Morgunblaðið - 30.05.2007, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
DAGUR VONAR
Lau 2/6 kl. 20
Fös 8/6 kl. 20
Ekki er hleypt inní salinn eftir að sýning er hafin
Síðustu sýningar í vor
SÖNGLEIKURINN GRETTIR
Fim 31/5 kl. 20
Sýningar hefjast að nýju í september
LÍK Í ÓSKILUM
Þri 5/6 kl. 20 FORS.
Fim 7/6 kl. 20 FORS.
Fös 8/6 kl. 20 FORS.
Lau 9/6 kl. 20 FORS.
Miðaverð 1.500
DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN
25 TÍMAR
Fim 7/6 FORS. Miðaverð 1.500
Fös 8/6 kl. 20
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
LADDI 6-TUGUR
Í kvöld kl. 20 UPPS.
Fös 1/6 kl. 20 UPPS.
Lau 2/6 kl. 20 UPPS.
Lau 2/6 kl. 22:30 UPPS.
Sun 3/6 kl. 14 UPPS.
Sun 3/6 kl. 20 UPPS.
Mán 4/6 kl. 20 UPPS.
Mið 20/6 kl. 20 UPPS.
Fim 21/6 kl. 20
SÖNGLEIKURINN ÁST
Í samstarfi við Vesturport
Fim 31/5 kl. 20 UPPS. Fös 1/6 kl. 20 UPPS.
Sun 3/6 kl. 20 Fim 7/6 kl. 20
Lau 9/6 kl. 20 Fös 15/6 kl. 20
Síðustu sýningar í vor
BELGÍSKA KONGÓ
Í kvöld kl. 20 UPPS. Mið 6/6 kl. 20 UPPS.
Sun 10/6 kl. 20 Mið 13/6 kl. 20 AUKAS.
Fim 14/6 kl. 20
Aðeins þessar sýningar
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is
1/6 UPPSELT, 2/6 ÖRFÁ SÆTI LAUS,
7/6 UPPSELT.
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
Sýningar hefjast kl. 20.00
Ósóttar pantanir seldar daglega.
ATVINNULEIKHÚS
Í BORGARNESI
MR. SKALLAGRIMSSON
- höf. og leikari Benedikt Erlingsson
fö. 1/6 uppselt, lau. 2/6 uppselt,
lau 9/6. kl. 15 uppselt,
lau 9/6 kl. 20 örfá sæti, fö 15/6 kl. 20,
mi 20/6 kl 20, fö 29/6 kl. 20
MÝRAMAÐURINN
- höf. og leikari Gísli Einarsson
fi. 7/6, fö 8/6 örfá sæti,
fi 14/6 - síðasta sýning
Leikhústilboð í mat:
Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600
Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200
Miða- og borðapantanir í síma 437 1600
Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír
Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is
FIMMTUDAGINN 31. MAÍ KL. 19.30
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Einleikari ::: Sir Donald McIntyre
rauð tónleikaröð í háskólabíói
Svanasöngur
Sjostakovítsj
í Sunnusal Hótels Sögu kl. 17.30. Að loknum venjulegum
aðalfundarstörfum mun Karólína Eiríksdóttir kynna
efnisskrá kvöldsins. Boðið verður upp á súpu og kaffi.
Aðgangseyrir er 1.200 kr.
aðalfundur vinafélagsins
Þórður Magnússon ::: Það mótlæti þankinn ber
Richard Wagner ::: Valkyrjurnar, Kveðja Óðins
Dímítrí Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 15
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
MIKIÐ hefur verið skrifað um mál-
efni Tónlist.is að undanförnu og í
tengslum við það um hagsmuna-
samtök tónlistarmanna, einkanlega
STEF, en einnig hefur Samtón borið
á góma, sem er sameiginlegur vett-
vangur tónlistarrétthafa. Umfang
málsins virðist nokkurt og ýmislegt
er snúið, laga- og réttindaflækjur
hafa gert vart við sig og menn ekki
alltaf sammála um túlkanir. Þá hefur
komið fyrir að staðhæfingar stangast
hreinlega á.
Morgunblaðinu hafa þannig borist
fjölmörg tölvubréf þar sem tónlist-
armenn, sem eru útgefendur að eigin
efni, staðhæfa að efni frá þeim sé til
sölu á Tónlist.is án þess að samn-
ingar um það liggi fyrir. Slíkt á þó
ekki að vera hægt, samkvæmt Eiríki
Tómassyni, framkvæmdastjóra
STEF og stjórnarmanni í Samtóni.
Enginn samningur
Kristján Már Ólafsson var með-
limur í hljómsveitinni Útópíu sem gaf
sjálf út plötuna Efnasambönd árið
2000. Platan er inni á tonlist.is til sölu
og enginn samningur liggur fyrir um
sölu á henni.
„Ég verð að viðurkenna það að ég
vissi ekki hvaða skilmálum þetta var
bundið þegar platan var keyrð inn á
sínum tíma,“ segir Kristján. „Í ein-
hverjum barnaskap taldi ég að
STEF kæmi þessu bara til skila. En
svo fóru að renna á mig tvær grímur
þegar ég fór að heyra utan að mér að
enginn fengi greitt fyrir sölu. Ekki
það að ég hafi búist við miklum pen-
ingum fyrir þessa tilteknu plötu.“
Kristján segir að platan hafi nú
hvorki farið víða né hátt og meðlimir
hálfpartinn fegnir að hún væri inni
einhvers staðar.
