Morgunblaðið - 30.05.2007, Side 17

Morgunblaðið - 30.05.2007, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 17 MENNING KRÝSUVÍKURKIRKJA hefur staðið í 150 ár og af því tilefni var efnt til af- mælisfagnaðar síðastliðna helgi. Meðal þess sem fram fór var flutningur tónverks eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Matthíasar Johannessen. Ágúst Ólafsson óperusöngvari, Björn Thoroddsen gítarleikari, Hlín Er- lendsdóttir fiðluleikari og Guðmundur Sigurðsson, organisti og kantor Hafnarfjarðarkirkju, önnuðust tónlistarflutninginn en Þorleifur Hauksson íslenskufræðingur sá um ljóðalesturinn. Færri komust að en vildu á tónleikana í Krýsuvíkurkirkju en þeir sem ekki fengu sæti í kirkjunni hlýddu á það sem fram fór úti í sólskininu. Verkið var svo endurflutt í Sveinshúsi en við það tilefni færði Matthías Sveinssafni sérstakt eintak af ljóðabók sinni, Flýgur örn yfir. Sveinn Björnsson hafði þegið þetta sama eintak að gjöf frá Matthíasi en gaf svo skáldinu eintakið aftur í afmælisgjöf og var þá búinn að myndskreyta öll ljóðin með því að teikna og lita yfir þau í bókinni. Matthías Johannessen og Atli Heimir í Krýsuvík Listamenn Matthías Johannessen og Atli Heimir Sveinsson í Sveinshúsi. Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200www.iav.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA SÓLTÚN – REYKJAVÍK Kynning á húsi í byggingu Sóltún 8–12 Hafin er sala á íbúðum í húsum númer 8–12 í Sóltúni en afhending þeirra er í nóvember 2007. Að því tilefni verðum við með til sýnis sambærilega, fullkláraða íbúð 106 í Sóltúni 18, á morgunn 31-maí milli 16 og 18. Verið velkomin – sjón er sögu ríkari EINSTÖK litadýrð íslenska hestsins hefur veitt Þuríði Sigurðardóttur inn- blástur við undirbúning sýning- arinnar „Stóð“ í sýningarrýminu Suðsuðvestur í Keflavík. Í mál- verkum sem eru vandlega unnin og að því er virðist af vísindalegri ná- kvæmni hefur Þuríður gert nokkurs konar eftirmyndir afmarkaðra hluta úr feldi hrossa. Sýningargestum gefst kostur á að gaumgæfa hvernig hárin liggja og hvernig ólík litbrigði falla saman í mynstur og að velta fyr- ir sér um hvaða hluta feldsins sé að ræða. Efniskennd verkanna kveikir löngun til að snerta þau líkt og raun- verulegan feld eða textílverk. Aðdráttarafl þessara fallega út- færðu verka er ekki síst fólgið í spennu milli raunveruleika og blekk- ingar, í formi „fígúratífra“ eft- irmynda hests annars vegar og af- straktmynda hins vegar, en upphenging verkanna ýtir undir hina óhlutbundnu og mynsturkennda þætti. Grannskoðun verkanna dregur ekki aðeins athygli að gerð hross- húðar heldur, jafnvel í sömu andrá, að eiginleikum málverksins. Rauðleitur hestur rennur saman við minningu undirritaðrar um rauða pensilskrift í skeggi á sjálfsmynd málarans fræga Vincents van Gogh. Þótt tjáning- arhita hans sé ekki fyrir að fara í yf- irveguðum feldverkunum er mál- verkið sjálft – vinna málarans og myndrænar vangaveltur – ekki síður viðfangsefni Þuríðar en viðkynni hennar af íslenska hestinum. Myndbandsverk af flaksandi faxi hests (án hljóðs) undirstrikar tog- streituna, sem birtist í málverkunum, milli hins óhlutbundna og þekkj- anlegs svipmóts og áferðar. Mynd- bandið kallast einnig á við end- urtekna, dáleiðslukennda þætti málverkanna. Allt með feldi MYNDLIST Suðsuðvestur Til 17. júní 2007. Opið fi. og fös. kl. 16- 18 og um helgar kl. 14-17. Aðgangur ókeypis. Þuríður Sigurðardóttir – Stóð Stóð Frá sýningunni í Suðsuðvestur. Anna Jóa TÓNLEIKAR Icelandic Sound Company geta talist með óvenju- legri atriðum á Listahátíð í ár. For- vitnilegri hluti þeirra hljóðstemn- inga sem áhorfendur fengu að kynnast er að miklu leyti hugarsmíð tveggja grunnmeðlima kompanísins, þeirra Ríkharðar H. Friðrikssonar, gítarleikara og tónskálds og Gunn- ars Kristinssonar slagverksleikara og tónskálds, en þeir hafa þróað þessar sérstöku hljóðmyndir und- anfarið ár með hljóðfærum sínum og aðstoð hljóðbreytitækni. Þeir fé- lagar fengu til liðs við sig organist- ann og tónskáldið Kirsten Galm frá Freiburg sem þandi kirkjuorgelið og hinn þjóðþekkta söngvara og tón- skáld Egil Ólafsson sem setti saman texta verksins og skrifaði lagboða við hann, en þess ber að geta að sungni textinn var eini efniviðurinn sem var fyrirfram saminn, en allt annað á tónleikunum var spuni með ákveðinni beinagrind. Það kom á margan hátt mjög vel út að hver þáttur skyldi skiptast í sunginn kafla og svo hljóðskúlptúr. Bæði gaf inni- hald textanna áhorfendum hug- myndir til að ganga út frá í upplifun sinni á hljóðskúlptúrunum og eins var ákveðin hvíld fólgin í að skipta á milli abstrakt hljóðheima og la- grænna en stundum nokkuð drama- tískra sunginna kafla, oftast við taktfastan og hljómrænan undirleik. Umgjörð tónleikanna var skemmti- leg, heildarmyndin mátulega skýr, performansinn góður og hljóð- heimarnir krassandi. Það var tær- leiki og birta yfir atburðinum og spennandi uppátæki eins og að not- ast við kirkjuklukkurnar sem og skúlptúr eftir Dieter Roth (Kúluspil 1959) sem hljóðfæri á tónleikunum gerðu upplifunina eftirminnilegri. Huguð hljóð og tónar TÓNLIST Listahátíð Fram komu Gunnar Kristinsson, slag- verksleikari og tónskáld, Ríkharður H. Friðriksson, gítarleikari og tónskáld, Kirsten Galm, organisti og tónskáld og Egill Ólafsson söngvari og tónskáld. Hall- grímskirkju, 23. maí kl. 20. Icelandic Sound Company  Morgunblaðið/RAX ISC „Umgjörð tónleikanna var skemmtileg, heildarmyndin mátulega skýr, performansinn góður og hljóðheimarnir krassandi.“ Ólöf Helga Einarsdóttir Í SUMAR verða haldnir tónleikar í stofunni á Gljúfra- steini alla sunnudaga klukkan 16.00. Fjölbreyttur hópur tónlistarmanna mun leika á stofu- tónleikaröðinni en það er Latíntríó Tómasar R. Ein- arssonar sem ríður á vaðið á sunnudaginn kemur. Auk tríósins koma meðal annarra fram í sumar Ólöf Arnalds, Bergþór Pálsson, Signý Sæmundsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir og fleiri. Hluti af heimilislífinu Halldór Laxness var sem kunnugt er mikill áhugamað- ur um tónlist og tónlistarflutning. Hann lék sjálfur á píanó og hafði sérstakt dálæti á tónsmíðum J.S. Bach. Tónlist var alla tíð stór hluti af heimilislífinu á Gljúfrasteini, enda stóðu Hall- dór og Auður kona hans gjarnan fyrir tónleikum á Gljúfrasteini, m.a. í sam- starfi við Tónlistarfélag Reykjavíkur. Tónleikar í sumar Stofutónleikar á Gljúfrasteini Bergþór Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.