Morgunblaðið - 30.05.2007, Qupperneq 21
Reuters
Bannað Frá 1. júní verður bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum.
hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 21
Þegar Helgi Zimsen hafði heyrtsjóaravísu, drykkjuvísu og
hestavísu, þá orti hann:
Lífs á miðum misjafnt ræ,
mun þó engu kvíða.
Unað get mér ef ég fæ
að eta, drekka og ríða.
Hálfdan Ármann Björnsson lagði
út af því:
Hvað sem annars kennt er,
kunn er speki forn:
„Allt er þegar þrennt er.“
Þetta er viskukorn.
Páll Pétursson yrkir að gefnu til-
efni:
Helvíti er að horfa á
Haarde þennan sómamann
Kyssa beint á kjaftinn á
kerlingu sem bítur hann.
Einar Steinþórsson á Stykkis-
hólmi horfði á kvöldfréttir Sjón-
varps 20. maí:
Á Þingvelli Haarde sig hafði
í hjartanu friður og ró
þá morgunsól vellina vafði
og vindurinn söng bæði og hló.
Þá sætustu stelpuna sá hann
svo sælleg með rjóða kinn;
aumingja Inga Jóna
ætli hún missi sinn?
Það er dýrðlegt að eiga sér drauma
um dáðir og veraldarhnoss;
ekki er verra að eiga
sér örlagaríkan koss.
VÍSNAHORNIÐ
Af kossi og
fornri speki
pebl@mbl.is
Væntanlega hefur ekki farið fram
hjá neinum að hinn 1. júní nk. tek-
ur gildi bann við reykingum inni á
veitinga- og skemmtistöðum. Fjöl-
margir eigendur hafa nú þegar
annaðhvort gert staði sína reyk-
lausa eða takmarkað reykingar
með ýmsu móti. Þetta er gert til
að mæta þörfum gesta en ekki síð-
ur til að tryggja starfsfólkinu
hreint andrúmsloft.
Aðalástæðan fyrir reykinga-
banninu er að stuðla að góðri
heilsu starfsmanna með því að
vernda þá fyrir óbeinum reyk-
ingum. Nú er vitað að í reyknum
sem myndast við bruna tóbaksins
er meira af skaðlegum efnum en í
þeim reyk sem reykingamaður
sogar ofan í sig. Þar sem reykt er
innanhúss verður reykmengun því
að stærri hluta til úr hinum
hættulegri hliðarreyk.
Starfsfólkið í sérstakri hættu
Óbeinar reykingar eru mjög
skaðlegar heilsu fólks. Þær geta
haft skammtímaáhrif, eins og ert-
ingu í augum og hálsi, en líka al-
varlegri áhrif, s.s. auknar líkur á
að hjartaáfalli, lungnakrabbameini
og heilablóðfalli. Óbeinar reyk-
ingar eru líka sérstaklega slæmar
fyrir þungaðar konur, börn, fólk
með astma og öndunarfæravanda-
mál og vandamál í hjarta og æða-
kerfi.
Starfsfólk veitinga- og skemmti-
staða er í sérstakri hættu þar sem
sá hópur er í reykmettuðu um-
hverfi. Rannsóknir sýna að bar-
þjónar sem ekki reykja eru með
svipaða þéttni nikótíns í blóði og
fólk sem reykir daglega. Þá sýna
rannsóknir einnig að fólk sem
vinnur á börum og veitingahúsum
er í allt að 50% meiri hættu en
aðrir að fá lungnakrabbamein.
Ófædd börn þungaðra kvenna sem
vinna í reykmettuðu umhverfi eru
einnig í sérstakri hættu. Lítil fæð-
ingarþyngd og fyrirburafæðing er
algengari ef óbeinar reykingar
hafa haft áhrif á móðurina á með-
göngu og hættan fyrir barnið
eykst eftir því sem óbeinu reyk-
ingarnar eru meiri og tíðari.
Niðurstöður erlendra rannsókna
á heilsu og vellíðan starfsmanna
fyrir og eftir bann sýna fram á að
einkenni sem starfsmenn höfðu
minnkuðu og heilsufar batnaði. Í
rannsókn, sem gerð var í Kali-
forníu, kom fram að þjónustufólk
kvartaði undan óþægindum í önd-
unarfærum, svo sem hósta, mæði,
blístri í öndunarfærum og óþæg-
indum í augum, nefi og hálsi fyrir
bann. Einum mánuði eftir bannið
höfðu einkenni í öndunarfærum
minnkað um 60% og óþægindi um
80%. Þessar rannsóknarniður-
stöður sýna að vellíðan starfs-
manna eykst fljótt eftir að þeir
losna við áhrif óbeinna reykinga.
Landlæknisembættið óskar
starfsfólki veitinga- og skemmti-
staða til hamingju með að geta
notið hreins lofts í vinnu sinni frá
og með 1. júní.
Hreint loft fyrir
starfsfólk veitingastaða
Efni að mestu fengið af vef Lýð-
heilsustöðvar: www.lyd-
heilsustod.is
Anna Björg Aradóttir
yfirhjúkrunarfræðingur
Matthías Halldórsson landlæknir
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn