Morgunblaðið - 30.05.2007, Síða 42

Morgunblaðið - 30.05.2007, Síða 42
Verður kannski bráðum farið að selja inn á tónleika með Presley og Janis Joplin?… 43 » reykjavíkreykjavík  Hljómsveitin Sign er ein 15 hljómsveita sem flytja þekkt lög í nýjum búningi á diski sem fylgir næsta Kerrang!- tölublaði. Sign endurgerir Skid Row-lagið „Youth Gone Wild“ en aðrar sveitir eru m.a. Lost Prop- hets, Gallows, Bullet For My Val- entine og Funeral for a Friend. Sign kemur fram á tvennum tón- leikum á Íslandi á næstunni. Fimmtudaginn 31. maí koma þeir fram á útitónleikunum Hafnafjörð- ur rokkar en föstudaginn 1. júní halda Sign síðan tónleika á Amst- erdam. Sign tekur Skid Row á næsta Kerrang!-diski  Katrín Péturs- dóttir, myndlist- armaður og hönnuður, hefur verið valin til að hanna vegg- spjald fyrir Montreux Jazz- hátíðina sem fram fer í Sviss dagana 6.–22. júlí næstkomandi. Hátíðin er ein þekktasta djasshátíð í heimi og var fyrst haldin árið 1967 en fer fram ár hvert í Montreux við rætur Alpanna í Sviss. Katrín er önnur konan sem hannar plakat há- tíðarinnar á eftir Nicky de Saint Phalle árið 1984. Aðrir þekktir listamenn sem skreytt hafa vegg- spjald hátíðarinnar eru R. Combas, David Bowie, Max Bill, Andy War- hol og Keith Harring. Margvíslegur varningur verður gefinn út af til- efni hátíðarinnar skreyttur af Katr- ínu, m.a. mun fyrirtækið Moleskine sem framleiðir hinar þekktu skrif- bækur gefa út sérstakt eintak með hönnum Katrínar. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Motörhead, Chemical Brothers, Heraman Dune, The Good, the Bad and the Queen og Beastie Boys. Fetar í fótspor Andy Warhol og David Bowie  Í tilefni af því að í sumar eru 25 ár frá því Purrkur Pillnikk lagði upp laupana á Melarokkhátíðinni hefur nú verið sett saman hljóm- sveitin P.P. sem sérhæfir sig í að flytja lög hinnar dáðu pönksveitar. Minningartónleikar um Purrkinn verða haldnir í ágúst en föstudag- inn 1. júní verður boðið upp á smá forskot á sæluna þegar P.P. hita upp fyrir Diktu á Menningarhátíð Grand Rokks. Purrks Pillnikks minnst á Grandinu Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Á DÖGUNUM birtist pistill eftir greinarhöfund þar sem yfirvofandi dauði kassettunnar var harmaður. Í kjölfarið höfðu þeir Logi Höskulds- son og Þórður Hermannsson samband og upp- lýstu syrgjanda um að þeir hefðu ekki alls fyrir löngu gefið út kassettu, deilikassettu eða „split“, þar sem þeir ættu sína hliðina hvor. Það er ekki laust við að vottur af fortíðarþrá hafi hellst yfir mig þegar ég svo handlék gripinn. Hér er um að ræða háklassa heimaiðnað og umslagsmyndir, sem eru frumstæðar, næfar og klasturslegar, eru handlímdar á frekar tötursleg plasthylki. Spólurnar sjálfar eru gamlar uppáteknar kristi- legar spólur sem strákarnir fundu þegar Grape- vine-blaðið stóð í húsnæðisflutningum. „Nýjar óáteknar spólur eru rándýrar,“ út- skýrir Doddi. „300 - 400 kall.“ Á sumum kass- ettunum má svo heyra í glaðværum trúboðum þegar tónlist Loga og Dodda (eins og Þórður er kallaður) er á enda. Tónlistin sjálf spillir ekki fyrir, uppfull af áreynslulausum, þekkilegum melódíum sem minna stundum á Belle and Seb- astian en auk þess er róið á ögn sýrðari mið, og skaut nafn Ariels Pinks ósjálfrátt upp kollinum. Tuttugu eintök hafa verið framleidd, nokkuð sem þeir félagar sjá sjálfir um með hjálp græju- samstæða sem enn skarta segulbandstækjum. Ferlið í kringum kassetturnar er því „lo-fi“ alla leið. Sjarmi hins „ófullkomna“ Þeir Logi og Doddi eru báðir fæddir árið 1987 en tveimur árum síðar toppaði kassettusala í heiminum. Þórður er þekktastur fyrir veru sína í sveitinni Heróglym en Logi er í Sudden Weather Change og We Painted The Walls. Báðir taka þeir líka upp efni undir eigin nafni. Þeir kynnt- ust fyrst af einhverju viti fyrir einu og hálfu ári og fóru að senda lög sín á milli í gegnum Netið. Þeir lýsa því að þeir séu það ungir að þeir hafi ekki einu sinni átt kost á að vera nostalgískir í garð kassettunnar, ólíkt greinarhöfundi (sem er fæddur 1974). „Við vorum miklu fremur að uppgötva kass- ettuna,“ segir Logi. „Við fórum að hlusta á tón- list af einhverju viti í kringum 2000 og erum því stafrænir alla leið. Það að mismunandi form hafi verið að bítast um markaðsstöðu (vínyll, kas- setta, geisladiskur) er eitthvað sem við könn- umst ekkert við.“ Segja má að hrein fagurfræði hafi rekið þá í faðm kassettunnar. „Hljómurinn höfðar til okk- ar, hann er hlýrri en þessi stafræni,“ segir Doddi. „Það var alger uppgötvun að heyra í tón- listarmönnum sem eru að gera frábæra hluti, þrátt fyrir takmarkaðan tækjakost eða hljóm- gæði. Þessir hlutir gefa tónlistinni ákveðinn sjarma og gildi sem eru eðlilega ekki í tónlist sem er tekin upp við „góð“ skilyrði.“ Áhrifavaldar í þessum efnum eru t.d. Lou Bar- low, Daniel Johnston („við sáum heimildamynd- ina um hann og sáum strax að þetta væri okkar maður“), Broken Social Scene („það er eitthvað við hljóminn hjá þeim“) og áðurnefndur Ariel Pink („hann á mikið í þessari spólu“). Pink þessi hefur gefið út býsnin öll af kassettum en það var ekki fyrr en meðlimir sýrusveitarinnar Animal Collective komust yfir brenndan disk með verk- inu The Doldrums (Haunted Graffiti 2) að nafn Pinks tók að birtast í tónlistarmiðlum. Fyrirtæki Animal Collective, Paw Tracks, gaf The Doldr- ums … út árið 2004 og hefur Pink öðlast „költ“- vinsældir í kjölfarið. „Það stóð alltaf til að gefa út svona „split“,“ segir Logi. „Við erum mjög hrifnir af slíkum plötum. Upprunalega átti þetta að vera geisla- diskur en kassettan er eiginlega betri í svona lagað, er í raun hið fullkomna „split“-form. Þú hlustar á tónlistina mína, snýrð spólunni svo við og sjá; þú ert farinn að hlusta á Dodda. Á tíma- bili ætluðum við meira að segja að láta hvora hlið enda með sameiginlegu lagi, svona til að marka að hlið hins væri að hefjast.“ „Rec“ og „Play“ Tónlistina tóku þeir upp stafrænt og Doddi spilaði sitt efni t.d. beint inn á Makkann sinn. Af- raksturinn var svo brenndur á disk, og efnið flutt þaðan yfir á kassettur í gegnum græju- samstæður með því að ýta einfaldlega á „rec“ og „play“. „Við gáfum þetta út í desember síðastliðnum,“ segir Doddi. „Viðbrögð fjölmiðla létu á sér standa og við ímynduðum okkur þess vegna að blaðamenn væru hlaupandi út um allan bæ að redda sér kassettutækjum til að geta hlustað. En ætli það hafi verið svo gott.“ Þeir félagar ætla ekki að láta hér við sitja í þessum deilingarfræðum. Stefnan er næst tekin á annað form sem á líkt og kassettan undir högg að sækja, nefnilega vínylinn. Morgunblaðið/RAX Sérstakir Af fagurfræðilegum ástæðum einungis notast þeir félagar Logi og Þórður við kassettuna. Næst verður það vínillinn. Kassettustrákarnir Logi Höskuldsson og Þórður Hermannsson uppgötvuðu töfra kassettunnar » „Við fórum að hlusta á tónlistaf einhverju viti í kringum 2000 og erum því stafrænir alla leið. Það að mismunandi form hafi verið að bítast um markaðs- stöðu (vínyll, kassetta, geisla- diskur) er eitthvað sem við könnumst ekkert við.“ Spólurnar má nálgast í 12 tónum og á eftirfarandi vefsetrum: -myspace.com/lojihos -myspace.com/doddolfur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.