Morgunblaðið - 22.01.2007, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 25
NÚ ER atvinnurekendum gert
að gera áhættumat á störfum
starfsmanna í fyrirtækjum.
Þetta hefur verið skylda síðan
vorið 2003 en þá var gerð breyting
á lögum nr. 46/1980
um aðbúnað, holl-
ustuhætti og öryggi á
vinnustöðum. Sam-
kvæmt lögunum skal
gera skriflegra áætlun
um öryggi og heil-
brigði á vinnustað.
Áætlunin skal fela í
sér sérstakt áhættu-
mat og áætlun um
heilsuvernd og for-
varnir. Hafa skal sam-
ráð við öryggistrún-
aðarmann
fyrirtækisins.
Nýlega var sett reglugerð um
skipulag og framkvæmd vinnu-
verndarstarfs á vinnustöðum.
Reglugerðin fjallar m.a. um hlut-
verk og skyldur öryggistrún-
aðarmanna og öryggisvarða. Þar
eru einnig ákvæði um áhættumat
og aðgerðir til að draga úr áhættu á
vinnustað.
Vinnueftirlitið gengst fyrir ráð-
stefnu til kynningar á þessum nýju
ákvæðum á Grand Hóteli við Sig-
tún á morgun, þriðjudag kl. 13–16.
Hvað er áhættumat?
Áhættumat er greining áhættu-
þátta á vinnustað og mat á líkum á
því að starfsmaður verði fyrir
heilsutjóni. Með öðrum orðum er
um að ræða kerfisbundna athugun
á vinnuaðstæðum til þess að finna
hvort eitthvað í vinnuumhverfinu,
vinnuskipulaginu eða við fram-
kvæmd vinnunnar geti hugsanlega
valdið slysum, óhöppum, vanlíðan,
meiðslum, álagi eða öðru sem leitt
getur til andlegs eða líkamlegs
heilsutjóns.
Atvinnurekandi velur í samráði
við öryggistrúnaðarmann, örygg-
isvörð eða félagslegan trún-
aðarmann, þá aðferð sem henta
þykir við gerð áhættumatsins, með
öðrum orðum, aðferðin er valfrjáls.
Það þarf þó að vera tryggt að að-
ferðin nái að greina þau vandamál
sem hugsanlega eru á vinnustaðn-
um. Gera þarf heildstæða könnun á
vinnuaðstæðum, þ.e. vinnuum-
hverfinu, vinnuskipu-
laginu og hvernig
staðið er að vinnunni.
Skoða þær aðferðir
sem fólk notar við
vinnuna svo og allar
aðstæður og aðbúnað.
Vinnuumhverfisvísar
Vinnueftirlitsins (sjá
www.ver.is) eru hjálp-
legir við þessa vinnu
því að þar eru menn
leiddir í gegnum þá
þætti sem þarf að
greina.
Ef niðurstöður
áhættumatsins leiða í ljós sérstök
vandamál sem þarf að leysa og ekki
er nægjanleg þekking til staðar
innan vinnustaðarins, þarf að leita
út fyrir vinnustaðinn eftir ut-
anaðkomandi fagþekkingu og ráð-
gjöf til aðstoðar við úrlausnir. Þessi
staða getur komið upp í tengslum
við mælingar af ýmsu tagi, s.s.
mælingar á hávaða, ómtíma, meng-
unarmælingar, lýsingu í vinnurými
o.fl. Einnig við ýmsar aðrar kring-
umstæður, t.d. þegar um er að
ræða mikið eða óheppilegt lík-
amlegt eða andlegt álag, ef unnið er
með hættuleg efni eða ef vélar og
tæki eiga í hlut, t.d. ef um flókna
tækni er að ræða.
Gera þarf úrbætur í samræmi við
niðurstöður áhættumatsins.
Þegar áhættumati er lokið þarf
að útbúa áætlun um heilsuvernd og
forvarnir. Þetta felur í sér að gerð
er áætlun um úrbætur í samræmi
við niðurstöður áhættumatsins.
Bregðast þarf við bráðri áhættu
strax og einnig skal bregðast strax
við áhættu sem auðvelt er að draga
úr eða koma í veg fyrir. Gerð er
samantekt á helstu áhættuþáttum
sem hafa greinst og til hvaða for-
varna verði gripið til að tryggja ör-
yggi og heilbrigði starfsmanna.
Niðurstöðurnar eiga að rúmast á
einu A4-blaði.
