Morgunblaðið - 19.02.2007, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2007 7
rsdóttir, Ágúst S. Björgvinsson þjálfari,
Ó. Ámundadóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir.
Morgunblaðið/Eggert
ugsdóttir og Helena Sverrisdóttir.
HAUKAR fögnuðu naumum sigri í
Lýsingarbikarkeppni kvenna gegn
Keflavík í Laugardalshöllinni á
laugardag, 78:77. Geysileg spenna
var undir lok leiksins, sem var
hraður og jafn, þegar TaKesha
Watson, leikmaður Keflavíkur,
fékk tvö vítaskot þegar tvær sek-
úndur voru eftir af leiktímanum og
staðan 78:76.
Hún hitti ekki úr fyrra skotinu og
þar með fór síðasta færi Keflavíkur
forgörðum. Þetta var í fjórða sinn
sem Haukar sigra í bikarkeppninni.
Ifeoma Okonkwo var stigahæst í
liði Hauka með 24 stig og hún tók
10 fráköst. Helena Sverrisdóttir
skoraði 23 stig og tók 14 fráköst.
Pálína Guðlaugsdóttir skoraði 12
stig fyrir Hauka.
TaKesha Watson skoraði 19 stig
fyrir Keflavík, María Ben Erlings-
dóttir var með 18 stig og Bryndís
Guðmundsdóttir skoraði 15.
Haukar
fögnuðu
sigri
„ÞETTA var rosalegur leikur og
hreint út sagt yndislegt að ná að
landa bikarnum,“ sagði Pálína
Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka,
sem er klárlega einn allra besti
varnarmaður landsins. „Við vissum
vel að þessi leikur yrði erfiður enda
eru Keflavíkurstelpurnar með mjög
gott lið sem erfitt er við að eiga.
Þetta var mjög tæpt í lokin en að
mínu mati höfðum við aðeins meiri
sigurvilja og það held ég að hafi
skilað okkur sigrinum.“
Pálína var alveg með dagskrána
á hreinu: „Við fögnum ærlega í
kvöld, enda eigum við það skilið, en
síðan förum við að undirbúa okkur
fyrir framhaldið því við erum
hvergi nærri hættar; það eru tveir
aðrir titlar í boði og við ætlum að
taka þá báða og sýna fram á með
áþreifanlegum hætti að við höfum á
að skipa besta liði landsins,“ sagði
varnarjaxlinn og baráttuhundurinn
Pálína Gunnlaugsdóttir.
„Höfum á
að skipa
besta liði
landsins“
Eftir Svan Má Snorrason
„Þær stóðu sig með sóma, lögðu lík-
ama og sál að veði en því miður
dugði það ekki, það munaði afskap-
lega litlu og þær geta stoltar gengið
frá þessu dagsverki – ég er stoltur
af þeim,“ sagði Jón Halldór og
bætti þessu við: „Leikurinn var góð-
ur, það var boðið upp á allt það sem
góðan leik má prýða og leikmenn
beggja liða lögðu sig fram eftir
megni og held ég að allir þeir sem
sáu leikinn geti og muni taka undir
það.“
En hvað skyldi Jón Halldór segja
um framtíð kvennakörfuboltans í
Keflavík?
„Hún er björt, ég fer ekki af
þeirri skoðun. Hér hefur átt sér
stað góð uppbygging og liðið án efa
styrkst frá því í fyrra. Markið er
ávallt sett hátt í Keflavík og þar er
hefð fyrir því að vinna til titla.
Haukastelpur, sem eru með frábært
lið, hafa náð frumkvæðinu af okkur
en það er ætlun okkar að ná því aft-
ur og ég tel allar forsendur vera til
þess. Eftir því sem liðið fær meiri
reynslu og trú á eigin getu verður
leiðin að markmiðinu, því að landa
titlum, auðveldari og við ætlum að
ná alla leið á næstu tímabili og
tímabilum. Við verðum að sjá til
með hversu langt við náum í vor.“
Eins og áður sagði nefndi Jón
Halldór að Haukaliðið væri gott en
þó vildi hann sérstaklega minnast á
þátt Helenu Sverrisdóttur: „Það er
gríðarlegur plús fyrir Haukaliðið að
hafa innanborðs eins frábæran leik-
mann og Helena svo sannarlega er;
hún er í raun ígildi Kana og það
segir meira en mörg orð. Við skul-
um því sjá til hvernig Haukaliðinu
mun reiða af án hennar á næsta
ári,“ sagði kankvís Jón Halldór Eð-
valdsson.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, segir Haukaliðið gott
„Helena er ígildi Kana“
ÞJÁLFARI Keflavíkurstúlkna heit-
ir Jón Halldór Eðvaldsson og er
þetta fyrsta tímabil hans með liðið.
