Morgunblaðið - 30.05.2007, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞESSI stétta-
skipting kemur
fram alls staðar í
þessu litla sam-
félagi á Kárahnjúk-
um,“ segir Hrafndís
Bára Einarsdóttir,
fyrrverandi starfs-
maður örygg-
isdeildar Impregilo,
um ásakanir portú-
galsks verkamanns
í fjölmiðlum heimalands síns um
slæma framkomu við verkafólkið.
Hrafndís segir þessa stéttaskiptingu
ekki bara koma fram í vinnutímanum,
hennar verði einnig vart í búðunum, í
mötuneytinu og jafnvel í frítímanum.
„Tökum eitt dæmi. Núna í vetur
þegar ég var að vinna þarna kom fyrir
að svæðið varð rafmagnslaust. Það
gerðist eitthvað og á meðan verið var
að vinna að biluninni tók varaaflstöð
svæðisins við. Því var lokað fyrir raf-
magn inn á búðirnar meðan verið var
að vinna á skrifstofum og í mötuneyti
og svo öfugt.
Varaaflstöðin hafði ekki nægjan-
lega mikið rafmagn til að kynda allar
vinnubúðaeiningarnar. Þar af leið-
andi voru valdar tvær til þrjár ein-
ingar sem fengu ekkert rafmagn yfir
nóttina í 23 til 28 gráða frosti. Þessi
stéttaskipting olli því að hinir verra
settu verkamenn fengu ekkert raf-
magn í a.m.k. næturbil.“
Hún segir kuldann hafa verið
mikinn enda slökkt á rafmagns-
ofnunum í einingunum. Verkamenn-
irnir hafi ekki vitað hvað þeir áttu að
gera.
Goggunarröð á vinnusvæðinu
Hrafndís segir portúgalska verka-
menn, ásamt kínverskum starfs-
bræðrum sínum, tilheyra undirstétt.
Væru þeir ofar í „goggunarröðinni“
kynni málið að horfa öðruvísi við.
„Í þessari goggunarröð sitja þeir
efstir Ítalirnir í stöðum yfirmanna
Impregilo. Næst koma Íslendingar
þar sem þeir vita að það er lítið hægt
að stugga við okkur þar sem við vitum
að við getum leitað réttar okkar.“
Hún tekur undir ásakanir portú-
galska starfsmannsins, orð hans um
ómanneskjulegan aðbúnað séu rétt.
„Við myndum aldrei sætta okkur
við það að vinna við þær aðstæður
sem þeir gera, sérstaklega í ganga-
vinnunni. Það eru til myndir af því
þar sem menn vaða vatn upp að
hnjám í lokuðum göngum með lélegri
loftræstingu.“
Hrafndís segir erlendum starfs-
mönnum hótað að verða sendir heim
verði þeir með „vesen“, sem „flokkist
undir kúgun“. Þeir megi ekkert gera
og með því að senda þá heim sé verið
að gera þeim ókleift að leita réttar
síns. Hún viti um dæmi þess að flogið
hafi verið með þá sama dag og til-
kynnt hafi verið um brottrekstur
þeirra. Hún segir kynferðislega
áreitni einnig hafa komið upp og að
kínversk starfskona hafi verið send
heim eftir að hafa neitað að þýðast
ítalskan yfirmann. Honum hafi verið
refsað með því að vera sendur heim í
tvær vikur en síðan mætt aftur til
starfa. Spurð hvers vegna hún hafi
ekki komið með þessar upplýsingar
fyrr fram í dagsljósið segir Hrafndís
að hún hafi ekki talið það á sínu valdi
að hafa áhrif á aðbúnað verkafólksins
með lýsingum sínum.
„Ég er bara venjuleg manneskja
og vildi ekki leika neina hetju,“ segir
Hrafndís, sem segir yfirlýsingu sem
Impregilo sendi frá sér í gær „hlægi-
lega“, hún vilji þó ekki tjá sig meira
um hana á þessari stundu. Í um-
ræddri yfirlýsingu er fullyrðingum
portúgalska starfsmannsins alfarið
vísað á bug. | 9
„Vildi ekki leika hetju“
Fyrrverandi starfsmaður Impregilo segir búðaeiningar á Kárahnjúkum hafa
verið án kyndingar í allt að 28 gráða frosti Flogið heim með þá sem kvarta
Í HNOTSKURN
»Hrafndís Bára Einars-dóttir starfaði hjá örygg-
isdeild Impregilo frá lokum
september 2006 þar til í febr-
úar í ár.
»Hrafndís segir hafa veriðreynt að segja sér upp
störfum eftir tvo mánuði en
fallið hafi verið frá því vegna
harðra mótmæla sinna.
Hrafndís Bára
Einarsdóttir
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur sýknað Hringrás hf. af 25,6
milljóna króna bótakröfu slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins vegna bruna á
athafnasvæði Hringrásar í Reykja-
vík 22. nóvember 2004. Taldi dóm-
urinn að lög um brunavarnir mæltu
fyrir um að sveitarfélög bæru allan
kostnað vegna sértækra slökkviað-
gerða líkt og þeirra sem fram fóru á
athafnasvæðinu.
Eldurinn kom upp í rúmlega 200
fermetra bárujárnsklæddri skemmu
sem stóð á suðausturhluta athafna-
svæðis Hringrásar við Klettagarða,
en þaðan náði eldurinn að teygja sig í
dekkjahrúgu sem og timburhaug
sem staðsett voru við og ofan á
skemmunni.
