Morgunblaðið - 22.01.2007, Síða 44

Morgunblaðið - 22.01.2007, Síða 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 22. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Vaxandi vest- anátt, 5–15 m/s, hvassast norð- vestantil. Hlánar vestantil og einnig austantil með kvöldinu. » 8 Heitast Kaldast 0°C -8°C HJÁLMAR Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista flokksins í Suður- kjördæmi. Hafnaði Hjálmar í þriðja sæti en hann sóttist ásamt Guðna Ágústssyni eftir fyrsta sæti listans og beið lægri hlut. Óskaði Hjálmar Guðna til ham- ingju með sigurinn og sagðist hann styðja dyggilega við bakið á fólkinu á listanum og vonaðist hann til þess að einhver betri maður tæki þriðja sætið. Þá kvaðst hann hafa átt tólf gæfurík og skemmtileg ár á þingi og hann kveddi saddur og glaður. Í öðru sæti í prófkjörinu hafnaði Bjarni Harðarson, blaðamaður og rit- stjóri frá Selfossi, en fjórða sætið hlaut Eygló Harðardóttir, framkvæmdastjóri úr Vestmannaeyjum. Elsa Ingjaldsdóttir hafnaði í fimmta sæti en Lilja Hrund Harðardóttir í því sjötta. Athygli vekur að enginn í sex efstu sætunum utan Hjálmars, sem ekki tekur sæti, er frá Reykjanesi. | 4 Hjálmar á leið úr pólitík Morgunblaðið/Kristinn. Tímamót Hjálmar Árnason hefur verið þingmaður sleitulaust frá árinu 1995. ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknatt- leik verður að sigra Frakka í kvöld í síð- asta leik liðsins í B-riðli heimsmeist- aramótsins í Þýskalandi. Ísland tapaði gegn Úkraínu í gær, 32:29, þar sem fátt gekk upp hjá íslenska liðinu. Ef íslenska liðið nær að leggja Frakka að velli í kvöld verða þrjár þjóðir jafnar með 2 stig hver, Ísland, Frakkland og Úkraína. Komi sú staða upp þá gildir markatalan í innbyrðis leikjum þjóðanna. Það þýðir að Úkraínumenn sitja eftir með sárt ennið þar sem þeir töpuðu fyrir Frökkum með ellefu marka mun. Ísland færi þá áfram í milliriðil með 2 stig, en Frakkar ekkert. Vinni Frakkar Íslend- inga í kvöld eða þá að þjóðirnar skilja jafnar, kemst Ísland ekki áfram. | 6 Sigur gegn Frökk- um eina vonin RÚSSNESKIR flugvirkjar frá Jakútíu í Austur-Síberíu eru um þessar mundir á námskeiði til að afla sér viðhaldsréttinda á Boeing 757-200 vélar hjá Icelandair Techni- cal Services (ITS), systurfélagi Ice- landair, á Keflavíkurflugvelli. Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri ITS, segir að félagið sé í samstarfi við að- ila í Jakútíu, sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun vestrænna flugvéla. „Við höfum verið í sam- vinnuverkefni með þeim við að þjálfa þeirra mannskap og byggja upp viðhaldsaðstöðu og fleira.“ Hluti af þessu verkefni er þjálfun jakútísku flugvirkjanna en þeir eru níu talsins. Komu þeir til Íslands fyrir jól og verða við nám og þjálfun á Keflavíkurflugvelli í 6 til 8 vikur. Starfsmenn ITC munu síðar halda til Rússlands og setja upp við- haldsstöð í Moskvu til að sinna dag- legu viðhaldi við eina 757-200 vél. „Fyrst í stað verður flogið á milli Moskvu og Jakútsk í Jakútíu. Þeir munu reka vélina sjálfir og við mun- um síðan koma að þessu sem ráð- gjafar í tækni- og viðhaldsmálum.“ ITS hefur tekið að sér svipuð verk- efni annars staðar í heiminum en þetta er í fyrsta skipti sem félagið tekur að sér verkefni af þessu tagi í Rússlandi. ,,Rússneskar vélar eru orðnar gamlar og úr sér gengnar og á sama tíma og þær eru að eldast og detta út á sér stað mikil uppsveifla og aukning í flutningum. Við sjáum fram á að það mun verða verulegt innstreymi vestrænna flugvéla til Rússlands á næstunni og mikil þörf fyrir flugvélar og tækniþjónustu. Þetta er okkar fyrsta verkefni á þessu sviði en það er aldrei að vita nema það geti aukist ef vel gengur,“ segir Jens. Jens segir það tímanna tákn nú þegar Bandaríkjamenn eru horfnir frá Keflavíkurflugvelli við brott- hvarf varnarliðsins að hópur Rússa sé þar saman kominn að afla sér þekkingar. ,,Þeir hafa sagt okkur að þeir séu að leita að fleiri vélum og ég reikna með því að við munum sinna viðhaldi og tækniþjónustu fyrir flug- vélaflota þeirra af þessari tegund.