Morgunblaðið - 30.05.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 145. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
KASSETTAN
FRÉTTIR AF ANDLÁTI HENNAR
VIRÐAST STÓRLEGA ÝKTAR >> 42
ALLT VAR ÖÐRUVÍSI
FYRIR FJÖRUTÍU ÁRUM
Í SKÓLANUM
LITIÐ UM ÖXL >> 20
FRÉTTASKÝRING
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
ÁSÓKN í viðskiptatengt háskólanám
hefur sennilega aldrei verið meiri.
Stöðugur straumur er í grunnnám í
viðskiptatengdu námi við háskólana
fjóra sem bjóða upp á slíkt, en mest
er aukningin hins vegar í meistara-
námi. Áshildur Bragadóttir, kynning-
arstjóri viðskipta- og hagfræðideildar
Háskóla Íslands, segir að gera megi
ráð fyrir að um 1.500 manns stundi
nám við deildina næsta vetur og að
deildin sé sú þriðja stærsta í skólan-
um. Steinn Jóhannsson, forstöðu-
maður kennslusviðs Háskólans í
Reykjavík, kveður að búast megi við
að um 1.000 nemendur leggi stund á
viðskiptafræði við skólann næsta vet-
ur. Í viðskiptaháskólanum á Bifröst
reikna menn með því að í kringum
500 nemendur stundi nám við við-
skiptafræðideild skólans. Um 330
stunduðu nám í viðskiptafræði við
Háskólann á Akureyri í fyrra og ætla
má að álíka margir hafi stundað nám í
viðskipta- og hagfræði utan land-
steinanna á sama tíma. Séu þessar
tölur teknar saman má ráð fyrir því
gera að í kringum 3.500 manns leggi
stund á viðskiptatengt háskólanám
um þessar mundir. Samkvæmt tölum
frá Hagstofu voru háskólanemendur í
fyrra 16.738 og samkvæmt því leggur
rúmur fimmtungur íslenskra há-
skólanema stund á viðskiptafræði eða
tengt nám.
Framtíðarhorfur góðar
Sú spurning vaknar hvort eftir-
spurn eftir viðskiptamenntuðu fólki
dali ekki eftir því sem fleiri útskrifast.
„Atvinnulífið kallar eftir fólki með
þessa menntun og það virðist vera
auðvelt fyrir nemendur okkar að fá
vinnu,“ segir Áshildur Bragadóttir
hjá HÍ. Steinn Jóhannsson hjá HR
tekur undir með henni. „Á meðan
fjármála- og bankastarfsemi er á
jafnmikilli uppleið og raun ber vitni
er næga vinnu að hafa og framtíð-
arhorfur eru ekki slæmar hjá þessum
hópi,“ segir hann. Þau eru sammála
um að almennt viðskiptanám hafi
reynst mörgum prýðisgóður grunn-
ur, en þróunin nú sé sú að æ fleiri
leggi stund á meistaranám í greininni
til þess að efla samkeppnisstöðu sína
á vinnumarkaði og skapa sér ákveðna
sérstöðu.
Viðskipta-
nám í
blóma
20% háskólanema í
viðskiptatengdu námi
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
HULDA Sigurðardóttir má teljast
heppin að hafa ekki slasað sig þeg-
ar hún fékk gæs inn um fram-
rúðuna hjá sér sl. mánudag. Hulda
var ein í bíl sínum að aka skammt
frá ferðamannamiðstöðinni við Gull-
foss þegar hún mætti gæsinni.
„Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég
var að keyra í rólegheitum þegar
ég sá gæs fljúga á móti mér. Mér
fannst hún vera á mikilli ferð og
reyndi að draga úr hraðanum, en
hún kom bara beint inn um rúðuna
hjá mér. Hún féll svo niður í far-
þegasætið. Gæs-
in öskraði alveg
svakalega, en
datt svo niður á
gólfið og drapst,“
sagði Hulda þeg-
ar hún var beðin
að lýsa því sem
gerðist. Hún
sagði að þetta
hefði verið stór
og mikil gæs og
hálf rúðan farið í mask. Hún sagð-
ist hrósa happi yfir því að hún
skyldi hafa verið ein á ferð því ef
einhver hefði setið í farþegasætinu
væri alveg ljóst að viðkomandi
hefði slasast. Hulda sagðist hafa
verið mjög stressuð með gæsina lif-
andi í bílnum.
„Gæsin öskraði og öskraði og ég
öskraði bara á móti. Þegar hún
hætti að öskra róaðist ég. Ég
stoppaði hins vegar ekki bílinn
heldur hélt bara áfram og keyrði
upp að Gullfosskaffi þar sem ég
vinn. Þar tók vinur minn gæsina úr
bílnum. Hún var þá dauð,“ sagði
Hulda.
Bíllinn var dreginn til Reykjavík-
ur vegna þess að enginn treysti sér
til að aka honum í því ástandi sem
hann var í, auk þess sem hann var
blóðugur og þakinn fiðri að innan.
Mótar fyrir gæs Fuglinn var stór og mikill og hálf rúðan fór í mask. Gæsin drapst að endingu eftir mikil öskur.