Slökkviliðið sendi þegar í stað allt
tiltækt lið og tækjabúnað á vettvang.
Erfiðlega gekk að ráða við eldhafið
sem myndast hafði en aðstæður á
vettvangi til slökkvistarfs voru óhag-
stæðar.
Slökkviliðið tók þá ákvörðun um
að ráðast í sértækar slökkviaðgerðir
til að hefta frekari útbreiðslu eldsins
og fékk við þær aðstoð verktakafyr-
irtækisins E.T. ehf., sem lagði til
mannskap og tækjabúnað.
Stjórn slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins tók þá ákvörðun í janúar
2005 að greiða kostnað þeirra utan-
aðkomandi aðila sem komu að
slökkvistarfi í umrætt sinn, þ. á m.
E.T. Samkvæmt sérstökum mats-
gerðum var tjón E.T. vegna aðstoðar
við slökkvistarf 13,7 milljónir og 11,9
milljónir vegna hreinsunar á lóð þess
í kjölfar brunans. Því greiddi
slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
E.T. 25,6 milljónir og krafði síðan
Hringrás um bætur.
Símon Sigvaldason héraðsdómari
dæmdi málið.
Sveitar-
félög borgi
slökkvistarf
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
„ÞESSA stundina er ég að horfa á
risastóran ísjaka klofna í tvennt,“
sagði Matthew Harding þegar Morg-
unblaðið hafði samband við hann í
gær. Harding var staddur við Jökuls-
árlón og hafði nýlokið við að taka
nokkur dansspor við lónið.
Ástæða heimsóknar Bandaríkja-
mannsins Hardings hingað til lands
er nefnilega dansinn. Hann er þó
ekki lærður í listinni heldur hefur
hannað sinn eigin dans og hefur það
að markmiði að dansa hann sem víð-
ast um heiminn.
„Fyrir nokkrum árum sagði ég
upp starfi mínu í tölvuleikjabúð og
lagði upp í ferðalag um heiminn fyrir
þá peninga sem ég hafði lagt til hlið-
ar. Vinur minn stakk upp á því að ég
tæki dans sem ég var orðinn þekktur
fyrir í vinnunni og hann vildi taka
mynd af því. Í kjölfarið kviknaði svo
þessi hugmynd,“ sagði Harding um
ástæðu þess að hann dansar um
heiminn. „Fyrirtækið Stride long-
lasting gum ákvað svo að styrkja
mig til áframhaldandi ferðalaga en
Ísland er fyrsti viðkomustaður í ann-
arri heimsreisu minni á tveimur ár-
um,“ bætti hann við og sagði um 10
milljónir manna hafa horft á mynd-
bönd sín frá ferðalögunum tveimur.
Harding segist ekki ætla að láta
dansinn við lónið nægja í ferðinni.
„Í þessu ferðalagi langar mig að
hafa sem flesta heimamenn með í
dansinum á hverjum stað.“
Hann segir alla velkomna til að
taka þátt í dansinum á Ingólfstorgi
kl. 17.30 í dag. „Mig langar að biðja
þá sem vilja vera með að kíkja á
heimasíðuna mína og skoða dansinn
áður. Ekki er verra ef fólk æfir sig
aðeins heima.“
Kominn til Íslands og vill að
allir dansi með á Ingólfstorgi
Fjölhæfur Matt stígur dansinn í góð-
um félagsskap á Galapagos-eyjum.
www.wherethehellismatt.com
UM 20 stórir gaskútar féllu af
flutningabifreið þegar bifreiðinni
var ekið um hringtorg á Vest-
urlandsvegi til móts við Úlfarsfell
í gærmorgun. Enginn slasaðist í
atvikinu og ekkert tjón varð á
bifreiðinni við þetta óhapp en
ljóst má vera að mikil hætta var
á ferðum.
Að sögn vegfaranda virðist sem
kútarnir hafi fallið út af hliðinni
á bifreiðinni þegar henni var ekið
um torgið, að minnsta kosti voru
bílstjórinn og tveir aðrir að
baksa við hliðina á bílnum þegar
vegfarandinn kom á staðinn.
Vildu ekkert ræða atvikið
Mennirnir voru snarir í snún-
ingum og gáfu sér engan tíma til
að ræða um atvikið heldur stöfl-
uðu kútunum aftur á bílinn eins
hratt og þeir gátu. Raunar voru
þeir svo snöggir að þegar lög-
reglumenn mættu á staðinn til að
athuga málið nánar, voru kút-
arnir og bifreiðin á bak og burt.
Í gær lágu því ekki fyrir nán-
ari upplýsingar um á hvers veg-
um þessir ógætilegu gaskúta-
flutningar á mikilli umferðaræð
voru. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson
Gaskútar eins og hráviði á Vesturlandsvegi
ÁREKSTUR fólksbifreiðar og jeppa
varð skömmu eftir klukkan 21 í gær-
kvöldi á mótum Hafnarfjarðarvegar
og Kársnesbrautar í Kópavogi. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu, sem kölluð
var á vettvang ásamt sjúkraliði frá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins,
urðu ekki alvarleg meiðsl á fólki.
Hins vegar urðu töluverðar
skemmdir á ökutækjunum og varð
að fjarlægja þau af slysavettvangn-
um með kranabíl. Tildrög slyssins
eru til skoðunar hjá lögreglunni.
Árekstur í
Kópavogi
♦♦♦