Morgunblaðið - 30.05.2007, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.05.2007, Qupperneq 35
Minn kæri bróðir Ingólfur. Við vorum öll svo vongóð um bata hjá þér. Það var búið að gera nánast flest sem hugsast gat, þú kominn með hjálpartæki og furðu hress, með bjarta sýn. „Nú fer þetta allt að koma,“ það var glampi í augum og það færðist bros á vör. „Og maður fer að geta gert eitthvað af viti,“ sagði þessi hugmikli, handlagni maður. Já vinur, þú munt örugglega gera það í þínum nýju heimkynnum – og það verður áreiðanlega vel tekið á móti þér þar. Við söknum þín. Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Katrín og fjölskylda. Að morgni 23. maí bárust mér fréttir um lát Ingólfs mágs míns. Stórt er höggvið á skömmum tíma. Sem hendi sé veifað hverfur allt af jarðarsviði sem kærast er. Fyrsta minning mín um Ingólf er að hann, Gurra og Ingileif keyrðu í hlað í Seldal á blágráum Fíat. Þau bjuggu þá í Garðabæ. Ég hef verið um 7 ára gömul. Varla var Ingólfur búinn að taka upp úr töskum þegar hann var tekinn til við smíðar. Hann smíðaði þá tvo stóra efri skápa í eld- húsið í Seldal sem standa enn. Og þannig er minningin um Ingólf, allt- af að smíða og hjálpa til, enda lék allt í höndunum á honum. Smíða- verkin sem hann vann fyrir Seldæl- inga urðu fjöldamörg. Þau voru sem eitt hann og Gurra með hjálpsemina og virtist aldrei nóg gert. Árið 1969 fluttu þau hjón austur í Neskaupstað ásamt dætrum og bjuggu þar samfellt til 1982 að þau fóru aftur suður, fluttu sig fljótlega í Voga á Vatnsleysuströnd og bjuggu þar til endaloka. Það var á árunum þeirra fyrir austan sem ég hafði mest samskipti við Ingólf. Ég var barn að aldri þeg- ar þau komu og fór í gegnum mín unglingsár meðan hann og Gurra bjuggu á Urðarteignum. Þar var mikil rausn á ferð, sama hvar borið var niður. Það skipti ekki máli hvort komið var með fyrirvara eða ekki, alltaf var aukamatur í pottum á mat- málstímum og manni boðið að borða. Ég man sérstaklega eftir ótal mál- tíðum af uppáhaldsmat Ingólfs, sölt- uðu hrossakjöti með soðkökum, sem okkur þótti ekki síður sælgæti. Ef ekki var til nóg af heimabakstri með kaffi þegar maður kom, var rokið til og keypar hrúgur af kexi og öðru góðgæti. Mest var þó virði að eiga hlýjan samastað. Það fór ekki mikið fyrir Ingólfi. Hann var þægilegur í umgengni, gat verið kátur og hafði gaman af að vera í góðum hópi. Ég man að við spiluðum heil ósköp árin á Urðar- teignum, aðallega kana og ef Gurra og Ingólfur lentu saman gáfu þau hvort öðru óspart merki um tromp- afjölda og fóru ekkert leynt með það, töluðu stundum upphátt. Þetta voru þeirra sjálfsettu reglur að það mætti svindla svona og stundum vorum við mótherjarnir pent svekktir en voguðum okkur aldrei að mótmæla. Ingólfur átti við veikindi að stríða síðustu árin. Hann fékk maga- krabbamein sem hann læknaðist af en hafði veikt hjarta sem að lokum dró hann til dauða. Áfallið við að missa Gurru fyrir um tíu mánuðum hefur án efa átt sinn þátt. Fjölskyldur okkar hafa misst mætan mann. Ég votta allri fjöl- skyldu Ingólfs innilega samúð mína. Sérstaklega hugsa ég til Einars og Katýjar sem eru mér kunnugust af hans fólki. Mömmu og Nonna sendi ég líka innilegar samúðarkveðjur. Ég veit að í þeirra huga er Ingólfur frekar barn þeirra en tengdabarn. Fjölskyldunni allri sendi ég samúð- arkveðjur. Úr fjarska kveð ég Ingólf mág minn. Víst er að ég hef fyrir ým- islegt að þakka. Iddu, Ingu, Lúlla, Gumma, Ey- rúnu, Frans, Bjössa, Guðmanni og Evu bið ég blessunar á þessum erf- iðu tímum. Það er erfitt að finna huggunarorð handa þeim sem hafa misst svo mikið á svo stuttum tíma. Megið þið finna styrk og huggun í minningu þeirra beggja. Stefanía Gísladóttir, Vestur-Ástralíu. Þegar ég var 15 ára gömul flutti ég frá Seldal út í Neskaupstað og fyrsta árið í kaupstaðnum bjó ég hjá Gurru systur minni og Ingólfi. Þar var gott að vera. Ég var eins og ein af fjölskyldunni og ætíð síðan hefur þeirra heimili staðið opið fyrir mér og mínum. Þau hjónin höfðu gaman af því að fá gesti og alltaf voru miklar og góðar veit- ingar í boði ef litið var við hjá þeim. Þar var ekki að tómum kofanum komið. Ég