Morgunblaðið - 30.05.2007, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
WWW.SAMBIO.IS
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6:15 - 8 - 10 - 10:20 B.i. 10 ára DIGITAL
GOAL 2 kl. 5:50 - 8 B.i. 7 ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ DIGITAL 3D
/ KRINGLUNNI
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4:30 - 6 - 8 - 10 B.i.10.ára
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 4:30 - 8
ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára
THE REAPING kl. 8 - 10:10 B.i.16.ára
SPIDER MAN 3 kl. 5 B.i.10.ára
BLADES OF GLORY kl. 5:50 - 8 B.i.12.ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ
/ ÁLFABAKKA
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
Mesta ævintýri fyrr og síðar...
...byrjar við
hjara veraldar
„Besta Pirates
myndin í röðinni!
Maður einfaldlega gæti ekki
búist við meira tilvalinni
afþreyingarmynd
á sumartíma.“
tv - kvikmyndir.is
„SANNUR SUMAR-
SMELLUR... FINASTA
AFÞREYINGARMYND“
Trausti S. - BLAÐIÐ
27.000 manns á 6 dögum
Stærsta 5 daga sumar opnun allra tíma á íslandi
MYND OG HLJÓÐ
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The 6th Target – James
Patterson and Maxine Paetro
2. Bad Luck and Trouble – Lee
Child
3. Invisible Prey – John Sandford
4. The Yiddish Policemen’s Union
– Michael Chabon
5. Simple Genius – David Baldacci
6. The Children of Húrin – J. R. R.
Tolkien
7. Pearl Harbor – Newt Gingrich
and William R. Forstchen
8. Rant – Chuck Palahniuk
9. The Woods – Harlan Coben
10. Nineteen Minutes – Jodi Picoult
NY Times
1. Digging to America – Anne
Tyler
2. On Chesil Beach – Ian McEwan
3. Suite Francaise – Irene
Nemirovsky, et al.
4. Wicked! – Jilly Cooper
5. Love Over Scotland –
Alexander McCall Smith
6. A Short History of Tractors in
Ukrainia – Marina Lewycka
7. The Boleyn Inheritance –
Philippa Gregory
8. Half of a Yellow Sun –
Chimamanda Ngozi Adichie
9. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
10. Restless – William Boyd
Waterstone’s
1. The Secret – Rhonda Byrne
2. Insight Concise – World Atlas
Insight Guides
3. Angels Fall – Nora Roberts
4. The Thirteenth Tale – Diane
Setterfield
5. The Naming of the Dead – Ian
Rankin
6. Born in Death – J.D. Robb
7. 5’th Horseman – James Patterson
8. In Focus: Nat. Geographic
Greatest Photographs –
Bendavid, Abell & Johns
9. Fragile Things – Neil Gaiman
10. Icepick: Icelandic Street Art –
Þórdís Claessen
Eymundsson
MATT Haig vakti talsverða athygli
fyrir fyrstu bók sína, The Last Fa-
mily in England, sem skrifuð er upp
úr leikriti Shakespeares um Hinrik
IV. Hann er við sama heygarðshornið
í þessari bók, en
að þessu sinni tek-
ur hann fyrir
Hamlet. Bókin
segir nefnilega frá
ungum pilti í
Newark í Eng-
landi sem faðir
hans ferst í bíl-
slysi. Föðurbróðir
hans tekur þá pilt-
inn og móður hans að sér, nokkuð
sem strákur kann ekki að meta, ekki
síst þegar draugur föður hans birtist
og krefst þess að drengurinn hefni
hans, enda hafi hann verið myrtur.
Víst er þetta klisja og meira að
segja klassísk klisja, en Haig vinnur
vel úr henni, færir hana nær okkur í
tíma og í stað þess að vera konungur
Danmerkur á pabbi hins unga Ham-
lets pöbb. Piltur, sem heitir reyndar
Philip Noble, er reyndar talsvert
yngri en Hamlet, en á ekki síður erf-
itt með að koma sér að verki. Sum-
part er það vegna þess að hann er
ekki alveg viss um að draugurinn fað-
ir hans sé raunverulegur, og sumpart
vegna þess að hann á glímu við sam-
visku sína. Þegar kærasta blandast í
málið verður málið enn snúnara en á
endanum hrindir hann af stað at-
burðarás sen getur ekki nema endað
á einn veg.
Dead Fathers Club minnir um
margt á bók Marks Haddons um ein-
hverfan pilt, Furðulegt háttalag
hunds um nótt, stíllinn áþekkur en
undiraldan þó myrkari og bókin einn-
ig bráðfyndin á köflum.
Klassísk
klisja
Dead Fathers Club eftir Matt Haig. Vin-
tage gefur út 2007.
Árni Matthíasson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
SÚ VAR tíðin að breskar spennu-
sögur voru nánast allsráðandi á
markaði, í það minnsta hér á landi.
Þær voru allar áþekkar, persónu-
sköpun í lágmarki, engar sál-
arflækjur að þvælast fyrir sögu-
þræðinum eins og nú er alsiða, og
byggðust á spennu að segja frá
fyrstu síðu með hæfilega ótrúlegum
söguþræði – einskonar æv-
intýrabækur fyrir ungmenni og full-
orðna svosem líka.
Bókafélagið Ugla hefur tekið upp
á að gefa út á kilju margar af þessum
bókum, sem sumar hafa verið ófáan-
legar á íslensku árum saman. Fyrsti
skammtur kom út á dögunum með
bókum eftir Gavin Lyall og Jack
Higgins.
Fyrrverandi flugmaður
Gavin Lyall nýtti sér það vel í rit-
störfum sínum að hafa verið í breska
flughernum, en reynsla hans og
þekking sem blaðamaður á BBC og
síðar sem flugsérfræðingur Sunday
Times kom einnig að góðum notum.
Fyrsta spennubók hans fjallaði og
um flug og flestar þær bækur sem á
eftir komu. Þær voru áþekkar að
inntaki, höfuðpersónan yfirleitt
hetja úr flughernum, hokin af
reynslu, sem lendir í ævintýrum í
háloftunum eða skammt frá jörðu.
Í frægustu bók Lyalls, sem var
metsölubók víða um heim, þar á
meðal hér á landi, var eltingaleik-
urinn og hasarinn þó á jörðu niðri.
Sú kom út 1965 og heitir Midnight
Plus One / Mínútu eftir miðnætti og
segir frá stríðshetju sem tekur að
sér að koma kaupsýslumanni á fund í
Liechtenstein. Það er þó hægara
sagt en gert því kaupsýslumaðurinn
er með viðskiptafélaga sína á hæl-
unum og að auki eftirlýstur af lög-
reglunni.
Mínútu eftir miðnætti kom út á ís-
lensku fyrir rúmum þrjátíu árum og
naut þá mikillar hylli, enda skrifuð af
mikilli íþrótt. Til stóð að kvikmynda
bókina, enda keypti Steve McQueen
réttinn að henni en hann féll frá áður
en honum tókst að koma því í verk.
Eftir að hafa slegið svo rækilega í
gegn á sjöunda áratugnum skrifaði
Lyall lítið á þeim áttunda, glímdi við
heiftarlega ritstíflu, en náði sér svo á
strik og var vinsæll allt þar til kalda
stríðinu lauk, en þá datt botninn úr
njósnabókabransanum sem hann og
fleiri, til að mynda John Le Carré,
höfðu notið góðs af árum saman.
Lyall lést í janúar 2003.
Tilræði við Churchill
Jack Higgins er eitt af fjölmörg-
um dulnefnum rithöfundarins Har-
rys Pattersons sem nýtti sér reynslu
úr breska hernum til að skrifa
spennubækur, en hans þekktasta
verk er The Eagle Has Landed /
Örninn er sestur sem kom út 1975 og
á íslensku ári síðar. Sú bók, sem seg-
ir frá tilraun SS-sveita Þjóðverja til
að ræna Winston Churchill, naut fá-
dæma vinsælda og talið að af henni
hafi selst 26 milljónir eintaka.
Líkt og Lyall skrifaði Higgins eft-
ir formúlu sem reyndist honum vel,
hetjurnar hörkutól, andstæðingar
þeirra hreinræktaðir óþokkar og
bækurnar samfelld spenna út í gegn.
Eftir að Patterson sló í gegn sem
Jack Higgins hefur hann haldið sig
við það dulnefni að mestu en fram að
því hafði hann notað nöfnin James
Graham, Martin Fallon og Hugh
Marlowe og gaf stundum út þrjár til
fjórar bækur á ári.
The Eagle Has Landed var kvik-
mynduð 1976 með Michael Caine,
Donald Sutherland, Robert Duvall,
Donald Pleasence, Anthony Quayle
og Larry Hagman í aðalhlutverki.
Bókafélagið Ugla gefur út Örninn
er sestur og eins Vondur fé-
lagsskapur.
Forvitnilegar bækur: Breskar spennusögur ganga aftur
Spenna rifjuð upp
HETJA skáldsögunnar Icelander er Hetjan okkar,
hún er aldrei kölluð annað, dóttir glæpa- og mann-
fræðingsins Emily Bean-Ymirson, sem leysti fjölda
dularfullra sakamála á sinni tíð með Jóni manni sín-
um, en oftar en ekki voru þau að glíma við þursinn
Surt. (Þess má geta að rithöfundurinn Magnús Val-
ison skrifaði skáldsögu í tólf bindum upp úr dag-
bókum hennar. Sú skáldsaga heitir einfaldlega
Endurminningar Emily Bean.)
Bókin gerist á Íslandi, eða réttara sagt einskonar
Íslandi, um miðjan vetur og þó Hetjan okkar hafi
ævinlega forðast að feta í fótspor móður sinnar
neyðist hún til þess að taka að sér rannsókn á glæp
þegar besta vinkona hennar er myrt.
Það tekur lesandann smátíma að komast inn í
bókina, enda er söguþráðurinn snúinn, sögumenn
margir með mjög ólíka sýnt á atburðarásina og bera
mismikla virðingu fyrir sannleikanum. Smám sam-
an renna þræðirnir saman í magnaðan hnút sem
heldur mönnum í spennu fram á síðustu síður, eins
og góð spennusaga á að vera. Íslendingar hafa sér-
staka skemmtun af að lesa bókina, enda hrærir
Long í henni saman svipmyndum af ímynduðu Ís-
landi saman við mjög skælda gerð af norrænni go-
ðatrú. Segir sitt að undir Íslandi er Vanaheimur þar
sem Vanir búa, sigruð þjóð, en framfleyta sér með
ferðaþjónustu meðal annars. Meðal þeirra starfar
einnig leyniregla ofurmenna, Refurserkir, sem er
hugsanlega flækt í málið (sjálfstæðishreyfing Vana)
og svo er það spurningin um Surt – var hann end-
anlega sigraður eða hvað?
Frábærlega skemmtileg og snúin bók – ef eitt-
hvað er að henni að finna þá er hún full stutt (250
síður), til að gera öllum þeim hugmyndum skil sem
viðraðar eru í henni.
Einskonar Íslendingasaga
Icelander eftir Dustin Long. McSweeney’s gefur út 2006.
Kilja kom út 2007.
Árni Matthíasson