Áhættumatið sjálft þarf að yf-
irfara í hvert sinn sem breytingar
verða á vinnuumhverfinu eins og
sameining deilda, fjölgun deilda
eða nýjar vélar eða verkfæri eru
tekin í notkun á vinnustaðnum.
Einnig ef ný þekking kemur fram
t.d. um hættuleg efni eða ef fram
kemur ný tækni. Ef að vinnuslys
verður skal alltaf endurskoða
áhættumatið.
Verkefni sem aldrei lýkur
Áætlun um öryggi og heilbrigði
skal fela í sér ferli stöðugra um-
bóta. Verkefnið hefst á ákveðnum
tímapunkti, þ.e.a.s. þegar atvinnu-
rekandi ákveður að hefja vinnuna
við verkefnið í samvinnu við örygg-
istrúnaðarmann og öryggisvörð.
En því lýkur raunverulega aldrei.
Þegar verkefnið hefst verður það
partur af innra vinnuverndarstarfi
fyrirtækisins og allir starfsmenn og
stjórnendur eiga að þekkja til
áhættumatsins og tilganginn með
gerð þess.
Niðurstöður áhættumatsins eiga
að vera aðgengilegar fyrir starfs-
mennina og þær þarf að kynna fyr-
ir nýjum starfsmönnum. Viðhalda
þarf áhættumatinu, endurnýja það
og lagfæra þegar breytingar verða
á vinnuaðstæðum. Það er kjörið
verkefni fyrir atvinnurekanda, ör-
yggistrúnaðarmenn og örygg-
isverði á vinnustöðum að yfirfara
og viðhalda áhættumatinu og stuðla
þannig að virku öryggis- og heil-
brigðisstarfi allra á vinnustaðnum.
Atvinnurekendur
þurfa að gera áhættumat
Inghildur Einarsdóttir skrifar
um áhættumat á vinnustöðum » Áætlun um öryggi ogheilbrigði skal fela í
sér ferli stöðugra um-
bóta.
Inghildur Einarsdóttir
Höfundur er vinnuvistfræðingur
M.Sc. og sérfræðingur hjá Vinnueft-
irliti ríkisins.
HAFNFIRÐINGAR hafa verið
dregnir inn í fen
deiliskipulags í mál-
efnum álbræðslunnar
í Straumsvík. Af
hverju er það? Jú,
vegna þess að bæði
fulltrúar Samfylking-
arinnar og Sjálfstæð-
isflokksins í Hafn-
arfirði neituðu að
gefa upp afstöðu sína
gagnvart mögulegri
stækkun álbræðsl-
unnar í Straumsvík
fyrir síðustu kosn-
ingar. Í staðinn fyrir
að leggja afstöðu sína
í dóm kjósenda forðuðust bæði
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokk-
urinn umræðuna og situr bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar því í dag
uppi með flókið skipulagslegt og
lagalegt mál.
Samkvæmt könnun á vegum
Hafnarfjarðarbæjar eru lang-
flestir Hafnfirðingar ánægðir með
það að fá tækifæri til að greiða at-
kvæði um stærri mál sveitarfé-
lagsins. Samfylkingin hrósar sér
af því að hafa innleitt þann mögu-
leika að skjóta mikilvægum málum
til bæjarbúa. Það er því synd að
Samfylkingin í Hafnarfirði gangi
ekki alla leið og leggi stækkun ál-
versins í dóm bæj-
arbúa. Í staðinn hefur
Samfylkingin valið að
bæjarbúar skuli kjósa
um deiliskipulag. Með
því að velja þessa leið
flækist málið til
muna, þvælist inn í
lög og reglur sem erf-
itt er fyrir bæjarbúa
að setja sig inn í.
Það er leitt að Sam-
fylkingin í Hafnarfirði
skuli festa sig í því að
greiða skuli atkvæði
um deiliskipulag
vegna þess að ým-
islegt sem tengist stækkun ál-
bræðslunnar hefur ekkert með
deiliskipulag lóðarinnar að gera.
Virkjanir í neðri hluta Þjórsár fyr-
ir stækkaða álbræðslu í Straums-
vík hafa ekkert með deiliskipulag í
Hafnarfirði að gera. Fjölgun,
stækkun og færslur raflína innan
marka bæjarins sem er framtíð-
arbyggingarland Hafnarfjarðar
hafa ekkert með deiliskipulag lóð-
ar álbræðslunnar í Straumsvík að
gera. Færsla Reykjanesbraut-
arinnar og yfirfærsla álbræðsl-
unnar yfir í íslenskt skattaum-
hverfi tengjast heldur ekki
deiliskipulagi á lóð fyrirtækisins.
