Morgunblaðið - 30.05.2007, Page 37
skemmtileg veisla með góðum mat,
söng og gleði. Þær létu veislugestina
skrifa nöfn sín á dúka og saumuðu
síðan út með ýmsum litum. Síðast-
liðið sumar skoðuðum við Sigga
hennar dúk og höfðum gaman af. Já,
margs er að minnast og allt er það
gott, sem þeim hjónum við kemur.
Lengi bjuggu þau í Kópavogi og
var þá mikill samgangur okkar á
milli. Seinna fluttu þau til Húsavíkur
og sáum við Máni mikið eftir þeim
þangað, en sambandið slitnaði ekki.
Við tókum oft sumarbústaði á leigu
austur á landi og áttum þar margar
góðar samverustundir. Einnig kom-
um við oft við á Húsavík og fengum
þar ætíð höfðinglegar móttökur og
fylgdumst með uppbyggingunni á
Mararbraut 3. Sigga var mikill fag-
urkeri, algjör snillingur í höndunum
bæði í útsaumi og fatasaumi. Svo
spilaði hún líka á píanó, ég man hvað
mér fannst hún flink þegar hún spil-
aði undir þegar pabbi hennar stjórn-
aði Laugamannakór á einhverri
samkomu. Hún mundi nú hlæja að
mér ef hún heyrði þetta.
Heilsuleysi hrjáði hana mikið hin
síðari ár, en hún gafst ekki upp, var
dugleg að fara í sund og hreyfa sig.
Einnig ferðuðust þau hjón mikið,
sérstaklega innanlands, og það
mætti segja mér, að það væru ekki
margir staðir á Íslandi, sem þau
hefðu ekki heimsótt. Í nokkrum
þessara ferða vorum við með þeim
okkur til mikillar ánægju. Tjaldbú-
skapur var þeim Siggu og Þórhalli
hugleikinn og dáðist ég oft að dugn-
aðinum í þeim við slíkar aðstæður.
En hér skal staðar numið.
Það er hollt að hafa átt,
heiðra drauma vökunætur,
séð með vinum sínum þrátt,
sólskinsrönd um miðja nátt,
aukið degi í æviþátt
aðrir þegar stóðu á fætur.
(St.G.St.)
Við Máni sendum Þórhalli, börn-
um og fjölskyldum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Við þökkum Siggu
af alúð samfylgdina og biðjum henni
og fjölskyldum hennar blessunar
Guðs.
Kristín Ingibjörg Tómasdóttir.
„Ja Þórhallur, bullið í þér,“ sagði
amma, hristi höfuðið og hló innilega.
Við hlógum með henni og gerðum
góðlátlegt grín að afa sem lét sér fátt
um finnast að venju. Svo kláruðum
við matinn okkar, gengum frá í eld-
húsinu og hituðum kaffi.
Svona stundir áttum við systur oft
í hádeginu í Valbergi. Eftir matinn
settist amma svo með okkur inn í
stofu og sagði okkur sögur, fréttir af
ættingjum eða sýndi okkur nýjasta
handverkið sitt.
Amma var alltaf með eitthvað í
höndunum og við höfum notið góðs
af því. Það líður varla sá dagur svo
maður fari ekki í sokka frá henni,
setji dúk á borð sem hún hefur
saumað eða sitji í sófa með bróder-
uðum púðum frá henni. Allt saman
lék það í höndum hennar.
Í okkar huga var amma alveg eins
og ömmur eiga að vera. Hún var
amma sem söng og fór með kvæði.
Amma sem hló að bullinu í okkur.
Amma sem tók okkur með í útilegur
og fræddi okkur um náttúru lands-
ins. Amma sem sendi sultukrukkur
og nýbakaðar bollur suður til
Reykjavíkur. Amma sem lét sér annt
um okkur jafnt sem alla aðra vini og
vandamenn. Amma sem hringdi eða
sendi sms til að athuga hvernig
manni gengi. Amma sem hjálpaði
manni alltaf, sama hvert vandamálið
var. Amma sem kenndi okkur svo
margt og ef hennar hefði ekki notið
við værum við fátækari manneskjur.
