Morgunblaðið - 22.01.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2007 31
Félagslíf
MÍMIR 6007012219 III
Þorrafundur
I.O.O.F. 19 18701228
GIMLI 6007012219 I
Tilkynningar
Skorradalshreppur
Skipulagsmál
Deiliskipulag: Óveruleg breyting á deili-
skipulagi Hvammsskóga í landi
Hvamms, Skorradalshreppi.
Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti
þann 13. desember s.l. tillögu að breytingu á
deilisskipulagi Hvammsskóga.
Breytingin felst í því að frístundalóðir nr. 48 og
50 eru sameinaðar í eina lóð, heimilt verði að
byggja eitt frístundahús og eitt aukahús.
Breyting var auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr.
skipulags- og byggingalaga frá 18. maí til 15.
júní s.l. Frestur til að skila athugasemdum rann
út 29. júní s.l. og barst ein athugasemd innan
þess tíma. Gerð var breyting á auglýstri tillögu
og hún auglýst aftur samkvæmt 1. mgr. 26. gr.
skipulags- og byggingalaga frá 5. september til
3. október s.l. Frestur til að skila athugasemd-
um rann út 17. október s.l. og barst engin
athugasemd innan þess tíma.
Breytingartillagan hefur verið send Skipulags-
stofnun til athugunar sem mun gera athuga-
semdir ef form- og/eða efnisgallar eru á henni.
Breytingin hlýtur gildi við auglýsingu í B-deild
Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um deiliskipu-
lagið og niðurstöðu sveitarstjórnar geta
snúið sér til skipulagsfulltrúa Skorradals-
hrepps.
Grund, 18. janúar 2007,
Oddviti Skorradalshrepps.
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Hnjúkabyggð
33, Blönduósi, föstudaginn 26. janúar 2007 kl. 13:15 á eftir-
farandi eign:
Laxholt, Húnavatnshreppi, þingl. eig. Jón Ísberg, gerðarbeiðandi
Byggðastofnun.
Sýslumaðurinn á Blönduósi,
19. janúar 2007.
Kristín Völundardóttir, settur sýslumaður.
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Sjálfstæðisfélögin
í Kópavogi
Þorrablót
Þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Kópa-
vogi verður haldið í Glersalnum, Sala-
vegi 2, 3. hæð (í sama húsi og Nettó),
laugardaginn 27. janúar 2007.
Borðhald hefst kl. 20.00 en húsið opnað kl. 19.00.
Miðar eru eingöngu seldir í forsölu og fer
miðasala fram þriðjudaginn 23. janúar í
félagsheimili Sjálfstæðisfélags Kópavogs,
Hlíðasmára 19, frá kl. 19.00-21.00.
Einnig er hægt að panta miða hjá Atla Þórssyni
í síma 820 3065. Greiðslukortaþjónusta.
Miðaverð er kr. 4.200.
Takmarkaður sætafjöldi. Tryggið ykkur miða í
tíma. Uppselt hefur verið á þorrablótin undan-
farin ár.
Þorrablótsnefnd.
Atvinnuauglýsingar
Nuddari óskast á
snyrtistofuna Hrund
Upplýsingar gefur Guðrún í síma 899 4025 eða
á hrund@hrund.is.
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is
DR. INGI Rúnar Eðvarðsson pró-
fessor við Háskólann á Akureyri
heldur fyrirlestur í boði Rannsókna-
stofu í vinnuvernd í dag kl. 16.15 um
þekkingarstjórnun í íslenskum smá-
fyrirtækjum. Fyrirlesturinn verður í
Háskóla Íslands, stofu 301 í Árna-
garði.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um
könnun á útbreiðslu og árangri þekk-
ingarstjórnunar í íslenskum smáfyr-
irtækjum. Niðurstöður leiða í ljós að
tiltölulega fá fyrirtæki hafa mótað
sér stefnu um nýtingu þekkingar eða
hafa aflað sér sérstakra þekkingar-
stjórnunarkerfa. Þau fyrirtæki sem
innleitt hafa þekkingarstjórnun telja
að árangur hennar sé mjög mikill.
Samkvæmt könnuninni hefur þekk-
ingarstjórnun m.a. jákvæð áhrif á
umhverfi starfsfólks. Þar má nefna
að hæfni starfsfólks hefur aukist og
að vinnustaðurinn verður meira að-
laðandi í augum þess.
Fyrirlestur um
þekkingar-
stjórnun í ís-
lenskum smá-
fyrirtækjum
JÓNAR Transport gefa hraðflutn-
ing til landsins á viðbótarupplagi
minningardisks um Svandísi Þulu.
Geisladiskur til minningar um
Svandísi Þulu, fimm ára stúlku
sem lést í bílslysi í Reykjavík 2.
desember síðastliðinn, hefur selst
vonum framar og viðbótarupplag
er á leiðinni til landsins. Allur
ágóði sölunnar rennur í söfnun til
stuðnings Nóna Sæ, átta ára bróð-
ur Svandísar Þulu, sem slasaðist
alvarlega.
