Morgunblaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is EITT af verkefnum nýs forstjóra Straums-Burðaráss Fjárfestingar- banka verður að vinna að því mark- miði stjórnarinnar að Straumur verði stærsti fjárfestingarbanki á Norðurlöndum. Nýr forstjóri bank- ans, William Fall, var kynntur á fréttamannafundi í gær af stjórn- arformanni Straums-Burðaráss, Björgólfi Thor Björgólfssyni, sem lét þessi orð falla við það tilefni. Fall tekur við starfi forstjóra af Friðrik Jóhannssyni, sem stýrt hef- ur bankanum frá því í júní í fyrra. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Friðrik munu vinna náið með Fall á næstu mánuðum til að tryggja að forstjóraskiptin gangi greiðlega. Mikilvæg tímamót William Fall var forstjóri Al- þjóðasviðs Bank of America frá árinu 2001, þar sem hann hafði yf- irumsjón með og bar ábyrgð á allri starfsemi bankans utan Bandaríkj- anna, að því er segir í fréttatilkynn- ingu. Þessi starfsemi mun hafa getið af sér verulegar rekstrartekjur og yfir 20% arðsemi eigin fjár fyrir bankann, sem er annar stærsti banki heims. Fall er með meistara- próf í náttúruvísindum frá Cam- bridge-háskóla. Björgólfur Thor segir það mikið gleðiefni að Fall skuli hafa ákveðið að ganga til liðs við Straum-Burðar- ás. „Ráðning Williams sem forstjóra Straums-Burðaráss markar mikil- væg tímamót í umbreytingu bank- ans í fjárfestingarbanka sem er samkeppnishæfur á alþjóðamörkuð- um og með sterka stöðu á Norð- urlöndum. Ég er sannfærður um að William er rétti maðurinn til að leiða bankann til enn frekari vaxtar.“ Fall sagði í samtali við Morgun- blaðið að ætlunin sé að gera Straum-Burðarás að stærsta fjár- festingarbanka á Norðurlöndunum. „Við höfum sett okkur nokkur markmið hvað þetta varðar og ger- um ráð fyrir að þeim markmiðum verði náð innan þriggja ára.“ Verkefninu lokið Fall segist mjög ánægður með að ganga til liðs við Straum-Burðarás. „Straumur-Burðarás hefur gríðar- leg sóknarfæri: fáir fjárfestingar- bankar á Norðurlöndum geta byggt framtíðarvöxt sinn á jafn sterkum efnahagsreikningi. Ég mun halda áfram að vinna að, og í samræmi við, stefnu bankans og ég hlakka til að verða hluti af framtíð Straums- Burðaráss.“ Eins og áður segir mun Friðrik Jóhannsson vinna með Fall fyrstu mánuðina eftir forstjóraskiptin. „Þegar ég settist í forstjórastólinn gerði ég það til að vinna að ákveðnum umbreytingum á rekstri bankans og að ná ákveðnum mark- miðum. Allt útlit er fyrir að mark- miðunum verði náð mun fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir og verkefni mínu því lokið.“ Stærsti fjárfestingarbankinn Nýr forstjóri hjá Straumi-Burðarási Morgunblaðið/Kristinn Nýr stjóri William Fall, nýr forstjóri Straums-Burðaráss, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni fjárfestingarbankans, á fundi í gær. HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hefur sektað tvo menn um samtals 350 þúsund krónur fyrir að hafa boðið áfeng- isveitingar gegn gjaldi á skemmti- stað á Sauð- árkróki nokkur kvöld í mánuði á árunum 2004 til 2006 án þess að hafa áður aflað sér lögboðins vínveitingaleyfis. Talsvert magn af áfengi var einnig gert upptækt. Annar maðurinn var einnig sak- felldur fyrir að hafa látið birta í héraðsdagskránni Sjónhorninu auglýsingu um keppni í áfeng- isdrykkju á skemmtistaðnum Bar- inn á Sauðárkróki og í umræddri keppni