Morgunblaðið - 22.01.2007, Side 27

Morgunblaðið - 22.01.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 27 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG GET ekki á mér setið vegna ummæla Sig- urðar Gestssonar í Morgunblaðinu þann 12 janúar. Á bls. 20 segir hann: „Ég er ekki hver sem er í bænum; mér finnst ég hafa unnið mér rétt umfram aðra“. Þessi ummæli hans eru auðvitað bein skírskotun til þeirra vinnubragða sem hafa verið höfð við úthlutun á lóð Sundlaugar Akureyrarbæjar. Fólk getur greini- lega talið sjálfum sér og öðrum trú um alls konar hluti og þarna virð- ast fráfarandi bæjarstjóri Kristján Þór og Sigurður Gestsson vera sammála um að Sigurður eigi meiri rétt en hver annar. Stangast það ekki við jafnræðisregluna? Fólk eins og Sigurður, sem hefur unnið mikilvæg störf í þágu bæjarfélags- ins, á það einhvern sérstakan rétt umfram aðra? Hefði maður ekki ætlað að fólk væri heiðrað á ein- hvern annan hátt fyrir framgang sinn í þágu bæjarlífsins. Ég hef ekki heyrt áður að fólk hafi verið heiðrað með dýrmætum lóðum, best ég veit með heiðursmerkjum. Lóð sundlaugar Akureyrar er dýr- mæt lóð og ef það stóð til að bjóða hana út, því var það þá ekki gert? Það má kannski útskýra þennan gjörning sem „jákvæða mismunun Akureyrabæjar“, sem hingað til hefur verið notaður til að leiðrétta hlut kvenna á vinnumarkaði og því réttara að kalla hann „algjöra mis- munun“. Elín Margrét Hallgríms- dóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokks, sagði við afgreiðslu málsins í bæjarráði að það þyrfti ekki að leita eftir neinum öðrum en Sigurði í þetta verkefni því hann væri fremstur í flokki. Hafa sjálf- stæðismenn á Akureyri gleymt kjarna stefnu sinnar sem grund- vallast á trú á frelsi einstaklingsins og jöfn tækifæri allra til athafna? Það er hins vegar einlæg ósk mín að Guð almáttugur verði búinn að gera deiliskipulag hinum megin fyrir okkur sem höfum haldið að við byggjum við jafnan rétt. Með vinsemd og virðingu, ÓLÍNA FREYSTEINS- DÓTTIR, verkefnisstjóri. Jákvæð eða algjör mismunun Akureyrarbæjar Frá Ólínu Freysteinsdóttur: Ólína Freysteinsdóttir TALSVERT hefur undanfarið verið fjallað um Knattspyrnusamband Ís- lands og kjör til formanns, á árs- þingi þess, í byrjun næsta mánaðar. Meira hefur verið fjallað um það sem menn telja að miður hafi farið en það sem vel hefur verið gert hjá Knattspyrnusambandinu. Ef skoðað er hlutverk og lög sambandsins, tel ég að þar á bæ hafi fyrst og fremst verið vel að verki staðið nú um langt skeið. Góð fjárhagsstaða, uppbygging spark- valla um land allt, vináttulands- leikir A-landsliðs við sterkustu knattspyrnuþjóðir heims og sú gíf- urlega aukning sem hefur orðið á verkefnum og starfi yngri landsliða, beggja kynja, bera því vitni að stjórn og starfsmenn hafa verið að vinna frábært starf. Sá sem axlað hefur hve mesta ábyrgð í starfi hjá Knattspyrnu- sambandinu er framkvæmdastjór- inn Geir Þorsteinsson. Hann hefur lifað og hrærst með knattspyrnu frá unga aldri og ger- þekkir hreyfinguna. Vandaður mað- ur, með afbrigðum góður sam- starfsmaður og umfram allt einlægur áhugamaður um allt er lýtur að knattspyrnu og iðkun hennar. Góður þjálfari setur ekki leik- mann sem stendur sig vel út úr liði, bara til að breyta til. Að öðrum ólöstuðum ætla ég að vona að knattspyrnuhreyfingin beri gæfu til að velja sér þann mann til forystu sem til þess er hæfastur. Með þessum orðum vil ég lýsa stuðningi við Geir Þorsteinsson sem næsta formann KSÍ. ÁSGEIR ELÍASSON, knattspyrnuþjálfari. Vegna hugsanlegrar kosningar formanns KSÍ Frá Ásgeiri Elíassyni: FRAMKVÆMDASTJÓRI Norð- ur-Atlantshafssskrifstofu Hydro á Íslandi, Bjarne Reinholdt, íklæðist skikkju Ara fróða í Morgunblaðs- grein 18. janúar undir fyrirsögninni „Hafa skal það sem sannara reynist“. Segir hann Hydro knúið til að gera athugasemdir við tilteknar fullyrð- ingar í grein minni Feluleikur með stór- iðjustefnuna, en hún birtist í Morg- unblaðinu 9. janúar sl. Skrifstofumanni Norsk Hydro hér á norð- urhjara er greinilega talsvert niðri fyrir og því ljóst að nokkuð er í húfi. Efnislega er um það að ræða hvað álrisarnir telji samkeppnishæfa stærð fyrir álverk- smiðjur sínar hér og annars staðar. Allt að 720 þúsund tonn Bjarne segist ekki þekkja til þess að ráðherra iðnaðarmála hafi árið 1997 nefnt töluna 700.000 tonn sem æskilega ársframleiðslu hjá Hydro. Lítum nánar á málavöxtu. Hinn 29. ágúst 1997 flutti Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra austfirskum sveitarstjórnarmönnum þau tíðindi að Norsk Hydro og íslensk stjórn- völd væru í viðræðum um risaálver á Íslandi og rætt væri um Austurland í því samhengi. – Í þingbyrjun þá um haustið lagði ég fram á Alþingi fyr- irspurn um þetta mál í 10 liðum til Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra. Var það 65. mál á 122. löggjafarþingi og fékk ég skriflegt svar á þingskjali 204. 2. liður fyrirspurnar minnar var þessi: Hver er áætluð hámarksstærð og áfangaskipting álbræðslunnar og ráðgerður byggingartími? Svar iðnaðarráðherra var svo- hljóðandi: „Hydro Aluminium hefur lýst áhuga á byggingu álbræðslu með 240.000 tonna framleiðslugetu á ári sem stækka mætti í allt að 720.000 tonn. Athugunin miðast í upphafi við tvo áfanga með allt að 240.000 tonna framleiðslugetu á ári í hvorum og er gert ráð fyrir að fyrsti áfanginn tæki til starfa árin 2004 eða 2005 og síðari áfanginn fimm árum síðar.“ Ákvörðun um stað- setningu lá þá enn ekki fyrir að sögn iðn- aðarráðherra, en eng- inn ræddi þá um annað en Reyðarfjörð, enda hafði utanríkisráðherra neglt það rækilega nið- ur með yfirlýsingum. – Það sætir vissulega tíð- indum að Bjarne Rein- holdt skuli ekki vilja kannast við áform Hydro um allt að 700 þúsund tonna álverksmiðju hér- lendis á þeim tíma, nema það séu 20 þúsund tonnin sem á vantaði í grein minni sem hann ætlar að skýla sér á bak við. Hydro í feluleik með iðn- aðarráðherra Bjarne Reinholdt ber til baka að Hydro stefni nú að því að reisa ál- verksmiðju með 600 þúsund tonna ársframleiðslu hérlendis. Þá tölu hentu íslenskir fjölmiðlar á lofti í vetrarbyrjun við opnun skrifstofu Hydro hér við Norður–Atlantshafið en þá upplýsti Sjøtveits forstjóri Hydro að fyrirtækið sé nú að byggja verksmiðju af þessari stærð í Katar. Eðlilegt var að menn legðu hér sam- an tvo og tvo og það var fyrst eftir að Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra kveinkaði sér að Bjarne sagði í yf- irlýsingu í Morgunblaðinu 18. nóv- ember 2006: „Hydro er sammála þeirri skoðun íslenska iðn- aðarráðherrans að óraunhæft sé að reisa svo stórt álver á Íslandi. Ástæðurnar eru ekki síst staða orkumála og þau áhrif sem verkefni af þeirri stærðargráðu gæti haft á ís- lenskt efnahagslíf á byggingartím- anum.“ – Auðvitað áfangaskipta menn slíku verkefni, ef til kæmi, eins og nýleg dæmi hér bera vott um. Þessi feluleikur minnir á það þegar forstjóra Alcoa varð það á að upp- lýsa á liðnu ári að í Brasilíu greiddi fyrirtæki hans þar helmingi hærra verð fyrir orkuna en samið hefði ver- ið um hérlendis. Í framhaldinu höfðu kontóristar Alcoa ekki undan að „leiðrétta“ þessi ummæli yfirboðara síns, þótt enn meiri yrði reyndar titringurinn hjá Landsvirkjun. Hluthafar en ekki kontóristar ráða Það er fengur að pistli Bjarne Reinholdt. Hann undirstrikar felu- leikinn með stóriðjustefnuna og gild- ir þá einu hvort um er að ræða ís- lenska talsmenn hennar eða kontórista álrisanna. Það sem er ein- kennandi fyrir áliðnaðinn í hnatt- væddum heimi eru sístækkandi framleiðslueiningar og harðnandi samkeppni. Þess vegna er Alcan að setja Hafnfirðingum kosti þessa dagana: Þreföldun verksmiðjunnar eða við pökkum saman! Um það hef- ur Rannveig Rist ekkert að segja heldur fjarlægir og nafnlausir hlut- hafar. Sama á við um talsmann Hydro hér á hjara heims. Kannski fréttum við nánar um þetta innan tíðar frá þeim sem telja vilja sig sporgöngumenn Ara fróða. Bjarne Reinholdt, Hydro og Ari fróði Hörleifur Guttormsson svarar grein Bjarne Reinholdt »Hann undirstrikarfeluleikinn með stór- iðjustefnuna og gildir þá einu hvort um er að ræða íslenska talsmenn hennar eða kontórista álrisanna. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. FÓTAAÐGERÐAFRÆÐI er ungt fag á Íslandi. Aðeins eru 15 ár síðan fagið varð löggilt heil- brigðisgrein. Þá fengu þeir sem lært höfðu fótaað- gerðafræði hér á landi og unnið við fagið um árabil ásamt þeim sem höfðu lært við viðurkennda skóla erlendis leyfi heil- brigðisyfirvalda til að starfa sem fótaað- gerðafræðingar. Félag Íslenskra fótaaðgerðafræðinga, FIF, er metnaðarfullt félag og vill veg fags- ins sem mestan. Starfssvið fótaað- gerðafræðinga er sí- fellt að aukast og sérfræðiþekking þeirra varðandi meðferð ýmissa sjúkdóma sem sækja á fæturna eins og t.d. sykursýki mun auka starfsvettvang þeirra í framtíðinni og því nauðsynlegt að huga til framtíðar þegar nám í fótaað- gerðafræði er skipulagt. Félagið er aðili að Heims- samtökum fótaaðgerðafræðinga, FIP, og er það stefna samtakanna að námið verði þrjú ár eftir stúd- entspróf. Þannig er það nú þegar m.a. í Bretlandi, Hollandi og Finn- landi. Nám með þessu sniði hófst í Svíþjóð á síðastliðnu hausti. Þegar nám í fótaaðgerðum hefst á Íslandi telur FIF að náminu sé best fyrir komið í Háskóla Íslands við hliðina á öðrum heilbrigð- isgreinum sem kenndar eru þar. Næsta skref í undirbúningi að námi í fótaaðgerðum á Íslandi er það að Starfsgreinaráð heil- brigðisgreina þarf að búa til námskrá fyrir nám í faginu. Þegar því verki er lokið geta áhugasamir farið að huga að því að koma þessu námi á fót. Menntamálaráð- herra gaf í lok júlí 2006 Snyrtiakademí- unni vilyrði til þess að hefja nám í fótaað- gerðafræði.Vilyrðið var dregið til baka í nóvember vegna ýmissa galla sem voru á undirbúningi námsins. Í aukablaði Morgunblaðsins, Menntun, 6. janúar 2007, er grein þar sem fjallað er um fyrirhugað nám í fótaaðgerðafræðum sem Snyrtiakademían hyggst bjóða upp á haustið 2007. Í greininni eru villandi upplýs- ingar. Snyrtiakademían getur ekki fullyrt að hún hefji kennslu í fag- inu haustið 2007 því hún hefur ekkert leyfi til kennslunnar. Þar einnig fullyrt að námið muni taka eitt og hálft ár og að það verði lánshæft hjá LÍN. Staðreyndin er sú að námskrá hefur ekki enn ver- ið gefin út. Því er að svo komnu máli ekki hægt að fullyrða að Snyrtiakademían fái leyfi til kennslu fagsins, að námið muni hefjast að hausti og ekki er vitað hve langt námið verður né heldur hvort það verði lánshæft hjá LÍN. Auglýsingar þær sem Snyrti- akademían hefur birt byggjast ekki á staðreyndum og eru því ósmekklegar. Félag íslenskra fótaaðgerða- fræðinga treystir því að yfirvöld hafi þá víðsýni til að bera að horfa til framtíðar og vilja til að byggja upp framúrskarandi nám í fótaað- gerðafræðum á Íslandi. Framtíð fótaaðgerða- fræða á Íslandi Sólrún Ó. Siguroddsdóttir fjallar um málefni fótaaðgerðafræðinga » Félag íslenskra fóta-aðgerðafræðinga treystir því að yfirvöld hafi þá víðsýni til að bera að horfa til fram- tíðar og vilja til að byggja upp framúrskar- andi nám í fótaaðgerða- fræðum á Íslandi. Sólrún Ó. Sigurodds- dóttir Höfundur er formaður Félags ís- lenskra fótaaðgerðafræðinga.                  Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.