“ Jakútískir flugvirkjar fá þjálfun í Keflavík Í HNOTSKURN »Icelandair TechnicalServices (ITS) er í sam- starfi við aðila í Jakútíu sem eru að stíga fyrstu skrefin við notkun vestrænna flug- véla. » ITS hefur tekið að sérsvipuð verkefni annars staðar í heiminum. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is STÓRMÓT ÍR, sem jafnframt var 100 ára af- mælismót félagsins, var fjölsótt en það fór fram í Laugardalshöllinni um helgina. 535 keppendur voru skráðir til leiks og komu þeir alls staðar af landinu frá 22 fé- lögum auk keppenda frá Færeyjum sem voru að keppa í fyrsta skipti á innanhúsmóti á Ís- landi. Mótshaldararnir áttu 163 keppendur á mótinu sem er metþátttaka í sögu félagsins. Morgunblaðið/Golli Að ná settu marki TIL greina kemur að um fimmtíu manna vinnustaður þar sem ál verður fullunnið, muni rísa í tengslum við fyrirhugað álver í Helguvík. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að viðræður standi yfir við tvö fyrirtæki um að reisa verksmiðju. Enn hafi þó ekki verið skrifað undir neitt en málin geti skýrst um mitt þetta ár. Fyr- irtækin hafi verið nokkuð jákvæð. „Við erum einfaldlega farin að geta gert meiri kröfur,“ sagði Árni til útskýringar í samtali í gær. „Við þurfum ekki að knékrjúpa fyrir hverjum áldropa lengur.“ Sem kunnugt er hefur aðeins farið fram frumvinnsla á áli hér- lendis fram að þessu. Tilbúin vara gæti til dæmis verið rafkaplar með álbrynju utan um. Árni segir Log- an Kruger, forstjóra Century Al- uminum, hafa persónulega beitt sér fyrir að þetta megi verða. CA rekur álverið á Grundartanga og yrði rekstraraðili álversins í Helguvík. „Þarna myndi sparast mikill kostnaður, m.a. við flutning og orku, en álið myndi streyma nánast heitt úr álverinu og beint í vinnslu.“ Þá segir hann að meðal annars sé verið að skoða tollaumhverfi fyrir útflutning áls héðan, en ef ál yrði fullunnið hér og sent á Banda- ríkjamarkað, kæmu til nokkuð háir tollar sem þyrfti þá að semja sér- staklega um milli landanna tveggja. Talsvert auðveldara yrði hins vegar að selja fullunnið ál á markaði Evrópusambandsins. „Þurfum ekki að krjúpa fyrir hverjum áldropa“ Viðræður um fullvinnslu áls í Helguvík standa yfir Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is BRÁTT líður að því að almenningur geti borið á sig andlitskrem sem unnið er úr ensímum sem finna má í innyflum þorska. Er það lífefna- fræðingurinn Jón Bragi Bjarnason sem unnið hefur að þróun kremsins undanfarin ár og nú er svo komið að undirbúningsvinnu vegna markaðs- setningar á vörunni er að mestu lok- ið. „Þessu var ýtt úr vör á þriðjudag- inn. Það hefur verið í gangi markaðsþróun og ýmis vinna hjá fyrirtæki í Bretlandi sem nefnist Pure Icelandic. Þeir hafa verið að þróa framsetningu á vörunni, hanna flöskuna, kassana og heimasíðuna,“ segir Jón og bætir við að sagt sé að ef rétt sé að málum staðið geti krem- ið orðið ein mest eftirsótta snyrti- varan í heiminum. „Það eru þessi ensím í þorskinum sem gera þetta svo sérstakt. Í kreminu eru engin rotvarnarefni, engin ilmefni og engin fita og þannig er það ólíkt öllu öðru á markaðnum,“ segir hann. Að sögn Jóns Braga verður hægt að kaupa kremið á heima- síðunni drbragi- .com frá og með mars en þegar er byrjað að framleiða kremið í 50 gramma flöskum en ætlunin er að á endanum verði heil snyrtivörulína fáanleg. Jón Bragi segir að AVS Rannsóknarsjóður sjávarútvegs- ráðuneytisins hafi stutt rannsóknir á ensímunum enda sé mjög hagkvæmt að vinna dýrmæta vöru úr jafn verð- lausum hluta þorsksins og slóginu. Krem úr þorski Jón Bragi ber á sig kremið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.