Morgunblaðið - 30.05.2007, Side 33

Morgunblaðið - 30.05.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 33 ✝ Ólafur Ingi-björnsson fædd- ist á Flankastöðum á Miðnesi 1. júní 1928. Hann lést á heimili sínu 18. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ingibjörn Þórarinn Jónsson bóndi á Flankastöð- um, f. 24. apríl 1895, d. 22. júní 1973, og Guðrún Ingveldur Ólafsdóttir hús- móðir, f. 25. maí 1898, d. 30. apríl 1962. Systur Ólafs eru Halldóra Ingibjörns- dóttir kennari, f. 24. október 1923, og Sigríður Ingibjörnsdóttir kenn- ari, f. 17. júní 1926, d. 4. október 2002. Hinn 24. september 1949 kvænt- ist Ólafur fyrstu eiginkonu sinni, Kristínu Kjaran Ingvarsdóttur, f. 6. júní 1928. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Ingvar B., f. 18. jan- úar 1950. Maki Edda Loftsdóttir, f. 29. júlí 1947, d. 26. febrúar 2004. Sonur hennar er Loftur Gunn- arsson, f. 1965. Börn hans eru Júl- íus Þ., f. 1992, og Ragnhildur O., f. 1996. 2) Jón Á., f. 4. desember 1951. Maki Kristín Ásmundsdóttir, f. 25. mars 1956. Börn þeirra eru Ingibjörg G., f. 1980, Ingibjörn Þ., f. 1985, og Kristín R., f. 1990. 3) Gunnar Þ., f. 18. október 1961. Maki Catrina Hendry, f. 10. októ- ber 1961. Sonur hennar er Joe Hendry, f. 1988. Hinn 5. maí 1966 kvæntist Ólaf- ur annarri eiginkonu sinni, Mary deildarlæknir í bæklunar- og slysalækningum við Ayr County Hospital 1965–1966, yfirlæknir við St. Franciscus-sjúkrahúsið í Stykkishólmi 1966–1967, og sér- fræðingur við Slysavarðstofuna í Reykjavík og Borgarspítalann, slysadeild, 1967–1975. Hann hefur verið með eigin læknisstofu í Do- mus Medica frá 1975. Ólafur var kennari í handlækn- isfræði við Hjúkrunarskóla Ís- lands 1968–1969, var með klíníska kennslu fyrir læknanema í sam- bandi við störf á Borgarspít- alanum, slysadeild, og var ráðgef- andi sérfræðingur í bæklunar- og slysalækningum við hersjúkra- húsið á Keflavíkurflugvelli. Hann hafði umsjón með námskeiðum í sjúkraflutningum og skyndihjálp hjá slökkviliðinu í Reykjavík og Flugbjörgunarsveitinni á starfs- tíma hjá Borgarspítalanum, starf- aði í ráðgefandi nefnd fyrir Al- mennavarnanefnd Reykjavíkur 1968–1969, var í hópslysanefnd Borgarspítalans 1969–1974 og í sjúkraflutninganefnd Reykjavíkur 1970–1974. Ólafur og Björn Jónsson flug- stjóri hófu þyrlubjörgunarstörf á vegum Landhelgisgæslunnar og Borgarspítalans og áttu þátt í því að skipuleggja það starf frá upp- hafi. Ólafur tók virkan þátt í ýmsum félagsmálum, hann starfaði mikið í Frímúrarareglunni á Íslandi, m.a. í æðstu stjórn reglunnar, Freeport-samtökunum og SÁÁ. Hann hafði mikla ánægju af stang- veiði. Ólafur verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verð- ur í Gufuneskirkjugarði. Celine, f. 12. sept- ember 1932. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Ólafur P., f. 6. október 1964. 2) Guð- rún M., f. 5. júlí 1968. Maki Bjarni Ó. Guð- mundsson, f. 10. febr- úar 1963. Dóttir þeirra er Melkorka M. Bjarnadóttir, f. 2001. Hinn 3. apríl 1979 kvæntist Ólafur Helgu K. Jónsdóttur, f. 18. desember 1955, d. 30. maí 1996. Dætur þeirra eru Lísa, f. 14. mars 1979, og Linda, f. 8. nóvember 1981. Ólafur lauk stúdentsprófi frá MR 1949, embættisprófi í lækn- isfræði frá HÍ 1959 en almennt læknigaleyfi öðlaðist hann 1961. Ólafur var námskandídat á Lands- spítalanum og Slysavarðstofunni í Reykjavík 1959–1960, aðstoð- arlæknir héraðslæknis í Akranes- héraði 1960, héraðslæknir