru afréttir tiltekinnar jarðar eða jarða en ekki heilla sveita, svo sem þau landsvæði sem fyrst greindi. Hér er um að ræða eft- irtalið: landsvæði á Hellisheiði, sunnan Ölfusafréttar; norðanvert Þingvallakirkjuland; Hrunaheiðar, suður af Hrunamannaafrétti; Af- réttir við norðanverðan Eyjafjalla- jökul og vestanverðan Mýrdalsjökul, þ.e. Almenningar, Þórsmörk, Teig- stungur, Múlatungur, Goðaland, Merkurtungur, Stakkholt og Steins- holt; Hólatungur og Borgartungur, suður af Eyjafjallajökli; Skógafjall, Hvítmaga og Stórhöfði, suður af Mýrdalsjökli; landsvæði sunnan og norðan við Breiðamerkurjökul, þ.e. eyðijarðirnar Fjall og Breiðármörk í Öræfum, vestanvert Jökulsárlón og landsvæði vestan lónsins og Veð- urárdalssvæði norðvestan Hvítings- dals; Hafrafell, norðan Skálafells- jökuls; og loks tvö landsvæði við norðaustanverðan Vatnajökul, þ.e. Hoffellslambatungur í Nesjum og nyrðri hluti Stafafellslands í Lóni. Í þriðja og síðasta lagi skulu tald- ar þær þjóðlendur sem ekki eru jafnframt afréttur, merktar með gulu á kortinu. Svo sem þar sést eru þetta í megindráttum tilteknir jökl- ar (ljósgulir) og nokkur landsvæði næst þeim (í dekkri lit). Hér má nefna sunnanverðan Vatnajökul, Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul. Til viðbótar eru í þessum flokki nokkur landsvæði utan jökuls, nánar tiltekið skógræktarsvæði vestan við afrétt Álftaneshrepps hins forna, land- svæði norðan Þingvallakirkjulands og Grímsnesafréttar, land- græðslusvæði í Þjórsárdal (áður hluti Flóa- og Skeiðamanna- afréttar), svokallað Búrfells- og Skeljafellssvæði (sunnan Gnúp- verjaafréttar og áður hluti hans), landsvæði norðvestan við Mýrdals- jökul, landsvæði norðan við Skaft- ártunguafrétt, landsvæði austan Skálafellsjökuls og loks norðaust- urhlíðar Stigafjalla í Lóni. Landamerkjabréf og þjóðlendur Þess skal getið að til eru þinglýst landamerkjabréf fyrir margar af þeim þjóðlendum sem að framan greinir. Slík bréf hafa ekki einungis verið gerð fyrir jarðir. Þannig geta verið til þinglýst landamerkjabréf fyrir afréttarsvæði sem um aldir hafa verið í samnotum jarða á til- teknu landsvæði, t.d. Land- mannaafrétt, Hrunamannaafrétt og Gnúpverjaafrétt. Þau eru líka stund- um til fyrir afrétti tiltekinna jarða eða kirkna, t.d. Þórsmörk. Einnig getur verið að landamerkjabréf jarðar fjalli um fleira en jörðina, t.d. landamerkjabréf Hruna þar sem getið er um Hrunaheiðar. Sama máli gegnir um landamerkjabréf jarð- arinnar Hoffells og Hoffells- Lambatungur. Hæstiréttur hefur í mörgum dómum lagt til grundvallar að þinglýst landamerkjabréf þurfi ekki endilega að afmarka eign- arland, af þeirri ástæðu að menn hafi líka afmarkað landsvæði sem voru háð öðrum, takmörkuðum rétt- indum, sem einhverja þýðingu gátu haft fyrir afkomu þeirra. Þá hafi menn ekki getað aukið einhliða við land sitt eða annan rétt með því að gera landamerkjabréf. Loks skal þess getið að landsvæði sem ekkert landamerkjabréf er til fyrir hafa ýmist verið talin þjóðlenda eða eignarland, t.d. jörðin Hlíð í Hrunamannahreppi að því er hið síðarnefnda varðar, enda fleira en landamerkjabréf sem skipt getur máli í þessu sambandi Hvar eru þjóðlendur? Eftir Sif Guðjónsdóttur » Þjóðlendur eigarætur að rekja til þess að árið 1998 voru sett lög sem fela í sér að þau landsvæði sem voru eigendalaus fyrir gildistöku laganna eru þjóðlendur eftir gild- istökuna og eign rík- isins sem slíkar. Sif Guðjónsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri óbyggðanefndar. stund síðar var lögreglumaður kominn á slysstaðinn á snjósleða. Sjúkraflutningamenn frá slökkvi- liðinu komu þangað fáeinum and- artökum síðar ásamt lækni, sem var á skíðum í Hlíðarfjalli og þeir gripu með sér, eins og slökkvi- liðsstjóri, Þorbjörn Haraldsson, orðaði það við Morgunblaðið, en hann var meðal þeirra sem komu fyrstir á staðinn. Svo heppilega vildi til að TF- LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var á Sauðárkróki og strax kl. 12.49 tilkynnti Neyðarlínan að þyrlan yrði send til hjálpar. Þyrlan sveimaði yfir slys- staðnum en ekki var talið ráðlegt að lenda þar; bæði þyrlaði hún upp miklum snjó og einnig var óttast að annað snjóflóð félli ef hún reyndi að lenda. Björg- unarmenn hugleiddu að hífa hinn slasaða upp í þyrluna en horfið var frá því. Þyrlan lenti nokkru neðar í fjallinu og maðurinn var fluttur þangað í snjótroðara. Kl. 13.20 hóf þyrlan sig aftur á loft með manninn og flutti hann á Fjórðungssjúkrahúsið. „Félagar mannsins stóðu sig gríðarlega vel,“ sagði Þorbjörn Haraldsson, slökkviliðsstjóri, eftir að björgunaraðgerðum lauk. Hann sagði þá hafa brugðist hár- rétt við. á réttan stað gefur tækið upp á hve miklu dýpi sá er, sem leitað er að. Mað- urinn sem lenti í snjó- flóðinu í gær var á tveggja metra dýpi og félagar hans gátu því strax hafist handa við að moka niður að honum með skóflu. Færi á svæðinu var slæmt í gær. Svellbunki var í brekkunni, líklega síðan í hlákunni sem kom um jólin, en lausamjöll frá því síðustu daga lá þar ofan á. Þegar hlánaði þyngdist sá snjór og snjó- fleki ofan á gamla hjarninu fór af stað. „Við vorum heppnir að því leyti að snjórinn var mjög laus í sér í fyrstu, þess vegna gekk okkur mjög vel að moka manninn upp. Kortéri seinna, þegar við reynd- um að ná sleðanum hans upp úr snjónum, var hann svo pikkfastur að það var eins og steypu hefði verið hellt yfir hann. Ef við hefð- um ekki verið með ýla hefði verið vonlaust að ná manninum upp.“ Það var klukkan 12.38 sem lög- reglu barst tilkynning frá Neyð- arlínunni og rúmri hálfri klukku- á fleygi- nninn,“ að miða mur með r voru veggja na ekki ita ga efði tek- nsins. veimur að flóðið ð fimm ann sá sem ýlu á num lenti p á og hann il þess u síðan nn lífi. tur fór di ýl- mið í anni ná- ð gefur í ða átt komið er Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson g björgunarmenn komu manninum þangað. Þyrlan flaug svo með hann á FSA. gna tækis sem fyrir helgina  2 0 # $                                             "  # !     $         % && # #                           Finnur Aðalbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.