Morgunblaðið - 22.01.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 29
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ARNÞRÚÐUR BJÖRNSDÓTTIR
frá Grjótnesi,
Safamýri 38,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn
17. janúar 2007.
Sunna Karlsdóttir, Andri Valur Hrólfsson,
Harpa Karlsdóttir, Vésteinn Rúni Eiríksson,
Lilja Karlsdóttir, Snorri Páll Snorrason,
Breki Karlsson, Fanný Kristín Heimisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Gíslína Ragn-heiður Kjart-
ansdóttir fæddist í
Reykjavík 28. apríl
1929. Hún lést á
líknardeildinni á
Landakoti 13. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guðrún
Ásta Pálsdóttir hús-
móðir, f. 27. júní
1904, d. 22. mars
1976, og Kjartan
Þorsteinsson bifreið-
arstjóri, f. 6. október
1906, d. 15. september 1954. Lína
var elst fjögurra systkina en hin
eru Björn (d. 1973), Pétur og
Agnes.
Lína giftist 27. janúar 1951
Bjargmundi Sigurðssyni mál-
arameistara, f. 6. febrúar 1925, d.
4. febrúar 1961. Sonur þeirra er
Kjartan Bjargmundsson, f. 22.
nóvember 1956. Dóttir hans og
Lilju Steingrímsdóttur er Ragn-
heiður Ólína, f. 1985. Kjartan er
kvæntur Önnu Steinunni Ágústs-
dóttur. Börn þeirra eru Elsa, f.
1991, Bjargmundur Ingi, f. 1992,
og Ingibjörg, f. 1994.
Lína giftist 30. mars
1964 Bergsteini
Árnasyni lög-
regluþjóni, f. 17. júlí
1926, d. 18. mars
1991. Sonur þeirra
er Árni Eiríkur
Bergsteinsson, f. 21.
júlí 1966, kvæntur
Sigurborgu Írisi
Hólmgeirsdóttur.
Dætur þeirra eru
Hanna Kristín, f.
1996, og Lína Rut, f.
2000.
Lína bjó allan sinn aldur í
Reykjavík, utan tæpt ár á Þórs-
höfn á Langanesi árið 1964. Hún
tók sveinspróf í hárgreiðslu 1947
og fékk meistararéttindi nokkrum
árum síðar. Hún starfaði við hár-
greiðslu í 60 ár, m.a. á hárgreiðslu-
stofunum Evu og Feminu, og var í
sveinsprófsnefnd. Hún vann í 15 ár
á hárgreiðslustofunni á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund uns
hún hætti störfum 69 ára gömul.
Útför Línu verður gerð frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Nú er hún mamma okkar farin í
sólarlandaferðina stóru eins og hún
kallaði það. Hún var ekki bara
mamma okkar, hún var líka einn
besti vinur okkar bræðra, sáluhjálp-
ari ef eitthvað bjátaði á.
Mamma byrjaði að læra hár-
greiðslu 13 ára gömul og starfaði við
fagið síðan. Hún elskaði starfið sitt,
fannst gaman að gera konur fínar og
við ólumst upp við suðið í hárþurrk-
unni. Það var það fyrsta sem við
heyrðum þegar við komum heim af
fæðingardeildinni enda átti mamma
sína föstu kúnna sem komu reglu-
lega heim til okkar, sumar í meira en
40 ár.
Það eina sem mamma sá eftir í líf-
inu var að læra ekki á bíl, en hún fór
allra sinna ferða í strætó. Hún fór oft
í salíbunu með einhverjum vagni og
skoðaði borgina út um gluggann á
gulu límúsínunni með einkabílstjór-
anum eins og hún kallaði það.
Eftir að hún tók aftur upp þráðinn
með Rósu æskuvinkonu sinni fóru
þær um allt á bílnum hennar. „Rósu-
dagarnir“ voru ómetanlegir, þær
fóru saman í búðir, á bókasafnið og
kaffihús. Oft beygðu þær vitlaust,
fóru í ókunnar slaufur og enduðu á
framandi slóðum, meira að segja
einu sinni á Akranesi!