„Svona ef einhver dytti inn á hana.
En maður myndi
svosem alveg
þiggja krónurnar
sem kæmu fyrir
sölu ef einhver
væri. Maður
hreinlega treysti
því að STEF sæi
um þetta. Ég er
ekki í öngum mín-
um vegna þessa en
samt sem áður, ef
maður skoðar
þetta í heild sinni, þá finnst manni að
þessar fáeinu krónur sem koma inn
eigi að fara til tónlistarmannanna
sem eru endalaust að borga með sér.
Hugmyndin að Tónlist.is er frábær
en það þarf greinilega að huga að
ýmsum smáatriðum – og jafnvel að-
alatriðum – sem snúa að fram-
kvæmdum við þetta fyrirbæri.“
Dugleysið algert
„Ég fékk bréf í morgun (gærmorg-
un) frá Tónlist.is þar sem þeir lofa
bót og betrun,“ segir Heimir Eyvind-
arson. „Það er komin sæmileg sátt og
þeir eru að koma einhverjum tölum
til okkar.“ Heimir hefur engu að síð-
ur farið fram á að lög sveitarinnar
verði tekin út af vefnum, og að
minnsta kosti sé lokað fyrir niðurhal
þótt streymi sé haldið.
„Ég var spurður í gær hvort ég
myndi taka plöturnar mínar úr sölu í
lítilli plötuverslun vegna þess að hún
seldi svo lítið. Ég svaraði því neit-
andi, en ég kvaðst hins vegar nokkuð
viss um að ég myndi taka vörur mín-
ar úr sölu í stórri plötubúð sem byði
vörurnar á spottprís – gæfi þær
stundum – og borgaði mér ekki
krónu fyrir.“
Heimir segir að samningar liggi
fyrir um allt það efni sem hann og fé-
lagar hans eiga inni á Tónlist.is.
„Ég fylgdist af áhuga með því þeg-
ar Tónlist.is var komið á laggirnar á
sínum tíma og við gerðum þegar
samning um sölu. En að uppgjör
skuli aldrei hafa borist til okkar þessi
Gunnar
Guðmundsson
Hver þorir í tón-
listarfrumskóginn?
Hljómplötur seldar í heimildarleysi á Tónlist.is. Kristján
Már Ólafsson er einn þeirra sem eiga plötu inni á Tónlist.is
án þess að sölusamningur liggi fyrir. Heimir Eyvindarson,
liðsmaður Á móti sól, vill að tónlistarmenn tali sig saman um
réttindi sín. Mál sem þarf að leysa segir Gunnar Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og
hljómplötuframleiðenda (SFH) og stjórnarmaður í Samtóni.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
MANNLEG reisn er manni ofarlega
í huga eftir að hafa horft á söguna
um inúítadrenginn Minik og örlög
hans í byrjun síðustu aldar. Banda-
ríski pólfarinn Robert E . Peary
flutti Minik og fimm aðra inúíta til
Náttúrugripasafnsins í New York
þegar drengurinn var sex ára. Til
eru ýmis gögn um dvöl Miniks þar
en vandi heimildagerðarmanna er
hvernig á að nálgast efnið? Hvernig
á að segja söguna? Margt hefur
breyst í hugmyndaheimi Vest-
urlandabúa um siðmenningu og
mannfræði. Hvernig „hvíti mað-
urinn“ leyfði sér að nálgast menn og
konur sem hann þekkti ekki vekur
mjög svo blendnar tilfinningar í dag.
Sögumaður okkar í Fórn-
arlömbum pólfaranna er Robert E.
Peary II, grænlenskt barnabarn
gamla landkönnuðarins, en karlinn
var kvæntur í Bandaríkjunum en
átti líka konu á Grænlandi í þau 20
ár sem hann dvaldi þar. Robert
skapar þannig hina mannlegu teng-
ingu milli fortíðar og nútíðar þar
sem hann reynir að komast að því
hvað er satt og hvað er logið í gömlu
sögunum um Minik. Þetta er gríp-
andi saga. Hún fjallar um mjög um-
deild málefni og sumt í henni í raun
ekki fyrir viðkvæmar sálir en fram-
setningin er blátt áfram og hógvær.
Það eina sem út á myndina er hægt
að setja er að stundum var farið
hratt yfir sögu og þarna voru fjöl-
margar hliðarsögur sem örugglega
hefði verið gaman að kafa dýpra of-
an í en það bíður kannski betri tíma.
Fórnarlömb pólfaranna „Þetta er grípandi saga.“
Saga sögð
Anna Sveinbjarnardóttir
KVIKMYNDIR
Tjarnarbíó – Heimilda- og stutt-
myndahátíð í Reykjavík
Leikstjóri: Staffan Julén. Sögumaður: Ro-
bert E. Peary II. Framleiðendur: Michael
Haslund-Christensen, Jesper Morthorst.
Klipparar: Clas Lindberg, Staffan Julén,
Ylva Fabricius. Kvikmyndatökumenn: Ca-
milla Hjelm Knudsen, Torben Forsberg.
Tónskáld: Frithjof Toksvig. Hljóð: Jens
Bönding. 80 mín. Danmörk. 2006
Fórnarlömb pólfaranna – The Prize of the
Pole