minnist þess þegar við Jón Gunnar byggðum húsið okkar og fengum það fokhelt upp í hend- urnar, að fyrsti maður til að rétta hjálparhönd var Ingólfur. Það var með þetta eins og annað sem Ing- ólfur tók sér fyrir hendur, hann hætti ekki fyrr en verkinu var lokið og við flutt inn. Hann eyddi flestum sínum frístundum við að hjálpa okk- ur í húsinu, smíðaði skápa og inn- réttingar, flísalagði og gerði annað sem þurfti. Slíkt var kappið í honum, að oft þegar við komum á staðinn um helgar var hann mættur löngu á undan okkur. Hann var ósjaldan byrjaður að smíða um sjöleytið á morgnana. Ég tek það fram að Ing- ólfur þáði engin laun fyrir alla þessa vinnu og verður honum seint full- þakkað. Við sögðum oft að hann hefði gullfingur, það var sama á hverju hann snerti, allt lék í hönd- unum á honum. Sem dæmi um það saumaði hann kjóla á Gurru, smíðaði stofuhúsgögnin á Urðarteignum sjálfur og yfirdekkti og svo mætti lengi telja. Ingólfur var alltaf tilbúinn að hjálpa til, og mörg handtökin var hann búinn að vinna í Seldalnum, bæði fyrir foreldra mína og föður- bræður meðan þau bjuggu þar, en þeim var hann einstaklega góður og hjálpsamur og eins eftir að við systkinin tókum við jörðinni. Ingólfur mágur minn hafði átt við langvarandi heilsuleysi og veikindi að stríða er hann lést á heimili sínu 66 ára að aldri. Aðeins tíu mánuðir urðu á milli þeirra hjóna, en Guð- ríður systir mín lést 16. júlí síðastlið- inn. Við Jón Gunnar kveðjum Ingólf með þakklæti í huga. Mikill er miss- ir Iddu, Ingu og þeirra fjölskyldna. Megi guð og góðar vættir styðja við þau á þessum erfiðu tímum. Hulda Gísladóttir. Ingólf vin okkar og hagleikssmið kveðjum við nú með söknuði. Hann var bjartur og fagur morguninn þegar við hjónin ákváðum að fara suður í Voga og líta til Ingólfs. Við ætluðum að færa honum fréttir um væntanlega veiðiferð okkar í góða laxveiðiá seinna í sumar. En það var enginn heima svo við héldum heim aftur. Iðunn hringir svo til okkar eftir hádegi og segir okkur að pabbi sé dáinn, hafi látist þá um morg- uninn. Gott er sínu lífi að lifa ljúfum vinum hjá, meðan þrek og andi endast oss til starfa má. Enn er heilsa og hugur dvínar hverfur lífsins þrá, þá er best til guðs að ganga góðu verki frá. (P.J.Á.) Ingólfur minn, veiðiferð okkar verður ekki farin að sinni en hún mun koma. Í stað þess ert þú nú komin til Gurru þinnar elskulegu og vitum við að það hefur verið fagn- aðarfundur. Iðunni, Ingileif og fjölskyldum sendum við innilegar samúðarkveðj- ur og þökkum ógleymanlega vináttu. Hilmar og Aðalheiður. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 35 inunum. Hún var strax afar röskur krakki að þeirra áliti sem til þekktu og viljug bæði við inni- og útiverk. Einng var hún snögg að ljúka verkum og punta sig ef fram- undan var ball eða rabb í vinahópi. Áður en hún festi ráð sitt vann hún í vistum, kaupavinnu og í síld á Siglufirði. Ragna var kaupakona í Vorsabæ á Skeiðum hjá Eiríki og konu hans eitt eða tvö sumur. Þar var ungur maður sem Ragnar Ein- arsson hét og hann sá ýmislegt sem aðrir sáu ekki. Hann sá að Rögnu fylgdi alltaf sami ungi maðurinn. Ragna var í vist á Norðurbraut í Hafnarfirði hjá Stefaníu og manni hennar og var Stefaníu eins farið og Ragnari. Stefanía sá alltaf ung- an mann fylgja systur minni. Seinna sá Stefanía mynd sem til var heima og sagði hún þá: „Þetta er maðurinn sem fylgir Rögnu.“ Þessi maður var bróðursonur pabba okkar, hann missti móður sína átta eða níu ára og var þá komið fyrir á Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd, þar sem foreldr- ar okkar bjuggu þá. Hann hét Sig- urður Guðmundsson og var hjá okkur fram á fermingaraldur en fór síðan að vinna hér og þar. Hann reri ásamt fjórum mönnum (að mig minnir) héðan frá Vogavík. Bát- urinn fórst og allir drukknuðu. Sig- urður var aðeins 24 ára gamall. Það var 17. mars 1928. Sonarsonur minn kom eitt sinn síðla sumars úr sveitinni frá móð- urfólki sínu, þá sex eða sjö ára gamall og var fullur af framtíð- arsýnum. Hann ætlaði að verða veðurfræðingur, „því þá fær afi í sveitinni sól og þurrk á heyið fyrir kýrnar“. Ekki man ég hvaða veður hann vildi hafa í Vogum. Hann spyr pabba sinn: „Þekki ég einhvern í Hafnarfirði?