Blessuð sé minning ömmu Siggu.
Við munum alltaf sakna hennar.
Guðrún Sigríður og
Þórdís Edda.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 37
Atvinnuauglýsingar
Hársnyrtisveinn
óskast á hársnyrtistofu í miðborginni.
Upplýsingar gefur Sigurpáll í síma 551 3010
eða 896 8544.
Frá Pólýfónfélaginu
Sagnfræðingur með áhuga á söng og menn-
ingarmálum óskast til að taka saman sögu
Pólýfónkórsins, sem starfaði á árunum 1958 -
1989 undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar.
Fyrirhugað er að slíkt ágrip fylgi úrvali hljóð-
ritana í tilefni af fimmtíu ára afmæli kórsins á
næsta ári.
Nánari upplýsingar gefa:
Ólöf Magnúsdóttir, sími: 565 6799.
Guðmundur Guðbrandsson, sími: 553 0305.
Stjórn Pólýfónfélagsins.
Fiskeldi
Fiskeldisstöðin Laxeyri ehf. óskar eftir að ráða
fiskeldisfræðing eða mann með áhuga á
fiskeldi.
Laxeyri er staðsett í 60 km fjarlægð frá Borgar-
nesi og sérhæfir sig í framleiðslu á náttúruleg-
um laxaseiðum til sleppingar í ár og vötn.
Nánari upplýsingar gefur stöðvarstjóri í símum
435 1380 og 848 2245 og laxeyr@emax.is.
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Afmæli
Bandalag kvenna í Reykjavík,
BKR, heldur upp á 90 ára afmæli
sitt miðvikudaginn 30. maí.
Móttaka verður í Höfða fyrir stjórnarkonur,
formenn aðildarfélaga og nefndaformenn frá
kl. 17.00 til kl. 18.30.
Afmælisfundur hefst síðan í fundarsal
Hallveigastaða kl. 9.00 með hátíðadagskrá:
Veislustjóri:
Þórey Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður
Bandalags kvenna í Reykjavík.
Ávörp:
Ingveldur Ingólfsdóttir, formaður Bandalags
kvenna í Reykjavík.
Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fjölmiðlakona.
Tónlistarflutningur:
Nanna María Cortes syngur við undirleik
Krystynu Cortes.
Aðalsafnaðarfundur
Lágafellssóknar
Aðalsafnaðarfundur Lágafellssóknar verður í
kvöld, miðvikudaginn 30. maí klukkan 20:00,
í safnaðarheimilinu í Þverholti 3.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefnd
Lágafellssóknar.
Aðalfundur Búmanna
Aðalfundur Búmanna hsf. verður haldinn á
Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, fimmtu-
daginn 14. júní kl. 17.00. Fundurinn verður í sal
hótelsins er nefnist Hvammur.
Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins.
Framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins flytur
stutt ávarp.
Stjórnin.
Húsnæði óskast
Norska sendiráðið
óskar eftir að taka á leigu í 101, 105 eða 107
Reykjavík einbýlishús, raðhús eða stóra íbúð
með a.m.k. 4 svefnherbergjum og aðgangi að
bílskúr/bílastæði. Leigutími frá júlí/ágúst nk. og
leiga til þriggja ára.
Vinsamlega sendið skriflegar upplýsingar
og tilboð til Norska sendiráðsins, pósthólf 250,
121 Reykjavík, netfang: embrek@mfa.no.
Kennsla
Skólaslit
Skólaslit og afhending einkunna verða í Kirkju-
hvoli í dag miðvikudaginn 30. maí kl. 17.30.
Skólastjóri.
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir
Hlíðarvegur 33, fnr. 211-9865, Ísafirði, þingl. eig. Magnús Guðmundur
Samúelsson, gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær, föstudaginn 1. júní 2007
kl. 11:00.
