Morgunblaðið - 30.05.2007, Page 26

Morgunblaðið - 30.05.2007, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KÍNA OG UMHEIMURINN Nú orðið er varla hægt að opnaalþjóðleg viðskiptadagblöð ánþess að Kína komi þar við sögu. Athygli umheimsins beinist að Kína. Vangaveltur fjármálamannanna snúast um það hvað muni gerast í Kína. Má búast við að fjármálamark- aðurinn í Kína geti hrunið á næstunni eins og Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, gef- ur í skyn? Munu Kínverjar halda áfram að nota gífurlegan gjaldeyrisvarasjóð sinn til þess að fjárfesta í fyrirtækjum í Bandaríkjunum eins og þeir gerðu fyrir skömmu á þann veg, að athygli vakti á Wall Street? Allra augu beinast að Kína. Það eru nokkur ár síðan íslenzk fyr- irtæki fóru að kynna sér möguleikana í Kína og nú þegar hafa sum þeirra hafið starfsemi þar. Engin spurning er um það, að Kína verður eitt mesta stórveldi 21. aldar- innar. Áhrif þess munu ná um allan heim. Raunar má segja hið sama um fleiri ríki í Asíu, sem nú þegar eru orð- in mikil efnahagsveldi eða hafa hafið þá vegferð. Við Íslendingar eigum að leggja áherzlu á að rækta tengsl okkar við Kína og önnur helztu ríki í Asíu. Það eigum við að gera bæði pólitískt og á vettvangi viðskipta. Við starfrækjum nú sendiráð í Kína, í Japan og á Ind- landi. Þótt mörgum hafi þótt nóg um þann mikla kostnað, sem leiðir af rekstri þessara sendiráða í ríkjunum þremur, er alveg ljóst að ákvörðun um að opna þau hefur í grundvallaratrið- um verið rétt. En jafnframt skiptir miklu máli að þau séu virk bæði í því að efla pólitísk tengsl en einnig viðskiptaleg. Við bú- um að því að fulltrúar kínverskra stjórnvalda voru á tímabili afar dug- legir við að heimsækja Ísland, raunar í svo ríkum mæli, að menn veltu því fyrir sér hér hvað fyrir þeim vekti. Hver sem ástæðan er fer ekki á milli mála, að vegna þessara heimsókna þekkja áhrifamenn í Kína vel til Ís- lands og íslenzkra sjónarmiða. Það ætti að verða eitt helzta verk- efni utanríkisþjónustu okkar á næstu árum að rækta tengslin við þessi stóru og öflugu efnahagsveldi í Asíu. Þau tengsl munu skila sér þegar líður á 21. öldina á margan hátt. Fyrst og fremst þó í formi aukinna viðskipta, sem eiga að geta orðið okkur til hagsbóta. Við njótum þess í samskiptum við ríkin í Asíu eins og víða annars staðar að við höfum engra annarra pólitískra hagsmuna að gæta en þeirra hags- muna, sem snúa að góðum samskipt- um við allar þjóðir heims. En vegna þess að við erum fá og smá verðum við að velja vel eftir hverju við leitum í slíkum samskiptum og við hvaða þjóðir við viljum efla tengslin. Fram til þessa höfum við tekið rétt- ar ákvarðanir. En samhliða þeim tengslum, sem þegar eru fyrir hendi, er mikilvægt að auka þekkingu ungra Íslendinga á tungumálum þessara þjóða. BARSMÍÐAR Í BORGINNI Tilhæfulausar árásir, hnífstungurog limlestingar. Blóðið rennur í taumum. Menn eru lokkaðir inn í skúmaskot að næturlagi til þess að hægt sé að ræna þá og ganga í skrokk á þeim. Minnsta áreiti getur leitt til hrottalegra líkamsmeiðinga. Ein- hvern tímann þótti fréttnæmt þegar maður var barinn til óbóta í Reykja- vík. Nú telst það ekki viðburður. Við- varandi ástand er ekki frétt. Ofbeld- islaus helgi myndi sæta tíðindum. Þá fyrst yrði tilefni til að tala við sálfræð- inga og félagsfræðinga. En ofbeldið er hversdagslegt og líkamsárásunum fjölgar. Á forsíðu Morgunblaðsins í gær vitnar Stefán Eiríksson í tölfræði ríkislögreglustjóra um afbrot þess efnis að hegningarlagabrotum hafi fjölgað. „Hér á höfuðborgarsvæðinu er fyrst og fremst um að ræða líkams- árásir sem gerðar eru í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags og sunnudags,“ segir hann. Eftir fréttum að dæma er ekki óhætt að fara í miðbæinn eftir mið- nætti um helgar. Slík ferð er í það minnsta á eigin ábyrgð. Vitaskuld er rétt að ítreka mikilvægi þess að vera var um sig í bænum þegar margt fólk er úti að skemmta sér. En það er eng- in ástæða til að sætta sig við að ástandið skuli vera þannig að stór hópur fólks þorir ekki að vera á ferli í miðbænum á tilteknum tímum dags. Reykjavík er ekki í villta vestrinu. Reykjavík er ekki í Mið-Austurlönd- um. Reykjavík er ekki stórborg með risavöxnum fátækrahverfum þar sem örvæntingin knýr íbúana til að grípa til örþrifaráða. Reykjavík er hins veg- ar borg með tvö andlit. Yfirleitt er spariandlitið til sýnis, en stutt getur verið í hryllingssvipinn. Á þessari af- skekktu eyju norður í Atlantshafi þar sem tilefni illdeilna eru fá ætti ekki að þurfa að koma á lögregluríki með myndavélum á hverju götuhorni til að gæta öryggis borgaranna. Nú blasir hins vegar sú staða við. Stefán Eiríks- son segir að á næstunni verði lög- gæslumyndavélum fjölgað. Borgaryf- irvöld eru í viðræðum við forsvars- menn dyravarðafélaga um að þeirra eftirlit verði umfangsmeira. Hann segir að horfast verði í augu við að lögreglan hafi verið undirmönnuð undanfarna mánuði, þótt það geti ekki skýrt fjölgun glæpa á fyrstu mánuðum þessa árs. En hvað getur þá skýrt þessa fjölg- un? Nú er mikið talað um klámvæð- ingu. Ofbeldisvæðing virðist ekkert síður hafa átt sér stað og kannski helst þetta tvennt í hendur. Öllum mörkum er ýtt til hliðar. Allt verður leyfilegt. Maðurinn getur átt ótrúlega auðvelt með að laga sig að breyttum aðstæðum. Við tilteknar aðstæður breytist prúðmennið í vígvél. En hvernig stendur á að slíkar aðstæður skapast á Íslandi? Það þarf að taka til hendinni í miðbæ Reykjavíkur. Það þarf að stöðva ofbeldið. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Óbyggðanefnd kvað í gærupp fimm úrskurði í svo-kölluðum þjóðlendumál-um. Fallist var á hluta af þjóðlendukröfum ríkisins og falla þar undir m.a. landsvæði sem hluti réttinda yfir vatni sem knýr Kára- hnjúkavirkjun tilheyrir. Lögmenn landeigenda segja að í niðurstöðun- um felist bæði sigrar og ósigrar en telja líklegt að mörg málanna endi fyrir dómstólum. Með tilkomu þjóðlendulaga árið 1998 var óbyggðanefnd sett á lagg- irnar. Verkefni nefndarinnar er að skera úr um hvaða landsvæði séu svokallaðar þjóðlendur. Fyrir til- komu þjóðlendulaganna hafði Hæstiréttur dæmt að lönd sem ekki tilheyrðu eignarlandi landeigenda, þ.m.t. sveitarfélaga, væru ekki í eigu ríkisins nema ríkisvaldið gæti rök- stutt beinan eignarrétt sinn. Með þjóðlendulögunum var þessu lagaumhverfi breytt. Samkvæmt lögunum tekur óbyggðanefnd nú til meðferðar ákveðin svæði sem fjár- málaráðherra lýsir þjóðlendukröfum í fyrir hönd ríkisins. Gefur óbyggða- nefnd í kjölfarið út áskoranir til þeirra sem telja sig eiga eignarrétt- indi á því svæði sem ríkið gerir tilkall til um að lýsa kröfum sínum. Mál- flutningur um ágreiningsmál fer síð- an fram fyrir nefndinni en hún úr- skurðar að því loknu hvaða svæði teljast þjóðlendur og hver ekki. Þjóðlendur teljast eign íslenska rík- isins þótt sérstakar reglur um þær komi fram í þjóðlendulögum. Landinu öllu hefur verið skipt í 11 svæði og hefur óbyggðanefnd nú úr- skurðað um þjóðlendur í fimm þeirra. Í gær kvað nefndin upp úr- skurði á fimmta svæðinu – Norð- austurlandi, þ.e.a.s. á svæðinu aust- an Jökulsár á Fjöllum og vestan Lagarfljóts. Hægt er að skjóta úrskurðum nefndarinnar til dómstóla. Stendur sú leið opin bæði ríkisvaldinu og þeim sem telja sig eiga eignarrétt yf- ir hinum umdeildu svæðum. Hefur Hæstiréttur nú þegar dæmt 13 dóma er varða álitamál um hvort land sé þjóðlenda eða eignarland. Fleiri mál bíða afgreiðslu Hæsta- réttar. Telur of þunga sönnunarbyrði lagða á landeigendur Óbyggðanefnd kvað í gær upp úr- skurð í fimm málum á svæðinu sem tilheyrir bæði Norður-Þingeyjar- sýslu og Norður-Múlasýslu. Í öllum málunum var fallist á þjóðlendukröf- ur íslenska ríkisins að einhverju leyti en í sumum þeirra féllst nefndin þó ekki á að allar kröfurnar ættu við rök að styðjast og dæmdi því eign- arland. Ólafur Björnsson, lögmaður margra þeirra landeigenda sem gerðu kröfur á svæðum suður af Þistilfirði, Bakkaflóa og Vopnafirði, segir að í úrskurðunum felist bæði sigrar og ósigrar. „Það eru vonbrigði hvað það er tekið mikið land af jörð- unum í Þistilfirði og mér fannst kröfugerð ríkisins þar byggð á nokk- uð þunnum ís. Þar virðast menn byggja þjóðlendukröfuna á einni gamalli sóknarlýsingu.“ Hæstiréttur hefur lagt til grundvallar að landa- merkjabréf séu ekki nægjanleg heimild fyrir eignarréttartilkalli landeigenda, mæli aðrar heimildir því í mót. Ólafur segir hins vegar mjög þunga sönnunarbyrði lagða á landeigendur í þessum málum. „Hæstiréttur hefur talið að landa- merkjabréf nægi ekki ein og sér. Mér sýnist að í þessum úrskurðum sé nokkuð vísað til dóms Hæstarétt- ar í máli Hoffells-Lambatungu en lit- ið framhjá nýlegum dómum vegna landsvæða nærri Mýrdalsjökli,“ seg- ir Ólafur og vísar til dóma sem féllu fyrr í þessum mánuði þar sem úr- skurðum óbyggðanefndar um þjóð- lendur var snúið við og dæmt eign- arland. Hann segir þó erfitt að draga víðtækar ályktanir af þeim dómum þar sem hvert og eitt mál sé alltaf skoðað sérstaklega og sjaldan séu mál algjörlega sambærileg. „Það er erfitt að meta áhrif þeirra en þar var þó vafi metinn landeigendum í vil. Ég hefði viljað sjá meira af því í þessum úrskurði en menn hafa kannski einblínt um of á dómana sem féllu í Austur-Skaftafellssýslu.“ Þar vísar Ólafur til hæstaréttar- dóma þar sem dæmdar voru þjóð- lendur, m.a. þrátt fyrir a merkjabréf væru fyrir he teljum raunar að sú afstað réttar standist ekki og h skotið þeim málum til M indadómstóls Evrópu. Við þar ekki síst á því að tilgang merkjalaganna var að lan ættu að duga til að sýna fra arrétt. Við teljum að landam því sambærileg og allir eig við sama borð hvað þau varð hefur komið fram við landamerkjabréfa sem eig við ætlum að láta reyna á þ það geri þá ekki að eigendu Auk jarða sunnan við Þ Bakkaflóa og Vopnafjörð einnig um mál landeigend innar á Valþjófsstað, no Vatnajökul. Standi ú óbyggðanefndar segir Ólafu lítið standi eftir af þeirri jö illi og stórri jörð hefur í r breytt í frímerki.“ Hann s vegar athyglisvert að í tilf barðskirkjulands sé dæm land. „Venjan hefur verið arlönd kirkna sem hafa legi frá móðurjörðinni hafa veri réttarlönd og þá þjóðlendu móti eru önnur svæði ein Mælifell, sem mér sýnast stæður eiga við um, úrskur lendur.“ Uppkvaðning Kristján Torfason og Karl Axelsson lásu upp úrsk Úrskurðað í þjóð Óbyggðanefnd úr- skurðaði í gær vegna þjóðlendumála á Norð- austurlandi. Gunnar Páll Baldvinsson var í Þjóðmenningarhúsinu þar sem úrskurðirnir voru kveðnir upp og leitaði viðbragða hjá lögmönnum aðila málsins.  Fimm úrskurðir óbyggðanefndar gefnir út isins eftir í meginatriðum  Stór hluti vatnsré                   ! " #                   !   "#  !   $  ! %&  !              !"# %'( ) '  " * + + '   (!  '  ( 7 +  ) -*1    ( (*+  ,   ( )  + -   . / /   + -     . 0 ,1/  2 (((. // "" - 2 (. // 3+  .  . / / ! 4 2 ((. // 5 6   .  / / $% &  7' (*+  ! (8  +49"" 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.