Hann er þó enginn nýgræðingur í
þjálfun og hefur til að mynda þjálf-
að margar af stelpunum í liðinu í
dag í yngri flokkunum og þekkti
því vel til þeirra flestra áður en
hann tók að sér starfið. Hann sagð-
ist í leikslok vera stoltur af sínum
stelpum og má hann vera það.
Í sérflokki Helena Sverrisdóttir fyrirlið Hauka er án efa sterkasti leik-
maður deildarinnar og fær hrós frá þjálfara Keflavíkur, Jóni Eðvaldssyni.
Eftir Svan Má Snorrason
María var að vonum sár og svekkt
að bikarúrslitaleiknum loknum – að
hafa tapað fyrir Haukum – en bar
sig engu að síður mjög vel. „Það er
auðvitað mjög sárt að tapa svona
leik en þetta gat farið á hvorn veg-
inn sem var. Spennan var mikil og
við mættum virkilega tilbúnar í
þennan slag en því miður dugði það
okkur ekki að þessu sinni,“ sagði
María að leik loknum og bætti
þessu við. “Við erum með mjög gott
lið og frábæran þjálfara – liðið er
einnig mjög ungt og á mikið inni. Á
næstu árum mun þetta lið láta mik-
ið að sér kveða, ég er sannfærð um
það.“
María, sem er nemandi á nátt-
úrufræðibraut Fjölbrautaskólans á
Suðurnesjum og stefnir á útskrift í
vor, mun líklega ekki taka mikinn
þátt í þeim uppgangi á næstu árum
því hún tjáir blaðamanni, aðspurð,
að hún sé að loknu þessu tímabili að
hverfa á braut og halda á vit æv-
intýranna í henni Ameríku: „Það er
nánast frágengið að ég fari í skóla í
Bandaríkjunum að loknu þessu
keppnistímabili.“
Hvaða skóli er það?
„Hann heitir The University of
Texas–Pan American, og ég hlakka
mikið til að takast þar á við ný
verkefni í nýju umhverfi.“
María segir að ekki komi annað
til greina en að ljúka tímabilinu
með titli.
„Eins og ég sagði var verulega
sárt að tapa þessum leik og því er
stefnan klárlega sett á að ljúka
tímabilinu sem Íslandsmeistari og
ég er á því að við höfum alla burði
til þess. Við sýndum hvað við getum
í þessum bikarúrslitaleik en villu-
vandræði og léleg vítanýting settu
strik í reikninginn. Við eigum án
efa mikið inni og það er okkar að
sýna það á áþreifanlegan hátt í úr-
slitakeppninni í vor; annað kemur
einfaldlega alls ekki til greina og þá
hefnum við fyrir þetta tap í dag,“
sagði María Ben.
Á ferðinni María Ben Erlingsdóttir leikmaður Keflavíkur hættir að leika með liðinu í vor.
María Ben er á
leið til Texas
HÚN er einn allra besti körfuknatt-
leiksleikmaður landsins, miðherji
af guðs náð, og hefur virkilega sýnt
úr hverju hún er gerð á þessu
keppnistímabili. María Ben Erlings-
dóttir er átján ára gömul og leikur
lykilhlutverk hjá hinu unga og efni-
lega liði Keflavíkur.
hvað er,“ sagði kampakátur þjálf-
ari Haukastelpna, Ágúst S. Björg-
vinsson.
gur í
vel í
f eitt-
r Hauka fagnaði fyrsta titli sínum á
efur leikið vel með Hafnarfjarðarliðinu.