Morgunblaðið - 30.05.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 31
SUMT er svo fáránlegt að engu
tali tekur. Fáránlegt og fullkomlega
óskiljanlegt. Svo fáránlegt, að við er-
um hætt að taka eftir því eða reyna
að skilja það.
Í vor kom ég frá Færeyjum og
þegar þota færeyska flugfélagsins
Atlantic Airways hafði staðnæmst
við kofana, sem kallaðir eru flugstöð,
var farþegum tilkynnt að þeir yrðu
að bíða um stund í flugvélinni.
Ástæða: Það var flugvél að fara til
Grænlands með 50 farþega og þess
vegna var ekki pláss fyrir fáeina far-
þega frá Færeyjum inni í þessari
svokölluðu flugstöð höfuðborg-
arinnar!
Skyldi nokkur höfuðborg í veröld-
inni bjóða farþegum og ferðafólki
upp á þá aðstöðu sem til staðar er á
Reykjavíkurflugvelli?
Þeir sem þar fara um og þeir sem
þar vinna verða að láta sig hafa
bráðabirgða skúrasafn, sem að uppi-
stöðu til var byggt af Bretum í seinni
heimsstyrjöld einhverntíma upp úr
1940 og aldrei var ætlað að standa til
langframa. Stendur þó enn með
seinni tíma viðbótarklastri, þegar
langt er liðið á fyrsta áratug tutt-
ugustu og fyrstu aldar. Aðstaða
starfsfólks er fyrir neðan allar hellur
og illmögulegt að sinna þeirri starf-
semi sem tengist því eftirliti, sem nú
er talið nauðsynlegt í sambandi við
flugferðalög. Um aðstöðu fyrir far-
þega þarf ekki að hafa mörg orð.
Hún er ekki til sóma.
Víða úti um land hafa verið byggð-
ar flugstöðvar, sumar lítt notaðar,
því stórlega hefur dregið úr áætl-
unarflugi innlands með bættu vega-
kerfi. Gott ef flugstöðin á Akureyri
var ekki stækkuð sérstaklega með
tilliti til millilandaflugs, sem þó er
stundað þaðan í mun minna mæli en
frá höfuðborginni.
Það hefur aldrei verið byggð flug-
stöð í Reykjavík vegna þess að flug-
völlurinn hefur alltaf átt að fara. En
flugvöllurinn er ekkert að fara. Og
þó hann fari eftir áratug eða svo þá
er það engin afsökun fyrir því að
reisa ekki almennilega flugstöð.
Í fyrsta lagi væri þá hægt að taka
húsið til annarra nota og í öðru lagi
mætti þá jafna það við jörðu, ef
henta þætti. Menn kaupa einbýlis-
hús á 100 milljónir til þess eins að
mola niður og byggja nýtt. Ef lóðir á
þessu svæði eru jafn verðmætar og
fjandmenn flugvallarins segja, þá
ætti þetta ekki að vaxa mönnum í
augum.
Þingmenn landsbyggðarkjör-
dæma hafa verið duglegir að koma
upp flugstöðvum í sínum kjör-
dæmum. Þingmenn Reykvíkinga
hafa ekki haft mjög sýnilegan áhuga
á flugstöð í Reykjavík. Hafi þeir
reynt að vinna málinu fylgi, hafa þeir
allavega ekki haft erindi sem erfiði.
Kannski eru menn bara orðnir svo
vanir þessu fáránlega ástandi, eða
öllu heldur óstandi í flugstöðv-
armálum höfuðborgarsvæðisins að
það eru allir hættir að taka eftir því?
Í lokin langar mig til að lýsa þeirri
skoðun að allt tal um nýjan flugvöll á
Hólmsheiði eða Lönguskerjum er
tóm tjara. Við byggjum ekki nýjan
stórflugvöll fyrir milljarða króna í
35-40 km loftlínu frá einum full-
komnasta og best búna flugvelli í
þessum heimshluta – Keflavík-
urflugvelli. Það er svo fjar-
stæðukennt, að mig furðar að það
skuli yfirleitt vera til umræðu. Við
eigum að láta flugvöllinn í Reykjavík
í friði, breyta honum þannig að land-
nýting í kringum hann verði betri, en
það á að sjálfsögðu að halda áfram
að fljúga til og frá Reykjavík.
Kofar kallaðir flugstöð
Eiður Guðnason skrifar um
ástand bygginganna við
Reykjavíkurflugvöll
» Skyldi nokkur höf-uðborg í veröldinni
bjóða farþegum og
ferðafólki upp á þá að-
stöðu sem til staðar er á
Reykjavíkurflugvelli?
Eiður Guðnason
Höfundur er sendiherra. eid-
urgudnason@gmail.com
Jóhann Elíasson | 30. maí
Náttúruverndar-
ayatollar
EINS og margir aðrir
landsmenn horfði ég á
þáttinn „Út og suður“
sunnudagskvöldið 12.
júní 2005. Annar við-
mælenda Gísla Ein-
arssonar það kvöldið
var Jón Sveinsson æðarbóndi í Mið-
húsum í Reykhólasveit. Í umrædd-
um þætti viðraði hann skoðanir sínar
á hinum ýmsu málum en þó aðallega
á þeim málum sem snertu æð-
arrækt, þar sem æðarræktin er
mest á hans áhugasviði og und-
irstaða afkomu hans. Vil ég hrósa
honum fyrir það hvað hann kom sín-
um skoðunum vel og skilmerkilega á
framfæri og ekki lá hann á skoð-
unum sínum enda er hann ekki
þekktur fyrir það.
Meira: jonhanneliasson.blog.is
Rúnar Kristjánsson | 30. maí
Hvert stefnir með
ábyrgð og annað?
ÞAÐ að bera ábyrgð
virðist vera mjög af-
stætt hugtak í íslensku
þjóðfélagi eins og það
horfir við augum í dag.
Við höfum séð lögmenn
standa í ströngu við að
bjarga forstjórum stóru olíufélag-
anna frá dómi vegna hinna illræmdu
samráðsmála. Þar ber víst enginn
maður neina ábyrgð og lög-
fræðikunnátta hefur vissulega
stundum virst nægilegt framlag til
að tryggja uppmálað sakleysi.
Meira: undirborginni.blog.is
NETGREINAR
Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi
• Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík
• Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki
• Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi
• Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík • Fóðurblandan á Selfossi,
Hvolsvelli og Egilsstöðum
Samanburður
staðfestir áratugareynslu
Baldvin Már Frederiksen
málarameistari
Á þessum veðrunarrekka, sem stendur á bersvæði,
er veðrunarþol útimálningar frá Málningu hf.
og frá öðrum framleiðendum borið saman.
Íslenskt veðurfar er gjörólíkt því sem er algengast í nágrannalöndum okkar
og reynir mun meira á útimálningu.
Mikilvægur þáttur í vöruþróun hjá Málningu er að bera saman veðrunarþol útimálningar frá okkur og úti-
málningar frá erlendum framleiðendum. Við leyfum okkur að fullyrða á grundvelli þessa samanburðar að
útimálning frá okkur gerir meira en að standast ströngustu kröfur um veðrunarþol miðað við íslenskt veðurfar.
Íslenskt veðurfar er gjörólíkt því sem er í nágrannalöndum okkar.
Áður en þú velur útimálninguna, sem þú ætlar að nota, skaltu athuga hvort hún sé gerð fyrir íslenskar aðstæður.
IS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/M
A
L
3
78
32
0
5/
07