Mamma var alltaf að skreyta í
kringum sig og gat gert ótrúlegustu
hluti úr engu. Hugmynd úr dönsku
blaði varð að veruleika með því að
festa kögur á gamlan stól, skrautleg
slæða breytti gömlum hatti í nýjan,
enda var hún snillingur í höndunum.
Í mars á síðasta ári greindist
mamma með krabbamein og lagðist
inn á líknardeildina á Landakoti. Þar
leið henni vel þrátt fyrir veikindin og
hún sagðist vera eins og drottning
með hirðmeyjar allt í kringum sig.
Húmorinn var aldrei langt undan.
Við bræður viljum þakka hjúkr-
unarfólki líknardeildarinnar frá-
bæra umönnun og félagsskap.
Kjartan og Árni.
Lítill strákur situr við gluggann
og horfir á kvöldhimininn sem pabbi
hans er að hjálpa guði við að mála,
eins og hann gerir alltaf þegar sól-
arlagið er fallegt. Strákurinn hefur
dálitlar áhyggjur af því að pabbi
hans ráði ekki við þetta stóra verk-
efni en mamma hans fullvissar hann
um að hann hafi heilan englaher sér
til aðstoðar, þótt hann stjórni auðvit-
að af því að hann er málarameist-
arinn.
Hún Lína kunni flestum betur þá
list að gera gott úr hlutunum. Og
hún var alltaf að hugsa um aðra.
Þegar við komum í sunnudagskaffi
lagði hún á borð fyrir alla nema
sjálfa sig. „Já, svona,“ sagði hún,
„bara á eftir, ekki hafa áhyggjur af
mér.“
Hún var litríkur karakter sem
gerði hlutina á sínum eigin forsend-
um og setti sinn skrautlega brag á
allt sem hún kom nálægt. Þótt hún
væri ekki mikið fyrir samkvæmi var
hún samt algjört samkvæmisljón því
hún skemmti fólki hvar sem hún fór.
Þegar börnin mín heimsóttu hana á
líknardeildina og hún fór að útskýra
að hún væri dauðvona varð jafnvel
það að skemmtisögu sem þau skelli-
hlógu að þótt þeim væri öllum ljóst
hvað hún ætti við.
Og það hefur mikið verði hlegið
þessa daga síðan hún dó, við að rifja
upp ýmis atvik og tilsvör Línu, en
það hefur líka verið grátið sárt því
hún er okkur öllum harmdauði sem
þekktum hana, jafnvel þótt við höf-
um lengi vitað hvert stefndi.
Lína hafði lengi þráð að hitta aftur
alla sem hún hafði misst. Svo þegar
sjónin var að mestu farin, heyrnin
orðin léleg og fæturnir, naut hún
ekki lengur þess sem hafði veitt
henni hvað mesta ánægju: að geta
lesið bækur og farið út. Þegar
ólæknandi krabbamein bættist við
þótti henni nóg komið. En af tillits-
semi við fjölskylduna sló hún brott-
förinni sífellt á frest. Það mátti ekki
skyggja á utanlandsferð, stórafmæli
eða jólahald. Alltaf gengu þarfir
annarra fyrir. Þegar hún kvaddi
loksins var glimtið í auganu horfið
og allir kraftar þrotnir.
Ég er þakklát fyrir næstum tutt-
ugu ára samfylgd. Hún var besta
tengdamóðir sem nokkur gæti óskað
sér, bæði stórskemmtileg og raun-
góð.
Og ég býst við að hún Lína sé búin
að taka gleði sína á ný og tekin til við
að leggja hárið á hinum englunum –
og skemmta þeim.
Anna.
Elsku amma, nú þegar þú ert far-
in frá okkur hugsa ég um þær ynd-
islegu stundir sem við áttum saman.