“ „Já,“ segir pabbi hans, „þú manst eftir Rögnu sem við heimsóttum, hún er systir ömmu þinnar.“ „Þá læt ég alltaf vera gott veður þar,“ segir dreng- urinn. Þessari góðu spá frétti Ragna af og næst þegar hún kom í Vogana færði hún drengnum brjóstsykurspoka. Guð gefi þér góða heimkomu systir mín og eitt er víst að margir verða til að taka á móti þér og fremstur í þeim hópi verður Siggi frændi. Guð blessi þig. Guðrún Lovísa. Það er bæði með gleði og söknuði sem við kveðjum hana ömmu. Eftir langa legu á sjúkradeild kom loks kallið. Sjálf er hún líklega allra manna glöðust með orðinn hlut. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í huga okkar um hana ömmu okkar, og flestar tengj- ast þær eldhúsinu hennar. Það var alltaf vel tekið á móti okkur krökk- unum þegar við litum við í heim- sókn á Reykjavíkurveginn. Hún var alltaf svo dugleg við að baka og átti alltaf eitthvað góðgæti handa okk- ur, kleinur, pönnukökur með sykri eða rjóma, og lagkökur. Hún hafði mjög sérstakt lag á því að gera rúgbrauð með kæfu eða osti mjög lystugt og alltaf skar hún brauðið í tvennt áður en hún bar það fram. Einnig fengum við oft ískalt gos úr glerflöskum úr kælinum, ekki heila flösku, heldur áttum við geyma eins og helminginn í lokaðri flösk- unni með sérstökum plasttöppum sem hún átti þar til við komum næst. Það var oft yndislegt að sitja við eldhúsborðið hjá ömmu og horfa út um eldhúsgluggann yfir grasblett- inn hennar og niður eftir Hraun- kampinum. Og ófáar stundirnar lékum við okkur með eldspýtu- stokkana sem hún geymdi í skraut- skríni uppi á vegg í eldhúsinu. Amma var alltaf mikill sóldýrk- andi og reisti gjarnan upp sóltjald- ið sitt á grasblettinum á góðum dögum. Hún sagðist hafa krókó- dílahúð og brann aldrei í sólinni. Þegar amma og afi voru hætt að komast upp og niður stigana í hús- inu sínu á Reykjavíkurveginum fluttu þau í litla íbúð á jarðhæð á Laufvanginum þar til frekari heilsubrestur skildi þau í sundur, afi fór á Sólvang og amma beið eft- ir plássi á Hrafnistu. Á Hrafnistu átti amma líka alltaf eitthvað gott í skál handa okkur krökkunum og langömmubörnunum. Við vonum að þú vakir yfir okkur hraust og hress. Þórður, Róbert, Ragnhildur og Sunna. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR STEFÁNSSON, rafvirki, Funalind 1, Kópavogi, sem andaðist fimmtudaginn 24. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. maí kl. 15.00. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Dýrleif Kristjánsdóttir, Reynir Sigurðsson, Sigríður B. Pálsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Helga Guðsteinsdóttir, Egill Jón Sigurðsson, Arndís Lilja Albertsdóttir, Kolbrún Sigurðardóttir, Bernhard Svendsen, Þóra Sigurðardóttir, Axel Ström, Elva Björk Sigurðardóttir, Sæmundur Eiðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og kveðjur við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU MARGRÉTAR ÁSGEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalarheimilinu Grund fyrir frábæra umönnun síðasta spölinn. Hilmar Baldursson, Guðrún Nanna Guðmundsdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir, Skúli Bjarnason, Sveinn Ásgeir Baldursson, Edda Gunnarsdóttir. ✝ Bróðir okkar, BRYNJÓLFUR PÁLSSON, Hlíðarendavegi 5B, Eskifirði lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 24. maí. Útför hans fer fram frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 1. júní og hefst kl 14:00. Systur hins látna. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN SIGURÐSSON, Hjallalandi 18, Reykjavík, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 24. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. júní kl. 11.00. Halldóra Jóhannsdóttir og fjölskylda. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÓLÖF LILJA SIGURÐARDÓTTIR, Faxabraut 13, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 26. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 1. júní kl. 14.00. Þórður Kristjánsson, Unnur Þorsteinsdóttir, Sigurður Davíðsson, Gísli Davíðsson, Kristín Ása Davíðsdóttir, Atli Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.