veitt umtalsvert magn áfengis gegn gjaldi til 3 ein- staklinga sem ekki höfðu náð 20 ára aldri og tóku þátt í drykkju- keppninni. Keppt var í því hver keppenda gæti innbyrt flest Ópal- eða Tópas- vodkaskot með 27% vínandastyrk- leika. Afleiðingarnar urðu þær að unglingarnir þrír voru fluttir á sjúkrahús vegna ofneyslu áfengis. Sektaður fyrir að standa fyrir drykkjukeppni ÖSSUR Skarp- héðinsson iðn- aðarráðherra hefur ráðið Einar Karl Haraldsson sem aðstoð- armann sinn. Einar Karl er fæddur 17. des- ember 1947. Hann hefur und- anfarin ár starfað sem ráðgjafi, en var áður blaðamað- ur og ritstjóri. Einar Karl hefur tekið þátt í starfi Samfylkingarinnar undanfarin ár og var um tíma varaþingmaður flokksins. Hann er kvæntur Stein- unni Jóhannesdóttur rithöfundi. Einar Karl aðstoðar Össur Einar Karl Haraldsson KARLMAÐUR hefur í Héraðsdómi Norðurlands vestra verið dæmdur í 250 þúsund króna sekt fyrir að hafa barnaklám undir höndum. Einnig voru tölva og harður diskur gerð upptæk auk þess sem maðurinn þurfti að greiða sakarkostnað. Málið kom upp í nóvember 2005 þegar ríkislögreglustjóra bárust upplýsingar frá Interpol um að ver- ið væri að rannsaka birtingu barna- kláms á Netinu. Rannsókn málsins erlendis beindist að myndskeiði sem kallaðist Max og innihélt barnaklám. Rannsókn Interpol hafði leitt í ljós að tölva með IP-tölu sem rakin var til umrædds manns hefði verið notuð til að hlaða niður myndbandi þessu. Gerð var húsleit á heimili manns- ins og fundust í tölvu hans 54 ljós- myndir og eitt myndband sem skil- greind voru sem barnaklám. Ljósmyndunum hafði verið eytt af tölvunni en með sérstöku tölvu- forriti tókst að endurheimta þær. Myndbandinu hafði hins vegar ekki verið eytt. Myndbandið, sem varð tilefni rannsóknar á tölvunni, fannst hins vegar ekki. Í niðurstöðu dómsins segir, að við ákvörðun refsingar beri að horfa til þess að maðurinn hafi ekki áður sætt refsingu og einungis fjórar til sex af ljósmyndunum geti talist grófar án þess þó að þar sé um myndir af alvarlegustu gerð að ræða. Þá sé myndskeiðið heldur ekki verulega gróft. 250 þúsund króna sekt fyr- ir barnaklám Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „VIÐ viljum sýna fram á að það er hægt að reyna á sig á annan hátt en að vera í svitabaði á hlaupabretti. Það er líka hægt að vera úti og gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Leifur Dam Leifsson, sem er einn áttmenninga sem ætla um aðra helgi að ganga á hæstu tinda í fimm lands- hlutum. Hópurinn ætlar sér að ljúka göngunni á einni helgi. Enginn átt- menninganna hafði reynslu af fjall- göngu þegar þeir settu sér þetta markmið, en hafa æft stíft í vetur. Auk Leifs eru í hópnum Birgir Skúlason, Ívar Þórólfsson, Ívar Magnússon, Stefán Aðalsteinn Drengsson, Kristín Sigríður Arn- laugsdóttir, Magnús Björnsson, Ró- bert Traustason og Sigurgeir Andr- ésson. Tindarnir fimm eru hæstu fjöll í sínum landshlutum. Þeir eru Heið- arhorn á Vesturlandi, sem er 1.053 metra hátt fjall, Kaldbakur á Vest- fjörðum, sem er 998 metra hár, Kerl- ing á Norðurlandi, sem er 1.538 metra hátt fjall, Snæfell á Austur- landi, en hæð þess er 1.833 metrar og Hekla, sem er hæsta fjall á Suð- urlandi, 1.491 metrar. Íslandsmet í Esjugöngu „Við ætlum að leggja af stað eftir að vinnu lýkur á föstudegi og mark- miðið er að ljúka þessu þannig að við getum mætt í vinnu kl. 8 á mánu- dagsmorgni,“ sagði Leifur. Leifur sagði að áttmenningarnir hefðu ekki haft neina þjálfun í fjall- göngu þegar þessi ákvörðun var tek- in, en hópurinn væri búinn að æfa af miklum krafti í vetur í Boot Camp. „Við reynum að ganga á Esjuna a.m.k. einu sinni viku.