Þú merktir mig og krossaðir í bak og
fyrir, bróderaðir kross og saumaðir
silfurskjöld mér til verndar innan á
úlpuna mína þegar ég var lítil og
send í flugvél að hitta mömmu og
ömmu Stínu í Danmörku. Þú hafðir
gaman af að bregða mér, þegar ég
var lítil, með því að segja BÚ. Þú
komst upp í Austurbæjarskóla og
við gengum saman heim til þín til
þess að ég mundi læra leiðina og
gæti labbað ein til þín eftir skóla
einu sinni í viku. Ég hef ekki oft farið
í ljós en fyrsta skiptið er mér alltaf
minnisstæðast þar sem þú fórst með
mér. Og hvað þú varðst hissa þegar
ég kom til þín og var búin að lita hár-
ið á mér rautt. Ég á eftir að sakna
þess að heyra þig segja „passaðu þig
á myrkrinu!“. Þegar ég einn daginn
geng inn kirkjugólfið til að gifta mig
veit ég að þú munt koma og minna á
þig með því að blása brúðarkjólnum
upp eins og þú hefur lofað.
Elsku amma, ég kveð þig með
söknuði, hvíldu í friði.
Þín
Ragnheiður Ólína.
Elsku amma. Nú þegar þú ert far-
in minnist ég þess þegar við vorum
lítil hvað við höfðum alltaf gaman af
því þegar þú leyfðir okkur systkin-
unum að fylla baðvaskinn af vatni og
sulla með litlu plastleikföngin eða
þegar þú settir upp rólurnar sem
maður rólaði sér í tímunum saman.
Þegar ég kom með pabba í heim-
sókn til þín vildirðu vera viss um að
mér leiddist ekki, komst með liti og
stílabækur sem ég mátti teikna í eða
spólur sem ég gat horft á. Þú komst
alltaf með nammi inn í stofu til að
borða með myndinni eða á meðan ég
teiknaði og svo þegar þú varst búin
að gefa mér meira en nóg sagðirðu
alltaf: Jæja, nú ætla ég að loka
sjoppunni.
Einnig man ég hvað þig langaði
oft að setja eitthvað í hárið á mér, en
ég var svo rosalega hársár að ég var
aldrei neitt hrifin af þeirri hugmynd.
En núna mundi ég alveg vilja það.
En, jæja, ég ætla ekki að hafa
þetta lengra.
Með kveðju og söknuð í hjarta.
Ingibjörg.
Sorgin léttist, sárið grær,
sólin gegnum skýin hlær,
hreinni útsýn hugur fær,
himinninn nær í dag en gær.
(Örn Arnarson.)
Hún Lína, mín elskulega systir, er
látin. Erfiðir mánuðir eru að baki og
hún var búin að þrá þessa stund
lengi. Aldrei var kvartað, hún reyndi
fram á síðustu stundu að stappa í
okkur stálinu og helst að láta okkur
hlæja. Fjölskyldan var henni allt og
þar var ekkert sparað, hvorki gjafir
né góð ráð, allir gátu leitað til henn-
ar með gleði og sorg. Ég var svo
heppin að eiga hana að sem stóru
systur, og okkur systkinunum kom
mjög vel saman, maður fékk svo sem
að heyra það sem henni fannst en
alltaf í góðu, því hreinskilin var hún.
Snemma lærði hún hárgreiðslu og
vann við hana til sjötugs, hárgreiðsl-
an var henni í blóð borin og konur
sem komu í heimsókn vissu ekki fyrr
til en hún var búin að leggja á þeim
hárið á meðan á heimsókn stóð. Allir
fóru glaðari frá henni en til hennar.
Aldrei var hún rík af heimsins auði
og gaf svo sem ekkert fyrir það.
Þegar ég var ung og fór að búa með
manni og barni var hún fyrst á stað-
inn að hjálpa til að „fixa“ upp á stað-
inn. Til hennar var alltaf hægt að
leita og varla leið sá dagur að við
hefðum ekki samband og nú kemur
eigingirni upp í mér: Hvað nú? Sem
betur fer á ég yndislegar minningar
um hana sem ég get kallað fram hve-
nær sem er.
Það er hægt að lýsa Línu í nokkr-
um orðum: heiðarleg, trygg, gjaf-
mild, hjálpsöm og gerði mest grín að
sjálfri sér. Öll börn elskuðu veskið
hennar Línu, þar sem alltaf var til
gotterí.