Allir þessir hlutir tengjast hins
vegar skoðunum fólks með eða á
móti stækkun. Flestir hafa ekki
skoðun á deiliskipulagi heldur hef-
ur fólk skoðun á því hvort ál-
bræðslan í Straumsvík á að fá
leyfi til að stækka verksmiðjuna
úr 180 þúsund tonna framleiðslu í
460 þúsund tonna framleiðslu af
áli á ári.
Viljum akvæðagreiðslu um
stækkun álbræðslu, ekki
um deiliskipulag
Guðrún Ágústa Guðmunds-
dóttir skrifar um stækkun ál-
versins í Straumsvík
» Samkvæmt könnun ávegum Hafnarfjarð-
arbæjar eru langflestir
Hafnfirðingar ánægðir
með það að fá tækifæri
til að greiða atkvæði um
stærri mál sveitarfé-
lagsins.
Guðrún Ágústa
Guðmundsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs í
Hafnarfirði
PÉTUR Blöndal alþingismaður
hefur flutt frumvarp til laga á Al-
þingi um að felld verði niður laga-
skylda iðnfyrirtækja til að greiða
svonefnt iðnaðarmála-
gjald til Samtaka iðn-
aðarins. Gjald þetta
nemur 0,08% af veltu
viðkomandi fyrirtækja
og nam heildar-
upphæð þess 287
milljónum króna árið
2005. Ástæða er til að
fagna frumvarpi Pét-
urs enda viðgengst
margvíslegt óréttlæti
með innheimtu iðn-
aðarmálagjaldsins.
Í stjórnarskránni er
kveðið á um fé-
lagafrelsi, þ.e. rétt
manna til að starfa í
félögum eða standa
utan þeirra ef þeim
sýnist svo. Fyr-
irtækjum og ein-
staklingum í atvinnu-
rekstri stendur t.d. til
boða aðild að fjöl-
mörgum félögum og
samtökum sem vinna
að áhugamálum
þeirra og hags-
munum. Þar sem
þessi samtök eru ólík
og standa fyrir ólíka
hagsmuni og sjón-
armið hlýtur að teljast
eðlilegt að aðilar í at-
vinnulífi hafi hver fyr-
ir sig sjálfdæmi um
það í hvaða félögum
þeir kjósa að starfa í
og greiða félagsgjöld
til.
Grófleg mismunun
Málið er hins vegar ekki svo ein-
falt og í raun má skipta samtökum í
atvinnulífi í tvo flokka. Í öðrum
flokknum eru þau sem byggjast á
frjálsri aðild félaga, t.d. Félag ís-
lenskra stórkaupmanna, Við-
skiptaráð Íslands og Samtök fjár-
málafyrirtækja.
Hins vegar er um að ræða þau
samtök sem starfa í skjóli lögþving-
aðrar skylduaðildar. Í þessum hópi
eru m.a. Samtök iðnaðarins.
Augljóst er að með þessu fyr-
irkomulagi er samtökum í atvinnu-
lífi gróflega mismunað. Sum búa við
það fyrirkomulag að ríkið skyldar
alla rekstraraðila í heilu atvinnu-
greinunum til aðildar að viðkom-
andi samtökum og innheimtir fé-
lagsgjöld fyrir þau í gegnum
skattkerfið með öllum þeim þving-
unarúrræðum sem þar eru fyrir
hendi. Önnur þurfa hins vegar að
keppa um félaga á frjálsum grund-
velli og treysta á að þjónusta þeirra
sé með þeim hætti að félagar gangi
í samtökin og haldist í þeim af fús-
um og frjálsum vilja. Augljóst er að
slíkt fyrirkomulag er ekki í neinu
samræmi við ríkjandi sjónarmið um
félagafrelsi, heilbrigða samkeppni
og jafnræði á milli atvinnugreina.
Þessa mismunun ber því að afnema
sem fyrst.
Iðnaðarmálagjald er skattur
Í lögum um iðnaðarmálagjald
segir að það skuli leggja á allan iðn-
að í landinu og nema 0,08% af veltu.
