Morgunblaðið - 30.05.2007, Síða 11

Morgunblaðið - 30.05.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 11 FRÉTTIR IFSA-kraftakeppnin um titilinn sterkasti maður Íslands 2007 fór fram á laugardag í Smáralind og eftir að ýmislegt hafði gengið á stóð Benedikt Magnússon uppi sem sigurvegari annað árið í röð. Stefáni Sölva Péturssyni gekk mjög vel í keppninni og vann glæsilega sigra í tveimur fyrstu greinunum sem voru Conan Mylluganga og að jafnhenda Al- can álkubba yfir höfuðið, en þeg- ar hann var á góðri siglingu í þriðju greininni, sem var dekkja- velta með 380 kg, meiddist hann á handlegg og varð að hætta keppni. Benedikt Magnússon gaf hins- vegar hvergi eftir og varð fram- arlega í öllum greinum og vann m.a. Herkúlesarhaldið með yf- irburðum. Í síðustu grein mótsins lyfti hann létt öllum fimm Atlas- steinunum, allt upp í 180 kg að þyngd upp á háar tunnur. Eftir að Stefán Sölvi Pétursson varð að hætta keppni tryggði Georg Ögmundsson sér annað sætið í heildarkeppninni. Pétur Bruno Thorsteinsson, sem var að taka þátt í sinni fyrstu krafta- keppni, náði bronsinu. Gesta- keppandi mótsins Jörgen Ljung- berg stóð sig vel og sigraði í réttstöðulyftunni með yfirburð- um. Kraftakarlar í Smáralind Í TILEFNI alþjóðlega tóbakslausa dagsins 31. maí verð- ur opið hjá Ráðgjöf í reykbindindi frá kl. 10–22. Ráðgjöfin er með grænt númer 800-6030 og veitir öll- um ráðgjöf sem vilja hætta að reykja eða nota annað tób- ak. Þegar hringt er í 800-6030 fær viðkomandi strax samband við sérfræðing sem veitir ráðgjöf, stuðning og eftirfylgd í formi endurhringinga, einnig er sent fræðsluefni. Þjónustan er ókeypis. Auk þess að hafa opið frá kl. 10–22 á tóbakslausa dag- inn, hefur verið ákveðið að lengja opnun reyksímans til frambúðar og verður opið frá kl. 17–20 alla virka daga. Á heimasíðu reyksímans www.8006030.is er einnig hægt að senda inn fyrirspurnir, nálgast fræðsluefni o.fl. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga rekur þessa þjónustu í samstarfi við Lýðheilsustöð. Þess má einnig geta að innan skamms mun Lýðheilsustöð opna gagnvirka heimasíðu www.reyklaus.is sem verður í umsjón ráðgjafa reyksímans. Tóbakslausi dagurinn ELDUR kviknaði í feiti í potti á eldavél í íbúð á jarðhæð í fjölbýlis- húsi á Eiðismýri 30 á Seltjarnarnesi klukkan ellefu í gærmorgun. Tvennt var í íbúðinni er eldurinn kom upp. Flytja þurfti karlmann á slysadeild en hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins gekk greiðlega að slökkva eldinn og reykræsta. Eldur í feitipotti BÍLL lenti sl. laugardag á næl- onkaðli, sem strengdur hafði verið þvert yfir veginn um Syðridal í Bol- ungarvík. Að sögn lögreglu hafði kaðallinn verið bundinn um staura í grindarhliði og urðu talsverðar skemmdir á bifreiðinni. Ungur drengur viðurkenndi að hafa gert sér þetta að leik og segir lögreglan, að hann hafi ekki virst gera sér grein fyrir þeirri hættu sem þetta tiltæki skapaði. Kaðall yfir veginn NÚ standa yfir endurbætur á slysa- og bráðadeild á Landspítala í Foss- vogi. Sjúklingar og aðrir verða fyr- ir óþægindum á meðan á fram- kvæmdunum stendur mestan hluta ársins 2007. Starfsfólk slysa- og bráðadeildar biðst velvirðingar á því ónæði sem kann að skapast og væntir skilnings á aðstæðum. Endurbætur Landspítali í Fossvogi. VERZLUNARSKÓLA Íslands var