Þegar Lína var 18 ára trúlofaðist
hún æskuástinni sinni, Bjargmundi
málarameistara, en hann var alltaf
kallaður Lilli hennar Línu. Lilli
small alveg inn í fjölskylduna og var
hann mér alltaf eins og þriðji bróð-
irinn. Oft var ég fengin til að kaupa
fyrir þau bíómiða, og oft leyfðu þau
mér að koma með. Margir voru bíl-
túrarnir með þeim og syni þeirra
Kjartani. Þau eignuðust bílinn
Grána snemma, og aldrei var farið
neitt án þess að bjóða einhverjum
með. En lífið er ekki alltaf dans á
rósum. Bjargmundur lést í hörmu-
legu slysi 1961, þá 36 ára. Þá áttu
þau erfitt Lína og Kjartan. Hún var
lengi að jafna sig en að gefast upp
var ekki á dagskrá og hún fór að
vinna á hárgreiðslustofunni Evu.
Með seinni manni sínum, Bergsteini
Árnasyni lögreglumanni, átti hún
soninn Árna Eirík. Beggi var hinn
vænsti maður en hann lést skyndi-
lega rúmlega 60 ára. Síðan hefur
Lína búið ein í Meðalholtinu og þar
með er hringnum lokað en foreldrar
okkar bjuggu í Meðalholtinu áður.
Ég veit að mín góða systir vildi
þakka vinkonu sinni henni Rósu fyr-
ir vinskapinn og allar heimsóknirn-
ar. Einnig öllu starfsfólkinu á líkn-
ardeildinni á Landakoti fyrir
yndislega umönnun. Við Pétur bróð-
ir þökkum líka innilega fyrir okkur
og allt kaffið.
Elsku Lína mín, ég veit að nú líður
þér vel og þess vegna sætti ég mig
við þetta. Við Ingvi og börnin okkar
kveðjum þig með söknuði, með þökk
fyrir allt. Guð veri með þér.
Þín systir
Agnes.
Lína frænka var móðursystir okk-
ar og akkúrat eins og frænkur eiga
að vera, litskrúðug og hispurslaus.
Öll boð og bönn móður okkar lét hún
sem vind um eyru þjóta, og maður
horfði agndofa á þegar hún sagði við
móður okkar: „Æ, góða þegiðu,“
þegar hún reyndi að banna sælgæt-
isát á virkum degi. Í okkar augum
var þetta svalasta konan í bænum.
Hún var hárgreiðslukona af guðs
náð og oft voru gestir teknir trausta-
taki og klipptir, sett í þá permanent
eða strípur, og urðu foreldrar okkar
oft hissa þegar dæturnar komu úr
heimsókn frá henni. Lína átti líka
forláta rólu sem hengd var upp í
dyragættinni í eldhúsinu, en slíkur
gripur var hvergi til annars staðar.
Átti maður margar góðar stundir í
rólunni, sérstaklega ef það bauðst að
fá að glamra á gítarinn hennar um
leið. Lína tók sig aldrei hátíðlega og
lifði lífinu af æðruleysi. Hún kallaði
hlutina réttum nöfnum og var ekki
mikið fyrir að fegra hlutina eða tala
undir rós, og var mamma oft óróleg
þegar Lína lét gamminn geisa. Hún
var með eindæmum félagslynd og
var fastur gestur í öllum veislum
fjölskyldunnar, enda ómissandi að
hafa eina gleðisprengju á góðum
stundum.
Veikindum sínum tók hún af álíka
æðruleysi og öðrum áföllum í lífinu.
Dauðann áleit hún nýtt ævintýri á
betri stað með horfnum ástvinum.
Hún ákvað þó að fresta för sinni
fram yfir jól, þar sem það kæmi sér
svo illa fyrir okkur hin, eins þótti
henni ekki vænlegur kostur að fara
þegar Saddam Hussein var tekinn af
lífi, því ekki vildi hún verða samferða
þeim manni. En nú er Lína farin
enda ekkert um að vera í janúar sem
gæti tafið för.