Tekjur af gjaldinu renna til Sam-
taka iðnaðarins og skal þeim varið
til þess að vinna að eflingu iðnaðar
og iðnþróunar í landinu. Fyrstu lög
um iðnaðarmálagjald eru rúmlega
þrjátíu ára gömul og voru sett þeg-
ar allt annað viðhorf ríkti til þátt-
töku ríkisins í atvinnurekstri og
skipulagningu atvinnugreina. Á
þeim tíma fengu forsvarsmenn þá-
verandi hagsmunasamtaka í iðnaði
(undanfara Samtaka iðnaðarins) þá
,,góðu“ hugmynd að
láta löggjafann létta
sér félagsmálastússið
með því að skylda öll
iðnfyrirtæki til fé-
lagsaðildar og greiðslu
félagsgjalda. Þingmenn
létu undan og gjaldið
var lagt á. En á þeim
þrjátíu árum sem liðin
eru hafa tímarnir
breyst og viðhorfin
einnig. Nú er almennt
talið að hið opinbera
eigi sem minnst að
skipta sér af þróun at-
vinnulífsins og besta
leiðin til að efla það sé
að halda álögum í lág-
marki. Iðnaðarmála-
gjaldið er því í besta
falli tímaskekkja en
það lifir hins vegar
góðu lífi og hækkar ár
frá ári. Árið 2005 nam
gjaldið 287 milljónum
og hafði nær tvöfaldast
frá árinu 2000 þegar
það nam 151 milljón.
Það munar um minna
og sennilega eru Sam-
tök iðnaðarins fjárfre-
kasta hagsmunafélag
landsins.
Gjaldið fjármagnar
pólitískan áróður SI
Á undanförnum ár-
um hafa Samtök iðn-
aðarins æ meira haslað
sér völl á pólitískum vettvangi og
hafa þau m.a. barist hart fyrir inn-
göngu Íslands í Evrópusambandið
og því að íslenska krónan verði lögð
niður. Ítrekað hefur komið fram að
margir forsvarsmenn iðnfyrirtækja
eru ekki sammála þessum baráttu-
málum en eru samt neyddir til að
greiða iðnaðarmálagjaldið og fjár-
magna þannig pólitískan áróður
gegn eigin skoðunum og hags-
munum. Óhætt er að fullyrða að
þeir þingmenn, sem samþykktu
álagningu iðnaðarmálagjalds á sín-
um tíma í þeirri trú að því yrði var-
ið til eflingu iðnaðar, gátu ekki
ímyndað sér að þrjátíu árum síðar
færi verulegur hluti gjaldsins til að
fjármagna pólitískan áróður Sam-
taka iðnaðarins.
Að sjálfsögðu er æskilegt að
Samtök iðnaðarins séu öflugur mál-
svari hinnar mikilvægu atvinnu-
greinar sem iðnaðurinn vissulega
er, en samtökin væri vel hægt að
reka með myndarbrag fyrir lægri
upphæð en 300 milljónir króna ár-
lega. Mikilvægt er að slík samtök
búi ekki við forréttindi heldur lúti
sömu leikreglum og önnur hags-
munasamtök atvinnulífsins. Ef fé-
lagar í Samtökum iðnaðarins telja
að stjórnendur þess starfi í þeirra
þágu, þarf ekki að óttast úrsagnir
úr samtökunum þótt nauðungarað-
ildin verði afnumin og félagafrelsi
komið á í atvinnugreininni. Erfitt er
að trúa öðru en að stjórnendur
samtakanna vilji vinna að sameig-
inlegum hagsmunamálum og þeim
sem sæmileg sátt er um innan at-
vinnugreinarinnar. Sé svo, hafa þau
ekkert að óttast, þó að iðn-
aðarmálagjaldið verði aflagt.
Ríkisstyrkt
hagsmunagæsla
Pétur Björnsson fjallar
um iðnaðarmálagjald
Pétur Björnsson
» Augljóst erað slíkt fyr-
irkomulag er
ekki í neinu
samræmi við
ríkjandi sjón-
armið um fé-
lagafrelsi, heil-
brigða
samkeppni og
jafnræði á milli
atvinnugreina.
Þessa mis-
munun ber því
að afnema sem
fyrst.
Höfundur er formaður FÍS – Félags
íslenskra stórkaupmanna.
Oft er sagt: að láta í ljós.
Sumir segja fremur: að láta í ljósi.
Sbr.: að láta í friði, að láta uppi.
(Að láta merkir þar að skilja við e-ð.)
Gætum tungunnar