slitið í hundraðasta og annað sinn laugardaginn 26. maí. Að þessu sinni voru brautskráðir 233 stúdentar. Dux scholae var Jóhanna Margrét Gísladóttir á hagfræðibraut. Fékk hún 9,5 í aðal- einkunn. Hún var einnig féhirðir nemendafélagsins. Aðrir nemendur með fyrstu ágætiseinkunn voru Marta Björnsdóttir, Máni Bernharðsson, Bryndís Einarsdóttir, Sóley Emilsdóttir, Anton Valur Jónsson, Marta María Friðriksdóttir, Guðrún Þóra Arnardóttir, Hjördís Sif Við- arsdóttir og Hildur Ósk Jónsdóttir. Þau fengu öll við- urkenningar ásamt fjölda annarra nemenda fyrir fram- úrskarandi árangur í einstökum greinum. Katrín Pétursdóttir, varaformaður Viðskiptaráðs, ávarpaði samkomuna og veitti verðlaun fyrir bestan ár- angur í viðskiptagreinum. Vilmundur Sveinsson, fráfar- andi forseti nemendafélagsins, flutti ávarp fyrir hönd ný- stúdenta og Gunnar Sigurðsson kerfisfræðingur, 25 ára stúdent, fyrir hönd afmælisárganga. Árni Már Þrast- arson, nýkjörinn forseti nemendafélagsins, heiðraði þá ný- stúdenta sem skarað hafa fram úr í félagslífi. Nemendur Verzlunarskólans í vetur voru tæplega 1.200 í dagskóla og um 800 í fjarnámi. Skólinn er nú stærsti framhaldsskóli landsins, með heimild fyrir 1.441 ársnem- anda og mun enn vaxa næstu ár. Í ræðu Sölva Sveinssonar skólastjóra kom fram að í vor verða í fyrsta sinni innritaðir nemendur á alþjóðlega námsbraut þar sem kennt verður á ensku. Viðskiptaráð Íslands fól skólanum að koma þessu námsframboði á laggirnar og Glitnir hf. er sérstakur sam- starfsaðili skólans að þessu verkefni. Þá kom fram í máli skólastjóra að menntamálaráðu- neytið hefur í tilraunaskyni veitt skólanum heimild til þess að innrita nemendur úr 9. bekk með sérstökum skilyrðum. Allmargir hafa nú spurst fyrir um þessa nýbreytni. Þá vék skólastjóri að því, að Viðskiptaráðið hefur skipað starfshóp listamanna og starfsfólks VÍ til þess að vinna að stofnun Listmenntaskóla Íslands sem tæki við húsnæði Háskólans í Reykjavík haustið 2010. Hópurinn mun ráðast í þarfagreiningu og gera viðskiptaáætlun. Fram kom í máli skólastjóra að aðsókn í skólann hefði aldrei verið jafn- mikil og síðastliðið vor og að allt stefndi í sömu átt nú. Skólastjóri kvaddi nokkra kennara sem starfað hafa lengi við skólann, Baldur Sveinsson, sem var nemandi, síðan kennari, kennslustjóri og umsjónarmaður tölvukerfa, og hefur verið viðloðandi skólann í hálfa öld, Kristínu I. Jóns- dóttur, konu hans, tölvukennara síðan 1971, og Friðrik Sigfússon, enskukennara síðan 1965. Alexía Gunn- arsdóttir, kona hans, íslenskukennari síðan 1975, lét af störfum síðastliðið vor. Féhirðirinn dúxaði og sópaði til sín verðlaunum Ljósmynd/JLong Dúx Jóhanna M. Gísladóttir og Sölvi Sveinsson. Ágætiseinkunn Alls hlutu 10 nemendur Verzlunarskóla Íslands ágætiseinkunn á stúdentspófi á þessu vori. Aðsókn að Verzlunarskóla Íslands aldrei verið jafn mikil BRAUTSKRÁNING frá Iðnskólanum í Hafnarfirði fór fram 19. maí sl. Braut- skráðir voru 80 nemendur, 48 í löggiltum iðngreinum, 26 í tækniteiknun, listnámi og af útstillingabraut, 1 úr meistaraskóla rafiðna og 3 nemendur útskrifuðust sem stúdentar af listnámsbraut. Verðlaun fyrir bestan ár- angur á burtfararprófi, en þau eru veitt af Rót- arýklúbbi Hafnarfjarðar, komu í hlut Birnu Sigfríðar Björgvinsdóttur, nemenda af listnámsbraut, sem