í Reyk- hólahéraði 1960–1961, aðstoðarlæknir á Royal Hospital for Sick Children í Glasgow 1961 og á Cumberland Infirmary í Car- lisle í Englandi 1961–1962, læknir á Ayr County Hospital í Ayr í Skotlandi, á bæklunardeild og slysadeild, 1962–1963, deild- arlæknir á Adelaide Hospital í Dyflinni, á handlækningadeild og bæklunardeild, 1963–1964, og jafnframt aðstoðarkennari við Dyflinnarháskóla, læknir í Kefla- vík og jafnframt aðstoðarlæknir við sjúkrahúsið þar 1964–1965, Okkur langar til að minnast afa okkar, sem nú er látinn. Afi í Æsó eins og við kölluðum hann alltaf var skemmtilegur maður og alltaf gaman að spjalla við hann um allt milli himins og jarðar, enda hafði hann skoðanir á mörgum málefn- um. Afi var víðlesinn maður og aldrei kom maður að tómum kof- unum þegar mann vantaði upplýs- ingar eða svör. Afi hafði gaman af því að ræða stjórnmál og málefni líðandi stundar og alltaf var hann hnyttinn í tilsvörum. Margs er að minnast og ber þar hæst sumarbú- staðarferðirnar í Munaðarnes sem farnar voru á hverju vori. Eins skemmti hann sér vel með afa- stráknum sínum í veiðiferðunum sem þeir fóru saman í. Þegar við veiktumst er við vorum yngri var alltaf gott að geta hringt í afa og þá var manni batnað, því hann afi gat nefnilega læknað mann í gegn- um símann. Elsku afi, nú er komið að leið- arlokum hjá þér, takk fyrir allar okkar góðu stundir saman. Þín afabörn, Ingibjörg Guðlaug, Ingibjörn Þórarinn og Kristín Rannveig Jónsbörn. Við hittumst fyrst á stríðsárun- um; ég sokkabandagutti í stutt- buxum, að þeirrar tíðar hætti, en Ólafur Ingibjörnsson virðulegur táningur í Flensborg – og hafði lít- inn áhuga á smápatta úr Reykja- vík, sem mættur var á hlaðið á Flankastöðum í sunnudagsbíltúr með pabba. Feður okkar þekktust frá því í árdaga; reru saman ungir piltar á vertíð austur á Seyðisfirði í umboði húsbænda sinna – og voru vinir síðan. Stríðsárakynni okkar Ólafs urðu ekki lengri – og áratugir liðu. Hann varð þjóðþekktur læknir, er seig niður úr þyrlum við erfiðar aðstæður til bjargar meðborgur- um, fyrstur hérlendra kollega sinna – og undirritaður tókst á við lífið eins og allir hinir, sem ekki var eins fréttnæmt. Það var hins vegar í áfengismálabyltingunni á seinni hluta áttunda áratugarins, að leiðir okkar lágu saman á ný. Báðum hafði orðið hált á brautum Bakkusar – og með tiltölulega stuttu millibili leitað nýrrar lífs- sýnar á Freeport-spítalanum vestra; hvor um sig. Nú var það ég sem var eldri, því runnið hafði af mér tveimur árum fyrr – og þar sem ég stýrði stjórn Freeport- klúbbsins þegar Ólafur sneri aftur úr sinni Bjarmalandsför kom það í minn hlut að bjóða hann velkominn í liðið. Það reyndist létt verk að kynna hann félögunum; hann þekkti aðra hverja manneskju, ým- ist sem læknir þeirra, frímúrari eða Suðurnesjamaður – og afgang- inn hafði hann víst saumað saman í slysavarðstofunni á þyrluárunum. Hann féll því í hópinn sem múr- steinn í vegg – og með okkur tókst einstök vinátta. Ólafur Ingibjörnsson var sér- stakur persónuleiki; hár og grann- ur, bar sig vel – og snemma hvít- fextur. Að hætti bráðamót- tökulækna hafði hann brynjað sig skráp til varnar, en þegar hér var komið sögu hafði hann skipt um starfsvettvang; lagt fyrir sig heim- ilislækningar – og gríman var fljót að falla við kynningu. Löng við- vera erlendis, sem læknir á bráða- móttökum breskra og írskra sjúkrahúsa, hafði markað hann nokkuð; gert hann að heimsmanni