“ Áætlun hópsins gerir ráð fyrir að gengið verði á fjöllin dag og nótt. Síðan verður sofið í bílnum. Leifur sagðist telja góðar líkur á að hópnum tækist ætlunarverk sitt. „Við mun- um a.m.k. ekki skilja neinn eftir.“ Í tengslum við gönguna stendur hópurinn fyrir landssöfnun til styrktar Sjónarhóli – ráðgjafar- miðstöð fyrir langveik og fötluð börn. Áttmenningarnir láta sér ekki nægja að sigra fimm tinda um aðra helgi. Núna um helgina ætlar hóp- urinn að stuðla að því að sett verði Íslandsmet í Esjugöngu. Taldir verða þeir sem ganga á fjallið á laug- ardag frá kl. 8–20. Markmiðið er ekki að allir komist á toppinn, heldur að stuðla að því að fólk fari út í nátt- úruna og njóti sín í góðra vina hópi. Ganga á fimm tinda um eina helgi Fimm tindar Hópurinn hefur verið duglegur að æfa sig í vetur, en hann ætlar um aðra helgi að ganga á hæstu fjöll í fimm landshlutum. MÓÐURFÉLAG Norðuráls á Grundartanga, Century Aluminum Company, hefur óskað eftir því við kauphöll OMX Nordic Exchange á Íslandi að hlutir félagsins verði skráðir á First North-hlutabréfa- markaðinn hér á landi. Í undirbúningi er að auka hlutafé Century Aluminum um fjórðung og gæti söluandvirði hlutanna numið allt að 28 milljörðum kr. miðað við núverandi markaðsverð. Íslenskum stofnana- og fagfjárfestum verður boðið að taka þátt í útboðinu, sem fram fer samtímis í Bandaríkjunum og á Íslandi segir í tilkynningu. Century Aluminum er skráð á bandaríska Nasdaq-markaðinn og er fyrsta skráða fyrirtækið í Bandaríkj- unum, sem sækir um skráningu á Ís- landi. Félagið verður því bæði skráð í Bandaríkjunum og á Íslandi. Umsjón með útboðinu á Íslandi hafa Kaupþing og Landsbankinn. Fyrir tveimur árum önnuðust bank- arnir 365 milljóna dollara fjármögn- un vegna stækkunar og endurfjár- mögnunar álvers Norðuráls á Grundartanga. Áætlað er að nota megnið af afrakstri útboðsins til að fjármagna fyrirhugað álver í Helgu- vík. Reiknað er með að framkvæmd- ir geti hafist þar í byrjun næsta árs. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar og fjármálasviðs Norðuráls, segir að skráning Century Aluminum á Ís- landi sé í samræmi við þá stefnu fyr- irtækisins að treysta böndin við ís- lenskt samfélag. Áður hafi verið leitað til íslenskra banka með verk- efni og vel tekist til. Nú sé stefnt að því að auka enn samstarfið, með því að gera fyrirtækið sýnilegra á ís- lenska fjármálamarkaðnum. Útboðsferlið hefst í dag með kynn- ingu fyrir fagfjárfesta og stendur út næstu viku. Umsjónaraðilar útboðs- ins á alþjóðavísu eru Credit Suisse Securities (USA) og Morgan Stanley & Co. Incorporated, en Kaupþing og Landsbankinn sjá um framkvæmd- ina hér á landi. Kaupþing Securities Inc. í New York er meðal söluaðila í Bandaríkj- unum. Century í íslensku kauphöllina Móðurfélag Norðuráls fyrsta bandaríska fyrirtækið á First North-markaðinn hér Ljósmynd/Norðurál Hlutafjárútboð Innlendum fjárfestum gefst nú tækifæri á að eignast hlutabréf í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls á Grundartanga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.