Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 1
Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is ÍR-ingurinn Vilhjálmur Einarsson, silfurverðlaunahafi á Ólympíuleik- unum í Melbourne og Íslandsmet- hafi í þrístökki, hefur hlotið nafn- bótina, fimm sinnum, þar af þrjú fyrstu árin, 1956, 1957 og 1958. Val- björn Þorláksson var félagsmaður í ÍR þegar hann hreppti hnossið 1959 áður en röðin kom aftur að Vil- hjálmi árið 1960 og 1961. Enginn hefur oftar verið kjörinn Íþrótta- maður ársins en Vilhjálmur. Sundmaðurinn Guðmundur Gísla- son var kjörinn íþróttamaður ársins 1962 og Íslandmethafinn í hástökki, Jón Þ. Ólafsson árið þar á eftir. Guðmundur og Jón Þ. eru jafn- gamlir voru skólabræður í grunn- skóla og mættust í sveinakeppni Reykjavíkur í frjálsíþróttum árið 1957 þegar báðir voru að hefja sinn íþróttaferil. Guðmundur sneri sér síðan að sundi og setti um 170 Ís- landsmet á löngum og sigursælum ferli en Jón hélt sínu striki og varð einn fremsti hástökkvari Evrópu á sjöunda áratugnum. Þess má til gamans geta að Guðmundur varð fyrstur Íslendinga til þess að keppa á fernum Ólympíuleiku, 1960, 1964, 1968 og 1972. Erlendur Valdimarsson, Íslands- methafi í kringlu- og sleggjukasti, varð næsti ÍR-ingum til þess að hreppa nafnbótina eftirsóttu. Er- lendur var kjörinn Íþróttamaður ársins árið 1970, þá 23 ára gamall. Eftir þetta urðu ÍR-ingar að bíða til ársins 1982 að maður úr þeirra röðum varð næst valinn Íþrótta- maður ársins. Þá var Óskar Jak- obsson, hinn fjölhæfi og sterki kast- ari, kjörinn. Hann hafði um nokkurt skeið getið sér orð sem spjótkastari, kringlukastari og síð- ar kúluvarpari með góðum árangri. Sjöundi liðsmaður ÍR sem kjör- inn var Íþróttamaður ársins var Vala Flosadóttir, bronsverðlauna- hafi í stangarstökki á Ólympíuleik- unum árið 2000. Hún hlaut yfir- burðakosningu, fékk 440 stig af 460 mögulegum. ÍR á flesta Íþróttamenn ársins ÍÞRÓTTAMENN úr röðum ÍR hafa ellefu sinnum verið kjörnir Íþróttamenn árs- ins af Samtökum íþróttafréttamanna frá því að kjörið fór fyrst fram árið 1956. Þar af einokuðu ÍR-ingar kjörið fyrstu átta árin sem það fór fram. Alls eru þetta sjö íþróttamenn, sex karlar og ein kona. Ekkert íþróttafélag státar af viðlíka ár- angri þegar listi yfir Íþróttamenn ársins og félög þeirra er skoðaður. laugardagur 10. 3. 2007 íþróttir mbl.is Prinsarnir fimm léku stórt hlutverk hjá gullliði ÍR >> 6 „SILFURMAÐURINN“ ÍR-INGAR HAFA ÁTT TVO VERÐLAUNAHAFA Á ÓLYMPÍULEIKUM – 1956 OG 2000 >> 5 OG 7 LEIKMENN ÍR-liðsins í körfu- knattleik karla færðu Íþrótta- félagi Reykjavíkur fyrtstu af- mælisgjöfina á dögunum er þeir fögnuðu bikarmeist- aratitlinum. Hér á myndinni til hliðar má sjá þá Ólaf Þórisson, Ómar Örn Sævarsson og Hreggvið S. Magnússon með bikarinn. Þess má geta að leikmenn ÍR-liðsins færðu ÍR Íslands- meistaratitil að gjöf á 50 ára afmæli félagsins 1957 og einn- ig á 70 ára afmælinu 1977. Sagt er frá hinni sigursælu sveit ÍR-inga og litríkustu leik- mönnunum, prinsunum fimm, sem urðu 15 sinnum Íslands- meistarar á 23 árum, í blaðinu. » 6 og 7 Fyrsta afmælis- gjöfin NAFN Guðmundar Þórarins- sonar, frjálsíþróttaþjálfara, er tengt ÍR órjúfanlegum bönd- um. Hann var frjáls- íþróttaþjálfari félagsins um fjörutíu ára skeið frá 1950 til 1990, að unanskildu fimm ára tímabili á öndverðum sjöunda áratuggnum, þegar hann þjálfaði í Norrköping í Sví- þjóð. „Guðmundur var allt í öllu hjá félaginu jafnhliða því að vera framúrskarandi þjálfari. Hann hafði umsjón með get- raunasölunni árum saman og var einnig húsvörður í ÍR- heimilinu ásamt ýmsu öðru,“ segir Jón Þór Ólafsson, fyrr- verandi Íslandsmethafi í há- stökki. „Guðmundur vann alveg gríðarlega mikið og óeig- ingjarnt starf fyrir ÍR sem aldrei verður metið að fullu,“ segir Jón ennfremur. „Heimili Guðmundar var eins og fé- lagsheimili og var opið öllum. Hann var vakinn og sofinn í starfi sínu fyrir félagið allan ársins hring og alltaf létt- klæddur hvernig sem viðr- aði.“ Undir stjórn Guðmundar varð ÍR bikarmeistari 16 ár í röð, frá 1972 til 1987. Liðið hafnaði í 3. sæti árið eftir en vann síðan sautjánda sigur sinn með Guðmund í þjálf- arasæti árið 1989. Guðmund- ur var allt í öllu Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.