með dálítið kaldhæðna sýn á lífið og tilveruna – og því reyndist hann mér og mínum einstakur heimilis- læknir, sem ekki gerði mikið úr hlutunum nema ástæða væri til, en þá var líka tekið fast á málum. Í rúm þrjátíu ár höfum við gaml- ir Freeport-félagar haft þann sið að hittast yfir hádegisverði í viku- lok; notið stundarinnar, velt upp fréttum vikunnar – og látið ljós okkar skína. Föstudaginn 18. maí sl. mættum við félagarnir að venju á Grand – og Ólafur kom frekar seint; hafði sinnt sjúklingum sín- um á stofu í Domus Medica þenn- an morgun. Menn ræddu stjórn- armyndun – og sýndist sitt hverjum, en Ólafi þó hvað síst, enda af Engeyjarætt. Að hádeg- isverði loknum urðum við þrír fé- lagar samferða út í bifreiðar okkar og sem leið lá upp að Suðurlands- braut, þar sem leiðir skildi – og við Ólafur ókum hvor á eftir öðrum inn á Miklubraut og vorum sam- hliða inn að afreininni upp í Breið- holt. Þarna sá ég þennan vin minn síðast; hann ók beina leið heim til sín, lokaði á eftir sér útidyrunum – og var allur. Tómas Agnar Tómasson. Ólafur Ingibjörnsson ✝ Gunnar RúnarHjálmarsson fæddist á Akranesi 12. ágúst 1942. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut föstu- daginn 18. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Vigdís Magnúsdóttir hús- freyja á Akranesi, f. 2. september 1925, d. 23. desem- ber 1997, og Sig- urður Sigfússon (fósturfaðir) verkstjóri, f. 17. apr- íl 1924. Hálfsystkini Gunnars sammæðra eru Sigríður Margrét, f. 13. nóvember 1946, Ragnheið- ur, f. 7. júlí 1948, Halldór, f. 6. júní 1955, Guðrún Jóhanna, f. 7. október 1956, og Ólöf, f. 20. apríl 1958. Gunnar kvæntist 7. desember sveinsprófi hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi 1962. Hann lauk vél- stjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík árið 1964 og prófi frá rafmagnsdeild við sama skóla vorið 1965. Hann varð meistari í vélvirkjun árið 1980. Gunnar vann í Vélsmiðju Seyðisfjarðar sumarið 1965. Hann var vélstjóri á ms. Arnar- felli til janúarloka 1966, starfaði hjá Eimskipafélagi Íslands 1966– 1968, t.d. á ms. Skógarfossi, og í Landssmiðjunni haustið 1968. Hann var lagerstjóri í Áhaldahúsi Orkustofnunar (Jarðborana ríkis- ins) í Vesturvör 14 í Kópavogi 1969-1988, vélstjóri hjá Björgun hf. á Sóley árið 1989, vann hjá Skipaútgerð ríkisins á ms. Öskju 1989-1992, og síðast hjá Sam- skipum hf. á ms. Arnarfelli 1992. Gunnar veiktist af kransæðastíflu um borð í Arnarfelli og náði ekki aftur heilsu til þess að vera á vinnumarkaði. Gunnar verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1963 Þóreyju Þórð- ardóttur læknarit- ara, f. 8. október 1942. Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson, iðn- verkamaður í Reykjavík, f. 5. ágúst 1912, d. 4. febrúar 1993, og kona hans Guðný Jónatansdóttir, f. 30. desember 1913, d. 24. maí 1981. Synir Gunnars og Þór- eyjar eru: Þórður, iðnrekstrarfræðingur í Reykja- vík, f. 1. apríl 1971, kvæntur Berglindi Ósk Þráinsdóttur; Magnús, tækjamaður í Reykjavík, f. 11. september 1976; og Guðni Rúnar, tónlistarmaður í Reykja- vík, f. 13. desember 1979. Gunnar lærði vélvirkjun í Iðn- skólanum á Akranesi og lauk Gunnar Hjálmarsson, vinur minn í áratugi, er allur. Ekki var það fyrir aldurs sakir – heldur langrar glímu við hjartasjúkdóm. Nú á kveðjustund langar mig að minnast hans nokkrum orðum. Fullt nafn hans var Gunnar Rúnar Hjálmarsson. Hann bar nafn móðurömmu sinnar og