Hulda
Sigurðardóttir
„Ég öskraði bara á móti“
19 ára stúlka fékk gæs inn um bílrúðuna rétt hjá Gullfossi
Ljósmynd/Hulda Sigurðardóttir
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„MÁLIÐ er ósköp einfaldlega það af
hálfu Landsvirkjunar að þau fyrir-
tæki sem starfa og taka að sér verk
fyrir Landsvirkjun eru skyldug til að
fylgja íslenskum lögum, reglum og
kjarasamningum að öllu leyti,“ segir
Friðrik Sophusson, forstjóri Lands-
virkjunar, um ásakanir fyrrverandi
starfsmanna Impregilo um slæman
aðbúnað verkafólks á Kárahnjúka-
svæðinu.
„Við ætlumst til þess að þessir
verktakar fari í öllu eftir þeim
reglum sem hér gilda og ef það kem-
ur í ljós að þeir brjóta þær reglur þá
bera þeir að sjálfsögðu ábyrgð eins
og allir aðrir á því.
Við teljum það vera mjög alvarlegt
þegar verktakar hjá okkur brjóta
reglur og þá gild-
ir einu hvort þeir
eru innlendir eða
erlendir. Þeim
ber að fara eftir
reglunum og und-
ir það skrifa þeir
þegar þeir gera
við okkur samn-
inga.“
Umræddir aðil-
ar eru Portúgali sem starfaði sem
verkamaður á Kárahnjúkum og ís-
lensk kona, Hrafndís Bára Einars-
dóttir, sem var sagt upp störfum hjá
öryggisdeild Impregilo í febrúar sl.
Aðspurð um ásakanirnar segir Jó-
hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð-
herra að ef rétt reynist sé um mjög
alvarlegt mál að ræða.
Vinnumálastofnun muni rannsaka
ásakanirnar og samráðsnefnd í fé-
lagsmálaráðuneytinu muni einnig
skoða þær og funda um málið.
Hrafndís Bára segist hafa beðið
með að koma með upplýsingar um
hræðilegan aðbúnað á svæðinu
þangað til lýsingar Portúgalans
komust í hámæli. Meðal þess sem
hún hafi orðið vitni að sé að verka-
menn hafi verið án kyndingar í allt
að 28 stiga frosti vegna rafmagns-
leysis. Hún hafi ekki trú á öðru en að
Vinnueftirlitið hafi vitað af þessu til-
viki og að það hefði átt að „grípa fyr-
ir hendur Impregilo“.
Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri
Vinnueftirlitsins, segist ekki hafa
heyrt um þetta tilvik. Hann segir
málið verða skoðað og leggur
áherslu á að Vinnueftirlitið hafi lagt
fram fjölda fyrirmæla um úrbætur á
aðbúnaði og öryggi á Kárahnjúka-
svæðinu.
Impregilo hafnar alfarið ásökun-
um portúgalska starfsmannsins
fyrrverandi í yfirlýsingu í Morgun-
blaðinu í dag og vekur fyrirtækið at-
hygli á því að maðurinn hafi aðeins
starfað við gangagerð á virkjunar-
svæðinu í tæpar tvær vikur.
Ætlast til að verktakar
fari í öllu eftir reglunum
Friðrik
Sophusson
Í HNOTSKURN
»Lýsingar portúgalskaverkamannsins á slæmum
aðbúnaði á Kárahnjúkum hafa
vakið athygli í Portúgal.
»Hyggst sendiherra Portú-gals í Noregi koma til Ís-
lands til að kynna sér aðbúnað
á vinnusvæðinu.
Vildi ekki leika hetju | 4
Yfirlýsing | 9
ÓBYGGÐANEFND úrskurðaði í
gær í þjóðlendumálum á svæði fimm,
Norðausturlandi. Lögmenn ríkisins
og landeigenda eru sammála um að
nefndin hafi að miklu leyti fylgt kröf-
um ríkisins en telja almennt of
snemmt að segja til um hverju verði
skotið til dómstóla.
Fimm úrskurðir féllu í gær. Tveir
þeirra ná yfir svæði sem liggja norð-
an við Vatnajökul. Hafa umrædd
landsvæði verið til umræðu vegna
deilna landeigenda á svæðinu við
Landsvirkjun um verðmæti réttinda
yfir vatni sem nýtt verður í Kára-
hnjúkavirkjun. „Verði þetta niður-
staðan þá á ríkið 60-70% af vatns-
réttindunum, bæði sem eigandi
ríkisjarða og þjóðlendna,“ segir Jón
Jónsson, einn lögmanna landeiganda
í vatnsréttindamálinu.
Ólafur Björnsson, lögmaður ann-
arra landeigenda á svæðinu, segir að
úrskurðirnir virðist við fyrstu sýn
vera nokkuð harðir og að sér sýnist
ekki hafa verið tekið tillit til nýfall-
inna dóma Hæstaréttar vegna jarða
nærri Mýrdalsjökli. Í þeim málum
hafi vafi að einhverju leyti verið
skýrður landeigendum í vil en sér
sýnist ekki þurfa mikið til að landa-
merkjabréf séu dregin í efa í úr-
skurðum óbyggðanefndar frá því í
gær. Hann bendir á að raunar sé af-
staða Hæstaréttar til gildis landa-
merkjabréfa umdeild en bréfin hafa
ekki dugað ein og sér. | 27
Réttindi
skipta um
hendur
Úrskurðað í þjóð-
lendumálum í gær