út- skrifaðist með ágæt- iseinkunn Verðlaun frá Samtökum iðnaðarins, fyrir frá- bæran árangur á burtfararprófi, koma í hlut tveggja nemenda, þeirra Sveinbjargar Gunnarsdóttur af útstill- ingabraut og Ingibjargar Erlingsdóttur hársnyrtinema, sem var með hæstu einkunn iðnnema. Ingibjörg Erlingsdóttir hársnyrtinemi fékk verðlaun frá fyrirtækinu Árgerði, og Laufey Haraldsdóttir hár- snyrtinemi fékk verðlaun frá Halldóri Jónssyni hf. Viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku á loka- prófi fékk Elsa Arney Helgadóttir af tækniteikn- arabraut. Viðurkenningu fyrir bestan árangur í dönsku hlaut Sigurbjörg Ósk Sigurðardóttur af tækniteiknarabraut Verðlaunin voru gjöf frá danska sendiráðinu. Verðlaun voru einnig veitt fyrir hönnun á hinni árlega vorsýningu skólans. Verðlaun fyrir bestu hugmyndina hlaut Erla Guðrún Arnmundardóttir. Verðlaun fyrir besta handverkið hlaut Edda Svavarsdóttir. Verðlaun fyrir áhugaverðasta hlutinn hlaut Edda Katrín Ragn- arsdóttir. Merk tímamót urðu í sögu skólans við þessa brautskráningu því í fyrsta skipti voru brautskráðir nemendur með full réttindi sem iðnsveinar. Við breyt- ingu sem gerð var á námskrá í bygginga- og mann- virkjagreinum og kennsla hófst eftir haustið 2003 var ákveðið að nemendur tækju sveinspróf í lok síðustu námsannar sinnar í skólanum. Í þetta skipti voru það 9 húsasmíða- og 6 pípulagnanemar sem tóku sín sveins- próf i skólanum jafnhliða burtfararprófi. Þessir nem- endur fengu í raun fullgild atvinnuskírteini þó sveins- bréfin verði ekki afhent fyrr en í haust. Við skólaslitin ræddi skólameistari m.a. um húsnæð- isvanda skólans og greindi frá vinnu starfshóps á vegum menntamálaráðuneytisins sem er að kanna á hvern hátt megi leysa þann vanda sem skólinn er í varðandi hús- næðismál. Starfshópurinn hefur fengið ráðgjafarfyr- irtæki til að gera úttekt á húsnæðisþörf skólans. Fyrirtækið hefur skilað niðurstöðum og leggur til að byggð verði viðbygging upp á 2.700 fermetra. Iðnskólinn í Hafnarfirði brautskráði 80 nemendur Nemendur brautskráðir með full réttindi iðnsveina Útskrift Kristel Assa Adolfsdóttir, Jóhanna Margrét Halldórsdóttir og Sólveig Gunnarsdóttir útskrifuðust sem stúdentar af listnámsbraut Iðnskólans. Nám Birna Sigfríður Björgvinsdóttir hlaut verð- laun fyrir bestan árangur. HÁTÍÐ hafsins verður haldin í ní- unda sinn helgina 2.–3. júní nk. en hátíðin samanstendur af Hafn- ardeginum og Sjómannadeginum. Árið 1999 voru þessir tveir hátíð- ardagar sameinaðir í tveggja daga hátíðahöld á Miðbakka Reykjavík- urhafnar. Í ár fara fram tvær sigl- ingakeppnir af ólíkum toga, ann- arsvegar siglingakeppni Siglingaklúbbs Reykjavíkur Bro- keyjar og hinsvegar brautakeppni Snarfara, félags sportbátaeiganda í Reykjavík. Brokey heldur sína árlegu siglingakeppni og hefst hún laugardaginn 2. júní kl. 12 með fallbyssuskoti við Miðbakk- ann. Seglskútur sigla þöndum seglum um sundin blá, en farinn verður svokallaður Eyjahringur. Í fyrsta sinn á hátíðinni verður á laugardag kl. 16 efnt til brauta- keppni Snarfara. Keppt verður á Rauðarárvík og ræst verður í kverkinni á móts við umferðarljós Sæbrautar og Kringlumýr- arbrautar. Morgunblaðið/Þorkell Hátíð Skútur sigla seglum þöndum á Sundunum á Hátíð hafsins. Siglarar á Hátíð hafsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.