Morgunblaðið - 19.02.2007, Page 11

Morgunblaðið - 19.02.2007, Page 11
Arnar Grétarsson 2, Kristinn Steindórs- son 2, Guðmann Þórisson – Bjarni Rúnar Einarsson, Ingi Rafn Ingibergsson, Stef- án Björn Hauksson. Keflavík – Þróttur R............................ 6:4 Einar Örn Einarsson 3, Baldur Sigurðs- son, Guðmundur Steinarsson, Magnús Þorsteinsson – Arnljótur Ástvaldsson, Haukur Páll Sigurðsson, Andrés Vil- hjálmsson, Magnús Már Lúðvíksson. Norðurlandsmótið Powarademótið: Huginn – Völsungur............................. 1:3 Guðmundur Magnússon 9. – Elfar Árni Aðalsteinsson 65., Þór Kárason 70., Hall- grímur Steingrímsson 90. Dalvík/Reynir – Huginn...................... 2:2 Staðan: KA 5 4 1 0 21:8 13 Dalvík/Reynir 5 3 2 0 13:9 11 Þór 4 2 1 1 10:3 7 Huginn 6 1 2 3 97:21 5 Völsungur 4 1 0 3 8:11 3 Tindastóll 4 0 3 1 8:12 3 Magni 4 0 1 3 8:13 1 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2007 11 íþróttir Eftir Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Heimamenn byrjuðu leikinn betur og skytturnar Magnús Stefánsson og Einar Logi Friðjónsson voru í aðalhlutverki. Um leið og Stjörnu- menn náðu að loka á þá hrundi leik- ur Akureyringa og Stjarnan raðaði inn hraðaupphlaupsmörkum. Fjög- ur í röð skiluðu Stjörnunni fimm marka forystu og var Elías Már Halldórsson eins og eimreið í áætl- unarferðum fram völlinn. Heima- menn náðu aðeins að bæta leik sinn og héldu í horfinu en staðan í hálf- leik var 12:17. Þess má geta að að- eins þrír leikmenn Akureyrar sáu um að skora mörkin í hálfleiknum. Eitthvert slen var yfir liðunum í upphafi síðari hálfleiks og hver sóknin á fætur annarri fór í súginn. Heimamenn klúðruðu sex fyrstu sóknum sínum og virtust endanlega úr leik. Þá kom fínn kafli og þeir nýttu fimm sóknir í röð. Munurinn sem var orðinn sex mörk fór niður í þrjú og þeir fáu áhorfendur sem mættu á leikinn lifnuðu við. Vonir þeirra slokknuðu skömmu síðar því aftur hrökk allt í baklás hjá Ak- ureyringum. Stjarnan knésetti þá með því að skora úr tíu af ellefu sóknum sínum á meðan heimamenn skiluðu aðeins fjórum mörkum. Munurinn var þá kominn í níu mörk og sigurinn því tryggður en Akureyringar náðu að laga stöðuna í restina. Sterk vörn Stjörnunnar lagði grunninn að þeirra sigri. Volodmir Kysil fór þar fremstur í flokki en hann hélt línumönnum Akureyrar alveg niðri. Hornamenn Akureyrar sáust varla í leiknum og þurftu skytturnar því að bera uppi sókn- arleikinn. Einar Logi var slakur en eini ljósi punkturinn í leik Ak- ureyringa var frammistaða Magn- úsar Stefánssonar sem sýndi loks sitt rétta andlit. Sóknarnýting Stjörnunnar var frábær í fyrri hálf- leik en vörnin lagði grunninn að sex hraðaupphlaupsmörkum. Þrjú í viðbót komu í þeim síðari en hraða- upphlaup heimamanna voru hræði- lega illa nýtt. Í heildina spiluðu leikmenn Stjörnunnar vel og því erfitt að taka einhverja út sem bestu menn. Heimamenn verða að fara að hugsa sinn gang eftir skip- brot í tveimur síðustu leikjum. Ætla mætti að flestir þeirra hefðu verið að spara orkuna svo þeir gætu átt huggulega kvöldstund með konunni, enda konudagurinn í gær. Morgunblaðið/ Þórir Ó Tryggvason Í dauðafæri Stjörnumaðurinn David Kekelia kominn á auðann sjó og í þann mund að skora eitt sex marka sinna gegn Akureyri í gær án þess að hvorki Þorvaldur Þorvaldsson né Aigars Lazdins fái rönd við reist. Stjarnan burstaði Akureyringa SJÖRNUSTRÁKAR gerðu góða ferð til Akureyrar í gær. Þeir spiluðu við slakt lið heimamanna og sigruðu örugglega með sjö mörk- um, 31:24. Patrekur Jóhannesson var ekki í liði Stjörnunnar vegna veikinda en það virtist ekki há Garðbæingum. Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með því að spila frábæra vörn og hraðaupp- hlaupsmörkin hrönnuðust upp. Kristján Halldórsson þjálfari er greinilega að gera vel og Stjarnan gæti hæglega landað Íslandsmeist- aratitlinum áður en yfir lýkur. Nú er liðið fjórum stigum frá toppnum. Akureyringar virðast enn vera í jólafríi og þeirra bíður nú ekkert nema hörð og erfið fallbarátta en liðið á eftir að spila þrjá heimaleiki en fimm á útivelli.            (      )  *              !     !  + , # $ %& & $       MIKIÐ var skorað í leikjum fyrstu umferðar í deildabikarkeppni karla, Lengjubikarnum, sem fram fór um helgina. 35 mörk voru skoruð í leikj- um sex eða tæp sex mörk að með- altali í leik.  Íslandsmeistarar FH burstuðu Grindvíkinga, 5:0. Sigurvin Ólafsson skoraði tvö fyrstu mörk FH-inga í fyrri hálfleik og í þeim síðari bættu Tryggvi Guðmundsson, Guðmundur Sævarsson og Matthías Guðmunds- son við þremur mörkum en Matthías gekk í raðir FH frá Val í haust.  Fylkismenn lögðu Stjörnuna, 4:2, þar sem hinn 18 ára gamli Kjartan Andri Baldvinsson skoraði tvö mörk fyrir Árbæjarliðið. Páll Einarsson skoraði fyrsta mark Fylkis úr víta- spyrnu og jafnaði metin og fjórða mark Fylkismanna skoraði Daninn Cristian Cristiansen. Guðjón Bald- vinsson skoraði bæði mörk Garða- bæjarliðsins.  Valur sigraði Víking, 2:1, í Egils- höllinni. Daníel Hjaltason, fyrrum leikmaður Víkings, skoraði fyrsta markið og fyrirliðinn Sigurbjörn Hreiðarsson bætti við öðru fyrir hlé. Tíu mínútum fyrir leikslok minnk- aði Arnar Jón Sigurgeirsson mun- inn fyrir Víkinga.  Breiðablik hafði betur gegn ÍBV, 5:3, í hörkuleik en Eyjamenn náðu þrívegis yfirhöndinni í leiknum. Arnar Grétarsson skoraði tvö af mörkum Blikanna og komu þau bæði frá vítapunktinum og hinn ungi Kristinn Steindórsson skoraði einnig tvö mörk fyrir Kópavogs- liðið.  Einar Örn Einarsson tryggði bik- armeisturum Keflavíkur sigur á Þrótti en í miklum markaleik hafði Keflavík betur, 6:4. Þróttarar kom- ust í 4:3 tíu mínútum fyrir leikslok en Einar Örn skoraði þrennu á síð- ustu sjö mínútum leiksins.  HK, sem leikur í fyrsta sinn í efstu deild í sumar, vann góðan sig- ur á KA í Boganum í gær, 3:0. Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði fyrsta markið á 25. mínútu og vara- mennirnir Hörður Magnússon og Kristján Ari Halldórsson bættu við tveimur mörkum á lokakafla leiks- ins. Mikið skorað í deildabikarnum STUÐNINGSMENN Boston Celtic í NBA-deildinni hafa ekki getað glaðst yfir gengi liðsins í vetur en þeir geta glaðst yfir því að Gerald Green, leikmaður Celtic, sigraði í troðslukeppni NBA í nótt í Las Ve- gas. Green fékk 50 stig frá öllum dómurum keppninnar fyrir loka- atriði sitt og dugði það til sigurs en Nate Robinson frá New York Knicks virtist líklegur til þess að verja titil sinn frá því í fyrra. „Ég hef alltaf látið mig dreyma um að sigra í troðslukeppninni og ég get varla lýst því hve spenntur ég er þegar draumurinn hefur ræst,“ sagði Green en hann stökk yfir borð í lokaatriðinu og gerði „vindmylluhreyfingu“ með hönd- unum áður en hann tróð boltanum ofan í körfuhringinn sem er í 3,05 metra hæð. Jason Kapono úr Miami Heat sigraði í þriggja stiga skotkeppn- inni. Þar jafnaði hann met Mark Price í lokaumferðinni og fékk alls 24 stig en Gilbert Arenas, leik- maður Washington Wizards, varð annar en hann fékk 23 stig í fyrstu umferð en aðeins 17 stig í loka- umferðinni. Þjóðverjinn Dirk No- witzki úr Dallas Mavericks fékk 20 stig í fyrstu umferð en aðeins 9 stig í lokaumferðinni. Dwyane Wade úr meistaraliði Miami Heat sigraði í skot og færnikeppni deildarinnar en þar kom hann í mark á tímanum 26,4 sekúndum og bætti tíma Kobe Bryant sem notaði 29,8 sekúndur til þess að ljúka við þrautirnar. Green með bestu tilþrifin Reuters Tilþrif Gerald Green úr Boston Celtic sýnir hér glæsileg tilþrif í troðslu- keppninni en hann bar sigur úr býtum í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Iceland Express: Kennaraháskólinn: ÍS – Hamar...........19.15 1.deild karla ÍS-KA..........................................................0:3 (25:27, 17:25, 23:25) ÍS-KA..........................................................2:3 (28:30, 28:26, 25:23,17:25,11:15) Þróttur R-Stjarnan...................................1:3 (20:25,13:25, 25:21, 21:25) Brosbikar karla, 2. umferð Hrunamenn – KA .....................................2:3 (25:23, 21:25, 25:17, 20:25, 8:15) 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.