Við kveðjum með söknuði yndis-
lega og skemmtilega frænku sem lit-
aði lífið og gerði það skemmtilegra.
Elsku Lína, takk fyrir frábærar
stundir, sjáumst hinum megin upp-
dressaðar og í Ballyskóm.
Dadda og Sigrún.
Í dag verður til moldar borin Lína
Kjartansdóttir, góð vinkona móður
minnar heitinnar til margra ára.
Þær kynntust fyrir næstum hálfri
öld þegar báðar bjuggu á Þórshöfn á
Langanesi og báðar voru þær að-
fluttar. Þær fluttu síðar báðar suður
og héldu þá áfram góðum vinskap
allt til þess dags að móðir mín lést
fyrir 14 árum. Kunningsskapur móð-
ur minnar og Línu var náinn og góð-
ur. Þær voru vinkonur sem deildu
með hvorri annarri gleði og sorg.
Lína var borinn og barnfæddur
Reykvíkingur. Hún þekkti Reykja-
vík og Reykvíkinga. Við bjuggum í
Mosfellssveit og þegar við fórum í
bæjarferðir var mjög gjarnan farið í
kaffi til Línu sem við litum á sem
mikla heimskonu. Lína hafði frá
mörgu að segja, setti það allt fram í
skemmtilegu söguformi, hafði sterk-
ar skoðanir og hló að allri vitleys-
unni sem viðgekkst í veröldinni. Hún
gerði grín að sjálfri sér og það var
alltaf gaman að vera nálægt henni.
Lína var hárgreiðslukona og sá
um að túpera móður mína og gera
hana fína fyrir hvers kyns skemmt-
anahöld og svo fór hún líka höndum
um hárið á okkur systrunum þegar
svo bar undir að ógleymdum ferm-
ingargreiðslum. Lína greiddi konum
heima lengi vel en seinna vann hún á
Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Grund við hárgreiðslustörf og þar
held ég hún hafi notið sín. Hún hafði
gott lag á að tala við fólk.
Þegar ég var ung var sjaldan talað
um Línu nema að nefna Begga eig-
inmann hennar í hinu orðinu. Kunn-
ingsskapurinn var ekki síður við þau
hjónin. Það var mikið tilhlökkunar-
efni þegar ég fékk stundum að fara
og gista hjá Línu og Begga. Ein jólin
þegar ég var orðin unglingur fékk ég
í jólagjöf frá þeim hjónum bláan
náttslopp. Lína sagði mér að hún
hefði ákveðið að kaupa lit sem henni
sjálfri fyndist ljótastur af því þá væri
hún viss um að mér myndi líka hann
vel. Svona var Lína, hún gerði sér
grein fyrir því að smekkur unglings
og smekkur hinna fullorðnu væri
ekki endilega sá sami. Sloppurinn
kom að góðum notum og var notaður
lengi.
Lína var líka rómantísk og þegar
ég fluttist seinna austur í sveit þá
sagðist hún alltaf sjá mig fyrir sér í
vagni sem dreginn væri af hestum.
Ferðunum til Línu fækkaði eftir því
sem maður sjálfur eltist og í seinni
tíð hittumst við æ sjaldnar. Þegar
litið er yfir ævi Línu er óhætt að
segja að hún hafi aldrei borist á eða
viljað láta mikið fyrir sér fara. Þrátt
fyrir áföll í lífinu tókst Línu að gleðja
okkur hin þegar við hittum hana.
Síðast hitti ég Línu á Landakoti á
síðasta ári. Þá var hún orðin sjúk af
krabbameini og vissi að hún ætti
ekki afturkvæmt til síns heima. Þá
gladdi það hana mest að segja mér
frá sonum sínum, þeim Kjartani og
Árna, og af högum þeirra og sýna
mér myndir af barnabörnunum og
stolt sagði hún mér sögur af þeim
öllum.
Nú er komið að leiðarlokum.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Ég og fjölskylda mín sendum
Kjartani og Árna og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Jóhanna Friðriksdóttir.
Lína Kjartansdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar