Morgunblaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Allt til rafsuðu
Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur
Tæki, vír og fylgihluti
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf
!
! ! !
! ! !
"#
$#
%&
'
! ! !
! ! !
()
*
+,(
()
*
+,(
()
*
+,(
-&
(& .# /
,
%#-&
(& #
. ! (
&!(& #
.
! (
!
-& (& ##
.# 0/
. !
,
* - -
!."
!.&!
!.
- -
12 !
! ! !
! ! !
"
"
"
#"
MENN sem voru á skólaskipinu Sæ-
björgu sem ungir drengir, á árunum
1962 til 1964, munu hittast í Höfða á
sjómannadaginn til að rifja upp
gamlar og góðar minningar frá þeim
tímum. Skip var gert út sem skóla-
skip í þrjú ár. Fór það þrjár ferðir yf-
ir sumarið og voru um 20 drengir um
borð í hverri ferð, 13 til 14 ára. Hver
sjóferð tók um þrjár vikur og voru
stundaðar veiðar með línu, net og
handfæri og aflanum landað víða um
land.
Bernharð Hjaltalín var einn þess-
ara drengja. Hann segir að þetta hafi
verið ómetanleg reynsla og lærdóm-
ur, en þá var auk þessa nemendum
Lindargötuskóla og Laugarnesskóla
boðið upp á kennslu í sjóvinnu í Ár-
mannsheimilinu. „Þetta tókst mjög
vel og var okkur góður skóli. Því
miður held ég að lítið sé um framboð
á svona námi nú, bæði sjóvinnu í
landi og sjóferðum. Okkur langar til
að styðja við hugmyndir um að bæta
úr þessu á einhvern hátt og styðja
við bakið á þeim, sem hugsanlega
færu út í svona starfsemi. Þetta gæti
bæði haldið unglingunum frá sollin-
um og þjálfað upp góða sjómenn,“
segir Bernharð. Þeir félagar ætla að
hittast í Höfða klukkan 16.00 á sjó-
mannadaginn og þar verða viðstadd-
ir skipstjórarnir á Sæbjörgu, Helgi
Hallvarðsson og Þröstur Sigtryggs-
son ásamt bátsmanninum Pétri
Ólafssyni. Þriðji skipstjórinn, Bjarni
Helgason, er látinn. Um kvöldið
verður svo sjómannamessa í Laug-
arneskirkju hjá Hildi Bolladóttur.
Drengirnir af Sæbjörgu
hittast í Höfða
Ljósmyndasafn Reykjavíkur/SVÞ
Sjósókn Hópur ungra manna burðast með línurennu um borð í björg-
unarskipinu Sæbjörgu. Um er að ræða hóp stráka sem sóttu sjóvinnunám-
skeið á vegum Sjóvinnunefndar Æskulýðsráðs Reykjavíkur í samvinnu við
Slysavarnafélag Íslands, Landhelgisgæsluna og Lindargötuskóla.
SALTFISKVERKUN hefur tekið
miklum breytingum á síðustu árum.
Slík verkun byggðist áður á einfaldri
stæðusöltun en nýjar aðferðir við
verkun hafa skilað framleiðendum
allt að því 15% aukningu í heildarnýt-
ingu. Þessi þekking sem skapast hef-
ur í þróunarverkefnum hefur skilað
bættri afkomu við saltfiskverkun og
stuðlað að góðri markaðsstöðu ís-
lenskra fyrirtækja á erlendum mörk-
uðum. Þetta kemur fram í grein
Kristínar Þórarinsdóttur og Sigur-
jóns Arasonar hjá Matís (Matvæla-
rannsóknir Íslands).
Það var aldamótaárið 1800 sem Ís-
lendingar sendu í fyrsta skipti út
saltfiskfarm á eigin vegum. Upp frá
því jókst saltfiskverkun Íslendinga
smátt og smátt og í upphafi 21. ald-
arinnar er saltfiskur ennþá mikilvæg
útflutningsvara þó að nýjar og
breyttar geymsluaðferðir hafi litið
dagsins ljós í millitíðinni.
Í því sambandi má nefna að heild-
arverðmæti saltfisks var 17,3 millj-
arðar eða um 16,5% af heildarút-
flutningsverðmæti sjávarafurða árið
2006. Blautverkaður saltfiskur úr
þorski skilaði mestu útflutningsverð-
mæti, sem nam 11,4 milljörðum
króna. Framleiðsluverðmæti salt-
aðra og hertra afurða jókst um 17,5%
og magn um 1,4%.