Ránargata 8, fnr. 212-6551, Flateyri, þingl. eig. Hrefna Björg Waage
Björnsdóttir og Guðjón Svanur Hermannsson, gerðarbeiðendur
Dýralæknaþjónusta SISVET ehf og Vátryggingafélag Íslands hf,
föstudaginn 1. júní 2007 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
29. maí 2007.
Til sölu
Bækur til sölu
Njála 1772 fyrsta útg., Old nordisk ordbog EJ 1863, Maríusaga,
Strandamenn, Nokkrar Árnesingaættir, Ættir Síðupresta,
Svarfdælingar no 1, Íslenskir annaler intil 1578 LP., Horfnir
góðhestar 1-2, Rangvellingabók 1-2, Keldur, Rangárvellir,
Stokkseyringasaga 1-2, Nú-nú St.Þ., Fremrahálsætt 1-2,
Úr fylgsnum fyrri alda 1-2, Íslensk myndlist 1-2 Bj.Th., einnig
ýmsar listaverkabækur.
Upplýsingar í síma 898 9475.
Tilboð/Útboð
Frystiklefi
Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum óskar eftir
tilboði í frystikerfi fyrir frystigeymslu, 2000 m²,
sem fyrirtækið ætlar að byggja í Vestmanna-
eyjum.
Tilboðið felur í sér alla hönnunarvinnu, vélar,
lagnir, raf- og stjórnbúnað, uppsetningu, raf-
lagnir, gangsetningu, prófanir o.fl.
Verkinu skal að fullu lokið 21. des 2007.
Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Páls
Zóphóníassonar ehf., Kirkjuvegi 23,
Vestmannaeyjum, frá og með miðviku-
deginum 30. mai 2007.
Tilboð merkt „frystikerfi“ skal skila á Teikni-
stofu P. Z., Kirkjuvegi 23, Vestmannaeyjum eigi
síðar en fimmtudaginn 14. júní 2007 kl.14.00
og verða opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda,
sem þess óska.
Uppboð
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Ysta-Bæli, eh.gþ., Rangárþingi eystra, lnr. 163694., þingl. eig.
Sigurður I. Sveinbjörnsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á
Hvolsvelli, mánudaginn 4. júní 2007 kl. 14:15.
Ystabæliskot, eh.gþ, Rangárþingi eystra, lnr. 163695, þingl. eig.
Sigurður I. Sveinbjörnsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á
Hvolsvelli, mánudaginn 4. júní 2007 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
29. maí 2007.
Kjartan Þorkelsson, sýslumaður.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Brúnalda 3, Rangárþing ytra, fnr.225-8445, þingl. eig. Gljúfurá ehf,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Rangárþing ytra, þriðjudaginn
5. júní 2007 kl. 13:30.
Gilsbakki 21, Rangárþing eystra, fnr.193311, þingl. eig. Eikarás ehf,
gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður starfsm. Kópavogs og Rangárþing
eystra, þriðjudaginn 5. júní 2007 kl. 11:45.
Gilsbakki 8a, Rangárþing ytra, fnr.228-7347, þingl. eig. Gljúfurá ehf,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 5. júní 2007 kl. 11:30.
Svínhagi H-42, Rangárþing ytra, lnr.198142, þingl. eig. Þ.A.G ehf,
gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf, þriðjudaginn 5. júní 2007 kl. 15:15.
Svínhagi H-43, Rangárþing ytra, lnr.198143, þingl. eig. Þ.A.G ehf,
gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf, þriðjudaginn 5. júní 2007 kl. 15:00.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
29. maí 2007.
Kjartan Þorkelsson, sýslumaður.
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Atvinnuauglýsingar sími 569 1100
Raðauglýsingar
sími 569 1100
Fleiri minningargreinar um Sig-
ríði Pálsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu á næstu dög-
um.