Jónar Transport leggja sitt af
mörkum með því að flytja geisla-
diskana til landsins og tollafgreiða
þá endurgjaldslaust.
Fyrsta upplagið, 2.000 eintök,
kom til landsins 8. janúar og hafði
þá nánast selst upp í forsölu á
Netinu. Ákveðið var snarlega að
láta framleiða 2.000 eintök til við-
bótar hjá Sony í Salzburg í Aust-
urríki og Jónar munu koma þeim
með hraði hingað heim til dreif-
ingar og sölu fyrir helgina.
Granni Nóna Sæs og fjölskyldu,
Leone Tinganelli, samdi lagið Þula
til minningar um Svandísi Þulu og
hafði frumkvæði að því að gefa út
á diski ásamt þremur öðrum lög-
um. Textann sömdu Leone Tinga-
nelli og Kristján Hreinsson. Hin
lögin á diskinum eru Heyr himna-
smiður með Helga Rafni, Svo
langt að heiman með Margréti
Eiri og Af mestu náð með Páli
Óskari.
Útgáfufyrirtækið Frost annast
útgáfu og dreifingu disksins.
Framlag í
söfnun til
minningar um
Svandísi Þulu
KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis-
flokksins samþykkti á fundi sínum á
laugardag tillögu kjörnefndar um
skipan framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í kjördæminu við alþingis-
kosningarnar 12. maí nk.
Listann skipa eftirtaldir:
1. Kristján Þór Júlíusson, forseti
bæjarstjórnar, Akureyri
2. Arnbjörg Sveinsdóttir, alþing-
ismaður, Seyðisfirði
3. Ólöf Nordal, framkvæmda-
stjóri, Egilsstöðum
4. Þorvaldur Ingvarsson, lækn-
ingaforstjóri, Akureyri
5. Sigríður Ingvarsdóttir, verkefn-
isstjóri, Siglufirði
6. Steinþór Þorsteinsson, háskóla-
nemi, Akureyri
7. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,
viðskiptafræðingur, Eyjafjarðar-
sveit
8. Friðrik Sigurðsson, bóksali,
Húsavík
9. Kristín Ágústsdóttir, landfræð-
ingur, Norðfirði
10. Kristín Linda Jónsdóttir, kúa-
bóndi og ritstjóri, Miðhvammi, Að-
aldal
11. Karl Frímannsson, skólastjóri,
Eyjafjarðarsveit
12. Hjördís Ýrr Skúladóttir,
grunnskólakennari, Hrísey
13. Gunnar Ragnar Jónsson, guð-
fræðinemi, Reyðarfirði
14. Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir,
háskólanemi, Siglufirði
15. Gísli Gunnar Oddgeirsson,
stýrimaður, Grenivík
16. Signý Ormarsdóttir, menning-
arfulltrúi og fatahönnuður, Egils-
stöðum
17. Gunnlaugur J. Magnússon,
rafvirkjameistari, Ólafsfirði
18. Signý Einarsdóttir, húsmóðir,
Raufarhöfn
19. Gunnar Sverrir Ragnars,
framkvæmdastjóri, Akureyri
20. Halldór Blöndal, alþingismað-
ur, Akureyri.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokks í
Norðausturkjördæmi samþykktur
FYRSTA skóflustungan að 1.530 fermetra heilsu-
ræktarstöð World Class á Seltjarnarnesi var tekin í
síðustu viku. Það var Jónmundur Guðmarsson bæj-
arstjóri Seltjarnarness sem hana tók og við tilefnið
sagði hann stöðina verða góða viðbót við glæsilega
íþróttamiðstöð bæjarins, og ágætt dæmi um hvernig
opinberir aðilar geti í samvinnu við einkaaðila
stuðlað að auknum lífsgæðum íbúa.
Nýja heilsuræktarstöðin verður búin fullkomnasta
búnaði til heilsuræktar og öll aðstaða verður eins
og best verður á kosið. Stöðin mun rúma ríflega
2.000 manns en auk líkamsræktaraðstöðu verða þar
æfingasalir, baðstofa og ýmis þægindi í takt við
heilsuræktarstöð World Class í Laugum.
Eigandi nýju World Class-stöðvarinnar eru Laug-
ar ehf. en rekstraraðili Þrek ehf. Björn Leifsson,
eigandi World Class, segir áherslu lagða á að gera
nýju heilsuræktarstöðina sem best úr garði og íbúar
Seltjarnarness og nágrennis fái þarna fyrsta flokks
aðstöðu til heilsuræktar í tengslum við sundlaugina.
Hjá World Class er að auki í undirbúningi heilsu-
ræktarstöð á 16. hæð í turnbyggingu í Smáranum
sem ráðgert er að opna í janúar 2008.
Líkamsrækt Teikning af fyrirhugaðri heilsuræktarstöð World Class á Seltjarnarnesi.
World Class færir út kvíarnar
smáauglýsingar
mbl.is
Fréttir á SMS