lang- afa, mæðginanna Guðrúnar Gunn- arsdóttur húsfreyju á Akranesi og Gunnars Bjarnasonar bónda í Fell- saxlarkoti í Skilmannahreppi. Gunnar var meðalmaður á hæð, vel á sig kominn, mjög vinnusamur og úrræðagóður við að leysa hin ólíkustu verkefni. Hneigður var hann fyrir útivist og veiðiskap í frí- stundum, duglegur ferðamaður innanlands og utan og góður spila- maður – sérstaklega í bridge. Framan af ævi var hann enginn meinlætamaður og naut lífsins lystisemda; góður fagmaður og hafði vakandi áhuga fyrir allri tækni; drengskaparmaður, vin- margur og mikill vinur vina sinna, ávarpsgóður og ljúfur í umgengni. Kjarkmaður var hann alla ævi og vílaði fátt fyrir sér. Gunnar hafði skopskyn í betra lagi – einnig var hann svo orðheppinn að eftir var tekið. Kynni okkar Gunnars hófust haustið 1970 og þróuðust fljótlega í einlæga vináttu. Hér verður, án þess að hallað sé á aðra vini okkar, að nefna til sögunnar sameiginleg- an vin okkar – Magnús heitinn Markússon rafvirkja frá Arnarhóli í Vestur-Landeyjum. Svo sam- rýndir vorum við félagarnir að við höfðum stundum á orði að líklega hefðum við verið bræður í fyrra lífi! Bæði atvinna og vinátta sáu til þess að við ferðuðumst nokkuð saman innanlands og utan. Ein ferð í lítilli flugvél frá Neskaupstað í byrjun september 1977 var okkur lengi minnisstæð. Flugmaður var vinur Magnúsar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson söngvari. Veður var eins og það verður best á Íslandi. Flugleiðin fylgdi ströndinni suður til Reykjavíkur. Á leiðinni varð okkur fegurð landsins enn betur ljós en nokkru sinni fyrr og einnig vatnsforði sá sem bundinn er í Vatnajökli. Gunnar sýndi mikla seiglu í veikindum sínum. Nýliðinn vetur var hjartveikin atgangshörð sem aldrei fyrr. Gunnar sagði við mig í lok apríl að líklega væri dælan dýra og góða eina vonin en vissu- lega gæti brugðið til beggja vona með hana. Það eru margir sem í dag syrgja heilsteyptan mannkostamann. Ég er afar þakklátur Gunnari fyrir samfylgdina. Að leiðarlokum sendum ég og fjölskylda mín inni- legar samúðarkveðjur til ekkju Gunnars, sona, tengdadóttur og allra annarra ástvina þeirra. Guð blessi minningu Gunnars Hjálmarssonar. Þorgils Jónasson. Gunnar Hjálmarsson ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHVÍT ÓLAFSDÓTTIR, frá Suðureyri við Súgandafjörð, sem andaðist 25. maí á heimili sínu, Hjúkrunarheimilinu Sóltúni Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju 12. júní kl 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Gunnar Pálsson, Hafdís Pálmadóttir Friðbert Pálsson, Fanney Gísladóttir Leó Pálsson, Ingunn Þorleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, systir og vinkona, ANNA BERTELSEN, Bjargartanga 20, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 1. maí. Útför hennar fór fram í kyrrþey í Fossvogs- kapellunni þann 8.maí. Ottó Geir Borg, Eydís Björk Guðmundsdóttir, Kjartan Borg, Arnheiður Borg, Stefanía Borg, Davíð Scheving Thorsteinsson, Sunna Borg, Þengill Valdimarsson, Áslaug Borg. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN KRISTJÁNSDÓTTIR, Hlíðarhjalla 6, Kópavogi, lést sunnudaginn 27. maí. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 5. júní kl. 13.00. Kristján Hilmarsson, Sesselja M. Matthíasdóttir, Guðjón Hilmarsson, Hafdís Svavarsdóttir, Birgir Hilmarsson, Erla Ólafsdóttir, Guðrún Hilmarsdóttir, Hans G. Alfreðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.