Í greininni er meðal annars fjallað
um bætta nýtingu í söltun á fiski:
„Vinnslunýting ræðst mest af efnis-
eiginleikum hráefnis og meðferð
aflans frá veiðum til vinnslu og spilar
árstími og holdafar fisksins mikið inn
í hver flatnings- eða flakanýtingin
verður. Verkunarnýting ræðst mikið
af því verkunarferli sem valið er og
hvernig því er stýrt í gegnum söltun
og verkun fiskvöðvans, en einnig
ræður hér miklu þurrefnisinnihald
fiskvöðvans og eðliseiginleikar hans.
Pæklun skilar um 72% verkunar-
nýtingu á meðan pækilsaltaður fisk-
ur er að skila um 67% og þurrsalt-
aður um 65% nýtingu. Ef þorskur er
tekinn mjög ferskur í söltun, þ.e. fyr-
ir dauðstirðnun, verður verkunar-
nýting um 10% lakari, en af þessum
ástæðum lagðist saltfiskframleiðsla
af á sjó. Val á framleiðsluferli fyrir
saltfisk skiptir miklu fyrir heildar-
nýtingu eins og sést best á myndinni,
en þar er sýnd heildarnýting fyrir
flattan þorsk, en eins og áður hefur
komið fram eru þessar tölur mjög
háðar framleiðendum, hráefni og að-
stæðum í verkunarferlunum.
Þróun í framleiðslu saltfisks hefur
verið mest í þá átt að bæta verkunar-
nýtingu, enda er þar eftir mestu að
slægjast þar sem vinnslunýting er
tiltölulega stöðug og ræðst mest af
holdafari og stærð fisks og vali á vél-
um við vinnsluna.
Nýting
Heildarnýting hefur aukist veru-
lega við þróun verkunaraðferða sem
hefur verið mjög hröð á síðustu ár-
um. Heildarnýting fyrir flattan fisk
hefur aukist úr 43%, sem var með-
altal fyrir árið 1970 í 51% sem náðist
um 1990 og eftir 1995 hafa miklar
breytingar átt sér stað. Framleið-
endur eru jafnvel að ná um og yfir
58% heildarnýtingu, háð verkunar-
ferlum hvers og eins. Á sama tíma
hefur verið unnið markvisst af því að
viðhalda gæðaímynd íslenskra salt-
fiskafurða.“
Nýting í saltfiski hefur
aukist úr 43% í 58%
Framleiðsluverðmæti saltaðra og hertra afurða jókst um 17,5% á síðasta ári
!
"
#
$
%
&'(
)'(
&* (
&*
*'
&*
+,'- *'
)'
Í HNOTSKURN
»Heildarverðmæti saltfisksvar 17,3 milljarðar eða
um 16,5% af verðmæti sjáv-
arafurða árið 2006.
»Framleiðendur eru jafn-vel að ná um og yfir 58%
heildarnýtingu eftir verk-
unarferlum hvers og eins.
»Ef þorskur er tekinnmjög ferskur í söltun, þ.e.
fyrir dauðstirðnun, verður
verkunarnýting um 10% lak-
ari.
SJÓMANNADAGSBLAÐ Vest-
mannaeyja 2007 er komið út. Þetta er
57. árgangur. Í blaðinu getur m.a. að
líta greinar um nýsköpunartogara
Vestmannaeyinga, íslenskan skipa-
smið í Ástralíu, kapalskipið Henry P.
Lading, sjómælingar við Vestmanna-
eyjar, strand Dragör á Bakkafjöru og
margt margt fleira. Ritstjóri er Frið-
rik Ásmundsson á Löndum. Forsíðu-
myndina málaði Ásgeir Þorvaldsson
sem lengi var til sjós á bátum frá Eyj-
um. Sjómannadagsblaðið kemur út
fimmtudaginn 31. maí og verður til
sölu á eftirfarandi stöðum: Umferð-
armiðstöðinni, Grandakaffi, víða á
Suðurnesjunum, Selfossi, Eyrar-
bakka og í Þorlákshöfn.
Sjómanna-
dagsblað
Vestmanna-
eyja 2007